Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐID Laugardagur 28. des. 1963 ie Fríkirkjan í Hafnarfiröi 50 ára Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafn- arfirði var stofnaður 20. apríl 1913, að nýafstöðnum prests- kosningum í Garðaprestakalli. Að stofnun safnaðarins stóðu um 100 kjósendur. Stofnfundurinn var haldinn í Góðtemplarahúsinu o<g fór þar fram fyrsta guðsþjónusta safn- aðarins, á sumardaginn fyrsta. Prestur var ráðinn sér Ólafur Ólafsson, þáverandi fríkirkju- prestur í Reykjavík. Var séra Ólafur viðurkenndur mælsku- maður og einn af merkustu klerkum prestastéttarinnar á sinni tíð. Fyrstu safnaðarstjórnina skip- uðu þessir menn: Jóhannes J. Reykdal, verk- smiðjueigandi, og var hann for- maður nefndarinnar, en aðrir í stjórninni voru Jón Þórðarson frá Hliði, Oddur ívarsson, síðar póstmeistari, Egill Eyjólfsson, skósmiður og Davíð Kristjáns- son, trésmiðameistari. Á fyrstu fundum safnaðar- stjórnarinnar var rætt um að byggja kirkju fyrir söfnuðinn og á stjórnarfundi þann 15. ágúst er skýrt frá því að valinn hafi verið staður fyrir væntanlega kirkju á fögrum stað við Linnet- stíg og þá liggur fyrir tilboð frá Ih.f. Dverg, þar sem boðizt er til að byggja kirkjuna fyrir kr. 7.900.— og var það tilboð sam- þykkt. Var þegar hafizt handa uoi að byggja grunninn og síðan kirkj- una og er ekki að orðlengja það að kirkjan er tilbúin snemma í desember og fer vígsla hennar fram sunnudaginn 14. des. 1913. Eru því 50 ár liðin síðan kirkj- an á hólnum við Linnetsstíginn var byggð. Var afmælisins minnzt á vígsludaginn 14. des., sem bar upp á laugardag með samsæti í Alþýðuhúsinu í Hafn- arfirði, en hátíðaguðsþjónusta var flutt í kirkjunni sunnudag- inn 15. des. Það þótti talsvert merkilegur viðbuður í okkar litla bæ, þeg- ar kirkjuklukkurnar hljómuðu í fyrsta sinn i Hafnarfirði og kölluðu menn til tíða, en Hafn- firðingar höfðu um aldir orðið að sækja kirkju að Görðum á Álftanesi og fram að síðustu aldamótum um ógreiðfæra götutroðninga. Veður var ágætt á vígsludag- inn og löngu áður en kirkjan var opnuð fór fólk að streyma til hennar og fylltist kirkjan þegar, svo hvert rúm var skipað út úr dyrum og mér var tjáð að út úr henni hafi verið talið og það reyndist 7-800 manns. Söngflokikur fjölmennur hafði verið æfður fyrir messuna og stjórnaði honum og lék á orgelið Friðrik Bjarnason tónskáld, en hann var organisti Fríkirkjunn- ar fyrsta árið. Jón Þórðarson frá Hliði var meðhjálpari og las kór- bæn, en séra Ólafur Ólafsson flutti predikun og vígði kirkj- una. Var þess; fyrsta kirkjuat- höfn mjög hátíðleg og eftir- minnileg þeim sem þar voru staddir. Um kvoldið var srvo haldið samsæti í Góðtemplarahúsinu. Söfnuðurinn var svo heppinn að njóta starfa séra Ólafs Ólafs- sonar fyrstu 17 árin, en þá varð hann að segja starfinu lausu sökum elli og lasleika. Þá tók við prestþjónustu í söfnuðinum ungur og glæsilegur guðfræðingur, Jón Auðuns frá ísafirði, sem nú er þjókunnur klerkur og er nú Dómprófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi og þjónar Dómkirkjusöfnuðinum í Reykjavík. Hann var prestur Fríkirkjunnar í 16 ár. Þriðji prestur safnaðarins er núver- andi prestur, séra Kristinn Stef- ánsson. Hann er mikill gáfu- og tnælskumaður og er þjóðkunnur maður fyrir störf sín að málefn- um Góðtemplarareglunnar á ís- landi og er nú Áfengisvarnaráðu nautur ríkisstjórnarinnar. Hann hefir þjónað þessum söfnuði í rúm 17 ár og gert það með mikilli prýði. Hefir söfnuðurinn verið hepp- inn að fá hvern ágætis prestinn eftir annan í þessi 50 ár sem söfnuðurinn hefir starfað. Það hefir margt á dagana drif- ið í þessi 50 ár síðan kirkja þessi var reist. Fjárhagslegir öruðleikar hafa stundum blasað við en úr þeim hefir ævinlega ræst, því söfn- uðurinn hefir átt fórnfúsa menn og konur, sem hafa oft lagt ríf- lega fram fé til styrktar kirkju og söfnuði. Miklar o* fjárfrekar breyt- ingar hafa farið fram á kirkju- húsinu á þessum árum. Árið 1931 var kór kirkjunnar endurbyg'gður og stækkaður. Síðan hefir kirkjan, sem áður var þiljuð að innan með panel, verið öll klædd með harðviði og rafmagnshiti settur í hana, en áður var hún hituð með kola- ofni. Þá hefur forkirkjunni ver- ið breytt mjögt til bóta, en það varð að gera til þess að hægt Séra Olafur Ólafsson væri að koma fyrir pípuorgeli, sem er hinn vandaðasti gripur. Og loks á s. 1. ári hófust nokkrir menn og konur, sem fermdir voru fyrir 30 árum, handa um að fá stóla í kirkjuna í stað bekkjanna sem áður voru og þóttu alltaf óþægilegir til að sitja á, og gáfu til þess mikið fé. I sambandi við þessar breyt- ingar var svo kirkjan að innan máluð á s. 1. ári. Alt þetta og margt fleira sem ekki er hér upptalið hefir kostað mikið fé, svo hundruðum þús- unda skiptir, en allt þetta hefur blessast og greiðst úr fjárhags- legum erfiðleikum með Guðs- hjálp og góðra manna og þó að dálitlar skuldir hvíli riú á söfn- uðinum vegna þessara mörgu aðgerða, þá verða einhverjir nú eins og áður til að rétta fjárhag- ihn við með gjöfum, og áheitum. Innan safnaðarins er starfandi kvenfélag og hefir það starfað í tugi ára. Það er orðið mikið fé sem það er búið að leggja til kirkjunnar á ýmsan hátt. Það hefir unnið mjög að þvi að prýða kírkjuna að innan, teppalagt gólf og kór- inn, gefið altarisbúnað og messu- klæði og fyrir nokkrum árum lét það gera forkunnarfagran og vandaðan hökul. Ég ætla mér ekki þá dul að telja upp allt það sem kvenfélag safnaðarins hefir, gefið til kirkj- unnar, en það er mikið. Núver- andi formaður er frú Matthildur Sigurðardóttir. Þá er starfandi Bræðrafélag innan safnaðarins og er það sömu sögu um það að segja að það hefir styrkt safnaðarstarf- semina með drjúgum fjárfram- lögum og svo hefir það beitt sér fyrir því að lagfæra og prýða lóðina umhverfis kirkjuna. Formaður bræðrafélagsins er Þórður Þórðarson, bæjarfultrúi. Minningarsjóður á vegum kirkjunnar var stofnaður, til minningar um frú Guðrúnu Ein- | arsdóttur er lengi var formður kvenfélagsins og andaðist árið 1938. | Hefir þessi sjóður oft hlaupið undir bagga þegar fjárfrekar aðgerðir hafa verið framkvæmd- . ar, enda hafa safnaðarmeðlimir j Imunað sjóð þennan þegar þeir \ minast látinna vina og vanda- manna og fært honum minnigar- gjafir. Það hafa margir orðið til þess að leggja hönd á plóginn til þess að viðhalda starfi fríkirkju- safnaðarins á þessum liðnu ár- um og væri gaman að geta nafna þeirra bæði karla og kvenna, en þess er ekki kostur hér. En þó vil ég ekki ljúka við þessar linur svo að ég minnist ekki tveggja manna er mjög hafa komið þar við sögu. Jón Þórðarson frá Hliði tók við formennsku safnaðarstjórn- arinnar á öðru starfsári safnað- arins og gegndi því á meðan heilsa og kraftar leyfðu, og svo var hann meðhjálpari og um- sjónarmaður kirkjunnar allt til þess að kraftar hans biluðu. Safnaðarstjórn Fríkirkjusafnaða-ins talið frá vinstri: Gísli Sigur- geirsson, Guðjón Magnússon form., Jón Sigurgeirsson, Jónas avdttlsson, Guðjón Jónsson. Séra Jón Auðuns Hann unni mjög þessari kirkju og fórnaði kröftum sínum fyrir hana. Hinn maðurinn er Guðmund- ar Einarsson, trésmíðameistari. Hann var einn af stofnendum safnaðarins og hefir komið mjög við sögu þar. Hann var einn af þeim er beittu sér fyrir byggingu kirkjunnar í upphafi og það hafa engar breytingar farið fram í kirkjunni síðan svo að hann Séra Kristinn Stefánsson [hafi ekki verið með í ráðum og | lagt þar hönd á plóginn og tekið Mtið gjald fyrir. Þessum félög- ’ um s'vo og öllum er lagt hafa ' lið til eflingar og til að breyta og prýða kirkjuna á liðnum ár- um eru færðar þakkir á þessum merku tímamótum. í kirkjunni ! starfar nú 16 manna blandaður kór og er organiati frú María Gísladóttir Neumann. | Færðu kórfélagar kirkjunni á s. 1. ári kyrtla að gjöf sem söng- fólkið klæðist við allar kirkju- legar athafnir. Meðhjálpari er Kristinn J. Magnússon, roálarameistari, og er hann einnig umsjónarmaður kirkjunnar. Safnaðarstjórnina skipa nú: Guðjón Magnússon, skósmíða- meistari, og er hann formaður safnaðarstjórnar og hefir verið s. 1. 25 ár. Aðrir í stjórn eru: Jón Sigurgeirsson, fulltrúi, gjald keri„ Gísli Sigurgeirsson, heil- brigðisfulltrúi, ritari, Jónas Sveinsson, forstjóri, varaformað- ur og Guðjón Jónsson, kaupmað ur, varagjaldkeri. Hálf öld er liðin síðan klukkur þessarar kirkju kölluðu menn og konur til tíða í fyrsta sinn. Þær kalla ennþá unga og gamla til húsa Drottins og gera framvegis um ókomin ár. Fríkirkjusöfnuðurinn býður öllum Hafnfirðingum gleðilegra jóla og góðs og farsæls nýs árs. Gísli Sigurgeirsson. Landskjörstjórn og yf irkjörstjórnir HINN 11. des. sl. kaus Alþingi landskjörstjórn og yfirkjörstjóm ir allra kjördæma landsins. Fóru þessar kosningar þannig: Landskjörstjórn í landskjörstjóm voru kjörnir af A-lista: Einar B. Guðmunds- son, Björgvin Sigurðsson og Ein- ar Arnalds. Af B-lista: Sigtrygg- ur Klemenzson og Vilhjálmur Jónsson. Varamenn af A-lista: Gunnar Möller, Páll S. Pálsson og Jón Ingimarsson. Af B-lista: Guðjón Styrkársson og Jón Grétar Sig- urðsson. Yfirkjörstjórn Vesturlands- kjördæmis. Kjörnir af A-lista: Hinrik Jóns son, Jón Sigmundsson og Sveinn Guðmundsson. Af B-lista: Þór- hallur Sæmundsson og Þórður Tómasson. Varamenn: Friðrik Þórðarson, Hjörtur Ögmundsson og Bjarni Ólafsson. Af B-lista: Húnbcigi Þorsteinsson og Magnús Sigur- björnsson. Yfirkjörstjórn Vestfjarða- kjördæmis Kjörnir af A-lista: Magnús Amlín, Guðmundur Karlsson og Þorgeir Hjörleifsson. Af B-lista: Björgvin Bjarnason og Grímur Arnórsson. Varamenn af A-lista: Jónatan Einarsson, Einar Steinþórsson og Elías H Guðmundsson. Af B- lista: Jón Á. Jóhannsson og Jón Sigurðsson. Yfirkjörstjóm Norðurlands- kjördæmis vcstra. Kjörnir voru af A-lista: Guð- brandur ísberg, Sigurður Tryggvason, Sveinn Þorsteinsson. Af B-lista: Jóhann Salberg Guð mundsson og Indriði Guðmunds- son. Varamenn af A-lista: Eyþór Hallsson, Bjartmar Kristjánsson og Kristján C. Magnússon. Af B- lista Jóhann Jóhannsson og Sig urður Gíslason. Yfirkjörstjórn Austurlands- kjördæmis. Kjörnir af A-lista: Eirlendur Bjönsson, Margeir Þórormsson og Emil Jónasson. Af B-lista: Lúð- vík Ingvarsson og Þorsteinn Sig fússon. Varamenn af A-lista: Reynir Zoega, Guðlaugur Jónsson og Guðmundur Vilhjálmsson. Af B- lista: Guðmundur Þórðarson og Óskar Helgason. Yfiréjörstjórn Beykjanes- kjördæmis. Kjörnir af A-lista: Guðjón Steingrimsson, Ólafur Bjarnason og Asgeir Einarsson. Aí B-lista: Björn Ingvarsson og Þórarinn Þórarinsson. Varamenn af A-lista: Kristinn Wium, Hákon Kristjánsson og Jóhann Þorsteinsson. Af B-lista: Ilelgi Ólafsson og Ásgeir Sig- urðsson. Yfirkjörstjóm Norðurlandskjör- dæmis eystra. Kjörnir af A-lista: Ragnar Steinbergsson, Einar Jónsson og Sigurður Helgason. Af B-lista: Jó hann Skaftason og Brynjólfur Sveinsson. Varamenn af A-lista: Þórhall- ur Snædal, Guðmundur Þ. Bene- diktsson og Sigurjón Jóhannes- son. Af B-lista: Þórhallur Björns- son og Steingrímur Bernharðs- son. Yfirkjörstjórn Suðurlands- kjördæmis. Kjörnir af A-lista: Freymóður Þorsteinsson, Páll Björgvinsson og Guðmundur Daníelsson. Af B- lista: Páll Hallgrímsson og ísak Eiríksson. Varamenn af A-lista: Asgeir Eiriksson, Einar Oddsson og Páll Þorbjörnsson. Af B-lista: Sig- geir Lárusson og Sveinn Guð- mundsson. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurborgar. Kjörnir af A-lista: Kristján Kristjánsson, Páll Lindal og Eyjólfur Jónsson. Af B-lista; Sveinbjörn Dagfinnsson og Ben« dikt Sigurjónsson. Varamenn af A-lista: Hörður Þórðarson, Guðmundur Vignir Jónsefsson og Lúðvík Gizurar- son. Af B-lista: Jónas Jósteins- son og Jónas Ólafsson. HILMAR F05S lögg. skjalaþ. og dómt. Hafnarstræti 11 — Sími 14824 Lynghaga 4 Sími 19333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.