Morgunblaðið - 04.12.1963, Page 12

Morgunblaðið - 04.12.1963, Page 12
MORCUNBLAÐIÐ JMttgmtÞlttfrifr Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. ÍJtbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakih. LÁ GLA UNAFÓLK FÁI RAUNHÆFAR KJARARÆTUR CJamkomulagst 1 oiin om ó stilraunirnar í launamálunum fara nú að nálgast lokastigið. Víðtæk- ar viðræður hafa átt sér stað milli samtaka vinnuveitenda og launþega. Ríkisstjórnin hefur fylgzt með þeim við- ræðum og jafnframt hefur á hennar vegum verið ötullega unnið að ránnsókn á efnahags ástandinu og tillögum um það, hvað ríkis.valdið gæti gert til þess að stuðla að sáttum í vinnudeilunum. Hefur ríkis- stjómin nú lagt fram tillögur sínar um lausn launamálanna. í þeim er höfð hliðsjón af því tvennu, að nauðsynlegt er að bæta raunveruleg kjör þeirra, sem lægst hafa launin, en hinsvegar er útflutnings- framleiðslan þannig sett, að hún getur ekki borið nýjar byrðar, án þess að hag henn- ar og þar með þjóðarinnar allrar sé stofnað í voða. Það verður þess vegna að segja þá sögu eins og hún er, að viðfangsefnið nú er tekju- tilflutningur í þjóðfélaginu, þar sem leitazt er við að færa tekjur frá þeim, sem hæst hafa laun,' til hinna, sem verst eru settir. Hinir lægst laun- uðu í þjóðfélaginu hafa- ekki fengið kjarabætur til jafns við aðra og nú á að reyna að bæta þeirra hlut, auðvitað á kostnað annarra. Um langt árabil hafa verið uppi háværar kröfur um það í öllum stjórnmálaflokkunum, að nauðsyn bæri til að bæta verulega kjör manna með sér- þekkingu og langt nám að baki, til að stuðla að aukinni menningu og bættri tækni. Þetta hefur verið gert mjög myndarlega, m.a. með kjara- dómi í sumar. En nú sjá menn, að þar hef- ur rausnarlegar verið að stað ið en unnt var að gera í ein- um áfanga, þannig að óhjá- kvæmilegur er óbeinn tekju- tilflutningur frá þeim, sem nú hafa hæst laun, til hinna, sem lægst eru launaðir. Eru m.a. uppi tillögur um veru- lega útsvarslækkun hjá hin- um láglaunuðu, sem auðvitað þýðir að útgjöld annarra hækka, því að bæjar- og sveitarfélögin þurfa að fá sitt fé. En menn verða að skilja að heilbrigt lýðræðisþjóðfélag fær ekki staðizt, ef ekki reyn- ist auðið að tryggja þeim lægst launuðu batnandi lífs- kjör eins og öðrum. Þess vegna er brýn nauðsyn að samningar náist á þann veg, að hlutur hinna lægst launuðu sé réttur. Að því miða tillögur ríkisst j órnarinnar. MESTA HÆTTAN Ikffesta hættan fyrir þjóðar- heildina og einkum þó þá, sem lægst hafa laun, er sú, að allt fari úr böndanum, að hér verði nýjar og verulegar verðhækkanir, launakapp- hlaupið haldi áfram og gengi krónunnar sé stefnt í voða, þannig að annað hvort verði að fella það eða atvinnuleysi hefji innreið sína. Þetta er það, sem ekki má henda, og þetta er það, sem ríkisstjórnin hefur lýst yfir að hún vilji hindra með öll- um ráðum. Þess vegna bar hún fram frumvarp sitt um stöðvun kaupgjalds- og verð- lagshækkana, meðan verið væri að rannsaka málin og leita að heilbrigðri lausn. • Það var vel farið, að verka- lýðsfélögin skyldu ákveða að fresta verkfallsaðgerðum án þess að til lögbindingar kæmi. Þannig skapaðist heilbrigt andrúmsloft til samningavið- ræðna, sem síðan hefur verið hagnýtt til þess að reyna að ná endunum saman. Því er ekki að leyna, að ennþá eru eftir að koma fram nokkrar verðhækkanir sem afleiðing hinna miklu kaup- hækkana í sumar. Þær hækk- anir verða hinir hæstlaunuðu að bera bótalaust, enda eru þær að verulegu leyti afleið- ingar af kauphækkunum til þeirra. Hins vegar er nauð- synlegt að taka allar fyrir- sjáanlegar hækkanir inn í það reikningsdæmi, sem nú er verið að gera upp. Þegar öllum verð- og kaup- hækkunum er lokið, bæði þeim, sem þegar eru óum- flýjanlegar og eins þeim verðhækkunum, sem leiða munu af kauphækkun til hinna lægst launuðu nú, verð- ur að vera tryggt að þeir, sem við erfiðust kjör búa, haldi eftir raunhæfum kjarabótum sem einhverju nemi, gagn- stætt því sem venjan hefur því miður verið í vinnudeil- um, að ímyndaðar kjarabæt- ur hafa þegar verið étnar upp vegna jafnmikilla eða meiri kauphækkana til annarra þjóðfélagsþegna en þeirra, sem fyrst og fremst þurftu á ' .Miðvikudagur 4. des. 1963 , t' í ■.1 • ÉhurÁtik VSSJ UTAN ÚR HEIMI Nýja hverfið ábökkum Vardar. Borg óttans I SUMAR lagði jarðskjálfti helming borgarinnar Skop- lje í Júgóslavíu í rúst. 1100 menn létu lífið og 120 þús., rúmur helmingur borgar- búa, misstu h'eimili sín. — Frá því að þetta gerðist, hefur fjölda kraftlítilla jarðskjálf takippa o r ð i ð vart í borginni og íbúar hennar lifa í stöðugum ótta við að hinir hörmulegu at- burðir sumarsins endur- taki sig. Undanfarna fjóra mánuði hafa hjálpars'veitir frá mörg- um löndium heims, verkfræð- ingar, læknar, hermenn og sjálfboðaliðar, unnið að því að slétta spor jarðskjálftans, og á bökkuim Valdarárinnar hefuir risið nýtt borgar- hverfi, þúsundir húsa, sem boriat hafa fullgerð úr verk- smiðjunum í Austri og Vestri. Og með undraverðuim hraða hafa holræsi verið lögð í hið nýja bverfi, rafmagn og vatn leitt í húsin og vegir lagðir. Allir landshlutar Júgó- slavíu hafa lagt fram fé til endurbyggingar Skople og að stoð hefur borizt frá mörgum löndum. Upptök jarðskjálftans í sumar \noru beint undir Skoplje og frá því að hörm- ungarnar dundu yfir hafa hundruð smærri jarðskjálfta hrist borgina og vakið ótta íbúanna við að atburðir sum- arsins endurtaki sig. Þegar hinir rniklu jarðskjálftar urðu í sumar voru 400 ár liðin frá því, að sliikar náttúruhamfar- ir hiöfðu haft alvarlegar af- leiðingar fyrir Skoplje. Jarðskjálftarnir, sem fylg- du í kjölfar jarðskjálftans mikla, ollu ótta meðal borg- arbúa. Þeir hlupu út úr hús- um sínurn og nokkrir stuikku út um glugga og af svölum á annarri og þriðju hæð. Síðan urðu þessir smærri jarð- skjálftaikippir daglegt brauð og fólk' fór að venjast þeim, en samt grípur óttinn oft um sig og fólk, sem býr í hinum gamla hluta borgarinnar læt- ur í Ijós óskir um að flytja í nýja hverfið á bökkum Varsjár. Enniþá búa um 15 þús. þeirra, sem misstu heimili sín í sumar í tjöldum og 60 þús. búa í bráðabirgðahúsum sem mjög erfitt er að hita. En ástandið batnar með hverj um degí sem líður og talið er að allir verði fluttir í góðar íbúðir fyrir jóL 1..... r - .A Enn búa margir í tjöldum og "erða að sækja vatn i brunna sem gerðir hafa verið til bráðabirgða. kjarabótum að halda og þar af leiðandi mikilla verðhækk- ana. Hagur verkamanna, verzl- unarmanna, iðnverkafólks og annarra þeirra, sem lægst hafa laun, er undir því kom- inn að skilningur ríki á þess- ari nauðsyn og ekki sé reynt að spenna bogann svo hátt, að óhjákvæmilegar verði veru- legar verðlagshækkanir og kaupkröfur af hendi hinna, sem hærri hafi tekjurnar. Ef þannig færi væri enn einu sinni til einskis unnið*af hálfu verkamanna. Hinir lægst launuðu njóta fulls stuðnings ríkisvaldsins og geta nú fengið raunhæfar kjarabætur meiri en þeir nokkru sinni áður hafa feng- ið. Þennan stuðning eiga þeir Olíukaup frá Sovét AÐ tilhlutan viðskiptamáia- að hagnýta sér, enda er ríkis- valdið reiðubúið til tekjutil- flutnings, sem nægi til þess, að útflutningsframleiðslan geti staðið undir slíkum raun- hæfum kjarabótum til hinna lægst launuðu. Er ekki ástæða til annars en ætla, að samkomulag geti náðst, því að það hlýtur að vera sameiginlegt áhugamál allra þeirra, sem að samning- um vinna, að leitast við að tryggja lífvænleg kjör þeirra, sem verst eru settir í þjóðfé- láginu. Að óreyndu verður öðru a.m.k. ekki trúað. ráðuneytisins fóru fram i Moskva, dagana 28. október — 1. nóvember s.l., viðræður um olíukaup á næsta ári frá Sovétríkjunum. Af hálfu íslendinga tóku þátt í samningum þeir HaJl- grímur Fr. Hallgrímsson, for- stjóri, Hreinn Pálsson, for- stjóni, Vilhjálmur Jónsson, forstjóri, Áirni Þorsteinsson, fulltrúi og Haraldur Kröyer, sendiráðunautur. Samningur var undirritað- ur í Moskva 1. nóvember s.l, og undirritaði af hálfu íslend inga Dr. Kristinn Guðmunds- son, sendiherra. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að íslendingar kaupi á næsta ári frá Sovét- ríkjunum 100.00 tonn af fuel- olíu, 210.000 tonn af gasolíu og 48.000 tonn af benzíni. (Frá ViðskiptamáLa- ráðuneytinu). _,J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.