Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 6
6 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 28. des. 1963 Einar B. Guðmundsson hrl. sextugur í LÖGFRÆÐINGATALI Agnars Kl. Jónssonar segir að samkv. kirkjubókum sé Einar B. Guð- mundsson fæddur 27. des. 1903, en sjálfur telji hann sig fæddan 28. des. Hér er því um einhverja óreiðu að ræða. En það er þá líka eina óreiðan, sem ég þekki til í sambandi við Einar B., og hef ég þó þekkt hann um áratugi. Lengi vorum við stéttarbræður og því er ekki að leyna að innan lög- mannastéttarinnar ber ýmislegt við, sem betur mætti fara, enda er það svo um allar stéttir. En aldrei varð ég var við neitt mis- jafnt í skiptum mínum við Ein- ar. Hann reyndist alltaf heilráð- ur maður og góðgjarn, er leysa vildi hvern vanda að réttum lög- um og eftir beztu samvizku. Sannarlega hefur hann staðið vel á verði fyrir skjólstæðinga sína, en rétt þeirra hefur hann sótt og varið hreinum vopnum og af mik illi vopnfimi. Hann hefur gengið að starfi sínu sem íþrótt, eins og hann gerði forðum í leik. Marg- ur man að hann var einn bezti knattspyrnumaður þessarar borg ar og á Víkingur honum margt að þakka, bæði innan vallar og utan. Knattspyrna var þó ekki hin eina íþrótt hans, því að hann var — og er — ágætur sundmað- ur. Sundið hefur hann stundað fram á þennan dag. Hvern morg- un rís hann árla og byrjar dag- inn með góðum spretti í Sund- laugunum. Síðan gengur hann til starfsins, hress og ötull. Verk- ið gengur vel undan, enda er unnið af æðrulausri festu en eng um bægslagangi. Ef taka ætti dæmi um fullkomnar andstæður Einars B. held ég að æðikollurinn Verkiallsbo ð un hljó ðiæraleikara MORGI3NBLAÐIÐ hefur snúið sér til frkvstj. Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda Jóns Magnússonar hdl. og spurzt fyrir um það hvort koma muni til verkfalls hjá hljóðfæraleikurum 1. janúar n.k. Jón Magnússon tjáði blaðinu, að ekki myndi koma til verk- falls, nema þá ólöglegs verkfalls, þar sem tilkynna þurfti verkfall með viku fyrirvara, en verk- fallstilkynning Félags islenzkra hljómlistarmanna barst ekki fyrr en síðari hluta dags. 27. des. Jón tjáði blaðinu að hann hefði ekkert um verkfall heyrt fyrr en 27. desember enda hefði formaður F.Í.H. aldrei á verk- fall minnzt við sig, og samnings- viðræður ekki enn byrjaðar. Að lokum tjáði Jón Magnús- son blaðinu, að það væri hans skoðun að forsvarsmenn F.Í.H. mynd.u aldrei fara í ólöglegt verkfall, eins og máli þessu væri háttað, enda mundi slíkt hafa í för með sér skaðabótaskyldu bæði að því er varðar stjórn F.Í.H. svo og einstaka félags- menn, sem í ólöglegt verkfall færu. Blaðið snéri sér ennfremur til formanns F.Í.H. Svavars Gests hljómsveitarstjóra og spurði hann um þetta mál. Hann kvað stjórn F.í. H. hafa skrifað veit- ingamönnum bréf um þetta efni, sem póstlagt var hinn 21. des. og sent express í ábyrgð. Á sama tíma hafði sáttasemjara rikisins verið send tilkynning um verk- fallsboðun og hefði hann fengið það bréf í tíma. Telur hann því verkfallsboðunina vera löglega. Hins vegar segir Svavar að F.Í.H. æski ekki eftir verkfalli og vonist hljómlistarmenn að samningar takist eftir einn til tvo daga, því samvinna milli þessara aðila hefir jafnan verið hin bezta. í leikriti Holbergs yrði efstur á blaði. Ýmsum heiðursmönnum verð- ur það á að gerast vinnuþrælar og einangrast þá í fjötrum strits- 'ins. Öðrum tekst að gera vinnuna að íþrótt og tómstundir að leik og hvíld. Ég held að enginn, sem þekkir Einar B., mundi hika við að skipa honum í hinn síðara flokkinn. Meðal tómstundastarfs Einars má fyrst og fremst nefna að hann spilar „bridge“ af mik- illi list og var lengi í fremstu röð hérlendra manna á því sviði. Hann er einnig ágætur gestgjafi og gestur, léttur í tali, víða vel heima, glettinn og þó viðmóts- þýður. Um Einar B. má hiklaust segja að hann hafi verið lánsmaður. Hann missti að vísu ágætan föð- ur í barnæsku, en annars hefur líf hans verið bein braut í áttina til velsældar og hamingju. Ein- hver heppni kann að hafa fylgt honum, en aðalsmiðurinn að góð- um farnaði hans, er þó hann sjálfur. Hér eru ekki efni til þess að rekja trúnaðarstörf þau, er á Einar hafa hlaðizt, en víst er að þau eru mörg og mikil og gætu verið fleiri, ef hann hefði viljað. Eins trúnaðarstarfs, sem hann fúslega hefur tekið að sér skal þó minnst að lokum. Hann er heim- ilisfaðir með ágætum, vörn og vinur ágætrar konu og efnilegra barna. Samheldni, gagnkvæm umhyggja og traust ráða húsum og þá er vel þessu þjóðfélagi, er sem flest heimili eru því marki brennd. Ég óska þess af heilum hug að heimili þínu, Einar Baldvin, megi enn sem fyrr vel farnast. Konu þinni, börnum og öðrum vandamönnum óska ég til ham ingju og þá ekki sízt þér sjálf- um. — Vertu velkominn yfir á sjötugasta tuginn. Við vinir þín- ir vonum að góð samfylgd þín megi haldast enn um sinn og helzt sem lengst. Th. B. L. Richard Honezk látinn laus. Frjáls eftir 64 ár Chester, Illinois, 20. des. (AP) RICHARD nokkrum Honeck vaæ í dag hleypt út úr Menard fangelsinu í Bandaríkjunum þar sem hann hefur setið í haldi und anfarin 64 ár. Hann var bros- leitur þegar hann gekk út um fangelsisihliðið og sagði: Ég hélt ekki að ég fengi nokkurntíma að líta þennan dag. Honeck var klæddur venjuleg- um jakkafötum í fyrsta skipti síðan hann var fangelsaður árið 1899, þá tvítugur að aldri. Var hann dæmdur til ævilangrar fang elsisvistar fyrir morð á kennara. Honeck sagðist kunna hálf illa við fötin, sem hann var klæddur í fyrir brottförina, enda hafði hann ekki borið annað en fanga föt þessi 64 ár í Menard fang- elsinu. Nú fer hann flugleiðis til frænku sinnar í Kalifomíu, og hlakkaði hann mikið til að fljúga. Hann hefur aldrei séð flugvél, aðrar en þær, sem flugu einstaka sinnum yfir fangelsið. í þessari viku eru 60 ár liðin frá fyrsta fluginu, en þegar það gerð ist hafði Honeck setið inni i fjögur ár. Biskupsmessunni fagnað Ég hef orðið var við að margir hafa hlustað og notið náttsöngsins í Dómkirkjunni á aðfangadagskvöld jóla — þar sem biskupinn messaði. Miklu færri komust til kirkju á að- fangadagskvöld en vildu — ým- ist vegna þess að þeir eiga ekki heiman gengt eða þá vegna þess að kirkjurnar rúma ekki nema lítinn hluta safnaðanna. Og þeir foreldrar, sem eru með stóran barnahóp hafa oft ekki tækifæri til að sitja í ró og næði við útvarpið og hlusta á hátíðarmessuna klukkan 6 á að- fangadagskvöld, svo að þeir kunna vel að meta náttsönginn (eða biskupsmessuna) síðar um kvöldið, þegar yngstu börnin eru komin í ró og mesti galsinn farinn úr þeim, sem stálpaðri eru. Væri vel, ef sama fyrir- komulag yrði áfram um jólin. Jólakveðjur frá útlöndum Jólakveðjur frá íslending- um erlendis hafa verið fluttar í útvarpinu um allmörg undan- farin jól. Form þeirra hefur ver ið óbreytt og virðist kominn tími til að breyta einhverju þar um og gefa þessum dagskrárlið ferskan og nýjan blæ. Mikill fjöldi fólks hlustar á þessar kveðjur, miklu fleiri en ætt- ingja eiga erlendis og von hafa um að fá kveðju. Þess vegna gætu þessir útvarpsþættir þjón- að tvennum tilgangi: í fyrsta lagi, flutt kveðjur frá útlönd- um til fólks hér heima — og í öðru lagi verið fræðandi um jólahald í útlöndum eða flutt eitthvað það efni, sem allir út- varpshlustendur gætu notið. Stöku sinnum heyrist þó eitt- hvað slíkt með kveðjunum. Á íslendingafagnaði Margir þeir, sem hlustuðu á jólakveðjurnar frá Ameríku á annan jóladag, urðu hálf- hneykslaðir — líka Velvakandi. Ég hafði á tilfinningunni, að einhver hluti þeirra, sem þar sendu kveðjur sínar, hefði verið ölvaður. — í gær hringdi ég svo í útvarpið og vildi afla upplýs- inga, en var tjáð, að Ómar Ragn arsson hefði komið með kveðj- urnar og hann vissiunanna bezt um upptökuna og aðstæður all- ar. — Ég hringdi því í Ómar og sagði hann, að hann hefði ekki staðið að ^þessari upptöku, ein- ungis aðstoðað vegna forfalla upptökumanns — og komið segulbandinu áleiðis til Ríkisút- Hitt staðfesti hann, að kveðjurnar hefðu verið teknar upp á fagnaði íslendinga í New York. „Samt voru tiltölulega mjög fáir undir áhrifum, miklu færri en hægt var að ímynda sér eftir að hafa hlustað á kveðj urnar“, sagði Ómar. „En fólkið var þreytt eftir langa skemmt- un og mikinn dans. Margir þeirra, sem þarna voru, hafa engin samskipti við íslendinga nema þegar þeir koma á Islend- ingafagnað endrum og eins. Og þar að auki er margt þessa fólks búið að vera lengi í Ameríku — og hefur greinilega tapað til- finningu fyrir íslenzku máli — og kann ekki að beygja algeng- ustu orð“. „Upptakan hefði verið betri en aðstæðurnar hefðu gefið til- efni til, en samt hefði það verið ætlun sín“, sagði Ómar, „að út- varpið klippti segulbandið dálít ið til, fjarlægði ýmis aukahljóð, eins og venja er. En þetta hefði greinilega ekki verið gert eins vel og ástæða hefði verið til“, sagði hann. Fjöldi hlustenda er sennilega á sama máli. Til flestra annarra liða jóladagskrárinnar hefur verið vandað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.