Morgunblaðið - 12.11.1963, Side 32

Morgunblaðið - 12.11.1963, Side 32
SGÖGH STERKOG STÍLHRE?(sí Kærður fyrir bréfastuld Starfsmaður í Reykjavík MORGUNBLAÐIÐ fregnaði í gær, að einn af starfsmönn- um Póststofunnar í Reykja- vík hafi verið grunaður um að taka hréf ófrjálsri hendi. Síldin Bræla var á síldarmiðunum aðfaranótt mánudags og fremur lítill afli. AKRANESI, 11. nóv. í gær, sunnudag, lönduðu hér tíu bátar 1600 tunnum af síld. Aflahæstur var Sigurður með 500 tunnur. Sumt af síldinni var saltað, en sumt hraðfryst. Hann var hægur á síldarmið- unum aðfaranótt laugardags ca. 45 sjómílur vestur af Jökli. 4 bátar fengu síld, samtals 2.800 tunnur. Höfrungur II. var afla- hæstur með 1,200 tunnur, Sól- fari þá með 600, Skipaskagi með 500 og Haraldur með 500. Sumt af síldinni var saltað, sumt hrað fryst. — Oddur. Frú Beg- trup 60 ára f DAG verður frú Bodil Beg- trup sendiherra Dana í Sviss M ára. Frú Begtrup var sendiherra lands síns á ís- landi um árabil, frá 1948— 1956. — Er hún fyrsta konan, sem gegnt hefur sendiherra- embætti hér á landi. Póststofunnar handtekinn Matthías Guðmundsson, póst- meistari, grunaði manninn fyrir skömmu og var hann handtekinn nokkru síðar. Mál þetta er á rannsóknarstigi og sagði póstmeistari í gær í sam tali við blaðið, að hann hefði ekki enn séð skýrslu um yfir- heyrslurnar frá rannsóknar- lögreglunni. Þess má geta, að maðurinn hefur starfað hjá Póststofunni í Reykjavík um 30 ára skeið. Eins og fyrr getur hafði Morg- unblaðið tal af póstmeistaranum í gær og spurði hann um mál þetta, sem mun vart eiga sér neina hliðstæðu hér á landi. Hann sagðist ekki vilja segja neitt um málið á þessu stigi, en leyfði blaðinu þó að hafa eftir sér svohljóðandi upplýsingar: „Rétt er að fallið hefur grun- ur á mann einn, sem starfar hér í stofnuninni, um að hann hafi tekið almenn bréf ófrjálsri hendi. Hefur mál hans verið kært til rannsóknarlögreglunnar og tek- ið fyrir til rannsóknar. Ekki hef ég enn fengið skýrslu um rann- sókn málsins, en mun láta blöð- unum í té upplýsingar, þegar þær berast mér í hendur. Þess skal getið að lokum“, sagði póst- meistari, „að maðurinn hefur ekki verið við störf hér í stofn- uninni síðan málið var kært.“ Blaðið getur bætt því við, að því er kunnugt um, að póstmeist- ari lagði gildru fyrir manninn þegar er hann fór að gruna hann. Maðurinn uggði ekki að sér. enda mun hann ekki hafa átt sér ills von og gekk í gildruna. Mun hann hafa verið staðinn að verki, þegar hann var að koma bréfum undan. Ekki er vitað um, að mað- urinn hafi haft áhuga á öðrum en almennum bréfum. Ekki er held- ur vitað um ástæðuna fyrir þess- um verknaði, en rannsóknin mun væntanlega leiða hana í Ijós. Þess má að lokum geta, að maðurinn var handtekinn fimm dögum eftir að grunur féll á hann. Innstœðulausir tékkar, er skipta millj. í umferð MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá Seðlabanka Islands, þar sem skýrt er frá því, að 9. nóv. sl. hafi allsherjar ávísanaupp- gjör farið fram milli banka og sparisjóða í Reykjavík og nágrenni. I ljós hafi komið, að um væri að ræða stór- fellda útgáfu ávísana, sem innistæða var ekki til fyrir. Avísanirnar munu hafa verið á þriðja hundrað og upphæð- irnar nema samtals mörgum milljóna króna. Þar á meðal ávísanir frá stórfyrirtæki, svo skipti milljónum króna. — Fréttatilkynningin fer hér á eftir: „Fyrir forgöngu Seðlabankans átti sér stað laugardaginn 9. nóvember allsherjar tékkaupp- gjör milli banka og sparisjóða í Reykjavík og nágrenni. Tilgang- ur þessa uppgjörs var að leiða í Neind tiI að rann- saka um/erð arslyx MORGUNBLAÐINU barst í gær þessi fréttatilkynning frá Dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, dagsett 11. nóv.: „Dómsmálaráðherra hefir í dag ákveðið að skipa nefnd til þess að rannsaka orsakir hins sívaxandi fjölda umferðar- slysa og að gera tillögur um Uppdráttur að Norrœna húsinu Einkaskeyti til Mbl. frá Khöfn. — 11. nóvember. BYGGINGARNEFND Nor ræna hússins, sem reisa á í Reykjavík, hélt í dag fund í Helsingfors með finnska arkitektinum Alvari Aalto, sem fenginn hefur verið til þess að teikna húsið. Á fundinum lagði Aalto fram uppdrátt að útlits- teikningu hússins. Fundinn í Helsingfors sátu m.a. Eigil Thrane, skrifstofustjóri menning- armálaráðuneytis Dan- merkur, en hann er for- maður byggingarnefndar- innar og Þórir Kr. Þórð- arson, prófessor. Rytgaard. ráðstafanir til úrbóta. í nefndinni eru: Lögreglu- stjórinn í Reykjavík, sem er formaður nefndarinnar, vega- málastjóri og forstöðumaður Bifreiðaeftirlits ríkisins, en jafnframt hafa Slysavarna- félag íslands, Félag íslenzkra bifreiðaeigenda og félög at- vinnubifreiðastjóra verið beð in að tilnefna fulltrúa í nefnd- ina.“ Minni fisknfli en í fyrrn Skv. skýrslu Fiskifélags fs- lands var heildarfiskafli fyrstu sjö mánuði þessa árs (til 31. júlí) 487,662 tonn. Á sama tíma í fyrra var hann 18,551 tonni meiri eða 506,231 tonn. Af afla fyrstu sjö mánuðina var 203,157 tonn þorskur og 196,025 tonn síld. Sambærilegar tölur í fyrra voru 196,595 og 244,231. Bátafiskur var nú 443,301 tonn (í fyrra 487,329 tonn) og togarafiskur 44,361 tonn (1 fyrra 18,884 tonn). ljós, hvort í umferð væru inn- stæðulausir tékkar, en mikil brögð hafa verið að því um langt skeið, þrátt fyrir ítrekaðar að- gerðir af hálfu bankanna. Tékkauppgjör þetta leiddi í ljós, að í umferð var þó nokkur fjöldi innstæðulausra tékka, og nam upphæð þeirra verulegum fjárhæðum. Ákveðið hefur verið, að útgefendur þessara tékka verði beittir þeim viðurlögum, sem tékkareglur bankanna gera ráð fyrir. Ennfremur er ráðgert, að slík allsherjar tékkauppgjör verði látin fram fara við og við héðan í frá. Verða þau gerð fyrirvara- laust, svo að þau tryggi sem bezt aðhald um að settum reglum um meðferð tékka verði fylgt af hálfu fyrirtækja og almennings." ,r Haraldur A. Sigurðsson var ' síðastliðinn laugardag sæmi ur orðunni O.B.E. (Officier of the most excellent order of I the British Empire). Ambassa dor Breta á íslandi Mr. Eve- lyn Basil Boothby afhenti (Haraldi orðuna. Faðir Har | alds, Ásgeir Sigurðsson, aðal- I ræðismaður Breta á íslandi, fékk þessa söm.u orðu fyrir ' tæplega 40 árum. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Fundur blaðamanna Helsingfors, 11. nóv. (NTB) Á MORGUN hefst í Helsingfors tveggja daga fundur Norræna blaðamannasambandsins. M.a. verða rædd menntamál, nánari samvinna blaðamanna og hvort þeir hyggjast taka þátt í alþjóð- legu samstarfi um að auka mennt un blaðamanna í vanþróuðu ríkj unum. ísland á ekki fulltrúa á fundinum í Helsingfors. Þrír af höfundum SIA- skýrslna krefjast ritlauna! ÞAU tíðind' gerðust í gær- dag, að þrír af höfundum hinna alræmdu SÍA-skýrslna, þeir Hjalti Kristgeirsson, hag fræðingur, Hjörleifur Gutt- ormsson, Neskaupstað, og Skúli Magnússon, sýsluskrif- ari á Patreksfirði, gerðu kröfu til höfundarlauna frá Heim- dalli, félagi ungra Sjálfstæðis manna í Reykjavík, vegna út- gáfu félagsins á hluta af skýrslunum. Eins og kunnugt er, birti Morgunblaðið á sínum tíma nokkurn hluta skýrslnanna. Vakti sú birting eðlilega mikla athygli, enda var hér um að ræða skýrslur, sem rneiri og betri innsýn veita í undirróðurstarfsemi og valda- baráttu kommúnista á íslandi en flest annað. Höfundar skýrslnanna gerðu þá enga til raun til þess að krefja Morg- unblaðið um greiðslu, en hins vegar krafðist Einar Olgeirs- son þess, að allar SÍA-skýrsl- ur, sem enn væru í höndum flokksmanna hans, yrðu taf- arlaust brenndar! í vor gaf Heimdallur út þær skýrslur, sem þegar höfðu birzt í Mbl., og talsvert magn að auki. Voru skýrslurnar, sem kunnugt er, gefnar út undir nafninu RAUÐA BÓK- IN, leyniskýrslur SÍA. Hefur mikið selzt af bókinni í sumar og haust, en höfundar skýrsln anna hafa ekki gert neina til- raun til þess að fá peninga fyrir ritstörf sín, fyrr en nú, að þrír þeirra fá Þorvald Þórarinsson, lögfræðing, til þess að rukka inn 150.000 kr. í höfundarlaun. Auk þess fer Þorvaldur Þórarinsson fram á að fá innheimtulaun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.