Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 12
1* MORGUN BLADID Laugardagur 28. des. 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Frámkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristínsson. Htbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.istræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftirgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakiö. SEMJA? VAR RETT AÐ ¥Tm jólahátíðina hefur öldur þeirra átaka, sem áttu sér stað í íslenzku þjóðlífi síðustu vikumar, lægt. Menn hafa haft tíma til að hugleiða ró- lega aðstöðuna og sáttahugur hefur ríkt yfir tortryggni og óbilgirni. Menn spyrja nú: Var rétt að semja vinnufrið rétt fyrir jólin? Ýmsir af áhrifamönn- um í launþegasamtökunum voru andvígir samningum um 15% kauphækkun, vegna þess að þeir hugðust knýja fram miklu meiri hækkanir, þótt þeir vissu — eða einmitt vegna þess að þeir vissu — að það mundi leiða til vandræða- ástands og engum verða til hagsbóta, Aðrir réðu þó ferð- inni af hálfu launþega. Verzlunarmenn og iðn- verkafólk gengu til samninga í þeim tilgangi að bjarga hagsmunum sinna félaga og með því var stefnan mörkuð af hálfu launþegasamtakanna. Þessi íélög björguðu þannig ekki einungis hagsmunum sinna félagsmanna, heldur annarra launþega og heildar- innar. En þá voru þeir, sem sögðu, að fráleitt væri að semja um 15% kauphækkun, sem úti- lokað væri að unnt yrði að rísa undir, nema gerðar yrðu einhverjar ráðstafanir í efna- hags- og peningamálum. Þeir bentu réttilega á, að farsælast væri fyrir alla,- að ekki yrði fallizt á meiri hækkanir en þær, sem auðvelt væri að standa undir. Þeir töldu, að ekki væri annarra kosta völ en að láta verkfall standa, þar til unnt yrði að ná heilbrigðu samkomulagi. Ef þessi leið hefði verið far- in, hefði ekki ríkt samhugur á jólahátíðinni, heldur hefði þá' víða verið þröngt fyrir dyrum og einn kennt öðrum um. Þá hefði jólahátíðin ekki orðið til þess að styrkja þau bönd, sem knýta íslendinga saman í eina heild. Þegar menn þess vegna horfa öfgalaust á aðstöðuna í vikunni fyrir jólin, munu þeir flestir gera sér grein fyrir því, að rétt var að semja, þrátt fyr ir þá erfiðleika, sem óhjá- kvæmilega hljóta að fylgja í kjölfar óskynsamlegrar kröfu gerðar. ERFIÐLEIKARNIR TTætt er við að í kjölfar hinna miklu kauphækk- ana fylgi erfiðleikar, sem glíma verður við næstu vikur og mánuði. Ekki er auðvelt að spá neinu um það, hve víð- tækir þeir verða, enda er efna hagur okkar svo mjög háður tíðarfari og aflabrögðum. Menn vita þó, að með hin- um nýju samningum hefur verið tekið meira af útflutn- ingsframleiðslunni en hún get ur staðið undir, að öllu ó- breyttu, og þess vegna verður að létta af henni einhverjum gjöldum, sem þá að sjálfsögðu leggjast á landsmenn alla, nú þegar eða síðar. Þannig skilur væntanlega hvert mannsbarn það, að út- flutningsframleiðslunni er ekki hægt að hjálpa með því einu að létta að einhverju leyti af henni útflutnings- gjaldi. Það gjald rennur að öllu leyti beint og óbeint til útvegsins sjálfs. Ef fé til að byggja upp lánasjóði útvegs- ins, er til dæmis ekki tekið með útflutningsgjaldi, verður að taka það annars staðar frá, því að ella væri ekki verið að auðvelda starfsemi útflutn- ingsins, heldur gera hann erf- iðari með skerðingu lánsfjár o. s. frv. Á sama hátt muhdi vaxta- lækkun til útvegsins auðvitað þýða það, að vaxtamismunur- inn kæmi einhvers staðar nið- ur, annað hvort í versnandi hag lánastofnana, eða þá þannig, að sparifjáreigendur fengju minna borgað fyrir það að leyfa öðrum afnot fjár- muna sinna, sem fáir mundu telja skynsamlegt. Má því með sanni segja, að verið sé að berjast við keisar- ans skegg, þegar allir heimta sömu hækkanir sér til handa. Þá fær enginn neitt meira en áður. En sem betur fer hefur f jár- hagur landsins styrkzt svo mjög undanfarin viðreisnar- ár, að við eigum nú verulega gjaldeyrisvarasjóði og gengi íslenzka gjaldmiðilsins hefur verið treyst. Við eigum þess vegna ekki við að glíma svip- aða erfiðleika og áður, þegar uppbótakerfið var í algleym- ingi og eilíft vandræðaástand í efnahags- og fjármálum. Menn vænta þess að þrátt fyrir hinar miklu kauphækk- anir verði unnt að halda gengi krónunnar óbreyttu og það mun reynt í lengstu lög. Hlýt- ur það þó að byggjast á ár- ferðinu, hvort þetta auðnast eða ekki. Á hinn bóginn er líklegt að atvinna dragist eitt- hvað saman vegna kauphækk ananna. Og áframhaldandi verkfall trésmiða mundi hindra byggingarframkyæmd TJm 2 þúsund manns söfnuðust í biðröð við Schiller skólann í Vestur Berlín, en þar og víðar voru afgreidd vegabréf fyrir þá, sem óskuðu eftir að heimsækja ættingja í Austur Berlín. • Berlín, 27. des. (NTB-AP) í D A G hófst lilntmi vcgnhrófn til þcirra /"■■'..■■■ ’■ ■';■■ ■ iliiia \ cst ii r-1 Ic rl í na r. sctn óska a<\ liciinsickja irll- f * ... intt.i‘1 sína í Austur-Iícrlín, K(lKii^Br <‘n ciítin úlliluliin var jóla- .O IJH dattana. 4 wNgNNMMBaM V'egabréfaafgreiðsla er ) áh ÆRUBStÉ leikfimissölum 12 skóla í Vest- f fgjjk" , irtlp&fMHSljl ur-Berlin, og strax í morgun i' * ’.'.SB æBSKBz vj höfðu um 20 Jiúsund nianns ^-.^1 Æfaá&jgSfi&lsMm safnazt i biðraðir fyrir fraitian "nBNnBWBl ■SBrrnWrBBffnHilB skólana. Fyrir Iiátiðarnar voru vV afgreidd um 250 þúsund vega- bréf, sem gilda vmist fyrir ein staklinga cða licilar fjölskyld- ur, og í dag voru gefin út nærri 85 þúsund vegabréf. í fyrstu gekk afgreiðsla vegabréfanna mjög hægt, og bersýnilegt var að austur-þýzk yfirvöld höfðu ekki reiknað með þeim gífurlega mann- fjölda, sem óskaði eftir að komast til ættingja sinna um jólin. En þetta lagaðist eftir að yfirvöldin fjölguðu starfs- fólki við afgreiðsluna og opn- uðu fleiri vegabréfaskrifstof- Ungu hjónin og börn þeirra búa í Vestur Berlín, er afinn (aftast í miðju) í Austur Berlín. Hittust þau nú í fyrsta sinn síðan múrinn var reistur, og sá afinn yngsta barnabaen sitt nú í fyrsta skipti. ir, þar sem vinna hefur verið einna mest að undanförnu. Vonandi kemur þó ekki til beinna vandræða af þessum sökum, og hjálpa þar enn þeir fjármunir, sem íslendingar hafa síðustu árin myndað. Þeir auðvelda nú áframhald- andi og aukna verðmætasköp- un. „Flugfélaganefnd in” fullskipuð GENGIÐ hefur verið endanlega frá skipun nefndarinnar, sem at- huga á sameiginleg viðhorf Flug félags íslands og Loftleiða. Nefndin á að rannsaka, hvort flugfélögin geti sameinazt að fullu. eða a.m.k. hvort ekki eeti orðið um aukna samvinnu þeirra í milli að ræða og samhæfða stefnu í fargjaldamálum og flug- málum almennt Frá Flugfélagi íslands eiga Bergur Gíslason og örn Johnson sæti í nefndinni, en af hálfu Loftleiða þeir Alfreð Elíasson og Kristján Guðlaugsson. Af hálfu samgöngumálaráðuneytisins á Brynjólfur Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri, sæti í nefndinni, og á hann að stjórna viðræðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.