Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 16
16 MORGUN B LAÐIÐ Sunnudagur 8. des. 1963 Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Otbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: AðaJstræti 6. Auglýsingar og afgreíðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakiö. ALVÖRUSTUND ildrei hefur íslenzku þjóð- inni vegnað betur en á undanförnum árum. Lífskjör hafa batnað og tekjur vaxið samhliða því sem þjóðin hef- ur treyst aðstöðu sína út á við, safnað verulegum gjald- eyrisvarasjóðum og byggt upp fyrir framtíðina. Þess vegna hefði mátt ætla að bjartsýni ríkti í hugum ís- lendinga í dag. En því miður eru nú blikur á lofti, ekki vegna slæms ár- ferðis eða utanaðkomandi erf- iðleika, heldur vegna heima- tilbúinna deilna. Þetta er svo sem ekkert nýtt. í tvo áratugi hafa ís- lendingar búið við óskorað frelsi og margt hefur á þeim tíma áunnizt, en að einu leyti hefur okkur farnazt illa. Við höfum ekki megnað að koma heilbrigðri skipan á launamál, og sífelldar deilur hafa verið um skiptingu þjóðarteknanna, sem leitt hafa til jafnvægis- leysis og vinnustöðvana. Þetta hefur valdið því, að framfarasókn þjóðarinnar hef ur verið hægari en ella, og þar af leiðandi hafa lífskjör állra batnað minna en annars hefði verið. Ef til vill má þó segja að það sé ekki aðalatrið- ið, því að það skeri ekki úr um framtíð þjóðarinnar, hvort lífskjörin séu hundraðshlut- anum betri eða lakari. Hitt varði meiru að sá skilningur og þroski nái að ríkja, sem tryggi heilbrigt lýðræðis- skipulag. En einmitt í launamálunum hefur mjög á þetta skort. Hin- ar ýmsu þjóðfélagsstéttir hafa barizt óvægilega, og reynt hefur verið að réttlæta þrengstu eiginhagsmunasjón- armið með faguryrðum eins og stéttvísi. Undir slíkum víg- orðum hefur hverjum ein- stakling þótt sjálfsagt að berj ast fyrir hag sinnar stéttar, án tillits til hags annarra. Það er þetta, sem menn þurfa nú að leiða hugann að og skoða aðstöðuna öfgalaust. Og þá munu líka nást sættir og heilbrigt samkomulag í þeim vinnudeilum, sem nú standa yfir. . KJÖR HINNA LÆGST LAUNUÐU A ðferðir þær, sem beitt hef- ur verið í kjarabarátt- unni hafa því miður leitt til þess, að kjör hinna lægst laun uðu hafa ekki batnað sem skyldi. V erkf allshótanir og óbilgirni hefur orðið þess vald andi, að láglaunafólk hefur fremur dregizt aftur úr en hið gagnstæða. Frekar ætti ekki að þurfa vitnanna við um það, að verk fallabarátta, þar sem knúin eru fram hærri laun en líkur eru til að efnahagslífið geti staðið undir, leiðir ekki til þess að kjör láglaunafólks batni, heldur notfæra aðrir starfshópar sér slíkt upplausn arástand til að fá í sinn hlut meiri skerf en áður. í því efni er reynslan ólygnust. Þetta hafa menn raunar gert sér ljóst síðustu ár, og þess vegna hefur Viðreisnar- stjórnin gert ítrekaðar til- raunir til að hafa áhrif í þá átt, að kjör láglaunafólks yrðu bætt, án þess, að það yrði til þess að aðrir fengju kauphækkanir. Á sl. vetri tókst að fá samþykkta 5% kauphækkun til láglauna- manna, sem aðrir fengu ekki, en vegna vinnudeilnanna, sem hófust í sumar, raskað- ist þetta á ný, láglaunamönn- um í óhag. Sýnist sanngjarnt að breyta þessu aftur, þannig að verkamenn, verzlunar- menn og annað láglaunafólk fái nú meiri hækkanir en þeir, sem betri kjör hafa. KJARADÓMUR ¥ umræðunum um launa- ■*■ málin er nú mjög vitnað til kjaradóms og þeirra hækk ana, sem hann ákvað á laun- um opinberra starfsmanna. Er það út af fyrir sig ekki ó- eðlilegt, en menn verða þó að hafa eftirfarandi í huga: Allir þingflokkar stóðu að ákvörðuninni um þá skipan kjaramála opinberra starfs- manna, sem nú er. Óháður dómstóll ákvað laun starfs- manna ríkisins mun hærri en ríkisstjórnin hafði viljað fallast á í samningaviðræð- um. Opinberir starfsmenn krofð ust miklu meiri mismununar í launum en kjaradómur þó féllst á. Þær kröfur studdu stjórnarandstæðingar með odd og egg og kommúnistar töldu kjaradóm hafa gengið alltof skammt. Hann hefði átt að ákveða hæstu launin miklu hærri en hann gerði. Launahækkanir opinberra starfsmanna voru í raun réttri ekki eins miklar og í fljótu bragði virðist, vegna þess að ýmsir þeirra höfðu margháttaðar aukagreiðslur og uppbætur á laun, sem nú Stúlkan á meðfylgjandi mynd fannst látin 1 herbergi sínu í Hollywood sl. laugardag. Hún heitir Karyn Kupcinet, dóttir hins þekkta blaðamanns í Chi- cago Irv Kupcinet. Karyn var aðeins 23 ára göm- ul og var að fikra sig áfram á leiklistarbrautinni. Hún kom ekki alls fyrir löngu fram í sjónvarpi með Jerry Lewis, og margir spáði henni glæsilegri framtíð. Þegar stúlkan fannst, lá hún nakin á sófa í stofu sinni, og komust læknar að þeirri niður- stöður að hún hefði verið látin í 2—3 daga. Það voru nokkrir vinir hennar sem fundu hana, þegar þeir hugðust heimsækja hana. Enn hefur ekkert komið fram opinberlega, sem gefur til kynna, með hvaða hætti lát hennar bar að. Danska prinsessan Anne- Marie var ekki svo lítið undr- andi, þegar unnusti hennar, Konstantín krónprins af Grikk- landi, skaut upp kollinum í skóla þeim, sem hún stundar nú nám í í Montreux í Sviss. Hún fékk frí í skólanum í tilefni er reynt að afnema sem mest. En þrátt fyrir allt þetta er það rétt, að ráðstafanir verð- ur að gera til að jafna kjörin í þjóðfélaginu, vegna þess að láglaunafólk ber ekki nægi- lega mikið úr býtum. Ríkis- stjórnin hefur lýst sig reiðu- búna til að gera ráðstafanir í þessa átt, sem verulega mun ar um. Fráleitt væri, ef launþega- samtökin höfnuðu þessu til- boði og stefndu kjaramálun- um enn einu sinni út í algera óvissu. Þess vegna verður að gera ráð fyrir því, að sam- komulag náist í vinnudeilun- um og vinnufriður ríki. heimsóknarinnar og fóru hjóna- leysin í gönguferð í góða veðr- inu, og er meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. — Gift- ingardagur þeirra hefur ekki verið ákveðinn enn, og virðast aðstandendur þeirra ekki vera á eitt sáttir í þeim efnum, en opin berlega hefur verið gefin út til- kynning þess efnis, að brúðkaup ið fari ekki fram fyrr en eftir 31. ágúst n.k., en þann dag verð ur prinsessan 18 ára gömul. Sir Alec Douglas-Home, for- sætisráðherra Bretlands, fór á veiðar um síðustu helgi, ásamt nokkrum kunningjum. Við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin. Sir Alec hefur plástrað kinn sína ef svo kynni að fara að byssan slægi til baka. Þeir félagarnir kornu ekki tóm- hentir til baka, veiðifengurinn var: 362 fasanar, 79 akurhænur og 20 hérar. Veiðarnar áttu sér stað í Scopwick, Lincolnshire. í fréttunum Hér sjáum við tvær fegurð- ardrottningar á dansleik í London. Til hægri er Carol Crawford frá Jamaica, sem hlaut „Miss World“ titilinn fyrir skömmu. Hún dansar með tígu- legri ró, eins og stöðu hennar sæmir. En á bak við hana tvist- ar „Miss World“ 1962, Rosemary Frankland frá London, af miklu fjöri við ónafngreindap berra. ★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.