Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 20
20 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 28. des. 1963 GAVIN HOLT: 19 IZKUSYNING — Það er kosturinn við þennan hatt, að hann breytist ekkert þó að maðurinn yðar trampi á honum. Gráhærða konan kom inn um dyrnar á eftir Clibaud. Þegar hún sá, hvernig umhorfs var, tók hún viðbragð, en stillti siig fljótt. Mér datt í hug, að hún væri að- stoðarkonan, svo að ég ýtti Sally til hennar. — Komið þér þess- ari stúlku héðan burt! sagði ég við hana. — Látið hana fara í eitthvað og haldið þér henni svo kyrri í búningsherberginu. Hún hlýddi og fór út með Sally. En í dyrunum sneri hún sér við og sagði, að læknirinn kæmi á hverri stundu. Eg sagði ekkert um, að það væri um seinan. Eg kinkaði kollí og sagði henni að láta engan koma þarna inn. Eg sagði bara, frú Thelby hefði orðið fyrir slysi. Laglegt slys það! Clibaud starði á Selinu og skalf. Tekna andlitið á honum hafði lítið breyzt, en nú voru augun ekki eins fjarræn og áð- ur, heldur horfðu þau á það, sem næst var. Ég kallaði til hans, en hann svaraði engu. Augun litu öðru hverju á snúruna á gólfinu, en síðan á það af henni, sem enn var bundið utan um málmstöng ina. Ef til vill var hann að skeyta stykkin tvö saman i huganum og horfði á Selinu hangandi, innan um loðkápurnar. — Clibaud! sagði ég. — Stand- ið þér ekki þarna eins og glóp ur! Hringið þér í lögregluna! — Nei, sagði hann. — Guð minn góður, við megum ekki fá lögregluna hingað! Eg glápti á manninn. — Hvað viljið þér þá gera? spurði ég hvasst. — Viljið þér kannski ná í leigubíl og fleygja henni í ána? Hann fór að átta sig. Hann gekk eitt skref áleiðis að skrif- borðinu, en ætlaði að hníga nið ur aftur. Svo sneri hann sér við. — Lina! æpti hann. — Lina! Lina svaraði engu. Kinkaði ekki einu sinni kolli. Hún lá þarna bara með rauða hringinn um hálsinn, og andlitið var dauð inn sjálfur uppmálaður. Klessa af varalit út frá öðru munnvik inu setti einskonar glott á and- iitið, og hún var gömul, mjög gömul kona með bleikt hár. Það var synd að segja, að hún væri falleg. Clibaud hreyfði sig eitthvað og ég hélt, að hann ætlaði að faila á kné. Næst mundi hann fara að krafsa í hana og bíðja hana að tala við sig. Eg dró hann til baka og skip- aði honum að snerta hana eikki, og heldur ekki neitt annað þarna inni. Eg gekk að borðinu, greip símann og sneri skifunni þrisv ar á níu. Eg sagði: — Lögreglan? Seotland Yard? Svo rétti ég tól- ið að Clibaud. — Hérna- Þér er- uð húsbóndinn hér! Þér verðið að tala. Þetta er víst upplýsinga stofan. Segið þeim hver þér er- uð og gefið þeim heimilisfangið greinilega! Hann gerði það. — Þetta er frá frú Thelby. Hún hefur hengt sig. Já, það er sjálfsmorð! Eg fór eitthvað að hreyfa mót- mælum, en hann sagði, að ég væri vitlaus og talaði áfram. — Nei, ekki þér, sem eruð vitlaus, heldur maður, sem er hér hjá mér. Já, ég er að segja yður, að hún hefur hengt sig. Já, ég er René Clibaud. Eg seildist yfir borðið og reif af honum símann. — Hlustið þér á, sagði ég. — Þetta er skakkt hjá hr. Ciibaud. Þetta er morð. Konan var kyrkt. Eg? Eg er maðurinn, sem fann hana. Já, læknirinn er á leiðinni, en hún er dauð. Hún er búin að vera það, að minnsta kosti í nokkrar mínútur áður en ég fann hana. Já, viljið þér senda einhvern, fljótt! Það er allt fullt af fólki hérna. Það hefur verið hér tízku sýning. Clibaud sagði ekki neitt þeg- ar ég lagði frá mér símann. Hann var eins og dofinn og ófær um að skilja þetta. Aðstoðarkonan kom nú inn með lækninn. Hún’ sagði, að hann héti Curtin Grigue, eða eitt- hvað, sem hljómaði svipað. Hún sá, að Clibaud var ekki til stór- ræðanna, svo að hún beindi ræðu sinni að mér. Hún spurði: — Get ég nokkuð gert? Eg sagði, að hún skyldi bara ekki láta á neinu bera, og halda fólkinu í hæfilegri fjarlægð. Eg spurði hana, hvernig ungfrú Dutton liði. Hún sagði, að hún lægi fyrir í búningsherberginu. Hún hefði orðið fyrir hræðilegu áfallL En ungfrú Dutton átti fleiri áföll í vændum. Eg sagði, að ég mundi tala við hana bráðlega. Eg var að semja einhverja á- ætlun i huganum, og það var ým islegt sem ég vildi gera áður en lögreglan kæmi á vettvang. Eitt af því gerði ég strax. Eg greip símann og hringdi í Saber & Tyler. Clibaud sat á stól með hend- urnar fyrir andlitinu. Eg horfði á lækninn meðan síminn var að hringja hinumegin. Hann var snyrtilegur miðaldra maður og hann vissi, hvað við átti — hann hafði fyrr starfað með lögregl- unni. Hann las á hitamæli og leit síðan á úrið sitt. Síminn hætti að hringja hinu megin. Eg sagði: — Joel? Skjól- stæðingurinn okkar er farin yfr um. Myrt! Þú ættir að skreppa hingað og tala við lögregluna. Viltu flýta þér! Eg gekk til læknisins. — Hún var kyrkt, sagði ég, rétt til þess að vita, hvort það væri honum nokkrar fréttir. — Hvernig vitið þér það? spurði hann. — Eg losaði snöruna. Hún var mjög fast bundin. Hann kinkaði kolli. — Já, hún var mjög fast hert. Skinnið er í sundur. Og sennilega er hún eitt hvað brotin, þó að ekki beri á því. — Hún var bundin við þessa stöng inni í skápnum, sagði ég. Fæturnir snertu gólfið. Hún hefði getað staðið upprétt. Hún dó ekki af hengingu. Hún var dá- in áður en hún var bundin við stöngina. — Já, það er auðséð af farinu á hálsinum. Það hefði verið hærra — uppi undir kjálka, ef hún hefði hengt sig. — Þá kemur sjálfsmorð ekki til mála? — Það þætti mér trúlegt. Eg vid. nú ekki fara að hræða yður, en . . . — Þér þurfði ekki að hugsa um mig, sagði ég. — Eg sá strax að þetta var morð. En ég vil fá að vita dauðastundina. Eg kom hér inn klukkan hálffimm. Mig grunaði ekki neitt. Svo var skáp urinn opnaður svo sem fjórum mínútum seinna. Mér þykir trú- legast, að hún hafi dáið nokkr- um mínútum áður en ég kom inn. Hvernig kemur það heim við yðar álit? Hann leit eitthvað skrítilega á mig. — Eg veit ekki, sagði hann. Hitatapið er tiltölulega lítið. Eg mundi segja, að þetta hefði ver ið milli kl. 3,30 og 4.15. Eg get auðvitað ekki séð það svo upp á mínútu, hr. Clibaud. — Eg er ekki Clibaud. Það er hann þarna í stólnum. Kannski væri betra að hressa hann á ein hverju. Læknirinn glápti á mig. — Ef þér ráðið hér húsum, ættuð þér ekki að bíða með að kalla á lög regluna. Hún ætti að koma hing að eins fljótt og hægt er. — Það er búið að hringja á hana, svaraði ég. — Hún kemur hér á hverri stundu. Eg gekk út um millidyrnar. Gráhærða konan stóð í hinum endanum á ganginum, rétt við dyrnar inn í sýningarsalinn. Eg gægðist gegn um bogadyrnar og sá, að nokkrir gestanna voru þarna enn. Gráhærða konan sagði: — Eg bað eina stúlknanna að segja þeim, að hér hefði orðið slys. — Þér eruð aðstoðarkonan hér? spurði ég. — Já. Eg er frú Firnes. Eg skil ekki í, að þér sbulið vera hérna. Sally Dutton segir, að þér séuð innkaupamaður. — Já, það get ég alltaf verið. Frú Thelby kom með mig hingað Meira þurfið þér ekki að vita. En hlustið þér nú á. Hvenær var það sem þér heyrðuð hana Sally æpa? Hvar voruð þér þá? — f hvíldarstofunni. Hún færði mér tebolla, þegar sýningunni var lokið, og ég fór með hann þangað inn, til að hvíla mig. — Þér voruð þá í búningsher- berginu, þegar hún kom? — Já, ég var að koma kjólun um fyrir. Sally var ekki svo galin! Hún hafði undirbúið þetta allt ræki- lega. Gefa frú Firnes tebolla og fara með hana út úr búningsher berginu, til þess að hafa gott næði, svo að hún gæti sloppið inn í skrifstofuna með þýfið! Ég sagði: — Þegar þér fóruð inn í hvíldarstofuna, var það þá í fyrsta sinn, sem þér fóruð út úr búningsherberginu? Hún hikaði. — Nei, líklega ekki. Nei, það var ekki. Ég fór inn í verks-tæðið handan við ganginn að ná í tvinna. Ungfrú Lacoste hafði beðið mig að festa tölu á útifötin sín. — Var þá nokkur í ganginum? — Nei. Hún hristi höfuðið. — En ég sá bara Thelby majór í verkstæðinu. Ég hef líklega hrokkið við — svo auðvelt virtist þetta allt ætla að verða. Of gott til að vera satt, en það var bara satt. Þetta var hluti af undirbúningnum. Ég vissi, hvaðan snúran hafði komið. Ég hafði séð hana í nótt sem leið í verkstæðinu, í skúff- unni, þar sem tvinninn var og varahlutirnir. — Hvað var majórinn að vilja inni í verkstæðinu? spurði ég. Var hann að gá að tvinna í skúffunni? — Hvemig vitið þér, hvar tvinninn er geymdur? sagði frú Firnes og vottaði fyrir hræðslu- svip á andlitinu. — Ég veit sitt af hverju, sagði ég snöggt. Ég hef bara ekki tíma til að segja yður það núna. Var majórinn einhversstaðar nærri þessarí skúffu? Hún varð ennþá hræddari. — Guð minn góður! æpti hún. — Þér ætlið þó ekki að fara að segja mér, að . . . ? Ég veifaði þessari óloknu setn- ingu frá mér. Ég ætla ekki neitt .... Var majórinn við skúffuna eða einhversstaðar nærri henni? Hún hristi höfuðið. — Nei, hann var að fara út, sagði hún. — Hann var að gá að honum Abe Schlussberg. — Hver er hann? flýtti ég mér að spyrja. — Hann er feldskerinn frá Thelbens. Hann þurfti að gera smábreytingu á síðustu stundu. Eg minntist þess, að Sally hafði kvartað yfir galla á hreysl kattarkápunni, og það varð að kalla Schlussberg heim frá Brighton til að laga gallann. Selina hafði skipað Clibaud að hringja til mannsins. Frú Firnes horfði á mig, og auk þess að vera hrædd, botnaði hún nú ekkert í, hvað ég var að fara. Eg sagði: — Var notokur sér- stök ástæða fyrir majórinn að vera að leita að Schlussberg inni í verkstæðinu? — Því ekki það? Hingað til hafði frú Firnes verið hjálpfús, en nú var eins og hún setti sig í varnarstellingu. — Schlussberg var hér inni allan seinnipartinn, að laga kápuna. Hann lauk ekki við það fyrr en um fjögur. — Hvernig vitið þér það? — Eg var orðinn áhyggjufull. Sally varð að fá þetta loðfat við silfurkjólinn. Eg leit á klukkuna aðra hverja mínútu. Hana vant- aði fimm mínútur í fjögur, þeg- ar Schlussberg kom loksins með kápuna ínn í búningsherbergið. — Og hvað sagði hann? — Hann fór burt. Sagðist ætla aftur til Thelbens. Það var það, sem ég sagði majórnum. — Og hvað sagði hann? — Hann var eitthvað að tala um heppnina sína. Hann hafði ætlað að tala við Schlussberg. Ef þér haldið, að hann hafi ver- ið eitthvað viðriðinn það, sem skeði í skrifstofunni, þá er það mi.sskilningur. Majórinn mundi ekki gera ketti mein. Hann er verulega góður heiðursmaður. — Já, en seinheppinn. Hvert fór hann þegar hann fór út úr verkstæðinu? — Upp í skrifstofuna sína uppi. Eða það sagði hann mér. — Þér sáuð hann ekki aftur? — Nei, ég fór í skúffuna að ná mér í tvinna. — Hvað var klukkan þá? — Það veit ég ekki — Hugsið þér yður um, frú Firnes. Þetta getur verið ákaf- lega mikilvægt. — Jú, látum okkur sjá. Það var eftir að ég var búinn að hjáipa henni Sally. Hún var sú síðasta í dag. Það hlýtur að hafa verið svo sem kortér yfir fjög- ur. Eg var eitthvað að bjástra, en svo mundi ég eftir tölunni hennar ungfrú Lacoste, svo að þetta hefur verið um kl. 4.20 býst ég við. — Tuttugu mínútur yfir fjög- ur! Og ég hafði farið út úr saln um fimm mínútum síðar! Þessi tímamismunur var lítill en þó nægur. Mér virtist þetta allt liggja í augum uppi. Thelby hafði farið inn í verkstæðið til að ná í snúr- una. Hann hafði síðan farið inn í skrifstofu Selinu og fundið hana þar hjá fataskápnum, senni lega hefur hún verið að seilast eftir einhverri loðflík úr hon- um. Hann hafði svo smeygt snör unni yfir höfuð henni, án þess að hún sæi. Haann hafði tekið fast í og hún hafði verið fljót að deyja. Eg þakkaði frú Firnes og gekk síðan gegn um bogadyrnar og inn í salinn. Það var ennþá slangur af fólki með glös eða tebolla í höndum, en hópnum hafði fækkað um eitt hvað tuttugu mannis. Þeir sem eftir voru höfðu safnazt saman í smáhópa, og sumir virtust eitt hvað órólegir, rétt eins og þá grunaði eitthvað meira en þeir vissu. Ginette og Adrienne voru þarna innan um gestina. Josette var að tala við lítinn, kubbsleg an mann. Hún var vesaldarleg og eins og áhyggjufuíl. Of á- hyggjufull. Búðarstúlkunar voxu í hópi út af fyrir sig, en Gussi Ochs var ekki í þeim hópi. Eg fór ekki að stilla mér neitt upp þarna á pallinum. Eg flýtti mér niður stigann og niður í búðina. Gussie var enn við úti- dyrnar að kveðja gesti. Ekkert í fari hennar gaf til kynna, að hún hefði neitt heyrt Þegar hún sá mig, glennti hún upp augun, eins og í einhverjum vandræð- um. — Mér fannst þér vera að fara út rétt áðan, herra! — Það var ég líka, sagði ég. — Og ég er enn að fara út, en þó ekki langt. Þér ættuð að læsa dyrunum á eftir mér og láta alla vera kyrra uppi. Hún glápti. — Til hvers ætti ég að gera það? spurðd hún og var móðguð. — Vitið þér til hvers ég er hérna? svaraði ég. — Sagði Cli- baud yður ekki frá þvi? — Jú, en ég skil bara ekki , . , aitltvarpiö Laugardagur 28. desember 7.00 Morgunútvarp (Veðurfregnir — Tónleikar — 7.30 Fréttir — Tón«* leikar — 8.00 Bæn — Veður- fregnir — Tónleikar — 8.30 Fréttir — Tónleikar — 9.00 Úr- dráttur úr forustugreinum dag- blaðanna — 9.10 Veðurfregnir 9.20 Tónleikar — 10.00 Fréttir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12.23 Fréttir og tilk.). 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14.30 í vikulokin (Jónas Jónasson); Tónleikar — 15.00 Fréttir — Samtalsþættir — íþróttaspjall — Kynning á vikunni framundan, 16.00 Veðurfregnir — Laugardagslögin. 16.30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds- son). 17.00 Fréttir. Þetta vil ég heyra: Kristín Bjarnadóttir velur sér hljóm* plötur. 18.00 Útvarpssaga barnanna: Ingibjörg Steinsdóttir leikkona les jólasögu Gamla biblían. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung* linga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar — 19.30 Fréttir. 20.00 Jólaleikrit útvarpsins: „Rómúlus mikli“, ósagnfræðilegur gaman* leikur eftir Friedrich Durrenmatt Þýðandi: Bjarni Benediktsson Leikstjóri: Gísli Halldórsson. Persónur og leikendur: Rómúlus Ágústus keisari Þorsteinn Ö. Stephensen Júlía keisarafrú Guðbjörg I>orbjarnardóttir Rea dóttir þeirra Kristín Anna ÞórarinsdóttiP Senó keisari Austur-Rjómverja Lárus Pálsson Emilían, rómverskur höfðingi Rúrik Haraldsson Mares hermálaráðherra Bjarni Steingrimsson Túllius Rótúndus innanríkisráð* herra Helgi Skúlason Spúríus Tftus Mamma riddaxa* liösforingi Baldvin Haldórsson Akkilles, herbergisþjónn Rúmúi* usar Gestur PáLsson Pýramus, annar herfoergisþ j ónn Ámi Tryggvason Appólýson listaverkakaupmaður Erlingur Gislason Sesar Rúpf iðjuhöldur Ævar Kvaraa Ódóvakar, foringi Germanna Róbert Arnfinnsson o.fl. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslðg, þ.árn. leikur hljóm# sveitin Tónar og Garðar syngur. 01.00 Dagsknárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.