Morgunblaðið - 04.12.1963, Blaðsíða 18
18
Mi.ðvikudagur 4. dcs. 1963
MORGU NBLAÐIÐ
Á öðrum stað segir svo, þar
sem lýst er fyrirkomulagi á bað-
hótelinu eins cig höfundur hugsar
sér það:
„í anda sá ég hið glæsilega
flugvallarhótel Reykjavíkur rísa
upp í suðvesturhorni skemimti-
garðsins. Veglegasta hótel lýð-
veldisins. Úr stáli og gleri, í djörf
um bogadregnum línum. Gesta-
■herbergi í norðurálmunni. Veit-
inga- og samkomusalir í turn-
byggingu í suðvesturhorninu.
Gluggar frá gólfi og upp í loft.
Útsýn yfir tjörnina, flugvöllinn,
Skerjafjörð og Bessastaði til
Reykjanesfjalla í suðri.
Húsið klætt í grænum kopar
og ryðfríu stáli. Skrautlega iyst
utan sem innan, með neón- og
flúórecent ljósuim.
Gistiherbergin með öllum þeim
þægindum, sem fyrsta flakks
hótel í Englandi og Bandaríkjun-
um bjóða upp á. Með póst- og
símaafgreiðslu, rakarastofu, skó-
fægingu, blaða- og bókasölu. Með
kaffistofu, sem er opnuð kl. 7 að
miorgninum, m e ð bjórstofu,
skrautleigum bar, setustofum,
borðsölum, danssal og kannske
pálmalundi.
Með anddyri út að Bjarkar-
götu, er næði að framanverðu
upp í gegnum, a.m.k. tvær hæð-
ir, og korrídor gegnum húsið úí í
skemamtigarðinn. Með fagurlega
upplýstum fiskabúrum, felldum
inn í anddyrisveggina, gestunum
til afþreyingar og börnum til
garnans.
Með íslenzbum listaverkum á
víð og dreif. Málverkum, út-
skurði, silfursmíði og mynd-
höggvaralist undir björtu ljósi.
Sum þessara verka til sölu, ef
svo sýndist. Líkt og í hinu fræga
Biltmore hóteli í Los Angeles.
íslenzk menning á þennan hátt
kynnt og íslenzkir listmunir
seldir út um heim allan. Með
prúðu starfsfólki og góðum kokk
um. í kjallaranum hressandi
gufu- og loftböð, sjóböð og
radioaktiv leðjuböð. Paradís
hinna gigtveiku. En aUk þess
sérstök fatageymsla og búnirngs-
herbergi fyrir svo sem 2000 til
3000 manns. f>ví héðan lægi
breiður, sléttur gangstígur, þak-
inn hvítum skeljasandi, niður að
stærsta upphitaða útibaðstað ver-
aldarinnar. Botninn úr innri
tjörninni skafinn upp, allt niður
í malarlagið, og hann hreinsað-
ur, eins og bæjarráðhefir þegar
ákvarðað. Allt mýrarvatn ræst
burtu, eins og byrjað er á. Sam-
bandinu lokað við fremri tjörn-
ina, nema til afrennslis. Hvítur
sandur í upphækkaðri brekku
vestan- og norðanmegin. Raf-
magnsgeislaofnar eins og sól-
hlífar. Á háum, grönnum súlum,
með réttum halla. Til að oma
þeim, sem vilja njóta útiloftsins
og ljóssins í ríkum mæli. Gos-
brunnur úti í miðju vatninu, þar
sem tær sjór, sem dælt er úr
Skerjafirðinum, blandast heitu
laugarvatni. Brunnurinn upplýst
ur marglitum kastljósum á kvöld
in. Sérstok vél, báruvaki, til að
vekja báru á vatninu, er brotn-
aði við ströndina. Mér varð hugs
að til litla almennings-baðher-
bergsins inni í Laugarnesi. með
hörðum steinbrúnum og sleipum,
fúnum gólfborðum. Sundlaug-
anna, „baðkersins“, sem þúsund-
uim Reykvíkinga þykir sarnt svo
vænt um og geta varla án verið;
En hversu margir myndu þá
ekki sækja þennan stóra og glæsi
laga baðstað í hjarta bæjarins?
Jú, hér myndi æska Reykja-
víkur eignast marga og holla á-
nægjustund og hinar fögru Evu-
dætur baka sig í sandinum lið-
langt sumarið.
En hingað myndiu líka koma
gamlir gráskeggjar til að fá sér
dýfu og að því loknu innvortis
hressingu — og til að gjóta horn-
auga!
Hér væri gaman að reika um
á hlýjum sumarkvöldum, setjast
á bekk undir ilmandi birkirunn-
um, horfa á ljósadýrðina speglast
í vatninu og hlýða á dillandi
hlj óðfærasláttinn frá flughótel-
inu.
Hér yrði Bellevue og Tivoli
Reykjavíkur. Augasteinn txírgár-
innar, bjartur og hýr í bragði.
Ferðamaðurinn, sem um miðs-
vctrarleytið kæmi úr aUstri eða
vestri og tylti tánum snöggvast
á þessa heimskautseyju — sá
þyrfti ekki að kvarta. Hlýr
vetrarsjótoaðsstaður í innri tjörn
inni. Dynjandi skautasveli á
fremri tjörninni. Flugnapappír
fyrir heimisferðalanga. Auglýs-
ingaspjöldin á ferðaskrifstofum
og flughöfnum úti um víða ver-
öld myndu hrópa himinhátt:
„Heimsækið Reykjavík“. „Skoðið
hina undraverðu hveraborg norð-
urhvelsins" „Syndið undir norð-
urljósunum í hlýju radioaktivu
vatni“. Þannig yrðu augiýsing-
arnar. En fyrst og fremst yrði
hér paradísargarður bæjarbúa.
Allt þetta flaug mér í hug, þar
sem ég sat við útsýnisglugga
flughótelsins.
Það væri ekki ónýtt að sjá
þessa draumsýn rætast. Og hvers
vegna ætti hún ekki að rætast?
Tjörnina á hvort sem er að
hreinsa, hótelið að bygigja. Og
sandurinn og heita vatnið eru ís-
lenzk hráefni, sem eru fyrir
hendi.
En bera Reykvíkingar gæfu til
að hrinda þessu í framkvæmd?
— Því fær tíminn einn svarað.“
★
Hér að framan hefur verið
ilýst hugmynd minni að einstök-
um og glæsilegum sjótoaðstað.
Kostnaðaráætlunin er auðvit-
að löngu úrelt, en hana má yfir-
færa og færa til nútíma verð-
lags, án mikils kostnaðar.
Væri nú ekki hér verkefni
verðugt æsku- og ílþróttamönn-
um, og öðrurn framfaraöflum til
viðfangs og lausnar? .
Reykjavík 3. des. 19-63.
Gísli Halldórsson.
Self Jarnarnes
Lögfaksúrskurður
Samkvæmt kröfu sveitarstjóra Seltjarnarneshrepps
úrskurðast hér með lögtak fyrir ógreiddum útsvör-
um, aðstöðugjaldi', fasteignaskatti og vatnsskatti,
álögðum 1963 og fyrr, auk dráttarvaxta og kostn-
aðar.
Lögtök verða framkvæmd fyrir gjöldum þessum
að átta dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa,
verði eigi gerð skil fyrir þann tíma.
Sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Björn Sveinbjörnsson, settur.
VBOLET - SÓFASETT
HNOTAN húsgagnaverzlun
Þórsgötu 1 — Sími 20820.
Sendisveinn óskast
allan daginn.
G. Helgason & IVSelsted hf.
Hafnarstræti 19.
Afvinnuhúsnœði
til sölu
Til sölu er íbúð á 1. hæð í húsi, sem stendur ca.
100 m. frá Aðalstræti. Stærð 112 ferm. Hentug fyrir
heildsölu, tannlæknastofu, verkfræðistofu eða þess
háttar. — Þeir, sem hefðu áhuga leggi inn nöfn sín
í umsiagi merkt: „Atvinnuhúsnæði — 3335“ fyrir
fimmtudagskvöld.
Til solu góð
5 herbergja íbúð á 3. hæð við Rauðalæk.
Sér hitaveita.
MÁLFLUTNINGS OG FASTEIGNASTOFA
Agnar Gústafsson, hrl.,
Björn Pétursson, fasteignaviðskipti.
Austurstræti 14, símar 22870 og 21750.
Utan skrifstofutíma 35455.
Til sölu
hentug bygging fyrir iðnrekstur.
. Nánari uppl. gefur
ÁGÚST FJELDSTED, HRL.
Lækjargötu 2 — Sími 22144.
N auBungaruppboð
Eftir kröfu Guðmundar Ingva Sigurðssonar, hrl.
og dr. Hafþórs Guðmundssonar,hdl., að undan-
gengnu fjárnámi, og samkvæmt haldsrétti, verða
bifreiðirnar R-9340 (Dodge ’59) og R-13837
(Chevrolet ’51) seldar á opinberu uppboði sem hald
ið verður við skrifstofu mína, að Álfhólsvegi 32,
í dag miðvikudag 4. des. 1963 kl. 15.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Samkeppní um hændaskóla
á Hvanneyri
Tilkynning um breytt heimilisfang trún-
aðarmanns Dómnefndar.
Heimilisfang hans er Hvassaleiti 155
sími 32436.
Dómnefndin.
íbúð — íbúð
Útlendingur óskar eftir að taka á leigu fbúð með
húsgögnum. Reglusemi og góðri umgengni heitið.
Tilboð sendist Mbl. merkt: „Há leiga greidd —
3339“.
Nýtt!
Léttasta dýna í heimi
LISTADÚN-DÝNAN MJÖG ÓDÝR.
Fallegt ver með rennilás.
Auðvelt að þvo.
Það er hollt að sofa á dúnmjúkri LISTA-
DÚN-DÝNU — hlý án þess að mynda raka.
LISTDUN-DÝNAN fæst hjá mörgum
húsgagnaverzlunum um land allt.
HALLDÓR JÓIMSSOIM HF.
Hafnarstræti 18 símar 23995 og 12586.