Morgunblaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 17
J þriðjudagur 19. nóv. 1963 MORCU N BLAÐIÐ 17 Guðrún Hannesdóttir H Ú N andaðist í Borgarspítalan- um 11. þ. m. Þar hafði maður hennar háð þungt sjúkdómsstríð mánuðum saman og hún komið þangað tvisvar hvern dag, þótt heilsa hennar leyfði það tæpast. Dag frá degi sat hún við sjúkra- beð hans, er hún unni, og rétti honum líknandi hendur, unz hjarta hennar þoldi ekki meira. Síðast var hún flutt helsjúk til spítalans, og var þá skammt að bíða dauðans. Gott er að minnast hennar og langrar, athafnaríkrar ævi henn- ar. Á yngri árum var hún alltaf kennd við Deildartungu í Reyk- holtsdal og nefnd Guðrún í Tungu. Þar fæddist hún 11. maí 1881. Foreldrar hennar voru Hannes Magnússon, bóndi og hrepps- stjóri, og Vigdís Jónsdóttir, kona hans. Hannes var sonur Magnúsar bónda hins ríka á Vilmundar- stöðum í Reykholtsdal, sem hafði mannheill mikla og naut óskor- aðrar virðingar. Oft var minnzt á auð hans, en öfundarmenn átti hann enga, heldur var venjulega bætt við orðunum: Og hver eyrir vel fenginn. Hannes var að ýmsu líkur honum, ráðdeildarmaður mikill, hæglátur og hagsýnn, góð- ur heimilisfaðir. Vigdís kona hans var dóttir Jóns bónda í Deildar- tungu, frábær að liðsinni við þá, er áttu bágt, skjót til úrræða og andsvara. Húsmóðir hin bezta. Virðist Guðrún hafa erft í ríkum mæli kosti foreldra sinna. Hún var létt og glöð í máli, prýðilega greind og orðheppin og sannur vinur í raun, fríð sýnum og höfð- ingleg, gestrisin og góðviljuð, stórlynd nokkuð, en kunni vel að stilla skap sitt. Skörungur mikill og drengur góður, er gerði sér engan mannamun. Hún óx upp með foreldrum sín- um í stórum systkinaflokki. En rúmlega tvítug missti hún föður sinn. Tók þá Jón bróðir hennar við búsforráðum með móður þeirra. Frá Deildartungu er víð- sýni mikið og fagurt. En ein höf- uðprýði hennar var Guðrún sjálf. Og heimilið hafði forystu í ýms- um góðum málum. Þannig átti Guðrún þátt í stofnun stúku, sem hélt fundi sína í Deildartungu, og skipaði sæti í fyrstu stjórn Ung- mennafélags Reykdæla. Deildar- tunga var i röð glæsilegustu heimila í Borgarfirði og bar hátt. Árið 1912, 4. maí, gitfist Guð- rún manni sínum, Páli Zóphóní- assyni, sem þá var kennari við Bændaskólann á Hvanneyri. Og nokkur ár, 1914—20, ráku þau jafnframt bú í Kletti í Reykholts- dal. Þá varð maður hennar skólastjóri á Hólum, og dvöldust þau þar 1920—28. Einn starfs- manna á Hólum hefir lýst fyrir Sinfóníutónleikar Framh. af bls. 6 út, og annar þátturinn, sem löng- um hefir að vísu þótt nokkuð endurtekningasamur, virtist aldrei ætla að enda. Þegar hér var komið, hafði þreytan, sem virtist breiðast frá hljómsveitar- pallinum aftur eftir salnum, náð alveg á aftasta bekk, svo að áheyrendur voru ekki lengur í skapi til að skemmta sér á sveita ballinu, þó að þar væri raunar talsvert fjör, og úr því að þeir voru ekki á ballinu, gátu þeir líka látið sér yfirvofandi þrumu veður í léttu rúmi liggja. Flutn- ingurinn í heild var í stuttu máli alveg misheppnaður, þótt mörg einstök atriði væru fallega gerð, og er það enn leiðara vegna þess, að hér er um að ræða verk, sem sýnist eiga að liggja vel fyrir þessum frísklega og fordómalausa stjórnanda. Hann á vafalaust eftir að gera því skemmtileg skil, þótt síðar verði. Jón Þórarinsson. mér heimilisstjórn Guðrúnar, að hún hafi verið sönn húsmóðir í beztu merkingu þess orðs og mjög röggsamleg. Árið 1928 fluttu þau hjónin til Reykjavíkur og áttu hér heima upp frá því. Maður hennar gegndi hverju trúnaðarstarfinu af öðru: Ráðunautur Búnaðarfé- lags íslands, formaður þess, bún- aðarmálastjóri og alþingismað- ur. Varð það til þess að leggja húsmóðurinni óteljandi skyldur á herðar. Maður hennar hefur verið talinn „jafnkunnugastur um land allt af öllum núlifandi mönnum“. Og þegar svo er um mann, sem er hinn gestrisnasti og vill eftir mætti hvers manns vandræði leysa, og kona hans er sama hugar, má nærri geta, hve mannkvæmt var á heimili þeirra: Næturgestir nálega á hverri nóttu árum saman, auk allra annarra gesta víðs vegar að af landinu, sem sóttu liðsemd og ráð til þessa heimilis og vildu eiga þar sól- skinsblett í heiði. Þau Guðrún og Páll lifðu sam- an í farsælu hjónabandi í fulla hálfa öld og við barnalán mikið. Gjörði Guðrún miklar kröfur til barna sinna, en mestar til sjálfrar sín. Lífið væri í því fólgið að hjálpa öðrum og sýna þeim kær- leika. Börn þeirra og tengdabörn eru, sem hér segir: Unnur, gift Sigtryggi Klemenz- syni, ráðuneytisstjóra. Zóphónías, skipulagsstjóri, kvæntur Lis Nelleman. Páll Agnar, yfirdýralæknir, kvæntur Kirsten Henriksen. Hannes, bankafulltrúi, kvænt- ur Sigrúnu Helgadóttur. Hjalti, framkvæmdastjóri, kvæntur Ingigerði Karlsdóttur. Vigdís, gift Baldvin Halldórs- syni, leikara. En barnabörnin eru orðin 23. Það var Guðrúnu yndi hið mesta, er þau söfnuðust til henn- ar. Var heimili hennar miðstöð heimila þeirra. Með ástvinahóp- inn í kringum sig hvíldi hún eins og í forsælunni af lífsins tré. Mér er hugstæðust tryggð hennar. Hún lifði eftir heilræð- inu: Vini þínum ver þú aldregi fyrri að flaumslitum. Á hverju sumri heimsótti hún Borgarfjörðinn og vini sína þar. Brosið hennar bjarta, sýndi, hve vinátta hennar var traust. Hún var alltaf hin sama. Og hún mun til æviloka minna mig á þá ástúð, sem Reykholtsdalurinn hefir sýnt mér. Ég votta manni hennar á sjúkrabeði og öðrum ástvinum hennar innilega hluttekningu. Röðull rósfagur rís að morgni. Ásmundur Guðmundsson. í BORGARFJARÐARHÉRAÐI hefur í tímans rás vaxið úr grasi margt manna, kvenna og karla, er gert hafa garðinn frægan bæði heima fyrir og í öðrum héruðum, jafnt við sjó og í sveit. Má án alls efa rekja rætur þessa giftusamlega hlutskiptis til þeirrar framtakssemi, dugn- aðar, áræðis og rpannkosta sem þar hafa þróazt mann fram af manni, kynslóð eftir kynslóð. Þessir ættgengu eðliskostir hafa í hvívetna reynzt traustir hornsteinar hugsjóna og mann dómsafreka og gróðursælir í þjóðarakri vorum hvar sem þeir skjóta rótum. En tilefnið til þess að vakið er máls á þessu hér, er að þeim sem þessar línur ritar stendur þessi þróun ljóslifandi fyrir sjónum er hann minnist nýlátinn ar borgfirzkrar konu, sem í hús- móðurstöðu á langri lífsleið hef ur með rismikilli höfðingslund stráð á braut samtíðarmanna sinna því fegursta og bezta sem fyrirfinnst í fari húsfreyjunnar sem móður og gestgjafa. Þessi gagnmerka heiðurskona, sem hér er minnzt, er Guðrún Hannesdóttir frá Deildartungu, kona Páls Zóphóníassonar fyrr- verandi skólastjóra á Hólum, búnaðarmálastjóra og alþingis- manns. Hún lézt 11. þ. m. í Heilsuverndarstöðinni Reykja- vík. Guðrún var fædd í Deildar- tungu 1881 og voru foreldrar hennar Vigdís Jónsdóttir og Hannes hreppstjóri Magnússon bóndi þar. Á Guðrún til að telja merkra og fjölmennra borg- firzkra ætta í báðar hendur. Guðrún ólst upp á heimili for eldra sinna í stórum systkina- hópi. Alls voru börn Vigdísar og Hannesar ellefu. Komust sjö þeirra til fulls manndómsþroska en fjögur dóu í æsku. Var Deildartungunheimilið rómað fyrir dugnað þann og myndarbrag sem jafnan mótaði alla heimilisháttu þar. Nýir straumar menningar og framfara sem til landsins bárust um þær mundir sem Guðrún var að alast upp áttu þegar frá upp- hafi traust athvarf í sál og sinni hinna ungu og upprennandi Deildartungusystkina. Þau gripu fegins hendi þann boðskap sem fól í sér breytt viðhorf til lífs- ins og framtíðarinnar, þar sem blasti við sjónum manna gróandi þjóðlíf á brautum nýs framtaks og framfara. Til viðbótar þeim traustleik og öryggi sem í öllum háttum settu svipmót sitt á Deild artunguheimilið, gætti nú þar, í ríkari mæli en áður, þeirra æsku hugsjóna sem hinn nýi tími blés í brjóst upprennandi fólks í landi voru. Þannig var það, er ungmenna- Ifélagsskaparhugsjónin barst hingað fyrst til lands, að Deild- artunguheimilið varð fyrsta vagga og griðarstaður hennar í því byggðarlagi. En þessi þróun ,ruddi sér braut hvarvetna á byggðu bóli hér á landi, bæði í sveit og við sjó. Sama er að segja um bindindishreyfinguna Bindindisfélag var stofnað á þess um slóðum og hafði sá félags- skapur athvarf og aðsetur í Deild artungu. Það er ekki að efa að Guðrún Hannesdóttir, sem var elzt Deildartungusystkina hefur átt ríkan þátt í því þróttmikla sviði félagsmála, sem unnið var þar í sveit á þessum árum. Nú við lát Guðrúnar er eftir á lífi aðeins eitt hinna merku Deildartungusystkina, Vigdís Hannesdóttir á Oddsstöðum, ekkja Sigurðar Bjarnasonar bónda þar. Árið 1912 giftist Guðrún Páli Zóphóníassyni er þá hafði fyrir nokkru lokið búfræðikandidats- prófi. við landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn en hafði nú fengið veitingu fyrir kennara- stöðu við bændaskólann á Hvann eyri. Hófu þau hjón það ár bú- skap á skólasetrinu og höfðu þar heimilisfang um tveggja ára skeið. Páll var áhugasamur og dugmikill kennari, en brátt rak að því að honum þótti sér of þröngur stakkur skorinn við kennarastarfið eitt, og vafðist það þá ekki lengi fyrir honum hvar bæri að bera niður er víkka skyldi starfshringinn. Sama sinnis var Guðrún kona hans. Hún undi ekki húsmennskuvist inni á Hvanneyri. Athafnasemin úti í skauti náttúrunnar á upp- vaxtar- og æskuárunum í Deild artungu hafði ekki sleppt tökum á henni og jók þrá hennar til þátttöku í lífrænna starfi. Nið- urstaðan varð því sú að þau Guð rún og Páll reistu bú í fardög- um árið 1914 á Kletti í Reykholts dal. Er sú jörð í nágrenni Deild- artungu og liggja löndin saman. Ráku þau hjónin þar búskap til ársins 1920 samhliða því að Páll hélt áfram kennarastarfinu á Hvanneyri. Þetta ár var Páli veitt skólastjóraembættið á Hól- um í Hjaltadal og fluttust þau hjónin þangað í vordögum það ár. Búskapur þeirra Guðrúnar og Páls á Kletti bar í öllu merki hins nýja viðhorfs er þá var að þróast í búskaparháttum vorum. Ræktun, bygging og umgengnis hættir svo til fyrirmyndar var. Þar hóf Páll sitt mikla og árang ursríka starf í bættri meðferð bú penings á landi hér og ræktun kúa og sauðfjárkynja, sem búin voru betri afurðahæfni en vér höfðum átt áður við að búa. Um allt þetta naut Páll þá og síðar mikils styrks og stuðnings sinnar mikilhæfu konu sem hann kunni og vel að meta. Þau Guðrún og Páll stýrðu Hólastað um átta ára skeið. Skólastjórnin fór Páli vel og farsællega úr hendi. Með rekstri skólabúsins gafst honum kostur á í framhaldi af búrekstrinum á Kletti, að sinna á eigin hönd þessu mikla hugðarefni sínu og færa þar margt til betra horfs og bættra hátta. Þá leikur það ekki á tveim tungum að húsfreyjan á Hólum hafi gegnt sínu ábyrgðarmikla húsmóðursstarfi þar með mikl- um myndar- og rausnarbrag, sem vel hæfði hinu sögufræga höfuð- bóli og menntasetri. Það er al- mæli allra sem til þekktu að borgfirzk rausn og háttprýði og skagfirsk höfðingslund sem tengd er við þennan stað hafi á þessum árum runnið þar í einn og sama farveg. Eftir átta ára starf á Hólum fluttust þau Guðrún og Páll til Reykjavíkur, Páll tók þá við ráðunaustsstarfi hjá Búnaðarfé- lagi Islands. Þessu starfi gegndi Páll um áratugaskeið og síðustu árin búnaðarmálastjórastarfinu. Á hinum langa starfstíma sín- um hjá Búnaðarfélagi fslands komst Páll í náið samband og kynni við mikinn fjölda manna víðs vegar um land. Mun sá hóp ur manna hafa verið miklum mun fjölmennari en nokkur ann ar embættismaður í landinu hef ur samtímis haft kynni af. Kom þar fleira en eitt til. Páll var starfsmaður mikill og hafði þann Þorvaldur Gúð- mundsson for- maður Verzlunarráðs HIN nýkjörna stjórn Verzlunar- ráðs íslands skipti með sér verk- um fyrir skömmu. Formaður var endurkjörinn Þorvaldur Guð- mundsson, forstjóri, og 1. vara- formaður Egill Guttormsson, stórkaupmaður. Gunnar J. Frið- riksson var kosinn 2. varafor- maður. Framkvæmdastjórn V.f. skipa auk formannanna þeir Gunnar Ásgeirsson, stórkaupmaður, Hilm ar Fenger, stórkaupmaður, Magnús J. Brynjólfsson, kaup- maður, Othar Ellingsen, kaup- maður, og Sigurður Ó. Ólafsson, kaupmaður. Selfossi. hátt á að geta komið áhuga- málum sínum á framfæri með persónulegu samstarfi við sem flesta menn. Taldi hann það af fenginni reynslu árangursríkustu leiðina. En þessi nánu kynni leiddu til þess að mörgum varð það að leita til Páls um fyrir- greiðslu og rekstur erinda i Reykjavík. Féllu slíkar beiðnir ekki í grýttan jarðveg hjá Páli. Hann var að eðlisfari maður hjálpsamur, slitviljugur og vildi hvers manns vandræði leysa og sparaði enga fyrirhöfn í því efni. Af þessu leiddi að mikinn fjölda gesta hvaðanæva af land- inu bar að garði hjá þeim hjón- um. Það var kunnugra manna mál _ að heimili þeirra mætti aldrei mannlaust telja. En þar sem svo stendur á hefur húsmóðirin stóru hlutverki að gegna. En þeim vanda var Guðrún vel vax in. Hin frábæra gestrisni hennar var í té látin með slíkum mynd arbrag, rausn og ástúð að engum sem hennar naut fær úr minni liðið. Öllum leið vel á heimili þeirra hjóna. Hlýir straumar gestrisni og innileiks, og heimil ishamingja sú sem þar ríkti ylj- aði gestum um hjartarætur. Þótt margt legði Guðrún á gjörva hönd um dagana til gagns og þrifa þjóð sinni, þá ber göfgi hennar sem húsmóður hæst í huga þeirra sem gerst til þekkja. Nú við lát Guðrúnar liggur Páll maður hennar á sjúkrabeði í Heilsuverndarstöðinni í Reykja vík. Má geta sér nærri um til- finningar hans við fráfall þessa lífsförunautar sem verið hefur hans hálfa líf um ríflega hálfr- ar aldar skeið. Um leið og vér samferðamenn Guðrúnar Hannes dóttur, um lengra eða skemmra skeið, þökkum henni heilshugar samfylgdina og sendum hinztu kveðjur, vottum vér eiginmanni hennar samúð vora og óskum honum alls góðs. Þeim hjónum Guðrúnu og Páli varð sex barna auðið. Allt fjöl- skyldufólk, búsett í Reykjavík. Jarðarför Guðrúnar fer fram í dag frá Dómkirkjunni í Reykja vík. Pétur Ottesen. Ung bona með 2 stálpuð böm óskar að komast á rólegt sveitaheimili sem fyrst. Tilboð óskast send fyrir 25. þ.m. merkt: Um- gengnisgóð — 3973. tSTANLEY] Bíiskúrshurðarjárn Bílskúrshurðajárnin eru komin aftur. Pantanir óskast sóttar, sem fyrst. Á v* v- @ LUDVIG STORR i V f 1-33-33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.