Morgunblaðið - 04.12.1963, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.12.1963, Blaðsíða 31
Miðvikudagur 4 des. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 31 Varaði við morði Oswalds Réttarhöldum yfir Ruby frestað Dallas, 3. des. (NTB) Tilkynnt var opinberlega í Dallas í dag, að réttarhöldunum yfir Jack Ruby yrði frestað til 3. febrúar n.k. en áður hafði verið ákveðið, að réttarhöldin hæfust 9. des. n.k. Það var Brown dómari Texasríkis, sem tilkynnti þetta að afloknum viðræðum við handbafa ákæruvaldsins og verjanda Rubys. Talsmaður dómararáðuneytis Bandaríkjanna, skýrði frá því í dag, að daginn, sem Ruby skaut Lee Harvey Oswald, hafi tvisvar verið hringt til eins fulltrúa al- ríkislögreglunnar (FBI) í Dallas og hann varaður við því, að til- raun yrði gerð til þess að ráða Oswald af dögum. Hann gerði lögreglunni í Dallas aðvart, en nokkrum klukkustundum síðar var Oswald myrtur. Lögreglumaðurinn, Gordon Shanklin, sagði, að lögreglan í Dallas hafi sagt honum, að hún myndi gera viðeigandi ráðstaf- anir til þess að tryggja öryggi Oswalds. Shanklin hringdi til lögreglunnar laugardaginn áður en Oswald var myrtur, en á sunnudagsmorguninn hringdi hann aftur og ítrekaði, að nauð- synlegt væri að gæta varúðar, — V/ðræðt/r Framhald af bls. 1. munamál okkar og lausn vanda málanna, sem við erum komnir saman til að ræða“. — xxx — I>að eru Efnahagsbámdalags- ríkin sex, Fríverzlunarbanda- lagsríkin sjö og Spánn, írland og ísland, sem fulltrúa eiga á ráðstefniunni og eru þeir alls 120. Útfærsla fiskveiðilögsögu Breta er ekki á dagskrá ráðstefn luhnar, en talið að hún geti flokk ast undir aðgang að fiskkniðum. Samþykki ráðstefnan útfærzlu fiskveiðilögsögu Breta í sex eða níu mílur, er hugsanlegt að sú samþykkt verði látin ráða, en náizt ekki samkomulag, er lík- legt, að Bretar ákveði einhliða útfærzlu fiskveiðilögsögu sánnar. Talið er að lítil von sé til þess, að endanlegt samkomulag um sameiginlega stefnu í fisksölu- málum náizt á ráðstefnunni vegna þess, að ríki Efnahags- bandalagsiins og Fríverzlunar- bandalagsins greinir á um þau. Haft er eftir áreiðanlegum heim ildum, að Fríverzlunarbanda- lagslöndin vilji lækkun tolla á innfluttum fiski, en Efnahags- bandalagsríkin geti ekki komið til móts við þau, þar sem þau hafa enn ekki komið sér sa>man um sameiginlega stefnu í þess- um málum. -- XXX --- Bretar hafa haldið fram þeirri skoðun, að engin þjóð hafi rétt til stærri landhelgi en þriggja mílna, er hún byggð á gamalli venju, sem skapaðist vegna þess að fallbyssur drógu ekki lengra en þrjár mílur og landhelgi var það svæði, sem hægt var að hrekja veiðiþjófa af úr landi. Á undanförnum árum hafa ísland, Noregur, Danmörk og Sovétríkin fært út fiskveiðilögsögu sína og Bretar hafa haldið því fram, að með þessu væru brezkir togarar hraktir af miðum, sem þeir hefðu sótt um aratugabil. Hugsan leg útfærsla fiskveiðilögsögu Breta var boðuðu á þessu ári, er Edward Heath, þáverandi ’að- stoðarutainríkisráðherra, skýrði frá því, að þeir hyggðust segja upp Norðursjávarsamningnum. En hvorki brezka stjórnin né samband brezkra togarasjó- manna hefur látið að því liggja að fiskvejðilögsagan verði færð í tóif mjlur. En á ráðstefnunni í (3enf 1960 lýstu brezkir togara- eigendur sig fylgjandi sex mílna fiskveiðilögsögu. en skömmu fyrir hádegið tókst Ruby, að skjóta Oswald. Yfirvöld í Texas undirbúa nú yfirheyrslur í sambandi við rann sóknina á morði Kennedys Bandaríkjaforseta og talið er, að Ruby verði meðal þeirra, sem kallaðir verða fyrir. Einn af fremstu málafærslumönnum Bandaríkjanna, Leon Jaworsky, sem gat sér m.a. frægðar við réttarhöldin í Núrnberg, verður ráðgjafi ákæruvaldsins við yfir- heyrslurnar. Franska fréttastofan AFP skýr ði frá því í dag, að skýrsla al- ríkislögreglunnar um morð Kennedys, yrði lögð fyrir John- son forseta innan fárra daga. Segir fréttastofan, að þetta sé bráðabirgðaskýrsla, sem verði lögð til grundvallar nánari rann- sókna. Sagt er, að í skýrslunni sé fullyrt, að Oswald hafi einn staðið að morði Kennedys og þar komi enn fremur fram, að hann hafi haft nægan tíma til þess að skjóta þremur skotum að for- setanum. — Varðarfundur Framihald af bls. 32 ferm., en aðeins er lokið frá- gangi 30.000 ferm. Lagningu stéttarkanta er þó víðar lokið. Þá raeddi borgarstjóri nokkra aðra áfanga á þessu sviði, m.a. gerð grjótmulningsstöðvar 1962, og malbikunarstöðvar, sem tekin var í notkun á þessu hausti. Hafa báðar stöðvarnar reynzt mjög vel. Mikil afköst nú eru einkum maibikunarstöðinni að þakka, þótt 'hún hafi aðeins starf að í rúma tvo mánuði. Er mik- ils af henni vænzt síðar. Hitaveita. Um þetta þriðja að- alstefnuskrármiál sagði Geir Hallgrímsson m. a., að nú hefðu verið boraðar 13 holur í bæjar- landinu, alls 15,5 km að lengd. Úr þeim hafa fengizt um 130 sekúntulítrar af 130 gráðu heitu vatni, en það svarar til 430 sek.l. af Reykjavatni (það er allt um 290 sek.l.). Þrjár þessara hola hafa nú verig virkjaðar, og þrjár til við- bótar verða virkjaðar innan tíð- ar. Þessar framkvæmdir eru þó aðeins hluti þess, sem nú er unn- ið að ,en í undirbúningi eða gerð eru nú dreifingarkerfi í fjöl- mörgum borgarhlutum, auk dselustöðva fyrir heil bverfi. Sagði borgarstjóri, að skv. á- ætlun hitaveitustjóra væri nú lokið um 40% þess, sem þar er gert ráð fyrir. í ræðu sinni vék borgarstjóri að mörgum öðrum málum. Vék hann að framkvæmdum við raf- orkumál, en sagði einnig frá vatnsveitumálum, en þar eru ’helztu verkefnin þrjú: Aðalæð | vatnsiveitunnar að Litluhæð, 10 þús. rúmmetra geymir, sem auka mun mikið vatnsþrýsting í Sól- heimum og á Skólavörðuholti og loks dsel'ustöð við Stóragerði. Um virkjun Bullauga, fram- tíðarvatnsbóls Reykvíkinga, kom fram, að hún mun kosta um 25 milljónir, ásamt aðfærsluæð- um. Að þeirri framkvæmd lok- inni mun heildarvatnsmagnið verða um 1070 sek.l. — 1270 sek.l., þar af munu um 500 sek.l. koma frá Bullauga. Borgarstjóri benti á, hver Snjódílar lifðu af sumarið í Esjunni. JÓN Eyþórsson, veðurfræðing- ur, heldur uppi athugunum á fönnunum í Esju, sem kunnugt er. í nýjasta hefti Veðrinu skýr ir hann frá fönnunum í Esjunm í sumar. Þar segir: Fönnin í Ker hólakambi hvarf 15. ágúst. Þann 11. sáust enn þrír litlir dílar i skarðinu. 12. sept. var SA-átt, mikil rigning og hlýindi, en upp úr því gránaði í brúnum fjalls- ins. Sennilega hafa því 2-—3 smá dílar lifað af sumarið í Gunn- laugsskarði. verkefni biða vatnsveitunnar og annarrar þjónustustofnana borg- arinnar. Svæðið vestan Elliðaáa er uim 22 ferkm., og hefur veitan unnið að lagningu á því svæði undanfarin 54 ár. Á næstu árum iþarf hins vegar að sjá stærra svæði, 23—27 ferkm., austan Elliðaá, fyrir vatni. Er hér um stærri áfanga að ræða, en allt verk vatnsveitunnar fram til þessa. Um skólamál sagði Geir Hall- grímsson, að þar hefði verið mið að við byggingu 25 nýrra skóla- stofa á ári. Er sú áætlun var gerð 1957, var þrísetið í 60 stof- urn ,nú í 3, þar af tveimur af 'hiagkvæmniáötæðuim. Nemenda- fjöidi hefur vaxið um 62%, skóla rými uim 85%. Unnið er nú að nýrri áæt'lun, sem tekur m. a. til greina óeðlilega mikinn barnafjölda í einstökum, nýjum 'hverfum. Er gert ráð fyrir um 35—40 milljónum ár bvert, næstu 5 ár, til þeirra mála. Borgarstjóri vék stuttlega að barna- og vistheimilum, en á næstu 5 árum verður varið um 60 milljónum til þeirra mála. Sérstök áætlun, 2 millj. árlega, liggur fyrir um gerg leikvalla. Um íþrótta- og heilbrigðismál er það að segja, að til sundlaug- arinnar í Laugardal verður var- ið 6 millj. á næsta ári, til við- bótar 4 miilj. framlagi þessa árs, sem enn er ónotað. Br áætlað að taka laugina í notkun 1965. Borgarsjúkrahúsið hefur verið áætlað til'búið til notkunar í árs- byrjun 1965. Á yfirstandandi ári er varið ti'l þess 15% milljón ,en j sú upphæð hækkar í 25 milljónir á næsta ári, til þess ag ljúka verkinu. Framlag ríkissjóðs hækkar úr 40% í 60%. Þá kom fram, að unnið er að auknum íbúðabyggingum, m. a. auknum framlöguim til þeirra mála. í lok ræðu sinnar vék Geir Hallgrímsson að heildarútgjöld- um borgarsjóðs og áhrifunt. framkvæmda Reykjavíkurborg- ar á efnahagslífið. Hann sagði, að vissulega væri markið sett hátt en kröfur borg- aranna væru miiklar. Við áætlun g'jalda til þessara framikvæmda er fyrst Og fremst miðað við þrennt: • Gjaldþol borgaranna. • Rekstrarútgjöldum sé haldið niðri. • Að mestur hiluti tekna renni til nýrra stofnana, úrlausnar á þörfum borgaranna. Útsvarsupphæð sú, sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, er um 23% 'hærri en sl. ár. Hækkun 1962-’63 var hins vegar 38%. Um þensluáhrif framkvæmda Reykjavíkurborgar, þá sagði borgarstjóri, að hún væri hvergi nærri sú, sem telja mætti, miðað við framkvæmdir. Reyndin væri sú, að eftir að aukin vélvæðing kom til sögunnar, hefði starfs- mönnum vig helztu framkvæmd ir fækkað, s.s. t.d. við gatnagerð. Hefðu þeir á þessu ári flestir verið 260, en 300 1961. Væri svo á fleiri sviðum. Þá bæri þess að gæta, dð Reykjavíkurborg starf- aði að miklu með eigið fé, en ekki lánsfé, og kæmi það i veg fyrir frekari þenslu á lánamark- aðnum. Að lokum svaraði borgarstjóri I fyrirspurnum. ^ Frú Jacqueline Kennedy brosir Fyrsta \ Á HINUM almenna þakkar- t degi Bandaríkjanna, fimmtu- t daginn 28. nóvember, hélt / fyrrverandi forsetafrú, Jacque \ line Kennedy, í fimmta sinn út \ að gröf eiginmanns síns í ( Arlington-kirkjugarðinum í í Washington. í fylgd með henni 7 systir hennar, Lee Radziwill, \ fjórar þjónustustúlkur úr ÍHvíta húsinu, svo og öryggis- vörður. Hún gekk að gröfinni, kraup þar niður, gerði kross- mark og baðst fyrir um stund. Þegar frú Kennedy þakkaði kirkjugarðsstjóranum fyrir vinsemd hans í sinn garð í sambandi við útförina sást hún í fyrsta sinn brosa, eftir hina hryggilegu atburði í sam bandi við lát manns hennar. Kannske er það nývakin starfsþrá, sem hefur gefið hinni ungu ekkju kraft til að endurheimta svo tiltölulega fljótt andlegt jafnvægi. Svo mikið er víst, að hún hefur beðið frægan arkitekt í Kali- forníu að gera teikningu að grafhýsi, sem hún hyggst re'sa hinum látna eiginmanni sín- um. Mun hún sjálf hafa mjög nákvæma umsjón með því í fyrsta sinn eftir lát manns síns. brosiÍ starfi. Auk þess eru margs- ( konar aðgerðir í undirbúningi í Bandaríkjunum til minning- ar um hinn látna forseta. — Þannig er ráðgert að skýra flugvöll, menningarmiðstöð, listigarða, torg, stíflugarða, bókasöfn, skólaskip o. fl. etfir hinum látna forseta. Enn má nefna, að Johnson forseti hef- ur lagt svo fyrir, að gefin skuli út frímerki til minningar um Kennedy forseta, í samráði við frú Kennedy og Kennedy- 1 fjölskylduna. Martha W. Griffiths, þing- maður frá Michigan, hefur komið með þá uppástungu, að frú Jacqueline Kennedy verði útnefnd Ambassador í Frakk- landi. Ekkert er þó um það vit I að, hvort forsetafrúin fyrrver- 1 andi hefur áhuga á slíku, en j óneitanlega væri hún virðu- í legur fulltrúi þjóðar sinnar í i slíku embætti. Vonandi er þetta fyrsta bros 7 hinnar ungu ekkju tákn þess, 7 að menn hafi nú almennt jafn- \ að sig nokkuð eftir hið hörmu- • lega morð á hinum látna þjóða 1 leiðtoga. 7 Árásarmálið 1 Tulsa ÍSLENZKU námsmennirnir tvéir, Ketill Oddsson og Halldór Gestsson, sem bandóður maður skaut á í Tulsa í Oklahoma hinn 16. nóv. sl., eru nú báðir komnir úr sjúkrahúsi. Eins og kunnugt er, fékk Ketill byssukúlu í kvið- inn, en Halldór í lunga. Búizt er við, að hvorugur þeirra hljóti varanlegt mein af árásinni. þeim félögum líður nú eftir atvikum vel, en eru þó enn að jafna sig, þeim verið ráðlagt að hugsa ekki um skólann í bráð. Þeir áttu að hafa lokið námi nú, en vegna skotárásárinnar gat ekki orðið áf því. Nú vonast þeir til þess að ljúka náminu um áramót. — Þeir hafa ákveðið að höfða skaðabótamál vegna árásarinnax. • MÁLFUNDAKLÚBBURINN Þar sem fresta varð fundinum í gærkvöldi, mun hann þess í stað haldinn 1 kvöld kl. 20,30 í Valhöll. Umræðuefni verður: — Áfengi og bjór. Einnig verða flutt af hljómplötu nokkur brot úr ræðum, er Kennedy, fyrrv. forseti, flutti í Þýzkalandsför sinni. • ÞJÓÐMÁL Heimdellingar! Hafið þið eignazt ritið Þjóðmál, Sem er safn rit- gerða um ýmsa þætti þjóðlífsims? Komið á skrifstofu félagskus í Vaihöll, og fáið ykkur eintak. •NÝIR FÉLAGAR Komið og innritið ykkur í Heim dall á skrifstofu félagsins, og kynnið ykkur fiöihreytta starf- semi þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.