Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. des. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 9 Gísli Kristjánsson fyrrv. útgerðarmaður sjötugur 12. DESEMBER varð Gísli Krist- jánsson 70 ára þó okkur vinuna hans finnist það ekki trúlegt, eftir útliti að dæma gæti hann eins verið 50 til 60 ára, svo vel ber hann aldurinn, en það er kúnstin að eldast án þess að verða gamall. Gísli er fæddur 12. desember 1893 í Sandhúsi í Mjóafirði og voru foreldrar hans Kristján Jónsson verzlunarstjón og kona hans María Hjálmars- dóttir. Það var fyrirmyndar- heimili um allan þrifnað. GLsli fór ungur að taka þátt í störf- um heimilisins, faðir hans hafði bæði útgerð og landbúskap. Um og eftir síðustu aldamót var margt ungt fólk að alast upp í Mjóafirði, og var þar gott félags líf og mörg félagssamtök t. d. ungmennafélagisskapurinn fór um huga þeirra sem ungir voru, eem andblær batnandi tíma, og vakti hjá þeim framkvæmda þrá og var Gísli þar virkur þátt- takandi. Ég minnist þess hvað hann var fylginn sér á glímuæf- ingum, þá dró hann ekki af sér, enda var áhuginn mikill. Á þessum árum var á Mjóa- fi'rði mikið athafnalíf þar var mikil útgerð og sótti margt fólk þangað atvinnu á sumrin. Þá etörfuðu þar líka 2 hvalstöðvar af miklum krafti og þurfti þar margt fólk til starfa- við þann mikla atvinnurekstur. Gísli var ekki gamall þegar hann fór að sækja sjóinn, enda stóð hugur hans til þess. Hafið heillaði að sækja gull í greipar Ægis. Það er ekki heiglum hent, það útheimti dugnað og fyrir- hyggju, því dætur Ægis sýna ekki alltaf mikla blíðu. Árið 1919 flytur Gísli á Norð- fjörð og hóf þar útgerð nokkru síðar. Hann gerði þar út mótor- bát og var hann sjálfur formað- ur og sjóinn sótti hann af mikl- um dugnaði og gekk útgerðin vel, en ekki var allaf mikið sofið. Gísli giftist 26. maí 1923 Fann eyju Ingvarsdóttir Pálmasonar ajþingismanns á Ekru á Norð- firði, og var það hans mikli ham ingjudagur, hún hefur skapað honum gott heimili og verið hon um samhent í öUu. Þau hafa eignast 6 börn sem öll eru uppkomin, 3 dætur og 3 synir prýðilega vel gefin og myndarleg, enda hafa þau sýnt það við nám og starf. Nokkru eftir að Gísli giftist byggði hann stórt og myndarlegt hús sem hann nefndi Bjarg, og var það táknrænt fyrir hann allt hans starf er traust enda er mað- urinn traustur og drengur góður. Útgerð hans varð með árun- um umfangsmeiri með stærri bát um. Þá hætti hann formennsku enda mikið starf að sjá um út- gerðina. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum útgerðarmanna. Þar var hann áhugasamur og til- lögu góður um allt sem mátti vera henni til hagsbóta eða annan hátt. Gísli var kosinn í bæjarstjórn Neskaupstaðar og átti þar sæti í nokkur ár og sýnir það að trausts hefur hann notið enda alltaf öruggur til starfa. Gísli var með útgerð á Norðfirði til 1945, þá flytur hann sig með bú- setu og útgerð til Akureyrar. Kunningjarnir sögðu að hann væri að flytja til að vera nær síldinni, þá var útgerðin að miklu leyti miðuð við síldveið- arnar. Gísli var með útgerð á Akureyri til 1955, sem hann rak með miklum dugnaði en þá flyt- ur hann til Hafnarfjarðar og byggir þar myndarlegt hús við Herjólfsgötu 22, þar er fallegt útsýni til hafsins þar kann Gísii vel við sig. Það er gott að koma á heimili þeirra hjóna og njóta þar gest- risni þar líður öllum vel. Þá líð- ur tíminn fljótt maður verður þess ekki var að Elli kerling hafi náð á Gísla neinum tökum. Okkar kynni eru orðin löng. Þau eru frá okkar æskudögum frá því við vorum saman í barna- skóla, og þá var lífið leikur og áhyggjur ekki til. Við hjónin óskum Gísla hjart- anlega til hamingju með sjötugs afmælið. Jón I. Jónsson. Guðjón Eyjólísson löggiltur endurskoðandi Hvcrfisgötu 82 Sími Útboð Tilboð óskast til sölu á 185 tonnum af steypu- styrktarjárni til hitaveituframkvæmda í Reykja- vík. Útboðsskilmála má vitja í skrifstofu vora Vonarstræti 8. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. ISorden's vonir Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó HAFNARBÚÐIN, Akureyr! Ung/ingsstúlka óskast til afgreiðslustarfa frá 1. jan. n.k. Flugeldar — Blys Margar tegundir sveiflublys, fallhlífar- blys, sólir og stjörnuljós. Hjartarbúð Lækjargötu 2. Stúdentar Jólagleði fyrir börn stúdenta verður haldin ^ð Gamla Garði sunnudaginn 29. des. og hefst kl. 3 e.h. S. H. í. ár Odýrustu japönsku hjólbarðarnir *|, . ,i . y. Hjólbarðaviffgerð lllSíhlilStfiflT* Vpr7,un,n Ölfusá Stefnir, flutningadeild Biörn Guffmundsson Marteinn Karlsson Ármanns Björnssonar Friffgeir Steingrímss. Ultf IUOI U Selfossi Akureyri biuimg. 14, ísafirði Óiafsvik Keflavík. Kaufarhoin. GIÍIVIIMÍVIIMIMtJSTOFAIM H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 18955.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.