Morgunblaðið - 19.11.1963, Síða 1

Morgunblaðið - 19.11.1963, Síða 1
24 síðuff Skotið á tvo ísl. námsmenn í USA Annar hlaut skammbyssukúlu í kviðinn, hinn í lungað — báðir munu úr lífshættu 1»AU tíðindi gerðust sl. laug- ardag að óður maður réðst með byssu gegn tveimur ís- lenzkum piltum, sem eru við flugvirkjanám í borginni Tulsa í Oklahoma, og skaut á |>á a£ skammbyssu. Hlaut ann ar piltanna kúlu í kviðinn, en hinn í lunga. Voru þeir fluttir í sjúkrahús á staðnum, og munu báðir úr lífshættu að því er Mbl. fregnaði í gær. Mbl. hafði í gærkvöldi sam band við Odd Ólafsson, yfir- lækni að Reykjalundi í Mosfells- sveit, en sonur hans, Ketill, var annar piltanna. Hinn heitir Hall- dór Gestsson. Oddur sagði að atburður þessi hefði gerzt um kl. 18 á laugar- daginn eftir staðartíma. Ketill og Halldór hefðu verið að fara í hús, og heimsækja þar stúlku. Ekki væri ljóst af fregnum hvort maður sá, sem á þá skaut hefði hreinlega setið fyrir þeim við húsið eða hvort þar hefði orðið einhver orðasenna, nema hvað hann hefði dregið upp skamm- byssu og skotið á fslendingana. Hefði Ketill fengið kúlu í kvið- arholið, og varð að gera á hon- um holskurð á sjúkrahúsi. — Halldór fékk kúlu í annað lungað. Óddur Ólafsson bætti því við, að lögreglan í Tulsa hefði hand- tekið árásarmanninn á staðn- um og sæti hann nú í fangelsi. Oddur sagði að piltunum báðum hefði eftir atvikum liðið vel í gær og væru þeir nú taldir úr lífshættu. Aref tekur öll völd í írak Öljósar og ósamhljóða fregnir berast af ástandinu í Irak Beirut og Bagdad, 18. nóv. (AP>: — • Fregnir af ásíandinu í írak erú í dag óljósar um margt og ber ekki saman. Síðast í kvöld tilkynnti útvarpið í Bagdad, að allt væri með kyrrum kjörum í höfuðborginni og eðlilegt ástand ríkjandi um land allt. Væru sann ar þær fregnir, er fyrr í dag bár- ust, að Aref, forseti hefði tekið völd öll í sínar hendur með að- » toð hersins. Um miðjan dag bárust hinsvegar þær fregnir, að harðir götubardagar geisuðu í Bagdad, ættust þar við liðsmenn Aref, þ.é.aji. herinn og þjóð- varnarliðið, sem hefði öll tök annars staðar í landinu. Bagdad útvarpið. segir Aref hafa náð öllum völdum og her- inn hafa ráðið niðurlögum þjóð- varnarliðsins. Hafi Aref fyrir- Ekipað handtöku foringja liðs- ins. hérsins og ótakmarkað vald í eitt ár. Sagði hann framkomu þjóðvarnarliðsins og frélsis- skerðingu óþolandi orðna. í Damaskus segir, að her Sýr lands hafi fengið boð um að vera við öllu búinn. Sýrland og írak hafa verið tengd mjög nánum böndum Baath sósíalista að und anförnu og hefur byltingarráð Sýrlands fordæmt aðgerðir Ar- efs. Damaskus útvarpið hefur kallað Aref „harðstjóra", „Nýj- an Kassem“. Forsætisráðherra Bretlands, Sir Alex Douglas Home, ræðir við forseta íslands, herra Ásgeir Asgeirsson og forsetafrúna, frú Dóru Þórhallsdóttur, á'Victoriu- stöðinni í London. Bretlandsför Forseta íslands hafin: Fjöldi fdlks fagnaöi forsetanum Heiðursvörður beið hans á Gatwick flugvelli - Sir Alec Doglas Home, forsætis- ráðherra Bretlands á Victoriu-stöðinni ' Aref forseti, sem er 42 ára, hefur lítil völd haft í írak að undanförnu — er landið laut stjórn Baath-sósíalista. Hann er mikill stuðningsmaður Nassers, forseta Egyptalands, enda hefur Kairo-útvarpið lýst yfir eindregn um stuðningi við byltingu hans, og útvarpað fregnum af ótvíræð um sigri hans yfir féndum sín- um. Jafnframt hefur Abdel Kad er Hatem, upplýsingamálaráð- herra, egypzku stjórnarinnar varað utanaðkomandi öfl við að hlutast til um málefni íraks. Aref tilkynnti um Bagdad út- varpið í morgun, að hann hefði sjálfur tekið að sér embætti leið toga byltingarráðsins, yfirmanns Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og frú hans lögðu af stað í Bret landsför sína kl. 7.37 í gær- morgun. Fóru þau með flug- vél Loftleiða, Snorra Sturlu- syni. í för með forsetahjón- unum voru m.a. utanríkisráð- herra, Guðmundur í. Guð- mundsson og frú hans, Þor- leifur Thorlacius, forsetarit- ari og frú hans og sendiherra Bretlands á íslandi, E.B. Boothby og kona hans. Handhafar forseta- valds, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Birgir Finnsson, forseti Sameinaðs Alþingis og Þórður Eyjólfs- son, forseti hæstaijéttar kvöddu forsetahjónm á flug- vellinum, — en meðal ann- arra viðstaddra voru Gunnar Thoroddsen, fjármálaráð- herra og frú og nokkrir sendimenn erlendra ríkja hér á landi. Veður var hið fegursta, bjart og stillt, er flugvélin renndi úr hlaði. Hér fer á eftir frásögn Associ- atede Press-fréttastofunnar og séra Emils Björnssonar, frétta- martns útvarpsins, sem er með í för forsetans til Bretlands. • Flugu yfir gosstöðvarnar Flugvél forseta íslands lagði upp frá Reykjavíkurflugvelli kl. 7.37 í gærmorgun. Flogið var í 17000 feta hæð, en lækkað nið- ur-í 6000 fet yfir gosstöðvunum suðvestur af Vestmannaeyjum. Hafði forsetinn ekki fyrr séð gosið. Það sem af var leiðinni var flogið í sólskini, ofar skýj- um, en í Suður-Englandi var al- skýjað, veður hvasst og rigning. Laust fyrir klukkan 2 síðdegis lenti Snorri Sturluson á Gat- wick flugvelli, um 40 km suð- Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.