Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 17
Laugardagur 28. des. 1963 MORGUNBLAÐID 17 Katrín Björnsdóttir frá Votmúla i Sandvikurhreppi K.ATRÍN Björnsdóttir fyrrver- andi húsfrú á Votmúla í Sand- víkurhreppi er látin. Hún var fædd 1. september 1882 á Bolla- stöðum í Hraungerðishreppi. — Foreldrar hennar voru hjónin Björn Björnsson og Guðrún Magnúsdóttir. Þau hjón eignuð- ust sjö börn, fimm syni og tvær dætur, og var Katrín ein úr þeirra hópi. Hina dótturina misstu þau fimmtán ára gamla, en þau sex, sem eftir voru urðu öll dugmikið sómafólk. Af þeim er nú eftir tveir bræður, Ásgeir á Selfossi og Ingvar trésmiður, búsettur í Hafnarfirði. Katrín ólst upp hjá foreldrum sínum þar til hún stofnaði sitt eigið heimili. Foreldrar hennar fluttust strax til hennar og voru hjá henni það sem eftir var ævi þeirra. Katrín giftist 15. nóvember 1907, Gissuri Gamaelssyni frá Votmúla, góðum manni, sem kunni vel að meta hana. Sama árið reistu þau bú á Votmúla og bjuggu þar til ársins 1934, þá fluttust þau að Selfossi og byggðu þar hús. Þá voru ekki skipu- lagðar götur á Selfossi, og varð að gefa hverju húsi nafn. Þau nefndu húsið sitt Múla til minn- ingar um þá jörð, sem þau höfðu búið svo lengi á, og höfðu tekið mikla tryggð við, enda var Giss- ur þar fæddur og uppalinn. Á Votmúla var tvíbýli og stóð bær foreldra minna rétt við þeirra bæ og voru þeir aðgreind- ir sem Austurbær og Vesturbær. Foreldrar mínir bjuggu í Vest- urbænum. Fáir lofa einbýlið eins og vert er segir gamalt máltæki, en á því vil ég gera undantekn- ingu. Þetta sambýli var alveg árekstralaust, og var fremur tal- inn kostur en ókostur. Það líkt- ist því meira að vera eitt heim- ili og vildi hver greiða götu ann- ars. Búskapur Gissurar og Katrín- ar var um margt til fyrirmynd- ar. Búið var ekki stórt, en snot- urt. Alltaf var gætt hófs í öllu, að fara aldrei lengra en geta goldið hverjum sitt, snyrti- mennska í öllu og hver hlutur á sínum stað. Þar var lesinn hús- lestur hvern helgan dag og sálm- ar sungnir, því bæði voru þau hjónin gott söngfólk. Gestrisni og ar um lengri eða skemmri tíma, og var hún þeim öllum sem bezta móðir. Þegar Katrín fann ævi- kvöldið nálgast tók tún því með ró og æðruleysi. Hún hafði til- einkað sér orð sálmaskáldsins: „Ég ferðast og veit hvar mín för stefnir á, ég fer til Guðs himnesku landa.“ Samkvæmt því hafði húh starf- að og aldrei eitt augnablik efast um hvert leiðin lægi. Tilgangur minn með þessum línum er að flytja henni þakkir frá mér og systkinum mínum fyr ir langa sambúð, hjálpsemi við okkur sem börn og órofa tryggð alla tíð. Dætrum hennar og okk- ur var kennt að umgangast hvert annað sem systkini, og höfum við alla tíð litið á okkur sem upp- eldissystkini. Katrín andaðist 18. nóv. í sjúkrahúsinu á Selfossi og var jarðsett 23. nóv. að viðstöddu fjöl menni og var lögð við hlið manns síns í Laugardælakirkjugarði. Með Katrínu er gengin merk kona, grandvör í orðum og störf- um, kona sem ekki vildi vamm sitt vita í neinu. Ég kveð hana með þakklæti og söknuði með orðum hins mikla sálmaskálds: „Far þú í friði, frið- ur Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Sigurður Þórðarson. Bjarni Kjartan Kjartansson góðvild var hverjum manni sýnd sem að garði bar. Það þykir víst ekki frásagnarvert nú til dags að tala um gestrisni, en þá voru vegalengdir meiri og önnur far- artæki, og voru menn oft þurf- andi fyrir góða aðhlynningu. Því segi ég þetta hér að Katrín og aðrar samtíðarkonur hennar gleymast ekki þeim, sem gest- risni þeirra nutu, þegar þeir komu á heimili þeirra oft svang- ir og illa til reika. Katrín og Gissur eignuðust tvær dætur, sem báðar eru bú- settar á Selfossi, Jónu, gifta Ró- bert Jensen, starfsmanni hjá Mjólkurbúi Flóamanna og Guð- rúnu, gifta Sigursteini Ólafssyni, starfsmanni hjá Kaupfélagi Ár- nesinga. Mann sinn missti Katrín 12. nóvember 1947 eftir farsæla sam- búð þeirra hjóna. Eftir það dvaldi hún hjá dætrum sínum og tengdasonum, sem hún mat ekki síður en dæturnar. Hún hafði þá ánægju að hlúa að barnabörn- um sínum í bernsku þeirra, enda naut hún í ríkum mæli umhyggju þeirra, þegar þau voru orðin full- orðið fólk. Katrín var ein af þessum hljóð- látu konum, sem lét lítið á sér bera. Hún helgaði heimilinu alla sína krafta, var trygg og vinföst og örugg í allri framkomu og góður fulltrúi sinnar samtíðar. Oft dvöldu börn á heimili henn- F. 6. ágúst 1952 D. 30. okt. 1963 Kveðja frá frænku. ÞÚ ert farinn, litli frændi, horf- inn svo skyndilega burt af sjón- arsviði þessa heims. Það er svo erfitt að átta sig á því að þetta skuli raunverulega hafa skeð, að nú sé aldrei framar von á litlum dreng, sem stundum kom í heim- sókn, og þá var eins og sólskin færðist yfir, þegar ljósi kollurinn þinn birtist í dyrunum, og mér fannst eins og ég væri einhvern veginn svo miklu ríkari þessar stundir, sem þú stóðst við, já, þú varst eins og sólargeisli sem kemur — og fer. Enginn getur misst mikið, nema sá sem mikið hefur verið gefið. Þú varst mikil gjöf, því er missirinn mikill. Þú, sem varst svo fallegur, hraustur og efnileg- ur, bæði til sálar og líkama, og svo skilningsríkur og tillitssam- ur við þína nánustu. Það er svo erfitt að skilja hvers vegna þú varst hrifinn svo snögglega burt, — en „vegir Guðs eru órannsakanlegir.“ Máske hefur þín hreina, saklausa barns- sál verið of viðkvæm til að hrekjast í þessum heimi, og nú finnst mér svo mikil huggun í þessum orðum: „Drottinn gaf og Drottinn tók, blessað veri nafn Drottins.“ Ég trúi því, að almátt- ugur guð muni nú vissulega sjá þér fyrir góðum stað í sínum heimkynnum. Minningin um þig, litli Bjarni, minnir á sólbjart sumar, þrungið angan fagurra blóma. Farðu sæll til æðri heima, hafðu þökk fyrir samverustund- irnar á þessari jörð. L. B. Kveðja frá R. J. Nú sáran harm í brjósti mér ég ber, hann búa mun þar alla lífsins daga. En ráðsályktun Drottins aldrei er til einskis gerð, né mönnunum til baga. Já, það var sárt að sjá á eftir þér, og sorgin nýstir ástvinanna hjörtu. En það er bót og huggun ætíð er að eiga minningarnar ljúfu og björtu. Þú komst sem geisli í Kópavog til mín. Þú komst og vildir gleðja frænku þína. Þá brostu við mér blessuð augun þín. Þau birtu sendu yfir vegferð mína. Þú ötull varst og áttir djarfa lund og allt sem mátti prýða góða drenginn. Þú varst til yndis þessa stuttu stund unz sterklega var kippt í lífsins strenginn. Og styrkur fórstu inn á starfsina leið, á stuttri ævi fékkstu margt að sýna. Til náms og lista gatan var þér greið til gleði fyrir hana mömmu þína. Frá móðurhjarta þér ég þakkir ber og þúsundfaldar kveðjur allra hinna. í hinzta skipti kvatt þó aldrei er þig aftur megum vinur, sjá og finna. Ég ætti að huggast elsku Bjarni minn, nú eilíf gleði býr í þínu hjarta. Því ertu sæll, ég veit það vinur- inn og við þú leikur englaskarann bjarta. F. K. Tilkynning frá Hafnarfjarðarhöfn Þeir, sem enn eiga ógreidd gjöld til Hafnarsjóðs Hafnarfjarðar eru áminntir um að gera fullnaðar- skil fyrir n.k. áramót. Að öðrum kosti geta menn búist við að lokað verði fyrir afgreiðslu til skipa þeirra við höfnina án frekari fyrirvara. Hafnarfrði, 23. des. 1963. Hafnarstjóri. Landsmálafélagið Vörður Landsmálafélagið Vörður JOLATRÉSSKEMMTANIR félagsins verða í Sjálfstæðishúsinu, sunnudaginn 29. og mánudaginn 30. desember, kl. 3—7 e.h. Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu Sjálfstæðsflokksins 27. og 28. desember kl. 09.00—17.00 og sunnu- daginn 29. kl. 11—12 fh og 13—15 eh. Skemmtinefndin. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.