Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 13
Laugardagur 28. des. 1963 MORGUNBLADID 13 SJJ til að auðvelda fólksflutningfana mikiu milli borgarhlutanna í Berlín. Austur þýzkir landamæraverðir ganga frá einu aí nýju hliðunum, sem gerð voru i múrinn HVAÐ TEKUR VIÐ? Oft er spurt í Berlín: Hvað tekur við eftir 5. janúar, en þá er fyrirhugað að hætta að gefa út vegabréf. Sumir vona að austur-þýzk yfirvöld sjái sig um hönd og heimili áfram heimsóknir, því búast má við að óánægjuraddir heyrist í Austur-Berlín jafnt og í Vest- ur-Berlín ef múrnum verður jafn vandlega lokað á eftir sem fyrr. Andrúmsloftið í Berlín er sem stendur allt annað en verið hefur, og meir að segja landamæraverðirnir austur-þýzku fá stundum hlý- legar kveðjur frá íbúum Vest- tur-Berlínar. FLÓTTAMAÐUR DREPINN Ekki hefur þó verið árekstra- laust með öllu á borgarmörk- unum. Á jóladag vildi það til að átján ára piltur frá Austur- Berlín, Paul Schultz, reyndi að flýja yfir múrinn til Vest- ur-Berlínar. Landamæraverð- ir sáu til hans þegar hann var að klifra upp á múrinn og skutu hann til bana. Hefur Margar sögur hafa verið skráðar um endurfundina í Berlín, bæði um gleði og sorg. 31eði yfir endurfundum og sorg þegar skilnaðarstundin renn- ur upp og óvissa ríkir um næsta tækifæri til fjölskyldu- fágnaðar. Sumir verða einnig að bíða án árangurs eftir heim sóknum ættingja. Bið'röð við eina skrifstofuna í Vestur Berlin þar sem vegabréf voru afgreidd. drápinu verið harðlega mót- mælt bæði í Berlín og Bonn. Meðal annars fór bandaríski sendiherrann í Bonn á fund sendiherra Sovétríkjanna þar í borg til að mótmæla dráp- inu á þeirri forsendu að skot- hríð austur-þýzku landamæra varðanna hafi stofnað manns- lífum í Vestur-Berlín í hættu. En árekstrar hafa ekki áhrif á flóksstrauminn til Austur- Berlínar. Allir vilja nota sér þetta fyrsta tækifæri til að hitta ættingja, sem þeir hafa ekki séð síðan 13. ágúst 1961. ■-------------♦ Á þessum þremur myndum sjást faguaðarfundir í Austur Berlín þegar ættingjar frá Vestur Berlín komu þangað í heimsókn í fyrsta skipti siðan í ágúst 1961 að múrinn var reistur. hafa heimsútt Austur-Berlín Iíveikt á jólatré Frederiksbergs HAFNARFIRÐI — Kveikt var á jólatré vinabæjarins Frederiksberg nokkru fyr- ir jól að viðstöddu fjöl- menni. Fyrst léku lúðrasveitir (Hafnarfjarðar og drengja), þá tók til máls Ludvig Storr aðal- ræðismaður Dana hér á landi, og afhenti hann tréð, en dönsk kona tendraði ljósin. Bæjar- stjóri, Hafsteinn Bald'vinsson, þakkaði gjöfina o-g bað ræðis- manninn færa gefendum kærar þakkir fyrir hið myndarlega jólatré. Við athöfnina söng Karlakórinn Þrestir. Jólatréð er á Thorsplani við Strandgötuna. Einnig er jóla- tré efst á Hamrinuim og sést langt að. Kandidata- styrkur til náms í U.S.A. námstyrkja fyrir háskólamennt- aða menn á Norðurlöndum til framhaldsnáms við æðri mennta- stofnanir í Minnesota, einkum ríkisháskólann eða Mayo-lækna- skólann. Var fyrsti styrkurinn veittur íslenzkum námsmanni. FYRIR tveimur árum hóf Ottó Bremer stofnunin, að tilhlutan Valdimars Björnssonar, fjármála- ráðherra Minnisota-ríkis, að veita árlega nokkra fjárupphæð til Samskonar styrkur, að upphæð $2.500, verður veittur til náms á næsta ári (1964—65). Styrkurinn er til eins árs, en við Mayo-stofn- unina eru möguleikar á fram- haldsstyrk í tvö ár til viðbótar. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í grein sinni, en til greina koma einnig þeir, er ljúka slíku prófi á þessu ári. Nánari upplýsingar verða veitt ar í skrifstofu Islenzk-ameríska félagsins, Hafnarstræti 19, á þriðjudögum kl. 5—6.30 e.h. (sími 17266), og þar fást og umsóknar- eyðublöð. (Frá Íslenzk-ameríska félaginu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.