Morgunblaðið - 08.12.1963, Page 2

Morgunblaðið - 08.12.1963, Page 2
2 MORGUNBlAÐIÐ Surinudagur 8; des. 1963 London, 7. des. (AP-NTB) ..CHRISTINE KEELER, sem í ■ gær var dæmd til níu má.n- aða fangelsisvistar fyrir að bera ljúgvitni í ákæru hennar gegn söngvaranum „Lucky“ Gordon, var flutt til Hollo- way fangelsisins í London ,í dag. Hún var ekki lengur klædd tízkufötum, sem hún mætti i hjá dómaranum, né háu hæl unum oddhvössu. Horfnir voru einnig skartgripirnir og varaliturinn. Þegar Christine Keeler kom til fangelsisins var hún klædd í fangaföt og hælalausa skó, en axlasítt hár ið bundið upp með hárborða. Keeler, sem sjaldnast fór á fætur fyrir hádegi, verður næstu mánuðina að mæta við .fangaskoðun á hverjum ■morgni kluk'kan 6,30 átaml 450 meðföngum sínum, en meðal þeirra er stallsystij hennar og fyrrum herbergis- félagi Paula Hamilton-Mars- ■ hall. Þessi mynd var tekin af Christ 'ne Kecler s.l. fimir.tudag, þegar hún var á leið til réttarins í Old Bailey. Chrisfine flutt í fangelsi Vinnur þar við þvotta og matargerð Þegar þær stöllur höfðu verið baðaðar og að lokinni læknisrannsókn, voru þær fæí-ðar á fund fangelsisstjór- ans, frú Jóhönnu Kelley. Þar var Christine, sem nýlega seldi blaði einu ævisögu sína fyrir 23 þús. pund (2,8 millj kr.) sagt að hún gæti unnið sér inn allt að 5 shillinga á viku (kr. 31 —) í verkstæði fangelsisins, og peninga þessa mætti hún nota til kaupa á sælgæti og snyrtivörum. Fyrsta starf stúlknanna í fangelsinu verður sennilega að pakka inn jólavarningi. Auk þess verða þær látnar sauma eða þvo gólf, hugsa uim matseld o.fl. Flestir fanganna geta reiknað með því a<s flytj ast um skeið í fangelsi án múra, og eru mörg slík fang- elsi í Englandi. En ósennilegt er talið að Christine verði þeirrar ánægju aðnjótandi, því yfirvöldin kæra sig ekki um að gefa henni tækifæri til að ræða við fréttamenn. Þótt Ohristine hafi verið dæmd til niu mánaða fang- elsisvistar, mun „Lucky“ Gordon hafa í hyggju að 'höfða sakamál á hendur henni fyrir meinsæri. „Lucky“ var dæmdur fyrir árás á Christ- ine, en var náðaðux eftir að upp komst að hann hafi verið borinn rangri sök. Gott heilsufar í Reykjavik HEILSUFARIÐ í Reykjavík má teljast gott nú, miðað.við árstíma, sagði dr. Jón Sigurðsson, borgar- læknir, er Mbl. átti tal við hann í gær. Borgarlæknir sagði að undan- farið hefði borið á hálsbólgu, kvefsótt, iðrakvefi og kveflungna bólgu, en ekki mikið. Tölur fyrir síðustu viku væru ekki enn fyrir hendi, en svo virtist sem sára- lítil aukning væri á hálsbólgu og kvefsótt, en aukning á öðrum kvillum væri ekki sjáanleg. Borgarlæknir sagði að nokkuð hefði borið á rauðum hundum, þó ekki sem farsótt, heldur sem ein- stökum tilfpllum. Væri nú að draga úr þessari veiki. Þá hefðil komið fyrir dreifð tilfelli af hvot- sótt, skarlatssótt og hlaupabólu, Af mislingum hafa að undan- förnu aðeins komið fram tvö til- felli. Á þessum árstíma ber oft tals-’ vert á ýmsum kvillum, en borg- arlæknir sagði að í ár væri ástand ið í þessum efnum yfirleitt mjög gott. Enginn jbinglesinn eigandi húseignar í LÖGBIRTINGABLAÐINU síð- asta getur að líta dæmi um 'hvernig gleymska eða vanræksla á forínsatriðtiim getur valdið óþægindum löngu seinna. Þar segir: Hinn 27. október 1955 eignaðist Þórunn Ottósdóttir Símonsen, þá til heimilis í Sykkishólmi, og Sigríður Geirsdóttir, þá til heim- ilis að Mýrarhúsum, Seltjarnar- neshreppi, húseignina nr. 25 við Lokastíg í Reykjavík. Hlutu þær Þórunn og Sigríður eignina í anf eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, er bjó að Lokastíg 25, en hún lézt hinn 9. apríl 1955. Hafði Guðrún skömmu áður, eða hinn 22. marz 1955, gert arfleiðsluskrá og með henni arfleitt þær Þór- unni og Sigríði að húseigninni að jöfnum hlutum. Hinn 27. febrúar 1963 seldi Sigríður Geirsdóttir, nú til heim- ilis í Los Angeles, U.S.A., sinn helming Lokastígs 25 til Þórunn- ar Ottósdóttur Símonsen. Var af- sal gefið út sama dag og þinglasið 9. marz 1963. Er skiptagerðinni frá 27. okt. 1955 var þinglýst, kom í ljós, að eignarheimild Guðrúnar Ás- mundsdóttur hafði eigi verið í formlegu iagi. Hafði hún aldrei verið þinglesinn eigandi Lcika- sígs 25, en mun hafa hlotið eign- ina að gjöf eða í arf eftir for- : eldra sína, en þeir voru heldur ; eigi þinglesnir eigendur. Sam-, kvæmt afsalsbókum, var enginn þinglesinn eigandi að Lokastíg 25 fyrr en 1955, er skiptagerðinni var þinglýst. Eignarréttur Guðrúnar Ás- mundsdóttur að Lokastíg 25 hef- ur aldrei verið rengdur né held- ur réttur þeirra Þóru.nnar eða Sigríðar. Er Þórunni Ottósdóttur Sím- onsen nauðsynlegt að fá stað- feistan ótvíræðan eignarrétt sinn yfir framangreindri húseign og mun hún gera þá krötfu fyrir bæjarþinginu að fengnu leyfi yfirborgardómara, að staðfest verði með dómi réttarins, að hun sé löglegur eigandi húseignar- innar nr. 25 við Lokastíg í Reykjavik. Gerir stefnandi nán- arl grein fyrir kröfum aínum við þingfestingu málsins. ,Hafnarstúdentar skrifa fieim4 — nýtt bindi af „íslenskum sendibréfum" KOMIÐ er út fjórða bindið í safnriti Bókfellsútgáfunnar, „ís- lenzk sendibréf". Eru það sendi bréf frá Hafnarstúdentum og nefnist bókin „Hafnarstúdentar skrifa heim“. Finnur Sigmunds- son hefur búið hana til prent- ^unar. Hann segir svo m.a. í formálsorðum: „Bréfum þeim, se.m hér eru birt, er ætlað að bregða upp myndum úr Hafnarlífinu eins og það var, viðfangsefnum ís- lenzkra stúdenta og viðhoríi þeirra til samtíðarinnar á þeim tíma, sem bréfin eru skrifuð. Vera má, að einhverjum siða- Bifreiðaverk- stæði endur- - byggt Akranesi, 7. des. BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ „Vís- ir“ hér á Þjóðvegi 11 hefir verið endurbyggt. Reist hefir verið 240 ferm. nýtt verkstæðishús, vand- að í alla staði. Stjórnendur hluta- félagsins „Vísis“ og aðalstarfs- menn eru Pétur Guðjónsson, Gunnar Bjarnason og Gestur Friðjónsson, allir reyndir meist- arar í iðninni. — Oddur. meistara vorra tíma þyki óþarft að draga fram í dagsljósið ógæti- legt orðbragð sumra þessara ungu manna. Ég ætla þó, að allir, sem hér eiga hlut að máli, haldi virðingu sinni óskertri, þrátt . fyrir birtingu þessara bréfa. Hvað er eðlilegra en að hnútur fljúgi um borð í hópi ungra og framgjarnra manna? Snöggsoðnir dægurdómar um menn og málefni líðandi stundar eru ekkert sérstakt fyrirbæri í lífi þeirra ungu stúdenta, sem hér halda á penna. Hins vegar koma hér fram raunsannar lýs- ingar á lífi Hafnarstúdenta, sem ekki eru síður fallnar til fróð- leiks og íhugunar en ævintýra- legar frásagnir um glæsibrag stúdentalífsins í Kaupmanna- höfn, meðan íslendingar leituðu þar gæfu sinnar og frama.“ Bréfritarar eru: Þorsteinn Helgason, Baldvin Einarsson, Högni Einarsson, Torfi Eggerz, Finnur Magnússon, Gísli Hjálm- arsson, Þorgeir Guðmundsson, Finnur Jónsson, Hannes Haf- stein, Gísli Guðmundsson, Haf- steinn Pétursson, Jón Þorkels- son, Emil Schou, Ólafur Davíðs- son, Sigurður Jónasson, Valtýr Guðmundssom, Páll Briem, Bogi Melsted, Halldór Bjarnason, Jó- hannes Jóhannesson og Þor- steinn Erlingsson. Bókin er 310 bls. að stærð og frágangur hinn vandaðastL Rækjan að minnka „Sígildar sögur Iðunnar’4 Hnífsdal 6. des. HÉÐAN eru 4 bátar gerðir út, tveir þeirra 100 tonn að stærð, einn 60 tonn og eirm 18 tonn. Hafa þeir allir róið nú í haust, en afli hefir verið mjög lélegur. Fiskurinn er lagður upp í frystihúsið hér svo og söltunar- stöð. Ofurlítil rækjuvinnsla er hér ennfremur og gaf hún ágætia atvinnu í október, en nú er henni að verða lokið. Afli er lítill af rækju enda munu of margir bátar vera farnir að stunda þess- ar veiðar og því gengur rækjan fljótt til þurrðar. Tíðarfar hefir verið gott nú 2—3 síðustu dagana, en annars stirt í haust. Sigurður. FYRIR síðustu jól hóf Iðunn út- gáfu á flokki skáidsagna, sem val ið var hið sameiginlega heiti „Sí- gildar sögur Iðunnar“. Lætur for- lagið svo ummælt, að í þessum flokki verði „einvörðungu birtar víðkunnar úrvalssögur, sem um áratuga skeið hafa verið vinsæl- asta lestrarefni fólks á öllum aldri. En til bókaflokksins er þó ekki hvað sízt stofnað í þeim til- gangi að gefa æsku landsins kost á að lesa þessar vinsælu og sí- gildu bækur í góðum þýðingum og vönduðum frágangi“. Á síðasta ári kom út Ben Hur, eftir Lewis Wallace, þýðandi Sig- £ NA /5 hnútor SV 50 hnútor X Snjóhomo y Oii 7 Skúrir II Þrumur '/////Ktgn- Vtvali Kutíoskit Hitistil H L-ísaLX í GÆR var suðlæg átt, skýjað austan. I horni veðurkortsins og dálítil rigning vestan lands neðst til vinstri sér í lægð og sunrtan en hægviðri og úr- sem ætti að orsaka SA átt á kiomuiaust norðan lands oig mánudag. urbjörn Einarsson, biskup, og & þessu ári koma út Kofi Tómas- ar frænda eftir H. Beecker Stowe, þýðandi Arnheiður Sig- urðardóttir, cand. mag., Ivar Hlú- járn, þýðandi Kristmundur Bjarnason, rith. og Skytturnar eftir Dumas, fyrsta bindi af þrem uir, þýðandi Andrés Kristjánsson, rithöxundur. — Rannsóknir Framhald af bls. 1. henni liggja. Connally er á góð- um batavegi og er sárið á mjöðm hans að gróa. Hann mun þó hafa hægri handlegginn í fatla næstu þrjá mánuði. Sameinuðu þjóðirnar reka skóla á tveimur stöðum í New York, og sækja þennan alþjóða- skóla 550 börn frá 63 löndum. Eftir morðið á Kennedy forseta tóku Adlai Stevenson, aðal- fulltrúa Bandaríkjanna hjá S.Þ. að berast peningagjafir til minn- ingar um forsetann. Fylgdi það gjöfunum að gefendur óskuðu að þeim yrði varið til eflingar friðar og skilnings milli þjóða í nafni hins myrta forseta. Ekki hefur verið látið uppi hve mikill sjóðurinn er orðinn. Nú hefur U Thant frarn- kvæmdastjóri skýrt frá því að með samþykki fjölskyldu Ken- nedys og fulltrúa Bandaríkjanma hjá S.Þ., hafi verið ákveðið að sjóðurinn renni til styrktar al- þj óðaskólanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.