Morgunblaðið - 04.12.1963, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.12.1963, Blaðsíða 21
/! Miðvikudagur 4 des. 1963 MORGU N BLAÐID 21 Hver verðn ðrlög Flateyjar ó Fátt finnst um eyna í fornum ritum FYRIR skömmu átti blaða- maður Mbl. þess kost að skreppa til Flateyjar á Skjálf- anda. Það er góður siður og raunar ríkt í eðli allra að vilja fræðast um staði þá er við sækjum heim fyrsta sinni. Þingeyingar hafa haft orð fyrir að geta kynnt sig og sína átthaga, enda hvorki skort til þess ritfærni né álit á sínu. Hins vegar skýtur hér skökku við hvað snertir Flatey. Fátt sagna er þaðan. Landnáma getur eyjarinnar ekki en telja verður víst að hún hafi fallið undir landnám Ey- vindar Loðinssonar, er nam Flateyjardal. — íslendingasögur koma þar lítið við utan hvað Stjörnu-Odda Helgason dreymdi þar draum sinn um Geirvið Gautakonung og afreksverk hans. Er það merkast við draum þann, að Odda finnst hann taka á sig gervi Dagfinns skálds og kveða bæði flokk og drápu til konungs, en sagan segir að hvorki hafi Oddi sjálfur verið skáld né kvæð- inn. Sumir vilja þó halda fram að Oddi hafi búið í Flatey, í Arnar- gerði, sem er sérstætt svæði ná- lægt miðju eyjarinnar, umgirt hlöðnum garði, hinu mesta mannvirki. í Sturlungu, Frestasögu Guð- mundar Arasonar, er Flateyjar getið, svo og í Biskupasögum, en lítil gerast þar atvik utan hvað þaðan kom Hrani Koðránsson tii samfylgdar Eyjólfi að Flugumýr- arbrennu. Ekki er Flateyjar að heldur getið í stærstu þjóðsagnasöfnum ' okkar. Hins vegar ritar Theódór Friðriksson skýra lýsingu og skilmerkilega á staðháttum eyj- arinnar og íbúum frá æskudögum sínum í sögu sinni „í verum“. Þótt ekki hafi verið ritaðar sagn- ir frá Flatey hafa búið þar sögu- menn góðir og getur Theódór Hallgríms Davíðssonar sambýl- ismanns föður hans, en Hall- grímur hafði verið orðhákur hinn mesti og sagt mergjaðar drauga- Cg fræknisögur. í Jarðabók Árna Magnússonar eg Páls Vídalíns er greinargóð frásögn um landsháttu í Flatey. í>ar segir svo: „Flatey. Kirkjustaður. Þessi ey liggur á Skjálfanda- flóa hálfa viku sjávar undan landi, og er ein jörð að fornu, en nú er það fyrir löngu sundur byggð í 4 bæi. Þrír af þeim standa á forna bæjarstæðinu og lítið sund á milli, hinn fjórði er skammt í landnorður frá heima- túninu. Öllum hlunnindum til lands og sjóar er óskipt á milli bæjanna, nema túni alleina. Fyrri grein Jörðin er 60 hundraða, eftir því, sem hún tíundast presti og fátækum. Eigandi að hálfri jörðinni kongleg Majestat, og eru það aðrir tveir bæirnir, einn af þeim þremur, sem heima stendur, og Verbúðir Loftmynd af suðausturhluta Flateyjar. Þar má glöggt sjá Sjá vartjörn, en inn í hana á að gera hina nýju hófn. bærinn, kongleg majestat, en þessi partur liggur undir Möðru- vallaklaustur. Eigandi að 15 Ljósm. vig. annar sá, sem er utan túns og kallast Krosshús. Eigandi að 15 hundruðum, það er einn heima- <}&/suc’cýl: Qprt?cir-sÆ(s/S%&/yt' JXjáZsearða. V&diíkircci/tGS Þeaal uppdráttur er i bók. Th eódórs Friðrikssonar bæjarnöfn í Flatey. Flatey d Skjálfanda „í verum‘ dAa/pSitr/ryd Þar eru skráð örnefni og hundruðum biskupsstóllinn Hól- ar, og er það sá fjórði bærinn, einn af þeim sem á forna bæj- arstæðinu stendur. Ábúandi á 23 hundruðum af kongspartinum (sem er kallað útíbæ) Björn Þorláksson. Ábú- andi á 8 hundruðum af kongs- partinum (það er Krosshús) Oddur Bergþórsson, og er þetta sá bærinn, sem áður um getur að utan túns standi. Landskuld á öllum kongspart- inum 2 hundruð, og svo hefir verið í manna minni. En munn- mæli eru, að hún hafi að fornu verið eitt hundrað og 40 álnir og þá hafi 4 kúgildi fylgt þessari hálflendu, og hafi svo sama eft- irgjald haldist, þá kúgildin úr féllu. Betalast eftir proportion með 12 vættum fiska, stundum hér heima, en oftar til megin- lands, þangað sem Magnús Björns son á Espihóli í Eyjafirði til segj- andi verður, hver eð þennan part hefir í forléning. Leigukúgildi engin í manna minni. Kvaðir öngvar. Kvikfé Bjarnar 2 kýr, eitt naut veturgamalt, 22 ær, 2 sauðir vet- urgamlir. Kvikfé Odds 2 kýr, 24 ær, 5 sauðir tvævetri og eldri, 5 veturgamlir. Fóðrast kann 3 kýr- þungi á heimabænum, 1 kýr- þungi á Krosshúsum. Ábúandi á klausturpartinum (sem kallast uppíbæ) Ólafur Oddsson. Landskuld 80 álnir, og svo að fornu. Leigur belast í smjöri heim til klaustursins. Kvaðir öngvar. Kvikfé 2 kýr, 1 kálfur, 26 ær, 6 sauðir tvævetrir og eldri, 5 veturgamlir, eitt hross. Fóðrast kann 2 kýrþungi. Ábúandi á stólspartinum (sem kallast niður í bæ) Guðrún Jóns- dóttir. Byggingarkostir sömu og áður segir um klausturpartinn, og tekur presturinn á Þönglabakka við leigunum, sem er hans prest- kaup, en ekkert geldst honum af hinum pörtunum, nema hann tekur alla ljóstolla í sókninni ut- an Ólafs hér búandi, hann lýsir kirkjuna fyrir sinn ljóstoll. Kvikfé 2 kýr, 18 ær, einn sauð- ur tvævetur, 6 veturgamlir, eitt hross. Fóðrast kann 2 kýrþungi. Útigangur í fjörum lakur og svipull, en á eyjunni í betra lagi Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.