Morgunblaðið - 08.12.1963, Side 1
I
56 siður (H og II)
50 árgangur
264. tbl. — Sunnudagur 8. desember 1963
Prentsmiðia Morgunblaðsins
IVIinningars|óður um
Kennedy á vegum SÞ
Wasbington og Austin,
7. des. NTB-AP.
'fc Waggoner Carr, ríkis-
saksóknari í Texas,
skýrði frá því í nótt að
ákveðið hafi verið að hætta
undirbúningsrannsóknum
vegna fyrirhugaðra réttar-
halda út af morðinu á Ken-
nedy forseta og Lee Oswald
í Texas. Verður rannsóknin
framvegis í höndum sérstakr-
ar þingnefndar, en formaður
nefndarinnar er Earl Warr-
en, forseti hæstaréttar Banda
ríkjanna.
■&- Tilkynnt var í Austin,
Texas, að öflugur lög-
regluvörður gætti nú bústað-
ar Johns Connallys ríkis-
stjóra, sem særðist illa í
morðárásinni á Kennedy, og
hætt er að sýna gestum bú-
staðinn eins og tíðkast hef-
ur.
I»á skýrði U Thant, aðal
framkvæmdastjóri S. Þ.
frá því í dag, að stofnaður
hafi verið minningarsjóður,
sem ber nafn Kennedys. —
Tekjur sjóðsins eiga að renna
til alþjóða skóla samtakanna
John Connally, ríkisstj óri í
Texas, kom heim úr sjúkrahúsi
á fimmtudag. Hann varð sem
kunnugt er fyrir einu af þremur
skotum, sem skotið var að bif-
reið Kennedys, og særðist það
illa 1 mjöðm og handlegg að
um tíma var honum vart hugað
líf. Nú hefur öflugur lögreglu-
vörður tekið sér stöðu við ríkis-
stjóiahöllina og á götum, er að
Framh. á bls. 2.
Övíst hvort múrinn verður
opnaður
Berlín, 7. des. AP.
VESTUR þýzk blöð skýrðu
frá því í dag að góðar horf-
ur væru á því að íbúar Vest-
ur Berlínar fengju vegabréf
um jólin til að heimsækja
ættingja sína í Austur Berlín.
Willy Brandt, borgarstjóri
Vestur Berlínar, bar þessar
fregnir til baka í morgun.
Seinna í dag birtist svo yfir-
lýsing yfirvaldanna í Aust-
ur Þýzkalandi, sem neita að
ræða þetta mál við stjórn-
um jólin
arvöldin í Bonn, eða við
nokkra fulltrúa vestur þýzku
stjórnarinnar. Segir í yfirlýs-
ingunni, sem austur þýzka
fréttastofan ADN birti, að
yfirvöldin séu enn reiðubú-
in að ræða málið við full-
trúa borgarþingsins í Vest-
ur Berlín, en ekki megi
blanda fulltrúum vestur
þýzku stjórnarinnar í málið.
Vestur Berlín, segir í yfirlýs-
ingunni, „hefur aldrei tilheyrt
Vestur þýzkalandi, tiliheyrir því
ekki nú, og mun aldrei tilheyra
því.“
Þá segja austur þýzku yfir-
völdin að ef reynt verði að
vísa málinu til stjórnarinnar í
Borm, geti það aðeins leitt til
þess að slitni upp úr samning-
um.
Talsmaður borgarþingsins í
Vestur Berlín segir að ekkert sé
unnt að gera frekar í málinu
fyrr en þingið hefur athugað
nánar yfirlýsingu austur þýzku
yfirvaldanna. Áður hafði vest-
ur þýzka stjórnin falið Kurt
Leopold að kanna möguleika á
sarnningum, en hann er forstjóri
ríkisskrifstofu þeirrar, er fjall-
ar um viðskipti Austur og Vest-
ur þýzkalands.
IDr. D. Jf. Bauer, veirusér- /
fræðingur við Wellcome rann- »
sóknarstöðina í Bretlandi, er
einn þeirra sérfræðinga, sem
undanfarið hafa starfað að
rannsóknum á nýju lyfi við
inflúenzu, kvefi, lömunar-
veiki og fleiri veirusjúkdóm-
um. Er vonast til að lyf þetta
beri góðan árangur. Það er
unnið úr koltjöru og nefnist
Marboran eða 33-T-57. Lyfið
verður fyrst reynt á Indlandi
og fleiri stöðum þar sem bólu-
sótt er enn mjög algeng far-
sótt. Myndin hér að ofan er af
dr. Bauer, sem fann upp lyfið
í samvinnu með dr. P. W.
Sadler, dr. D. W. Adamson,
forstjóri rannsóknarstöðvar-
innar, segir að hér sé um afar
merka uppgötvun að ræða,
sem vænta megi mikils af.
B
Leoni forseti Venezuela
Róstur I höfuðborginni
Þyzkar eldflaugar
í New York.
Carr ríkissaksóknari sagði að
ékvörðunin um að hætta rann-
sóknum á vegum lögreglunnar
í Texas hafi verið tekin í fullu
samráði við þingnofndina og
formann hennar. Einnig hafi
verið haft samband við dóms-
málaráðuneytið um málið. Öll
gögn, sem Texaslögreglan hefur
um rannsóknir hingað til, verða
afhent ríkislögreglunni (F.B.I.).
Sagði Carr að gagnasöfnun og
rannsókn færi fram í fleiri ríkj-
um en Texas, og einnig erlendis,
og væri því ekki unnt fyrir
heimalögregluna að hafa forustu
í málinu. Hins vegar sagði Carr
að honum hafi verið boðið að
taka þátt í starfi þingnefndar-
jnnar.
Caracas, Venezuela, 7. des. (AP).
LOKIÐ er við að telja um 2,3
milljónir af þremur milljónum
atkvæða í forseta og þingkosn-
ingunum i Venezuela um síðustu
helgi. Ljóst er að Raul Leoni,
frambjóðandi flokks Betan-
courts fráfarandi forseta, hefur
náð kosningu. Hann hefur hlotið
761.600 atkvæði, eða 33%, en
næstiir er Rafael Caldera, fram-
bjóðandi kristilegra sósíalista,
með 505 þúsund atkvæði, eða
21,5%.
Allmiklar róstur hafa verið
í höfuðborginni í sambandi við
kosningarnar, allt fram á þenn-
an dag. í morgun kveiktu tveir
kommúnistar í tónlistarvöru-
verzlun í Caracas, sem innflytj-
andi frá Trindad átti. Eyðilögð-
ust þar um 15 þúsund hljóm-
plötur. Er talið fullvíst að
íkveikja þessi sé gerð í hefndar-
skyni vegna þess að yfirvöldin
á Trinidad framseldu í síðustu
víku sex æsingamenn, sem her-
tóku farþegaflugvél í Venezuela
og flugu henni til Trinidad.
Bonn, 7. des. (NTB).
VESTUR þýzka stjórnin til-
kynnti í gærkvöldi að hún hefði
ekki veitt verksmiðjunni „Waff-
en und Luftrustung" heimild til
að gera tilraunir með eldflaug-
ar í nánd við Cuxhaven s.l.
fimmtudag.
Fulltrúar verksmiðjunnar
skutu á loft einni tveggja þrepa
eldflaug og þremur eins þreps
flaugum í viðurvist vestur
þýzkra og erlendra sérfræðinga
og blaðamanna. Var skýrt frá
því að verksmiðjan hyggðist
smiða eldflaugar til útflutnings.
í tilkynningu sinni bendir
stjórnin á að samkvæmt Parísar
samningunum hafi hún afsalað
sér rétti til að smíða eldflaugar
til hernaðarnota, og hafi stjórn-
iin því hvorki veitt heimild tú
að smíða né flytja út eldflaug^p.
Ein fréttastofa segir að stjórn-
in hafi fyrirskipað nánari rann-
sókn á máli þessu, og eins að
kanna betur ástæður verksmiðj-
unnar fyrir tilraununum. Hefur
talsmaður verksmiðjunnar sagt
tilganginn vera að sanna vís-
indalegt gildi flauganna, en við-
urkennt jafnframt að tilraunir
með hernaðarflaugar verði gerð-
ar eftir einn mánu.
Skaut fimm skotum framhjá
Philadeiphia, 7. des. (AP)
JOSEPH Blumhenthal heitir
kráreigandi einn í borginni
Philadelphia í Bandaríkjun-
um. Tviisvar sinnum á undan
förnum fimm árum hefur
hann verið rændur, og var
því við öllu búinn í morgun
þegar maður kom inn í krána
hans og sagði: Ef þú hreyfir
þig, drep ég þig.
Að sögn lögreglunnar dró
Blumenthal upp skammbyssu
og skaut fimm skotum að
manninum á þriggja metra
færi. Maðurinn skauzt und-
an, og hæfði ekkert skotanna
hann. Þegar byssa Blumen-
thals var tóm, ýtti maðurinn
Blumenthal til hliðar, tók 60
dollara (kr. 2.500,—) úr pen-
ingakassanum og hljóp út.
Jarðskjálftar
Grenoble, Frakklandi,
7. des. (AP).
TVEIR jarðskjálftakippir
gengu yfir borgina Grenoble
í frönsku Ölpunum í dag.
Ekki varð manntjón, svo vit-
að sé, og eignatjón ekki mik-
ið.
Nýr gerfihnöttur
BANDARÍKJAMENN skutu i
gær á braut nýjum gerfi-
hnetti frá Vandenberg flug-
stöðinni í Kaliforníu. Gengur
hnötturinn fyrir kjarnorku á
braut sinni umhverfis jörðu
og er annar hnötturinn þess-
arar gerðar.
ínönu falin stjórnarmyndun
Ankara, Tyrklandi,
7. des. (NTB).
CEMAL Gursel, forseti Tyrk
lands, hefur falið Ismet
Inönu að mynda nýja ríkis-
stjórn í Tyrklandi. Inönú
sagði af sér embætti forsætis
ráðherra og baðst lausnar fyr
ir ríkisstjórn sína um síðustu
helgi eftir að tveir fyrri sam
starfsflokkar hans hættu
stjórnarsamvinnu.
Aukið atvinnufrelsi
Aukið atvinnuleysi
VERKAMÁLARÁÐUNEYT-
IÐ í Bandaríkjunum skýrði
frá því í gærkvöldi að at-
vinnuleysingjum þar _í landi
hafi fjölgað um hálfa milljón
í nóvember. Er tala þeirra nú
3,9 milljónir.
Wilson hótað lifláti
LÖGREGLU V ÖRÐUR hefur
verið settur við heimili Har-
olds Wilsons, leiðtoga brezka
Verkamannaflokksins í Lon-
don. Ástæðan er sú að bæði
Scotland Yard og dagblaðl
einu í Manchester bárust bréf
þar sem tilkynnt var að Wil-
son yrði drepinn einhvern
tíma á tímabilinu frá aðfara-
nótt fimmtudags til kl. 21 í
kvöld. Wilson hefur sagt að
hótanir breyti engu um fyrir
ætlanir hans. Hann flytur
ávarp á fund-i stúdenta í
Sussex í dag.