Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 28. des. 1963 H/ð jbög/a stórveldi islenzkra bókmennta Guðrún P. Helgadóttir: Skáld- konur fyrri alda II. Kvöld- vökuútgáfan, Akureyri. Prent- smiðjan Hólar, 1963. Frú Guðrún Helgadóttir tókst á hendur erfitt og vandasamt hlutverk, þá er hún réðst til að rita um skáldkonur fyrri alda á íslandi. Fyrra bindi ritsins náði yfir einmitt þær af „fyrri öld- um“, sem frægastar hafa orðið af skáldskap, en einungis fátæk- leg brot komu í leitimar, þá er sú fræðikona með íslending- um, sem hefur efcki aðeins há- skólapróf í íslenzkum fræðum, heldur hefur einnig að loknu námi sinnt mikið fyrri alda bók- menntum okkar og valið efni frá þeim öldum í lesbækur, gekk með ljós víðtækrar þekk- ingar sinnar um þá sali, sem geyma dýrmætustu erfðir þess- arar annars minjafátæku þjóðar. En fyrir bragðið fengum við í fyrra bindi þessa rits meira en ella um menningarlegar aðstæð- ur íslenzku konunnar á liðnum öldum, mótaðar af starfssviði þeirra Og aldaranda hvers tíma — og einnig rökstuddar tilgátur um, hvort ekki og hverjar af þeim bókmenntum, sem við eig- um, en ekki er við getið neins höfundar, kunnj að vera verk kvenna. Og vart mun nokkur vafi geta á því leikið, að flestar af þulum okkar og margt að viðlögum og ferskeytlum er skáldskapur ónefndra kvenna. En nærri má geta, hvort ekki muni miikið af því, sem konur hafa kveðið, glatazt, ef til vill margt það bezta aldrei verið neinum í eyra þulið, hvað þá fest á bókfell eða pappír. Hugsið ykkur, hvort konur muni ekki hafa ort ótaldar vísur — um duldar ástir, ástir í meinum. En að trúa nokkrum fyrir slíku, o, sei, sei nei, — nema ástar- Ijóðið væri þá dulbúið. Það hafði mjög losnað um ýmis höft á fyrri hluta 19 a.ldar en hvað er það annag en manvísur Vatns- enda-Rósu, sem hafa gert hana í augum siðavands fólks allt fram á þessa öld að eins konar íslandsskækju, — þótt vandlæt- ararnir rauluðu gjarnan vísur hennar? Og hvað mundi hafa verið hjalað hátt Og í hljóði, ef eirihver kona á 17. eða 18. öld hefði Mtið frá sér berast vísur á borð við ástaljóð Valborgar Bentsdóttur? En hvað sem þessu líður, er óhætt að fullyrða, að íslenzka konan hefur á öllum öldum verið stórveldi á vettvangi íslenzkra bókmennta. Hún kunni fjölda sagna og ævintýra, hún mótaði hugi barnanna og lyfti ímynd- unarafli þeirra á flug. Hún kenndi þeim öðrum fremur mál- ið, hún leiðbeindi skáldhneigðu barni um gerð fyrstu vísnanna, hún skýrði fyrir börnunum kenn ingar og heiti fornkvæða og rímna, hún kenndi þeim vers og vísur og heila ljóðabálka, hún hlúði að tilfinningalífi þeirra á harmastundum — og hún kveikti sem ástkona þá elda, sem yljuðu skáldum, svo að vængir þeirra leystust úr kulda- dofa tómlætis, fátæktar og fá- sinni og lyftu þeim upp I ævin- týraheima hetjulegra afreka eða báru þá inn i töfraskóga ástrænnar trúarlegrar tilbeiðslu. Nú er komið annað bindi af Skáldkonum fyrri alda, og fjall- ar það um skáldkonur eftir siðaskipti og fram á miðja 19. öld. Nú mundi margur ætla, að á þessu tímabili væri um all- auðugan garð að gresja, en raunin hefur orðið sú, að frú Guðrún fjallar í þessu bindi ein- ungis um sex skáldkonur, og til Natans Ketilssonar, hitt til Pálínu, dóttur hennar. Bréfið til Natans er eitt hið sérstæðasta, sem ort hefur verið, bæði vel kveðið að þeirrar tíðar hætti og frábær spegill þeirra andstæðu tilfinninga, sem brutust í blæð- andi hjarta skáldkonunnar. Þarna eru birtar visur, sem sann að er talið, að Rósa hafi ekki ort, en almenningur og flestir, sem um hana hafa skrifað, hafa eignað henni, en hins vegair er sleppt vel kveðnum glettnum, en lítið eitt göróttum stökum, sem ég tel að vel hefðu mátt fylgja systrum sínum, enda munu ung- meyjar okkar tíma hafa fræðzt um annað eins og þar er hóflega að vikið hvort heldur þær eiga heima úti á landsbyggðinni eða í þeim stóra stað Reykjavík. Frú Guðrún gefur fyrirheit um þriðju bókina, og er þess að vænta, að hennar þurfi efcki lengi að bíða. Ytri frágangur bókarinnar er öllum aðilum til sóma, sem þar 'hafa lagt hönd að. Guðm. Gíslason Hagalín. Ódrengileg gagnrýni á bók Hugrúnar ÓSMEKKLEG er sú árás er maður að nafni Erlendur Jóns- son gerir á skáldkonuna Hug- rúnu fyrir stuttu í Morg- unblaðinu, í tilefni nýrrar bókar er hún hefur nýlega sent frá sér. Við lestur hennar fæ ég ekki séð að hún verðskuldaði svo ódrengilega gagnrýni. Að mín- um dómi er bókin sambærileg við ýmsar aðrar bækur af því tægi. Sögukonurnar mega vera vel ánægðar, og útgefandinn lífca. Sparðatíningur Erlendar er hlægilegur. Ef hann hefur með þessum skrifum sínum ætl- að að kynna yfirburði sína, j hefur honum algjörlega mistek- l izt. Málsgreinar þær er hann tekur upp úr bókinni í þeim til- gangi að gera lítið úr henni, eru eðlilegar og góðar í mæltu máli. Hugrún hefur alltaf fengið orð fyrir gott mál og fjörlegan stíl og ég fæ ekki betur séð að bókin „Dætur fjallkonunnar" sé þar nein undantekning. Erlendur ráðleggur skáldkonunni, ef hún hugsi sér að skrifa fleiri ævi þætti, að komast í kynni við „Gamlan skútukarl eða togara- jaxl“. Ég geri ráð fyrir því að Hugrún þurfi ekki að leita ráða hjá neinum, hverja hún gerir að málkunningjum sínum. Eða finnst Erlendi vanta klúryrði i bókina? Það skyldi nú vera mergurinn málsins. Sögukonur varast allar ádeilur. Er hægt að kalla það galla? Það er víst sjaldan ráðizt harkalega á það sem ekkert er. Erlendi hefur fundizt þörf á því að senda stórt skeyti, en það hæfði ekki í mark. Um það ber öllum saman sem lesið hafa óskapnað þann er hann sendi frá penna sínurn. Það er sannfæring mín að „Dætur fjall>konunnar“ eiga eftir að gleðja marga nú um jólin og í framtíðinni. Astrid Hannesson. vafi leikur á, hvor tveggja kvenna er höfundur lengsta kvæðisins, sem þarna er birt. En víst er um það, að um flestar þessar skáldkonur hefur frú Guðrúnu tekizt að grafa upp meiri og ýtarlegri heimildir en um þær, er hún fjallaði um í fyrra bindinu. Eftir stuttan formála tekur við alllangur og fróðlegur inn- gangur, þar sem frú Guðrún gerir grein fyrir aðstöðu kvenna til mennta á þeim öldum, sem bókin tekur til. Og þó að unnt sé að benda á dæmi þess, að konur hafi notig verulegrar fræðslu, eru þau undantekning- ar. Reglan var sú, að þeim væri að minnsta kosti alls ekki kennt að skrifa, þótt þær langaði til að læra það, foreldrarnir voru því andstæðir. Það var nær að læra vel að halda á prjónum og nál og ná leikni í alls konar tó- vinnu. Og svo var þá ekki von, að mikið geymdist af kveðskap, kvenna, því eins og áður er á drepið hafa þær farið dult með það, sem þær ortu um þau efni, sem þeim stóðu hjarta næst, og þá um leið var persónulegast og veigamest af kveðskap þeirra. Ekki geta verið skiptar skoð- anir um, að veigamestu og skemmtilegustu þættir þessarar bókar, eru þeir, sem fjalla um Látra-Björgu og Vatnsenda- Rósu, og er þó þátturinn um Rósu stórum fyllri og merkari. En um þessar konur hefur bókar- höfundi tekizt að afla sér mestra heimilda, samt eru heimildir hennar um Látra- Björgu mjög af skornum skammti, og þykir lesandanum það stórum miður, því að bæði það, sem sagt er frá Björgu og eins kveðskapur hennar sýnir, að hún hefur verið kona mjög sérstæð og örlög hennar ærið meinleg, og einnig benda ýmsar vísur hennar til þess, að hún hafi verið gædd frumlegri og þróttmikilli skáldgáfu. Um Vatnsenda-Rósu hefur frú Guð- rún átt kost það ýtarlegra heim- ilda, að henni hefur reynzt unnt að lýsa allgreinilega lífi hennar, skapgerð og sköpum, og hefur hún rétt hlut hennar og sýnt, að Rósa var kona ekki aðeins góðra gáfna, heldur líka sönn kona mikillar gerðar, auk þess sem hún ber af öðrum þeim skáld- konum, sem fram koma í bók- inni að smekkvísi og orðsnilli og átti á hörpu sinni marga og hljómmikla strengi. Frú Guðrún birtir eftir hana margar einstak- ar vísur og tvö ljóðabréf, annað Guðmundur IVGagnússon, skólastjóri: Heldurðu að hann deyi?i6 FÖSTUDAGINN 22. nóv. 1963 rann upp bjartur og fagur hér í San Diego. Klukkan er að verða níu. Við ókum eftir rennisléttum, mal- bikuðum veginum, framhjá hin- um vel hirtu og vinalegu ein- býlishúsum borgarinnar. Skrautfiðrildi fljúga milli blóma, lítill, en eldsnöggur íkorni hleypur upp í tré, prúð- búin börn eru á leiðinni í skól- ann. San Diego, borg sólar og sum- arblíðu, skartar sínu fegursta. Ég er á leiðinni í einn barna- skóla borgarinnar. Þar ætla ég að dvelja í dag, kynna mér starf semi skólans, og ég hlakka til að kynnast skólastjóranum, kennurunum og börnunum. Klukkan 10 heimsæki ég 9 ára bekk. Börnin eru að lesa og læra um Kaliforníu, fylkið þeirra. Kenn- arinn útskýrir margt, sem þau ekki skilja, áhuginn er mikill og allt leikur í lyndi. Allt í einu heyrist skrjáfa í há talarakerfinu og skólastjórinn tilkynnir: „Ég hef hörmuleg tíðindi að flytja ykkur. Forsetiivn okkar varð fyrir skotárás í morgun í Taxas .Hann er ekki látinn, en óttast er um líf hans.“ Kennarinn reyndi að útskýra fyrir börnunum, hvað raunveru- lega hefði skeð. „Við skulum vona það bezta og halda áfram að starfa.“ Lítill, ljóshærður drengur rétti upp aðra höndina og spurði: „Heldurðu, að hann deyi?" „Við sklum vona það bezta, vinur minn, og nú skulum við byrja að lesa.“ Og þau héldu áfram, en kenna mátti kvíða í svip þeirra og fasi. Þeim fannst tíminn líða seint. Hvað var að ske? Ekki höfðu þau lesið lengi, er aftur heyrðist í hátalarakerinu. Börnin litu öll upp, horðu á kennarann og úr svip þeirra mátti lesa: Skyldu þeir hafa bjargað honum? Formálalaust með dapurri röddu tilkynnti skólastjórinn: „Kennedy forseti er látinn.“ Kennarinn, ungur og geðþekk ur maður, tók á öllum sinum viljamætti og sagði: „Þið vitið það öll, börnin mín, að það er ekki venja að fara með bænir í skólunum okkar, en nú skulum við gera undan- tekningu." Öll lutu þau höfði og kennar- inn, sem nú var orðinn rólegri og styrkari, fór með eftirfarandi bæn: „Algóður Guð. Blessa þú hinn látna forseta vorn. Styrk þú konu hans, litlu börnin þeirra og skyldfólk allt. Blessa þú þjóð vora. Við þökfcum þér fyrir líf og starf forsetans og gefðu okk- ur öllum aukinn kraft og styrk til að standast þessa þungu raun. Amen." Aldrei mun ég gleyma þessari stund. Hún snart mig djúpt. Það hvíldi yfir henni barnslegt sak- leysi og slíkt látleysi, sem ekki verður með orðum lýst. Ég tók eftir því, að það glampaði á eitt- hvað á einu borðinu, það líktist perlu. Það voru tár litla drengs- ins, sem spurði: Heldurðu, að hann deyi?“ Ég fór inn á kennarastofu. Þar hafði ég drukkið kaffi tveim tím um áður í glaðværum hópi kenn- aranna. Nú ríkti hér ólýsanleg sorg. Sumir vörðust ekki tárum. Skólastjórinn, 35 ára gamall myndarmaður, sagði við mig: „Ég get sagt þér það, vinur minn, að ég trúi þessu ekki enn. Ég kaus ekki Kennedy síðast, en hann hefur unnið vel. Hann var ungur, góður og glæsilegur. Við elskuðum hann öll. Enginn hefði fellt hann í næstu kosningum. Þetta er einn mesti harmleikur í sögu Bandaríkjanna.“ Hvar sem maður kom og hvar sem maður fór mátti kenna í svip fólksins þessi hörmulegu tíðindi. „Er þetta satt?, er þetta rétt?, hvernig má þetta ske? Ég trúi þessu ekki“, hljómaði alls staðar. Hér eru nokkur svör, sem al- mennir borgarar gáfu í sjón- varpinu aðspurðir um álit þeírra á þessum atburði: 1. „Hörmulegri tíðindi var ekki hægt að flytja þjóðinni." 2. „Kennedy var Lincoln annar. Hörmulegt." „Ég var honum ekki alltaf sam mála, en hann var góður maður. 4. „Ég á engin orð til.“ Hafi nokkur þjóð nokkurn- tíma verið í sárum þá var banda írska þjóðin það þennan eftir- minnilega dag. „Ég dvel hér í hópi 26 skóla- manna frá 19 löndum. Þessi voða fregn fékk mikið á okkur. Náma stjóri frá Malaja sagði: „í mínu landi var hann virtur og dáður. Sérstaklega hafði unga fólkið miiklar mætur á honum. Hann var þess fyrirmynd með víðsýnni stjórnmálabaráttu og glæsilegum persónutöfrum. Þetta er óskiljanlegt.“ Skólastjóri frá Afríku sagði: Það er erfitt að trúa þessu. Barátta hans fyrir kynþáttajafn- rétti mun lifa. Kennedy var glæsimenni.“ Skólastjóri frá Grikklandi sagði: „Þetta eru grimm örlög. Hug- sjónir hans munu lifa. Hann var glæsilegasti leiðtogi veraldar- innar í dag. Heima í Grikklandi var hann dáður af öllum.“ Þetta eru aðeins örfá dæml um þá hylli, er hinn látni for- seti naut meðal alþýðu manna bæði heima og heiman. Að lokum skulu hér tilfærð orð, sem undirritaður heyrði viðhöfð á fundi í Rotaryklúbb s.l. miðvikudag: „Jafnvel í sambandi við dauð- ann getum við verið þakklát. Berum fram til sigurs þær hug- sjónir, sem Kennedy forseti barð ist fyrir. Þá mun andi hans lifa meðal vor um ókominn tíma. Á þann hátt eina getum við reist hon- um viðeigandi minnisvarða.“ San Diego, 29.11. 1963 Guðmundur Magnússon. [Kennsla L.ærið ensku á mettimá I) hinu pægilega hóteli okkar viO I ijávarsíðuna nálægt Dover. Fá- I netinar bekkjadelldir. Fimm Itlukkustundlr á dag. Engin ald- I rrstakmörk. Stjórnað aí kennur- |am menntuðum 1 Oxford. England. The Regency. Ramsgat*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.