Morgunblaðið - 04.12.1963, Side 1

Morgunblaðið - 04.12.1963, Side 1
32 s’íður m Tillögur ríkisstjórnarinnar í kjaramálum: 4% kauphækkun iðnaðarmanna og hliðstæðra starfshópa Aukin vinnuhagræðing er leiði til styttri vinnutíma Takmörkuð verðtrygging launa hugsanleg Á FUNDUM með fulltrúum vinnuveitenda og við- ræðunefnd verkalýðsfélaganna í gær var þessum aðiljum afhent greinargerð um tillögur ríkisstjórn- arinnar til lausnar yfirstandandi kjaradeilu. 'Á' Aðalatriði þessara tillagna er, að ríkisstjórnin Utsvarslækkun og 8% kauphækkun láglaunafdlks leggur til að hinir lægst launuðu fái verulegar kjara- bætur með 8% kauphækkun og lækkun útsvars, sem jafngildi 4—5% kauphækkun. 'Á' Þá er gert ráð fyrir því í tillögum ríkisstjórnar- innar, að iðnaðarmenn og hliðstæðir starfshópar íái kauphækkun er nemi 4%. 'jc Ríkisstjórnin leggur áherzlu á það í tillögum sín- um, að launahækkunum verði þannig í hóf stillt, að komizt verði hjá breytingum á gengi krónunnar. Hún leggur enn fremur til, að samningar þeir, sem nú verða gerðir, gildi til ekki skemmri tíma en til haustsins 1965, þannig að jafnvægi í verðlagsmálum geti skapazt og útflutningsframleiðslan fái tæki- færi til að tryggja hag sinn. 'Á' Þá segir í tillögu ríkisstjórnarinnar um þessi efni, að hún muni beita sér fyrir ráðstöfunum til þess að auðvelda útflutningsframleiðslunni að taka á sig fyrrgreindar kauphækkanir. Greinargerð ríkisstjórnarinnar, sem afhent var vinnuveitendum og verkalýðssamtöKum í gær, fer hér á eftir í heild: SAMIÐ TIL TVEGGJA ARA „í tillögum þessum er byggt á þremur meginforsend um. sem ríkisstjórnin telur ó- hjákvæmilegt, að verði undir- Framh. a bls. 2 Frá komu forsetahjónanna til íslands í gær. Myndín var tekin á Reykjavíkurflugveili og sýnir frá vinstri til hægri: Ásgeir Ásgeirsson, forseta Íslands, Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, Birgi Finnsson, forseta Sameinaðs Alþingis, frú Dóru Þ órhallsdóttur, dr. juris Þórð Eyjólfsson, forseta Hæstaréttar íslands, og frú Sigríði Björnsdóttur, forsætisráðherrafrú. (Ljósm.: Pétur Thomsen) Viðræður hafnar í London um aðgang að miðum og fiskmörkuðum 120 fulltrúar sitja fiskimálaráðstefnuna London, 3. des. (AP-NTB): • Fulltrúar frá 16 Evrópulönd- um komu saman í dag i Lancaster House í London til við ræðna um fiskveiðar og reglur, sem um þær gilda á Norðaustur Atlantshafi og Norðursjó. Einn- ig munu fulltrúarnir reyna að finna leiðir til þess að auka frelsi fiskverzlunar í Vestur- Evrópu. Fiskveiðiráðstefna þessi sem Bretar boðuðu til í vor, mun standa yfir í fjóra daga. í morgun ræddu fulltrúar dag skrá ráðstefnunnar, sem fram fer fyrir luktum dyrum. Peter Thomas, aðstoðar utan- ríkisráðherra Breta, sem er í for sæti á ráðstefnunni bauð full- trúa velkomna. Lagði hann á- herzlu á mikilvægi málanna, sem rædd verða á ráðstefnunni og kvaðst vona að sameiginleg hags 99 IMauðsynlegt að ræða málin af hreinskilni og samningsvilja46 Samtal við forsætisráðherra um mótmæli launþegasamtaka gegn birtingu tillagna um lausn kjaradeilnanna SEINT í gærkvöldi barst yfirlýsing frá samstarfsnefnd verkalýðsfélaganna, þar sem því er harðlega mótmælt, að ríkisstjórnin skuli hafa kunn- gert tillögur sínar til lausnar kjaramálanna og látið að því hggja, að slíkum tillögum hafi verið hægt að halda leyndum. Jafnframt er farið óvirðulegum orðum um til- raun stjórnarinnar til að greiða fyrir samkomulagi, þótt hún hafi bæði lýst sig fúsa til að bæta hag hinna lægst launuðu með lagabreyt- ingum til að létta af þeim út- svarsbyrðum og til að auð- velda atvinnurekendum að fallast á launahækkanir með ívilnunum í útflutningsgjöld- um og vöxtum. I tilefni af þessari einkenni- legu yfirlýsingu sneri blaðið sér til Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, og spurði hann álits á henni. Fórust for- sætisráðherra orð á þessa leið: — Okkar tillögur eru í sam- ræmi við yfirlýsta stefnu ríkis- stjórmarinnar um að leitast við að tryggja hag hinna verst stæðu. Hingað til hafa allir aðilar sagt, að það væri það markmið, sem þeir kepptu fyrst og fremst að. Af hálfu atvinnurekenda hefur því verið marglýst yfir, að þeir teldu sér ekki fært að fallast á neinar hækkanir nema að vita um viðbrögð ríkisstjórnarinnar, og hvað hún vildi af mörkum leggja. Greinargerð og tillögur rikisstjórnarinnar hlutu þegar i Framh. á bls. 2. munamál yrðu látin sitja í fyrie- rúmi. Siðan tóku nokkrir aðrir full trúar til máls, en að þvi loknu var eftirfarandi dagskrá sanv- þykkt: 1. Réttur til fiskveiða og að- gangur að fiskimiðum. 2. Aðgangur að fiskmörkuð- um. 3. Stefna í fiskveiðimálum. 4. Ýmis mál. (Mx fiski- geymsla og ýmis tæknileg atriði). FSrlltrúar komu aftur samaa eftir hádegi í dag og hófust þá umræSur um tvö fyrsbu dagskrác atriðin. Haft var eftir áreiðan- legum heimildum í Englandi I kvöld, að lítið hefði miðað í fundunum í dag, og í framsögu- ræðum sínum hefðu fulltrúar haldið fast við þau sjónarmið, sem stjórnir þeirra hafa áður látið í ljós varðandi fiskveiðilög sögu og önnur atriði dagskrár ráðstefnunnar. -- XXX ---- Peter Thomas, aðstoðarutan- ríkisráðherra Breta, sem var 1 forsæti á ráðstefnunni, sagði m.a. er hann bauð fulltrúa velkomna: „Málin, sem til umræðu eru á þessari ráðstefnu eru mjög’ mik- ilvæg. Þau eru í beinum tengsl- um við lífsafkomu þúsunda íbúa ianda okkar og óbeinum tengsl- um við flesta borgara .þeirra Þessi vandamál eru einnig flók in og lausn þeirra mun krefjast mikils erfiðis, þolinmæði og vilja til þess að reyna að skilja sjónarmið hvers annars. Eg vona að þetta verði haft í huga, áherzla lögð á sameiginleg hags Frh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.