Morgunblaðið - 24.12.1963, Síða 6

Morgunblaðið - 24.12.1963, Síða 6
6 MORCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 24. des. 1963 Sflíltvarpiö Jóladagskráin WlIf>JUDAGUR 24. DESEMBER (Aðfangadagur jóla). 7jOO Morgunútvarp. (Veðurfregnir — Tónleikar — 7:30 Fréttir. — Tón leikar — 7:50 Morgunleikfimi — 8:00 Bæn. — Veðurfregnir. — Tónleikar — 8:30 Fréttir. — Tón leikar. — 9:00 Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna — 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tón- leikar. — 10:10 Fréttir). 12300 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynn.). 12:45 Jólakveðjur til sjómanna á hafi úti. 14:40 „Við, sem heima sitjum“: Vig- dís Jónsdóttir skólastjóri talar um jólaannir. 15300 Fréttir. Stund fyrir börnin: Barnakórar syngja, og Gísli Halldórsson leS ævintýrið ,,Grenitréð“ eftir H. C. Andersen. 14:00 Veðurfregnir. Síðdegistónleikar: „Lofsöngur á fæðingarhátíð frelsarans" eftir Respighi (Einsöngvarar, Roger- Wagner-kórinn og Filharmoníu sveitin í Los Angeles flytja: Al- fred Wallenstein stjórnar). 1638 Fréttir. — (Hlé). 10:00 Aftansöngur í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Þorsteinn Jó hannesson fyrrum prófastur í Vatnsfirði. Organleikari: Dr. Páll ísólfsson 10:00 Tónleikar: *) Tríósónata í E-dúr eftir Georg Benda (David og lgor Oistrakh leika á fiðlu og Vladimir Jampolskij á píanó). b) Svend Saaby-kórinn syngur jólasálma frá ýmsum löndum. e) Konsert í C-dúr fyrir flautu hörpu og hljómsveit (K299) eftir Mozart (Karlheinz Zöller, Nic- artor Zabaleta og Fílharmoníu- aveit Berlínar leika; Ernst Márz endorfer stj.). 20:00 Orgelleikur og einsöngur 1 Dóm kirkjunni. Dr. Páll ísólfsson leikur á orgel, Svala Nielsen og Guðmundur Jónsson syngja. 20^0 Jólahugvekja (Séra Eiríkur J. Eiríksson). 20:45 Orgelleikur og einsöngur í Dóm kirkjunni; — framh. 21:45 „Nóttin var sú ágæt ein“, lestur úr íslenzkum helgikvæðum með hljómlist. 22)00 Veðurfregnir. Kvöldtónleikar. a) „Nóttin helga“, jólaóratóría eftir Hilding Rosenberg, við ljóð eftir Hjalmar Gullberg (Lill-Kersti Torlind-Stripple, Judith Garellick, Lars Billen- gren, Arne Tyrén, Torsten For- slöw, Helga Nilson og Carl- Eric Hellström syngja með kór og hljómsveit sænska útvarps- ins; Eric Ericson stjórnar). b) Konsert 1 E-dúr fyrir fiðlu og strengjasveit eftir Bach (Fel ix Ayo og I Musici leika). 23 M Náttsöngur í Dómkirkjunni (Bisk up íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, messar. Organleik- ari: Dr. Páll ísólfsson). 23 £& Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 25. DES. (Jóladagur) 10:45 Klukknahringing. — Blásara- sexett leikur jólasálma. 11 M> Messa í Laugarneskirkju (Prest ur: Séra Garðar Svavarsson. Organleikari: Kristinn Ingvars- son). 12:15 Hádegisútvarp. 12^)0 Jólakveðjur frá íslendingum er- erlendis. 14M> Messa í Neskirkju (Prestur: Séra Jón Thorarensen. Organ- leikari: Jón ísleifsson). 15:1$ Miðdegistónleikar: — (16:00 Veð urfregnir). „Jólaóratóría" eftir Bach (Gunt- hild Weber, Sieglinde Wagner, Helmut Krebs, Heinz Rehfuss, ótettukór Berlínar, Rias-kamm- erkórinn og fílharmoníusveit Berlínar flytja: Fritz Lehmann stj). 17 M> Upplestur: Herdís Þorvaldsdóttir og Páll Berþórsson lesa jóla- kvæði. 1730 Barnatími (Anna Snorradóttir): a) Lárus Pálsson leikari les jólasögu og Kristín Anna I>ór- arinsdóttir og Kristín Árna dóttir syngja um brúðujól. b) Við jólatréð: Hljómsveit Magnúsar Péturs- sonar leikur jólalög, séra Ólaf- ur Skúlason ávarpar börnin, telpur úr Melaskólanum syngja undir stjórn Tryggva Tryggva- sonar, börnin ganga kringum jólatréð og syngja, jólasvein- arnir Hurðaskellir og Stúfur bróðir hans koma í heimsókn. Kristín Anna Þórarinsdóttir og Jón Múli Árnason sy ngja jólavísur. 19:00 Jól í sjúkrahúsi (Tryggvi Gísla- son). 19:30 Fréttir. 20:00 Strengleikar á jóladagskvöld: I Solisti Veneti leika þrjú ítölsk verk. Stjórnandi: Claudio Scim- one (Hljóðr. í Þjóðleikhúsinu 22. f.m.). a) Concerto grosso í e-moll op. 3 nr. 3 eftir Geminiani. b) Concerto grosso í g-moll op. 6 nr. 8 eftir Corelli. c) Sónata 1 D-dúr eftir Rossini. 20:30 í kirkjum Rómaborgar: Björn Th. Björnsson listfræð- ingur bregður upp svipmynd- um úr nokkrum basilíkum Róm- ar. 21:15 Kórsöngur: Liljukórinn syngur andleg lög. Söngstjóri: Jón Ásgeirsson. 21:35 Upplestur: „Flóttinn til Egypta- lands“ eftir Selmu Lagerlöf (Ólöf Nordal). 22:00 Veðurfregnir. — Kvöldtónleik- ar: a) „Helg eru jól“, hljómsveitar svíta eftir Árna Björnsson (Sin- fóníusveit íslands leikur; Páll Pampichler Pálsson stjórnar). b) Daniel Pollack píanóleikari leikur í Austurbæjarbíói (Hljóð ritað 28. f.m.). 1. Fantasía í C-dúr (Wanderer- fantasían) eftir Schubert. 2. Ricercare og Tokkata eftir Menotti. 3. Capriccio 1 fs-moll op. 76 nr. 1 eftir Brahms. 4. Intermezzo, í C-dúr op. 119 eftir Brahms. 5. Intermezzo í E-dúr op. 116 nr. 4 eftir Brahms. 6. Rapsódía í Es-dúr op. 119 eftir Brahms. c) Óbókonsert í C-dúr eftir Haydn (Kurt Kalmus og kamm- erhljómsveitin í Múnchen leika Hans Stadlmair stj.). 23:25 Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 26. DES. (Annar í jólum). 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Morguntónleikar: Óratórían „Samson" eftir Hánd- el (Hans-Ulrich Mielsch, Gert- raud Stoklassa, Ursula Zollen- kopf, Lothar Ostenburg o.fl. syngja með kór Jakobskirkj- unnar í Göttingen; útvarpshljóm sveitin í Hannover leikur. Stjórn andi: Gunther Weissenborn). 11:00 Messa í Hallgrímskirkju (Prest- ur: Séra Sigurjón Þ. Árnason. Organleikari: Páll Halldórsson). 12:15 Hádegisútvarp. 13:00 Jólakveðjur frá íslendingum er lendis. '14:C5 Útvarpið býður börnunum í Þjóðleikhúsið til þess að horfa á „Kardemommubæinn4* eftir Thorbjörn Egner. Þýðendur: Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk. Leikstjóri: Klem- enz Jónsson. Hljómsveitarstjóri: Carl Billich. Hijóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit íslands leika. Leikendur: Róbert Arn- finnsson, Anna Guðmundsdótt- ir, Jón Aðils, Emilía Jónsdóttir, Henny Hermannsdóttir, Þórarinn Eldjárn, Kjartan Friðsteinsson, Jón Sigurbjörnsson, Valdemar Helgason, Lárus Ingólfsson, Þor grímur Einarsson, Árni Tryggva son, Jón Júlíusson, Rúrik Har- aldsson, Ævar Kvaran, Baldvin Halldórsson, Bessi Bjarnason, Guðrún Guðmundsdóttir, Ólaf- ur Magnússon o.fl. 15:45 Kaffitíminn: — (16:00 Veður- fregnir). a) Balalakhljómsveit leikur; Al- esander Bochensky stj. b) Havnar Hornorkestur — Lúðrasveit Þórshafnar í Færeyj- um leikur. Stjórnandi: Th. Pauli Christiansen. 16:30 Léttir síðdegistónleikar: a) Hljómsveit útvarpsins í Vín- arborg leikur óperettulög; Bene dict Silberman stj. b) Paul Robeson syngur negra- sálma: Lawrence Brown leikur á píanó og syngur með. c) Serenata fyrir strengjasveit op. 48 eftir Tjaikovsky (FiLhar- moníusveitin í ísrael leikur: George Solti stj.). 17:30 „Við arineldinn.“ Ólöf Árna- dóttir stjórnar leikjum og skemmtunum fyrir börn og fullorðna 1 heimahúsum. 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Það gerðist um jólin: Bergsteinn Jónsson og Ólafur Hannesson menntaskólakennarar hafa safn- að efni úr íslenzkum heimildar- ritum. Lesnar með Bergsteini: Guðrún Helgadóttir, Guðmundur Arnlaugsson. 19:10 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 ,Heims um ból“: Elín Pálmadótt- ir blaðamaður talar við íslend- inga í sjö löndum í öllum heims álfum, Alaska, Kaliforniu, Perú, Nýja-Sjálandi, Ceylon, Ghana og Tékkóslóvakíu. 20:40 Semjum óperu, — skemmtisýn- ing í þremur þáttum fyrir ungt fólk, með barnaóperunni „Litli sótarinn. Tónlist eftir Benjamín Britten. Texti eftir Eric Crozier. Þýðandi: Tómas Guðmundsson. — Ásgeir Beinteinsson, Þorkell Sigurbjörnsson og Frank Her- lufsen leika á píanó, en að öðru leyti hljóðfæraleikarar úr Sin- fóníuhljómsveit íslands. Hljóm- sveitarstjóri: Proinnsías O’Du- inn. Leikstjóri: Hildur. Kalman. í hlutverkum fullorðinna: Margrét Eggertsdóttir ....... Bagga Guðmundur Jónsson ........... Surtur Guðmundur Guðjónsson ........ Klunni Þuríður Pálsdóttir .......... Rúna Róbert Arnfinnsson flytur mál hljóm- sveitarstjórans. í hlutverkum barna: Eygló Viktorsdóttir ............. Silja Sesselja Halldórsdóttir ....... Tína Ásgeir Ásgeirsson ............ Hörður Sigurborg Billich ............ Soffa Sigurður Jónsson ............. Glói Ingólfur Jónsson .............. Nonni Björg Sigurðardóttir ........ Bjartur 21:10 Veðurfregnir. 22:10 Danslög. Þar á meðal leikur hljómsveit Björns R. Einarssonar. — (24:00 Veðurfregnir). 02:00 Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 7:00 Morgunútvarp. 8:30 Fréttir. 9:00 Útdráttur úr forustugreinum dagblaðanna. 9:20 Spjallað við bændur: Jóhannes Eiríksson ráðunautur. 12:00 Hádegisútvarp. 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna.'4 Tónleikar. 14:40 „Við, sem heima sitjum." Steindór Hjörleifsson les síðari hluta sögunnar „Barnið í Betle- hem“ eftir Selmu Lagerlöf, í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:00 Merkir erlendir samtíðarmenn: Guðmundur M. Þorláksson talar 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Þingfréttir. 18:50 Tilkynningar. 20:00 Lestur fornrita: Þorvalds þátt- ur víðförla: síðari hluti (Helgl Hjörvar). 20:30 „Marlboroujffh", þjóðvísan um forföður Churchills, í tali og tónum. Þýðandi: Árni Gunnara son. Flytjendur: Kristín Anna Þórarinsdóttir og Jón Múli Árna son. 21:00 Útvarpssagan: „Brekkukotsann- áll“ eftir Halldór Kiljan Lax- ness, XVI. (Höfundur les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 „Það er myrkrið", smásaga eft- ir Arthur Farestveit. (Helga Bachmann leikkona). 22:00 Næturhljómleikar: Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands: Stjórnandi: Proinnsíaa O’Duinn. Einleikari á fiðlu; Ricardo Odnoposoff. 23:00 Dagskrárlok. a) Divertimento fyrir strengja- sveit eftir Bodley. b) Fiðlukonsert nr. 1 í D-dúr op. 19 eftir Prokofjeff. Svör við frétta- getraun 1—3, 2—1, 3—2, 4—2, 5—3, 6—4, 7—3, 8—1, 9—2, 10—1, 11—1, 12—2, 13—1, 14—4, 15—1, 16—3, 17—3, 18—4, 19—1, 20—2, 21—1, 22—4, 23—2, 24—1, 25—4, 26—1, 27—3, 28—2, 29—, 30—2, 31—2, 32—4, 33—1, 34—1, 35—4, 36—1, 37—4, 38—1, 39—1, 40—2, 41—1, 42—2, 43—1, 44—3, 45—2, 46—3, 47—4, 48—4, 49—1, 50—3, 51—1, 52—2, 53—3. Myndir: 1) John Smith, skip- stjóri á Milwood, 2) Johnson, þá- verandi varaforseti Bandaríkj- anna, fer upp á girðinguna fyrir neðan stjórnarráðið og ávarpar mannfjölda. 3) Nelson Rockefell- er og hin nýja eiginkona hans, Margaretha. 4) Ekkja og börn Tippits lögregluþjóns í Dallas, þess, er Lee Oswald skaut nokkr- um mínútum eftir morðið á öðru sinnl um Charlie Chaplin. Kennedy. • Mamma, af hverju . .? Lítil stúlka, sem horfði frá sér numin á jólasveinana í Vest- urveri fyrir nokkrum dögum, sneri sér allt í einu að mömmu sem hélt á henni, og spurði: „Mamma, af hverju vita jóla- sveinarnir að jólin eru að koma?“ En reyndin er sú, að það eru ekki aðeins jólasveinarnir, sem skynja nálægð jólanna. Það er eins og allir finni það á sér, að jólin eru að koma. Það má sjá þau í svip fólksins, sem við mætum á götunni, jafnvel í göngulagi þess — já, öllu yfir- bragði. Og það er ekkert, sem jafnast á við þetta sérkennilega andrúmsloft jólanna. Að undanförnu hefur fólk verið meira og minna upptekið við jólaundirbúning — og ekki dregur sú fyrirhöfn úr ánægj- unni. En þeir, sem halda að jól- in fáist í búðunum, — Þeir sem halda, að varningur verzlan- anna skapi jólin — þeir finna það bezt hve gjafaflóð og íburð- ur skapar í rauninni lítið af jólunum. Og ef einhver bíður eftir því, að það, sem keypt var í búðum, flytji jólagleðina — þá kemst hann að raun um, að jólin verða ekki keypt hversu mikið sem annars er verzlað fyrir jólin. • Að fara heim um jólin Vissulega hjálpar góður mat- ur og íburður til þess að gera hátíðina frábrugðna hversdags- leikanum. En jólagleðin er sennilega sízt minni meðal fá- tækra en efnaðra. Milljónir um allan hinn kristna heim flýta sér heim um jólin. Þúsundir ís- lendinga hafa beðið í ofvæni undanfarna daga eftir því að verkföll leystust og samgöngu- leiðir opnuðust svo að hægt yrði að komast heim um jól- in. Skólafólk og aðrir fara í flugvélum, með skipum og bíl- um milli bæja og út um sveitir — allir á heimleið fyrir jól. ís- lendingar koma alla leið frá Ameríku — og frá fjarlægum Evrópulöndum, — heim um jól- in. Allur þessi skari leggur ekki á sig fyrirhöfnina og eyðir ekki fjármununum, sem til þarf, vegna þess að ekki sé hægt að opna jólaböggla eða borða góð- an mat um jólin annars stað- ar en heima. Nei, við leitum til skyldmenna, okkar nánustu, til þess að geta notið þeirra strauma, sem tengja okkur — notið þeirra einmitt um jólin. Þá reyna allir, sem geta, að njóta sameiginlega sálargleð- innar, sem boðskapur jólanna skapar með hverjum manni. Og jafnvel þeir, sem hversdags eru kallaðir durgar og pokar, geisla af góðvild og löngun til þess að fá að njóta fagnaðarins með öðrum. Jólin eru sterkt að- dráttarafl, þau opna hverja sál og brjóta niður múrana, sem aðskilja menn og þjóðir — í eig- inlegri sem óeiginlegri merk- ingu. Slíkt er fagnaðarerindið — og jafnvel þeir, sem annars afneita kristinni trú, sækjast eftir samneyti við fólk í jóla- gleði — hafi þeir á annað borð kynnzt jólahaldinu. • Það, sem við kaupum ekki Mikið er það nú annars gott að hafa jólin einu sinni á hverju ári. Þau þyrftu að vera miklu oftar, jólaskapið þyrfti að vera eiginlegra mannfólkinu í dag- legum sam'skiptum einstaklinga og þjóða. Auðvitað ættum vi3 alltaf að vera í jólaskapi. Menn þreytast aldrei á að predika slíkt. En mjög margir ætlast til meira af náunganum í þeim efnum en þeir eru sjálfir fúsir til að miðla. Því fer oft sem fer. En meðan við höfum jólin til að miða að og jólaskapið til a5 miða við, þá erum við ekki illa á vegi stödd, þegar allt kemur til alls. Jólaskapið laðar fram það bezta í hverjum einstakl- ingi, það tengir ósýnilegum böndum, það gefur fyrirheit. Það er þetta, sem við kaupum ekki í búðunum, — og það er þetta, sem við erum öll að sækja, þegar við flýtum okkur heim fyrir jólin. • Við kveikjum á kertum Fegurstu minningarnar frá æskuárunum eru ekki ósjaldan tengdar jólunum. Foreldrarnir gera líka allt, sem þeir geta, til þess að gera börnunum jólin ánægjuleg og eftirminnileg. Við, sem minnumst með hlýju jól- anna í foreldrahúsum, viljum gjarnan, að okkar börn geri hið sama þegar þar að kemur — og að þau læri að halda sínum börn um jólin á sama hátt. Þá verður margt öðru vísi en það er núna — um þessi jól. Hvort skrautið verður það sama, gjafirnar hlið stæðar og maturinn álíka skiptir okkur engu máli. En það, sem við vitum, — og það, sem skiptir máli, er, að áfram munu jólin tengja sálir kynslóð anna eins og hlekki í keðju. Það er þetta, sem jólin gefa okkur. Þau gefa okkur bæði fortíð og framtíð — þau gefa okkur það, sem bezt er og fegurst. Við finn- um það, þegar við kveikjum á kertinu í kvöld og óskum hevrt öðru Gleðilegra jóla!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.