Morgunblaðið - 04.12.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. des. 1963 — Tillögur Framhald af bls. 1. staða væntanlegra samninga. í fyrsta lagi verði svo um Imúta búið, að hinir lægst- launuðu fái verulega kjara- l>ót og stefnt verði að því að vinna upp það, sem þeir hafa dregizt aftur úr öðrum laun- Jjegum á undanförnum árum. í öðru lagi verði launa- hækkunum þannig í hóf stillt, að ekki leiði til breytingar á gengi krónunnar. 1 þriðja lagi verði samning- arnir ekki til skemmri tíma en til haustsins 1965, þ.e.a.s. til svo langs tíma, að jafn- vægi í verðlagsmálum geti skapazt og útflutningsfram- leiðslan fái tækifæri til þess að tryggja hag sinn, svo að hún geti borið þá kauphækk- un, sem nú verður, án þess að dragi úr framleiðslu og nauð- synlegri upphyggingu og end- urbótum. Ríkisstjórnin telur ennfremur mikilvægt, að samningstímabilið verði not- að til þess að undirbúa heild- arsamninga um kaup og kjör, er nái til sem flestra þjóðfé- lagsstétta. Verði í þeim samn- ingum lögð áherzla á aukna hagræðingu og breytingu á vinnufyrirkomulagi og töxt- um, er leitt geti til styttri vinnutíma. Vill ríkisstjórnin af sinni hálfu stuðla að því, að tekin verði upp hagkvæmari vinnuhrögð, og jafnframt veita aðstoð sína við tækni- legan undirbúning heildar- k j arasamninga. Út frá þessum meginforsend um, leggur ríkisstjórnin fram eftirfarandi tillögur um samn ingsgrundvöll milli launþega og atvinnurekenda og aðgerð- ir ríkisvaldsins í því skyni að tilgangi samninganna verði náð. ÞRENNSKONAR KAUPHÆKKANIR 1) Samið verði um kauphækk anir, er verði þrenns kon- ar. a) 8% hækkun til allra hinna lægst launuðu, svo sem almennra verkamanna, verka- kvenna, iðjuverkafólks Spilakvöld HAFNARFIRÐI — Félagsvist Sjálfstæðisfélaganna verður í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. Þetta verður síðasta spilakvöldið fyrir jól og verðlaun veitt eins og venjulega. Syning á verkum Júlíönu Sveinsdöttur í Danmörku DANSKA blaðið Politiken skýrir frá því á laugardaginn, að danska Kunstforeningen, gangist um þessar mundir fyr- ir yfirlitssýningu á verkum Júlíönu Sveinsdóttur, en á sumri komanda verður lista- konan 75 ára. í blaðinu er sagt frá því, að Júlíana hafi komið til Kaupmannahafnar til listnáms 1912 og verið bú- sett í Danmörku síðan, en hún hafi alltaf heimsótt ættjörð sína með stuttu millibili og sótt þangað næringu í myndir sínar. Blaðið segir, að á yfirlits- sýningu Kunstforeningen sjá- ist listakonan lýsa hafinu, klettunum og hinum gráa himni og blanda á sérstæðan hátt saman blíðu og mikilfeng leik. Bent er á, að þó náttúru- lýsingar hafi alltaf verið rík- asti þátturinn í list Júlíönu, megi ekki gleymast hinar á- Wmmmmmrnamtmm^m^m^mmm og hins lægra launaða verzlunarfólks. b) 4% hækkun til iðnaðar- manna og hliðstæðra starfshópa. c) Nokkrir hærri taxtar verkamanna, sem næst liggja töxtum iðnaðar- manna hækki um hlut- fall, er liggi milli 4% og 8%. Ofangreindar kauphækkanir verði takmarkaðar við hækkun dagvinnukaups og hliðstæðs viku- og mánaðarkaups, en nái hvorki til yfirvinnu, nætur- og helgidaga vinnu né ákvæðis- og uppmæl- ingartaxta. LÆKKUN ÚTSVARA 2) Ríkisstjórnin er reiðubúin í sambandi við slíka samninga að beita sér fyrir breytingu á út- svarsstigum, sem hefði í för með sér lækkun útsvara fjölskyldu- manna með lágar tekjur, en á móti hækki útsvör hátekjufólks og að nokkru einhleypinga. Þess- ar breytingar útsvarsstiga mundu jafngilda a.m.k. 4% kauphækkun til vísitölufjölskyldu, en fyrir fjölskyldu með tvö börn og 80 þús. kr. tekjur mundi breytingin samsvara a.m.k. 5% kauphækk- un. 3) Mikilsvert er, að kaup- hækkun verði svo í hóf stillt, að hún leiði til sem minnstrar hækk- unar á landbúnaðarvöruverði og komið verði í veg fyrir almenna hækkun á launum opinberra starfsmanna. LÆKKUN ÚTFLUTNINGS- GJALDS 4) Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir ráðstöfunum, svo sem með breytingum útflutningsgjalda og vaxta af afurðalánum, til þess að i gætu mannamyndir hennar og uppstillingar. Einnig er farið mjög lofsamlegum orðum um veggteppi Júlíönu á sýning- unni. auðvelda útflutningsframleiðsl- unni að taka á sig ofangreindar kauphækkanir. 5) Nokkrar verðhækkanir eru óhjákvæmilegar af eftirtöldum ástæðum: a) verð landbúnaðarafurða og verð á ýmsum vörum og þjón- ustu hlýtur að hækka nokkuð, ef samið er um þær kauphækkanir, sem getið er hér að framan. b) aðgerðir til hagsbóta fyrir útflutningsframleiðsluna, svo að hún geti tekið á sig kauphækk- anir, munu ásamt annarri nauð- synlegri tekjuöflun í ríkissjóð hafa í för með sér verðhækkanir. c) enn eru óframkomnar nokkrar verðhækkanir vegna fyrri kauphækkana. d) erlendar verðhækkanir, sem vitað er um, en enn hafa ekki haft áhrif á verðlag hér á landi. TAKMÖRKUÐ VERÐTRYGGING 6) Ríkisstjórnin er reiðubúin til viðræðna við launþega og at- vinnurekendur um breytingar á þeim lagaákvæðum, er banna verðtryggingu kaupgjalds. Telur hún hugsanlegt að taka upp tak- markaða verðtryggingu fáist sú heildarlausn kjaramálanna, sem að ofan hefur verið rakin. For- senda þess er þó, að engin launa- breyting vegna verðtryggingar launa eigi sér stað, fyrr en eftir að fram eru komnar þær óum- flýjanlegu verðhækkanir, sem að framan er lýst. Ennfremur tel- ur ríkisstjórnin nauðsynlegt, að sá fyrirvari verði á slíku sam- komulagi, að verðhækkanir, sem stafa af hækkun á fob-verði inn- fluttra vara leiði ekki til hækk- unar kaupgjalds. I í þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk til að bera blaðið til kaupenda þess. KVI8THAGA Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins eða skrifstoíu. Sími 2 2 4 8 0 Sovétríkin lofuðu að styðja byltingu — segir saksóknari Pretoria Pretoria 3. des. (NTB) • í dag hófust á ný í Pret- oría réttarhöld í svonefndu skemmdarverkamáli, en sak- borningarnir eru 10 andstæðing- ar kynþáttastefnu stjórnar S.- Afríku, hvítir og þeldökkir. Með al þeirra er Nelson Mandela, fyprverandi formaður, stærsta flokks þeldökkra í S.-Afríku (African National Congress), en starfsemi hans er bönnuð. í ræðu sinni í dag sagði sak- sóknarinn, Percy Yutar, að flokkur Mandela hefði æílað að gera byltingu gegn stjórn Suð- ur Afríku á þessu ári og Sovét- stjórnin hefði lofað að styrkja byltingarmenn með ráðum og dáð. Sagði saksóknarinn, að menn Mandela hefðu fyrst ætl- að að hefja skemmdarverk til undirbúnings byltingu. í flokki þeirra hefðu kommúnistar ráðið lögum og lofum, og skjöl, sem fundizt hefðu, sýndu Ijóslega að Sovétstjórnin hefði lofað bylt ingarmönnum aðstoð. Auk Mandela, sem gengið hef- ur undir nafninu „svarta akur- liljan“, eru hinir ákærðu sex þeldökkir flokksmenn hans og þriír hvítir menn, James Kant- or, lögfræðingur, Dennis Gold- rich og Lionel Bernstein. Saksóknarinn sagði, að flokk- ur Mandela hefði tekið ákvörð- un um að steypa stjórninni 1961 og þá hefði undirbúningur vea> ið hafinn. Kvikmyndasýn- ingar Varðbergs í dag AÐ UNDANFÖRNU hefur fél- agið Varberg haldið kvikmynda- sýningar, til minningar um hinn fallna forseta Bandaríkjanna, John Fitzgerald Kennedy. Nú þegar hafa verið haldnar sex sýningar fyrir fullu húsi og hefur fjöldi manna ætíð orðið frá að hverfa. í dag verður enn efnt til þriggja sýninga, kl. 5, 7 og 9 og verða þær í Nýja Bíói. Að- göngumiðar að sýningunum ver- ða afhentir í húsi V. R. í Vonar- stræti 4 milli kl. 12 og 2 í dag. Þetta verða síðustu sýningar að sinni Næstu daga verður myndin send til sýninga úti á landi, en trúlega verða haldnar fleiri sýningar í Reykjavík og verða þær þá auglýstar siðar. — Nauðsynlegt Framhald af bls. 1. stað að komast til vitundar hundraða manna og því var gjör- samlega vonlaust að halda þeim leyndum. Stjórnin taldi hins veg- ar óhjákvæmilegt nú, þegar ein- ungis er vika eftir til hins 10. desember, að gera sitt til að hreyfing kæmist á málið og taldi því ekki verjandi að draga það að leggja tillögur sínar fyrir að- ilja. Hitt er sjálfsagt og var greinilega tekið fram, að hér er um samningsgrundvöll að ræða, sem þarfnast að sjálfsögðu frek- ari skýringa, sem stjórnin bauðst til að láta í té, ef aðilar óskuðu eftir og eru þá að sjálfsögðu einnig atriði tillagnanna til frek- ari viðræðna og samninga. Loks er rétt að minna á það, að ríkis- stjórnin sagði þegar í umræðun- um á Alþingi, að tillagna frá henni væri að vænta í fyrri hluta desember. Nú er sá tími kominn og hefði stjórnin áreiðanlega orð- í ið fyrir þungu ámæli, ef hún hefði ekki staðið við það fyrir- heit. Leynd um hennar skoðun á málinu gat auðvitað ekki komið til greina, enda fæst einungis lausn á þessu mikla vandamáli með því að það sé rætt af hrein- skilni samfara fullkomnum samn ingsvilja", sagði Bjarni Benedikts son, forsætisráðherra, að lokum. Yfirlýsing frá samstarfsnefnd verkalýðsfélaganna Hér fer á eftir yfirlýsingin, sem blaðinu barst í gær frá sam- starfsnefnd verkalýðsfélaganna: Yfirlýsing frá samstarfsnefnd verkalýðsfélaganna: Vegna framkominna tillagna ríkisstjórnarinnar um samnings- grundvöll milli launþega og at- vinnurekenda, og aðgerðir ríkis valdsins í því sambandi, vill sam starfsnefnd verkalýðsfélaganna taka fram eftirfarandi: 1. Nefndin lýsir furðu sinni og undrun yfir þeim vinnubrögð- um, sem ríkisistjórnin viðhefur 1 þessu máli. Undanfarið hafa átt sér stað viðræður milli fulltrúa verkalýðsfélaganna og ríkis- stjórnarinnar, og að sjálfsögðu í fullum trúnaði. Nú rýfur ríkiis- stjórnin þann trúnað með því að afhenda til birtingar frumtil- lögur sínar, áður en fulltrúum verkalýðsfélaganna gefst kostur á að kynna sér tillögurnar, og raunar áður en ríkisstjó<rnin er sjálf tilbúin að skýra hvað felst í ýmsum liðum tillagnanna. Slík vi-nnubrögð eru sízt til þesis fall in að greiða fyrir éðlilegúm samningum til lausnar yfirstand andi deilu. 2. Hugmyndir ríkisstjórnarirm ar um kauphækkanir til handa þeim launþegum sem nú eiga I samningum, eru mjög fjarri þvi að vera í nokkru samræmi við það sem hugsanlega gæti orðið undirstaða væntanlegra samn- inga og gæti að nokkru talist sambærilegt við kauphækkanir betur launaðra stétta fyrr á þessu ári. Þá virðist auðsætt að t.d. hjá þeim, sem ætluð eru að- eins 4% kauphækkun á dag- vinnu eina, yrði um hreina kaup lækkun að ræða, þegar verðhækk anir samkvæmt 5. lið í tillögum ríkisstjórnarinnar væru fram- komnar, og ósannað að aðrir bæru bættan hlut frá borði, a.m.k. sem nokkru næmi. Þá vill nefndin ítreka það, sem áð- ur hefur verið yfirlýst við ríkis- stjórn og atvinnurekendur, að launahlutfalli nailli verkamanna og tíma- og vikukaupsiðnaðar- manna, verður ekki breytt nú með samþykki verkalýðshreyf- ingarinnar. 3. Tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingu á útsvarsstigum eru enn svo óljósar, að ekki verð ur um þær dæmt til hlítar, enda hefur ríkisstjórnin ekki verið til búin til að skýra þær í einstök um atriðum. Að því leyti, sem um verður dæmt að svo komnio, virðist nefndinni þó, að fremur sé hér um nokkurt kauptrygging- aratriði fyrir suma launþega að ræða, fremur en beina kjarabót frá því sem nú er, en beinlínis um kjaraskerðingu hjá einhleypu fólki. 4. Ríkisstjórnin hefur ekki lagt fram neina útreikninga um það hve mikil kjaraskerðing felst í 5. lið tillagna hennar, en allar verðhækkanir sem þar eru tald air eiiga launþegar að taka á sig óbættar. Samkvæmt framansögðu mótmælir nefndin tiílögunum, sem hæfum samningsgrundvelli, og varar við, að þær séu íátnar tefja eðlilega samninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.