Morgunblaðið - 04.12.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.12.1963, Blaðsíða 10
10 MORG U NBLADIÐ Miðvíkudagur 4. des. 1963 Johnson, Richard Wagner líklegustu framboðsefni demókrata — Algjör óvissa ríkir um framboð repúhlikana New York, 29. nóv. V I K A er nú liðin (rá því að Kennedy forseti var ráðinn af dögum í Dallas. Enda þótt fólk hér hafi nú að mestu áttað sig eftir þennan sviplega atburð, og óvissuna sem á eftir fylgdi, er Kennedy og hin ýmsu atvik, sem við morð hans eru tengd, ennþá að heita eina umræðuefnið manna á meðal. Hið sviplega fráfall forsetans hefur skilið eftir margar spurningar, sem enn er ósvarað, og sumum þeirra verður e.t.v. aldrei svarað til fulls. Hvað nú um forsetakosningarnar á næsta ári? Fullvíst var tal- ið að Kennedy mundi sigra með yfirburðum í þeim, en nú horfa málin öðru vísi við. Hvað um Lee Harvey Oswald? Enda þótt sagan mun vafalítið dæma hann sem morðingja forsetans og ýmislegt hafi á daginn komið, sem sterklega bend- ir til þess að hann sé morð- inginn, þá mun vissa í þess um efnum sennilega aldrei fást. Og hafi Oswald myrt Kennedy, hver var þá til- gangurinn, og hver var hinn raunverulegi tilgang- ur 4ins sjálfsskipaða böð- uls, Jack Ruby, sem skaut hinn ákærða fyrir framan nefnið á lögreglunni í Dall- as að milljónum Banda- ríkjamanna áliorfandi í sjónvarpi? Og hvernig mun Lyndon B. Johnson reyn- Barry Goldwter — „hlutabréí'" hans hafa fallið. sér. ast sem forseti? — Þessum spurningum og mörgum öðrum veltir fólk hér fyrir Hinum nýja forseta, Lyndon Johnson, mættu fyrstu dag- ana efasemdir. Enda þótt Johnson hafi jafnan verið tal- inn mikill leiðtogi á þingi, maður ákveðinn og traustur, fór ekki hjá því fyrst í stað að fólk drægi mjög í efa hæfileiátt hans til þess að gegna embætti forsetans. Margir hér virtust álíta, að Johnson væri aðeins stór Tex- asbúi, en þó ekki nógu stór til þess að rísa undir þeirri miklu ábyrgð, sem nú hvílir á herðum hans. En eftir að fólk tók að jafna sig eftir fyrsta reiðarslagið, varð þess þegar vart að við- horfin til Johnson breyttust meðal almennings, og telja ýmis blöð nú, að Bandaríkin megi vera forsjóninni þakklát fyrir að hafa haft á að skipa manni á borð við Johnson til þess að taka við af Kennedy. Ræðan ávann Johnson traust Lyndon B. Johnson óx mjög í áliti hjá bandarísku þjóð- inni eftir að hann flutti ræðu sína í þingi í gær. Þar hét hann því að fylgja dyggilega þeirri stefnu, sem John F. Kennedy hafði markað. Hann sagði, að hins látna forseta yrði ekki minnst á eftirminni- legri hátt en með því að af- greiða frumvarp það um mann réttindi, sem Kennedy barðist svo mjög fyrir, sem fyrst á þinginu. Þetta eru stór orð frá manni, sem fæddur er og upp- alinn í Suðurríkjunum, og þangað hefur sótt fylgi sitt. Richard Nixon — i sviðsljósinu á ný. Á það hefur verið bent, að beiti Johnson sér jafn skél- egglega fyrir frumvarpi þessu og Kennedy, geti hann átt á hættu að glata fylgi í Suður- ríkjunum í komandi forseta- kosningum. Því spyrja menn nú, eftir að fyrsta hrifningar- aldan vegna vel fluttrar og „sympatískrar“ ræðu, er geng- in hjá, hvort treysta megi því að Johnson muni breyta í samræmi við orð sín. Aðeins tíminn mun skera úr um það. Hins vegar hafa leiðtogar blökkumanna hér, sem nú sakna vinar í stað þar sem Kennedy var, lýst sig ánægða með ræðu Johnsons, og munu þeir, a.m.k. þar til annað kem- ur á daginn bera fyllsta traust til hins nýja forseta. Wagner varaforseti? Fullvíst er talið, að Lyndon B. Johnson muni verða í fram boði til forsetakjörs á næsta ári. Að vísu hafa heyrzt radd- ir um að hugsanlegt væri að Robert Kennedy, dómsmála- ráðherra, mundi verða í fram- boði, en það er þó talið held- ur ósennilegt. Bæði telja flest- ir það fremur óviðeigandi, og að auki væri illa hægt að ganga framhjá Johnson. Er því talið fullvíst, að verði hon- um ekki á þeim mun meiri skyssur á forsetaferli sínum, komi ekki aðrir til greina sem framboðsefni demókrata en Johnson. Hin stóra spurning snýst nú um hver verður í framboði fyrir demókrata sem varaforseti, og hafa ýmsir menn þar verið til nefndir, þar á meðal Robert Kennedy. Hins vegar eru mörg ljón á veginum, þar sem Robert Robere Kennedy — ríkisstjóri í Massachusets? Kennedy er ekki talinn hafa sérlega mikið álit á Johnson, og mun það álit vera gagn- kvæmt. Þá hefur einnig flog- ið fyrir, að Robert Kennedy hafi mestan áhuga á að láta af embætti sem dómsmálaráð- herra og bjóða sig fram til ríkisstjóra í Massachussetts. Allt eru þetta þó tilgátur. Sá maður, sem líklegastur er talinn þessa dagana, sem varaforsetaefni Johnsons, er Richard Wagner, borgarstjóri hér í New York. Það vakti mikla athygli er Johnson bauð Wagner að vera viðstaddur er hann ávarpaði þingið í gær. Sat Wagner þá við hlið frú Johnson og dætra þeirra for- setahjónanna. Ástæður til þess, að Wagner er nú svo mjög umtalaður sem væntanlegt varaforsetaefni, eru margvíslegar. Vitað er að demókratar eru á hnotskóg eftir manni, sem á fylgi að fagna í Norðurríkjunum, eink um á hinni þéttbýlu norðaust- urströnd, New York og ná- grenni. Johnson er Suðurríkja maður, og raunar fyrsti for- setinn frá Suðurríkjunum síð- an að borgarastyrjöldinni3 lauk. Er því mikið í húfi að sá, sem býður sig fram með honum, sé frá Norðurríkjun- um, svo ekki hallist á. Enda þótt Johnson hafi alla tíð stutt Kennedy 1 baráttu hans fyrir jafnrétti kynþátta, telja demó- kratar að finna verði í vara- forsetastól mann, sem þekkt- ari er en Johnson fyrir bar- áttu sína á þessu sviði. Kem- ur þetta vel heim við Wagner, sem studdi stefnu KennedýS í þessum málum ákaft. Loks ber að geta þess, að á flokksþingi því, sem valdi John F. Kennedy til þess að verða forsetaefni demókrata, var Lyndon B. Johnson einn helzti keppinautur hans. Johnson kaus þá sjálfur að Wagner yrði varaforsetaefni hans, en tapaði síðan fyrir Kennedy. Johnson er nú orð- inn forseti eftir öðrum leiðum, eins og er kunnugt, en á viss- an hátt eru aðstæður svipað- Nelson Rockefeller — málin horfa öðruvísi við eftir lát Kennedy’s. ar og 1960. Er því líklegast talið að Wagner verði í fram- boði sem varaforseti. — Einn- ig hafa flogið fyrir tilgátur um menn á borð við Hubert Humphrey, öldungardeildar- þingmann frá Minnesota, en heldur er hann þó talinn ólik- legt varaforsetaefni. Hump- hrey tapaði prófkosningum fyrir Kennedy vorið 1960, er báðir börðust um framboðs- sæti demókrata sem forseta- efni. Nixon, Rockefeller, Goldwater? Hafi fráfall Kennedys gjör- bylt viðhorfum demókrata til forsetakosninganna á næsta ári, þá á það ekki síður við repúblikana. Fullvíst var tal- ið, að Kennedy yrði að nýju í framboði og hefði þá mót- framboð repúblikana verið að heita þýðingarlaust. Kennedy var talinn ósigrandi, en það er Johnson hins vegar ekki. Mikið veltur því á framboði repúblikana, og það nafn, sem hæst ber þessa dagana, er Richard Nixon. Minnt er á að hann hafi tapað fyrir Kennedy með minnsta atkvæðamun, sem sögur fara af, með aðeins 113,000 atkvæðum. Hins veg- ar mun vafalaust verða á það bent ef Nixon býður sig fram, að hann sé tækifærissinnaður. Hafandi lýst því yfir, að hann mundi ekki bjóða sig fram til forseta á ný, mundi framboð hans á næsta ári vafalaust verða sett í samband við hið sviplega fráfall Kennedy’s, og hann því talinn hafa gripið Richard Wagner — á sínum tima valinn af Johnson sem varaforsetaefni hans. tækifærið. Færi vart hjá því að áhrifa þessa mundi gæta, önnur eins þjóðhetja og písl- arvottur og Kennedy er nú orð inn hér. Þá er það Nelson Rockefell- er, sem nú eygir skyndilega betri möguleika til framboðs. Talið var, að stjórnmálaferill Rockefellers væri á enda, er hann skildi við konu sína, og þá ekki síður en hann kvænt- ist á ný. En nú horfir öðru vísi við. Rockefeller mun með nokkrum sanni geta haldið því fram, að hann mundi vinna New York-fylki og hér- uð norðausturstrandarinnar, en það voru einmitt þau svæði, sem gæfumuninn gerðu fyrir John Kennedy 1960. Að Kennedy lifandi væri þetta óhugsandi, en nú, að honum föllnum, meira en líklegt. Loks Barry Goldwater. Eins og nú horfir, eru möguleikar hans taldir litlir, og mun það lítt harmað af flestum frjáls- lyndari mönnum, enda er Goldwater þekktastur fyrir hinar mjög hægrisinnuðu skoð anir sínar. Ef demókratar tefla fram Johnson, sem er Suðurríkjamaður eins og Goldwater, er hætt við að margar fjaðrir detti úr hatti hins síðarnefnda varðandi at- kvæði í Suðurríkjunum. Stjórnmálum gefin hvíld í mánuð Það, sem hér að framan hef- uí verið rakið, er allt í tilgátu- formi. Engar ákveðnar línur verður hægt að greina í þess- um málum á næstunni, þar sem stjórnmálaleiðtogar beggja flokka hafa ákveðið að láta af allri stjórnmálabar- áttu í einn mánuð, meðan þjóðin syrgir Kennedy. Engir opinberir stjórnmálafundir verða haldnir, en sjálfsagt mun eitt og annað gerast bak við tjöldin. Og hver svo sem úrslit verða, er ljóst að banda- rísk stjórnmál standa nú á tímamótum — e.t.v. einhverj- um þeim merkustu, sem sögur fara af á síðari tímum. Fró bændohindi í A-Skoftnlells- sýslu Höfn í Hornafirði, 24. nóv. FULLTRÚAFUiM. UR bænda í Austur-Skaftafellssýslu var hald inn að Hrolllaugsstöðum í Suður sveit dagana 16. — 17. nóv. Fund inn sátu 30 kjörnir fulltrúar og lalþingismennirnir Jónas Féturs- son og Páll Þorsteinsson, sem stýrði fundinum. Fjöldamörg mál voru tekin til umræðu og ályktanir gerðar i þeim. Voru það bæði innan- héraðsmál og almenn mál, sem varða bændastéttina, en stærsta málið var að venju samgöngurn- ar. Sérstök áherzla var lögð á. að hraðað yrði flugvallargerðinni í Árnanesi, og mikið kapp var lagt á, að með einhverjum ráð- um yrði hraðað að koma á sam- möngubótum sunnan jökla. —- Gunnar. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.