Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 11
Laugardagur 28. des. 1963 MORGUNBLADIÐ 11 EFTIR nokkra daga leggnr Pá.ll páfi VI. af stað í pila- grímsferð til „Landsins helga“ og í Jerúsalem er gert ráð fyrir að hann hitti Athena- goras I. patríarka af Kon- stantínópel. í jólaboðskap sín- nm, þeim fyrsta frá því að hann settist í páfastól, ræddi Páll páfi m.a. för sína til ísra- ' els og Jórdaníu. Sagði hann, að þrá sín eftir einingu krist- inna manna hefði verið þyngst á metaskálunum, er á- kvörðunin um förina var tek- in. Yrði hún farin í trúarleg- um tilgangi, til þess að biðja fyrir einingu kristinna manna og friði á jörðu í auðmýkt og kærleika, en ætti ekkert skylt við stjórnmál. Friður á jörðu var megin- efni jólaboðskapar páfa. Hann sagði, að enn hengi friðurinn ó bláiþræði og lítið mætti útaf bera til þess að harrn yrði rof- inn. Nú á timum byggðist friðurinn fremur á ótta en vin éttu og héldist fremur vegna ótta við eyðingarvopnin en gagnk'væms trausts þjóða í milli. Yrði friðurinn rofinn á morgun gæti það ieitt tii tortýmingax mannikynsins. „Sannur friður“ sagði páf- milli grísk- og rómversk ka- þólskra manna í 900 ár. Róm- verzk-kaþólskir menn eru 500 milljónir, en grísk-kaþólskir 130 milljónir. Páll páfi lagði ekki til opin berlega ,að hann og patríark- inn hittust í Jerúsalem, en allt þykir benda til þess að förin til borgarinnar hafi upp haflega verið ákiveðin til þess, að fundur þeirra gæti orðið á blutlausri en heilagri jörð. Skömmu eftir að tilkynnt var um fyrirhugaða för páfa til ísraels og Jórdaníu, var skýrt frá því, að Athenagoras væri reiðubúinn að fara til fundar við hann í Jerúsalem. Þegar þessi fregn barst til Páfagarðs, var sendimaður sendur til Istambul til þesg að skýra patríarkanum frá eðli heimsóknar páfans til „lands- ins helga“, og nú hefur patrí arkinn sent sendimann til Páfagarðs til þess að undir búa væntanlegar viðræður. Allt bendir nú tiil þess, að páfinn og patríarkinn hittist í Jerúsalem, þó að patríark inn hafi enn ekki fengið sam þykiki allra patriarka, sem hann ráðgaðist við. Talið er að viðræðurnar í Jerúsalem verði mjög óformlegar, því að enginn tkni er til að undir búa þær, og einnig verður að hafa hugfast, að Athenagoras hefur ekki jafn mikil völd og Páll páfi, þó að hann sé „fyrst ur meðal jafningja“, það er að segja æðstur hinna fimm patríarka, sem eru yfirmenn grísk-kaþólsku kirkjunnar. Þó að ekki sé vænzt mikils árangurs af fundi trúarleið- toganna tveggja, er gert ráð fyrir, að hann geti orðið upp- haf að frekari viðræðum grísk og rómversk kaþólskra. Upp- örvandi þykir hve skjótt patrí arkinn af Konstantinópel brá við, er hann fékk fregnir af fyrirthugaðri för páfa. „Þetta er draumur allra sannkrist- inna manna“, sagði Theodos- is VI patriárki af Damaskus, og yfirmaður grísk-kaþólskra í Norður- og Suður-Ameríku, Iakovos erkibiskup, sagði, er toonurn bárust fregnirnar: „Þetta eru beztu fréttir, sem ég hef fengið". ★ Amman er, eins og áður segir, fyrsti áfangastaður Páls páfa og fyrsta degi ferðar sinnar eyðir hann í þeim hluta Jerúsalem, sem til'heyr- ir Jórdaníu. Um nóttina dvelst 'hann í klaustri nálægt Getsemane garðinum og dag- inn eftir í fsrael. Sáðasta dag ferðar sinnar syngur páfi messu í Betlehem og ræðir væntanlega við Atheoagoras patríarka. inn, grundvallast fyrst og frernst á því að unnið sé gegn öllu, sem stofnar honum í hættu t.d. þjóðernislegu- og hugsjónalegu stolti, vígbúnað- arkapiphlaupi og vantrausti á samtökum, sem stofnuð hafa verið til þess að bæta sambúð þjóða. Friður í sannleika, í réttlæti, í frelsi og í kærleika, er friðurinn, sem bænir vor- ar eru helgaðar." Páfinn beindi síðan máli sinu til þeirra, sem eru út- lagar og flóttamenn. „Við þekkjum þjáningar og ótta þeirra, er sviptir hafa verið frelsinu, sem öllum mönnum ber“, sagði páfinn. Talið er að þessi orð hafi fyrst og fremst átt við ilbúa Berlinar. ★ Atlhenagoras patríarki af Konstantínópel skýrði frá því skömmu fyrir jól, að hann hyggðist hitta Pál páfa í Jerú- salem 6. janúar. Hann kvað för sína til móts við páfa vera farna með samþykki patríar- kanna í Belgrad, Búdapest, Alexandríu og Damaskus, en ekki hefði enn borizt sam- þykki patríarkanna í Moskvu og Aþenu. Snemma morguns 3. janúar n.k. heldur Páll páfi af stað til Amman í Jórdaníu með þotu frá flugfélaginu Alitalia. Hefur fáni Páfagarðs verið málaður á flugvélina. í fylgd- arliði páfa verða þrír kardí- nálar, átta háttsettir starfs- menn Páfagarðs, einkaritari pátfa, líflæfcnir hans o.fl. Páll páfi hefur sagt, að hann fari til Jerúsalem til þess að biðjast fyrir, iðrast og leita bvatningar, eins og Páll postuli. Páll postuli vann löngum að því að sætta kirkjudeildir, sem áttu í erj- um, og hitti Páll páfi patrí- arkann fetar hann einnig í fótspor Páls postula í þessu tilliti, er hann reynir að mjókka bilið, sem verið hefur Athenagoras patríarki af Konstantínópel. Páll páfi blessar börn. Væntanlegur fundur Páls páfa og Athenagorasar patríarka — Hvít jól Framhald af bls. 14 er knýjandi nauðsyn að halda ófram með hann frá Möðrudal, austur yfir. Hér á Hólsfjöllunum hafði fólk það gott um jólin, en vegna veðurs hefur fólk lítið náð sam- an, hver haldið jól á sínum bæ. Annars er venjan að koma sam- an á bæjunum. En fólkið fékk jóiapóstinn sinn fyrir jólin að þessu sinnL — B.S. A Héraði BGILSSTÖÐUM, 27. des. — Hér er enginn snjór og færð um allt Hérað. Á jóladag var svolítið éljaveður, en ekki mikil snjó- koma. Mikið rok var í fyrrinótt, en ekki úrfelli og nú er koonið bezta veður. Engin sérstök tíðindi eru að aegja héðan. í Egilsstaðakaup- túni settu einstaklingar upp ekreytingar á nokkrum stöðum og gerði það jólalegt — J. P. I Neskaupstað NESKAUPSTAÐ, 27. des. — Á Aðfangadagskvöld gerði tal6- verða hrið og hríðandi áfram á jóladag. En á annan var komið sæmilegasta veður og í dag er rigning. Mikinn smjó setti niður á jóladag og er Oddsskarð ófært. Jólapósturinn var þó að mestu kominm. Bærimn var óvenju mikið skreyttur um jólin og er það mjög fallegt. Eitthvað skemmd- ist af skreytingum í rokinu, en ekki mjög mikið. Tvö jólatré voru sett upp. — Ásgeir. Hornafirði HÖFN í HORNAFIRÐI, 27. des. — Hér voru hvít jól og menn ánægðir með það. Ágætt veður var báða dagana. Miklar ljósa- skreytingar voru. Yfirleitt var jólahald með venjulegum hætti, guðþjónustur og fjöl- skýlduboð. Fjölmennur dansleik ur var í Sindrabæ á annan jóla- dag og milli hátíðanna verða samkomur. — Gunnar. VÍK, Mýrdal, 27. des. — Cm miðjan dag á aðfangadag gerði blindhríð og fennti látlaust eftir það. Á aðfangadagskvöld og jóla- dag var hægt að messa í Vík, en ekki úti í sveitimni. Varð al- gerlega ófært út úr Víkurkaup- túni og illfænt uim götur. Á annan jóladag var farið að ýta og komust þá mjólkurbíll og áætlunarbíll héðan. Hér er þvi leiðindafærð og mikill snjór, sennilega %—1 m. lag í bænum og meira úti í sveitinni. Að öðru leyti fóru jólin fram með eðli- legum hætti. Snjóaði svo alla jólanóttina með roki og frosti og fram á jóladag. Símalínur slitnuðu og og simastaurar brotnuðu svo að yfirleitt hefir ekki verið hægt að tala út í sveitina. Einn mjólkurbíll brotnaði í ófærðinni fyrir austan Mýr- dalssand og einn eða tveir bílar brotnuðu í Mýrdalnum, þegar þeir reyndu að brjót- ast á fram í snjónum. Á 2. jóla- dag var norðan heiðríkja, nokk- urt frost og mikil skafhríð. Það var ótrúlega stuttur tími, sem leið frá því að hríðin brast á og þar til allt var orðið ófært. — Páll. f Vestmannaeyjum VESTMANNAEYJUM, 27. des. — Veðrið var gott á aðfangadag fram eftir kvöldinu, en undir miðnætti fór að snjóa og gerði vonzkuveður um nóttina og voru hvít jól hjá okkur. Á jóladag var reglulega vont veður, en yndis- legt á annan, logn og heiðiskirt, aðeins kulaði I norður. Þetta var ákaflega fallegt og jólalegt. Jólaskreytingar hér á húsum voru með mesta móti og settu talsverðan svip á bæinn. Eins var mikið um ljós í kirkjugarð- inum. Þá vakti athygli sem oft áður skreyting sem starfsmenn rafstöðvarinnar settu á rafstöðv- arhúsið. Skreyta þeir með grein- um og kertaljósum og skrifa „Jól 1964“. Samkvæmt upplýsingum frá lögregluþjóni hér í bænum, haifa ekki verið jafn róleg jól hér síðan hann byrjaði í lögreglunni fyrir 15 árum. Dansleikir voru á 2. jóladag og lögreglan var aðeins kölluð út tvisvar. Síðustu dagana fyrir jól komu ýmsar nauðsynjar hingað, sem vantaði, svo sem kaffi, sykur og rjómi, svo jólahald manna trufl- aðist ekki af þeim sökum. Smávægilegur eldur kom upp í kyndikiefa, en var fljótlega slökktur. í gær var mikill mökk ur af eldgosinu, en vegna dimm viðris sást lítið til þess í dag og á jóladag. Á aðfangadag og Þorláksmessu var talsvert ösku- fall. En blessaður snjórinn breiddi sína hvítu blæju yfir allan þann óþverra sem verður af þessu öskufalii. — Björn. Langur undir- l)iíiiin«ur að gosfrímerki NÝLEGA var stungið upp á þvi í dálkum Velvakanda að gefin yrðu út ný frímerki með mynd af gosinu við Vestmannaeyjar. Frímerkjafréttaritari blaðsins, Jónas Hallgrimsson, leit inn á rit stjórnarskrifstofur blaðsins í gær og barst tillagan í tal. Jónas kvað hugmjmdina góða út af fyrir sig, en sagði að fólk gerði sér ekki ljóst' hve langan tíma undirbúningur frímerkjaút- gáfu tæki. Það þyrfti minnst tvo mámuði til að undirbúa jafn vönd uð frimerki og íslenzk frímeirfci hafa verið á síðari árum. Þess vegna þýði ekki að huigsa um að koma slíku frímerki út meðam gosið stendur yfir. Það gæti ai- veg eins verið búið á morguem EJOSMYNDASTOFAN LOFTUR hf. ingolfsstræii «. Panttð uma 1 sima 1-47-72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.