Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ Laugardagur 28. des. 1963 ÞESSI mynd var tekin að af- lokinni afhendingu gjafabréfsins I húsakynnum Framkvæmda- bankans í gær. Talið frá vinstri:, Benjamín Eiríksson, bankastjóri, Sigtryggur Klemenzson, ráðu- neytisstjóri; Jóhann Hafstein, | dómsmálaráðherra; Ármann Snævarr, Háskólarektor; Dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra; Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra; Trausti Ein- arsson, prófessor; Davíð Ólafs- son, fiskimálastjóri; Karl Guð- jónsson, fyrrv. alþingismaður; Magnús Magnússon, prófessor; Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra. FramScvæmdabankinii 10 ára: Gefur Háskóla íslands raf- eindaheila í því SNEMMA á þessu ári voru 10 ár liðin frá stofnun Framkvæmda- banka íslands. Yið stofnun bankans lagði ríkissjóður honum til eignar 95 milljónir króna, er leyst hafði verið úr Mótvirðis- sjóði og fól honum jafnframt vörzlu Mótvirðissjóðs. Að öðru leyti hefur fjármagn bankans aðallega verið erlent lánsfé. Stærstu láinin hefir hann tekið fyrir atbeina ríkisstjómarinnar og endurlánað til framkvæmda innanlands. Stærstu lánveitingar úr bankanum hafa verið til eftir- talinna aðilja: millj. kr.: Stofnlanadeild land- búnaðarins ........... 246 Sogsvirkjunin ........ 227 Sementsverksmiðjan . 132 Raforkusjóður ......... 94 Áburðarverksmiðjan 64 Fiskveiðisjóður ....... 38 Laxárvirkjunin .... 31 Vegagerð Ríkisins.... 22 Fram til ársloka 1962 námu útlán bankans til hinna ýmsu atvinnugreina 1.156.455.397.00 krónum. Á sama tíma hafði eigið fé bankans aukizt um 151 milljónir króna og nam 246 milljónum um áramót 1962 og 1963. Framkvæmda- bankinn gefur út tímaritið „Úr þjóðarbúskapnum" frá því árið 1955. Birtir það eink- um yfirlit um byggingarfram- kvæmdir í landinu. Á árinu 1962 stofnaði ríkis stjórnin, ásamt Seðlabankan- tilefni um og Framkvæmdabankan- um, Efnahagsstofnunina, og fluttist hagdeild bankans í hina nýju stofnun, svo og hin hagfræðilegu verkefni bank- ans. Á árinu 1962 voru samþykkt lög um Atvinnubótasjóð. Sjóð urinn er í vörzlu Fram- kvæmdabankans, sem annast bókhald og daglega afgreiðslu mála á hans vegum. ★ STÓRGJÖF. í tilefni af 10 ára afmæli Framkvæmdabankans sam- þykkti stjórn hans að minn- ast þess með því að gefa Há- skóla íslands 2.800.000.00 kr. til kaupa á rafeindaheila. Selj andi er International Business Machines í Bandaríkjunum, sem selur heilann með sér- staklega hagstæðum kjörum, þar sem háskóli á í hlut. Ella kosta slíkir rafeindaheilar ekki undir 7 milljónum kr. Gjöfin var tilkynnt með bréfi til rektors Háskólans, Ár- manns Snævarrs á fundi í Framkvæmdabankanum í gær. Afhenti Jóhann Hafstein formaður Framkvæmdabank- ans, rektor gjafabréfið, en rektor þakkaði þessa höfðing legu gjöf. Auk stjórnar Fram kvæmdabankans voru við- staddir fund þennan: Gunnar Thoroddsen, fjármálaráð- herra, Ármann Snævarr rekt- or, Trausti Einarsson forseti verkfræðideildar Háskólans, Magnús Magnússon, prófessor við sömu deild, svo og frétta menn. Bankaráð Framkvæmda- bankans skipa nú: Jóhann Ilafstein, dómsmála- ráðherra, formaður. Dr. Gylfi Þ. Gislason, menntamálaráðherra, vara- formaður. Eysteinn Jónsson, alþingis- maður. Karl Guðjónsson, fyrrver- andi alþingismaður. Davíð Ólfasson, alþingis- maður. og Sigtryggrur Klemenzson, ráðuneytisstjóri. Bankastjóri Framkvæmda- bankans frá byrjun hefur verið Dr. Benjamín Eiríks- son. Öslítandi gervi- hjarta Sagt taka fram venjulegu mannshjarta Syracuse, New York, 27. des. — NTB. 39 ÁRA gamall hjartasér- fræðingur, Harold Kletschka skýrði frá því í dag að hann væri að leggja síðustu hönd á smíði gervihjarta, sem hann segir að sé betra en venju- legt mannshjarta og í raun- inni óslítandi. Dr. Kletschka sagði, að hann hefði unnið að smíði þessa gervihjarta sl. sex ár. Kvaðst hann hafa hafizt handa er faðir hans lézt af hjartalömun. Dr. Kletschka skýrði frá hinu nýja hjarta í sambandi við umsókn sína um 33,000 dollara ríkisstyrk til þess að standa straum af rannsóknum hans og starfi. Engir samning- or verklolls- monnn Verkfall trésmiða stendur enn og hafa samningafundir ekki verið boðaðir. Ekki hafa heldur verið boð- aðir fundir með málurum, pípu- lagningarmönnum eða múrur- um. Menn í þessum starfsgrein- um eru þó ekki enn komnir i verkfall. V Róleg jól til þessa hjá lögreglu og slökkviliöi LÖGREGLU og slökkviliði Reykjavíkur ber saman um það, að mjög róiegt hafi verið hér í borg um jólin, mest smásnatt. Nokkur umferðaróhöpp urðu, en yfirleitt heldur smávægileg. Um miðnætti aðfaranótt annars í jólum valt bíll á hálku vestur á Nesvegi á Seltjarnarnesi. Hér var um sendibíl („rúgbrauð") að ræða, sem var á vesturleið. Sleipt var á götunni, og mun ekillinn hafa farið full-greitt. Missti hann stjórn á bílnum, sem mun hafa farið eina veltu. Við það opnaðist hurð á bílnum og kast- aðist ökumaðurinn út. Lá hann í öngviti á götunni, þegar að var komið, en hlaut ekki veruleg meiðsli. Hins vegar var hann tal- inn vera undir áhrifum áfengis. Kona bílstjórans sat við hlið hans og meiddist ekki neitt. Telur hún bílinn hafa farið tvær veltur. Önnur umferðarslys voru minni háttar, nema litlu munaði, að illa færi inni í Heiðargerði á aðfangadag. Þar var sjö ára drengur að renna sér á svelli, réð ekki við ferðina og lenti á vöru- bíl, sem bar að. Slasaðist dreng- urinn eitthvað, en ekki alvar- lega. Slökkviliðið var kvatt út nokkr um sinnum um helgidagana, en brunaverðir telja jólin hafa ver- ið mjög róleg til þessa. Hefur eingöngu verið tun lítils háttar bruna að ræða, þangað til í gær, á þriðja í jólum, að maður brenndist nokkuð, þegar kvikn- aði í forstofu í húsinu við Fálka- götu 27. Var þetta á ellefta tím- anum um morguninn. Eigandi hússins, Ásgeir Magnússon, var í herbergi fyrir innan forstofuna. Brenndist hann töluvert á and- liti og höndum og skarst á fæti, þegar hann stökk út úr húsinu. Slökkviliðið slökkti eldinn fljót- lega. Eldsupptök eru ókunn. Pan Am hyggst ráða 10-12 f lugf r eyjur hér Keflavíkurflugvelli 27. des. PAN Americaji hyggst nú ráða íslenzkar flugfreyjur til starfa. Byrjunarlaun eru 13 þús. kr. á mánuði og 30 daga sumarfrí. Búast má við, að íslenzkar blómarósir hópist á Hótel Sögu hinn 8. janúar nk., en þann dag munu sendimenn Pan American flugfélagsins hefja viðtöl við stúlkur, sem vilja ráða sig sem flugfreyjur á farþegaþotum félagsins. — Skilyrði, sem stúlkurnar þurfa að uppfylla, eru m.a. góð enskukunnátta, aðlaðandi framkoma, og þær verða að vera á aldrinum 21 til 27 ára. Stúlkurnar mega ekki vera hærri en 173 cm og ekki lægri en 157 cm. Þyngdin verður að vera á milli 50 og 63 kg. Þær verða enn fremur að vera ógiftar og með fulla sjón án gleraugna. Ráðgert er að ráða a.m.k. 10—12 stúlkur til reynslu, ef svo margar full- nægja hinum ströngu ráðning arskilyrðum. — Stúlkurnar verða síðan sendar á fimm vikna námskeið, sem haldið verður í New York. Að nám- skeiðinu loknu munu þær fljúga á þotum Pan Ameriean um allar álfur heims, en Pan American annast aðeins milli- landaflug, en ekki innanlands flug í Bandaríkjunum. — Ein íslenzk flugifreyja, Alda Guðmundsdóttir, starfar nú hjá Pan American. B. Þ. Svona leit kinnungurinn út á Akraborginni, eftir áreksturinn. — Akraborg Framh. af bls. 24 Talið er að langur tími líði þar til Akraborg verður sjófær á ný og er það bagalegt fyrir flutn- inga upp á Akranes og Borgar- nes. Skjaldbreið er lítið skemand eftir áreksturuin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.