Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 28. des. 1963 Móðir okkar KRISTÍN SIGMUNDSDÓTTIR Lindargötu 34, andaðist 24. des. — Fyrir hönd systkinanna. Marteinn Pétursson. Sonur minn SIGURÐUR HJAUTI JÓNSSON sem lézt 24. desember verður jarðsimginn frá Kefla- víkurkirkju mánudaginn 30. desember kl. 2 e.h. Helga Egilsdóttir. Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu JÓNÍNU KRISTÍNAR ÞORSTEINSDÓTTUR fyrrum húsfreyju að Efra-Apavatni fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. desember kl. 1,30. — Blóm vinsamlega afþökkuð. Guðmundur Ásmundsson. börn, tengdabörn og bamabörn. Útför mannsins mins INGVARS INGVARSSONAR Lynghciði 6, Selfossi, fer fram frá Selfosskirkju mánudaginn 30. þ.m. kl. 2. Guðrún Jónasdóttir. Jarðarför eiginmanns míns og föður okkar SVEINS ÞORLÁKSSONAR fyrrverandi símstöðvarstjóra Vík, Mýrdal, sem andaðist 22. des., fer fram frá Víkurkirkju, mánu- daginn 30. des. — Athöfnin hefst með húskveðju kl. 13.00. — Blóm afþökkuð. Eyrún Guðmundsdóttir og böra. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURJÓNS GUÐMUNDSSONAR Svanhildur Sigurjónsdóttir, Sigurjón Sigurjónsson, Kristín Halldórsdóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Snjáfríður Sigurjónsdóttir, Kristján Hákonarson, Lára Magnúsdóttir, Kristmundur Sigurjónsson, Erla Sigurjónsdóttir, Egill Valgeirsson, Kristín Sigurjónsdóttir, Jakob Jakobsson, Árni Sigurjónsson og barnaböm. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall móður minnar HELGU ÞURÍÐAR JÓNSDÓTTUR, hjúkrunarkonu. Baldur Sveinsson. Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlut- tekningu við andlát og útför konu minnar og móður ÖNNU MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR Guðmundur Guðmundsson, Björn Guðmundsson. Ég þakka öllum sem hafa auðsýnt mér vinsemd og hluttekingu við andlát og útför móður minnar BERGLJÓTAR RUNÓLESDÓTTUR frá Hólmi í Landbroti. Hilmar B. Ingvarsson. Þökkum innilega sýndan vinarhug og hluttekningu við útför INGÓLFS ÞORKELSSONAR Selvogsgötu 6, Hafnarfirði. Guðrún Benediktsdóttir, börn og tengdabörn. Jólaskrey tingar á Akureyri. Hvít idl um allt land U M allt land voru hvít jól að þessu sinni, a.m.k. einhverja dagana. Jólahald var með eðlilegum hætti alls staðar, nema hvað færð var erfið sums staðar. Mikið er orðið um jólaskreytingar með ljós- um í sveitum og kaupstöðum og var slíkt með mesta móti að þessu sinni. Mbl. hafði samband við fréttaritara sína um allt land og fara fréttir þeirra af jólunum hér á eftir: Á Akranesi AKRANESI, 27. des. — Jóla- stjarnan á Sementsverksmiðj- unni sindrar og tindrar. Fagur- skreytt jólatré gleður auga bæj- arbúa á Silfurtorgi og kemur mönnum í jólaskap. Talið er að þetta sé alfegursta jólatré sem sézt hefur í þessum bæ. Jóla- tréð er jólagjöf frá Tönder, vina- bæ Akranese í Danmörku. Ann- að jólatré er á völlunum fyrir framan sjúkrahúsið og þriðja við gagnfræðaskólann og fjórða stóra jólatréð er við Hótel Akra nes. Jólaskreytingar í búðum og við hús einstaklinga er með mesta móti í ár. — Oddur. Á Snæfellsnesi STYKKISHÓLMI, 27. des. — Á aðfangadag var hér stormur og snjóhraglandi og hélzt það veð- ur einnig á jóladag, en á annan jóladag var frost og gott veður. Samgöngur voru sæmilegar. Nú er hér komið mikið hvassviðri. Messað var hér í kirkjunmi á aðfangadag og einnig hjá hvíta- sunnusöfnuðinum og í kaþólsku kirkjunni var miðnæturmessa. Þar var einnig messað á jóla- dag. Skreytingar voru með mesta móti hér og jóhn hátíðleg. — FréttaritarL Á Vestfjörðum ÍSAFIRÐI, 27. des. — Talsverð snjókoma var um hátíðarnar við íisafjarðardjúp og hefur sett nið- ur nokkurn snjó, en þó varla til baga, enn sem komið er. Byl- ur og dimmviðri var fram eftir degi í dag. Víða í bænum hafa verið sett upp jólatré og ljósa- skreytingar óvenju miklar. Frá vinabæ ísafjarðar í Danmörku, Hróarskeldu, barst nú eins og undanfarin ár stór og fallegt jóla tré og var kveikt á því á Austur- velli á Þorláksmessu. Jólatrésiskemmtanir eru í al- gleymingi. — H. T. Á Sauðárkróki SAUÐÁRKRÓKI, 27. des. — Hér byrjaði að snjóa á jólanóttina, og snjóaði alla nóttima og tals- vert á jóladag. Snjór er mein að vestanverðunni í Skagafirði, en færð hefur ekki teppzt til muna. Jóiahald var með venjulegum hættL Ungmennafélagið hafði barnaskemmtanir að venju í gær. jón. Á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 27. des. — Á að- fangadag gerði allmikla úrkomu og hélt áfram á jóladag. Má segja að sjaidan hafi kyngt hér niður svo miklum snjó á svo skömmum tíma. Snjóskriða féll úr Strákum á 3 hús, og er sagt frá því annars staðar. Snjókoma var það mikil að öll eðlileg bif- reiðaumferð torveldaðist alger- lega. í morgun var strax hafizt Þökkum af alhug virðingu og vinarþel við andlát og jarðarför íöður okkar, EINARS JÓNSSONAR Stykkishólmi. Axel Einarsson og systkini. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu og vin- semd við andlát og jarðarför ÖNNU MÖRTU LÁRUSDÓTTUR Kársnesbraut 75 Önundur Jósefsson, Ólafur Önundsson, Bergþóra Magnúsdóttir, Sigurður Ólafsson. handa um að ryðja götur og verður haldið áfram í dag. Þetta hafði þó ekki áhrif á venjulegt jólahald. Við erum vön snjón- um hér fyrir norðan og komumst milli húsa. Hér er stórt jólatré á Ráðhús- torgi, gjöf frá vinabæ Siglu- fjarðar í Danmörku, Herning á Jótlandi. Stórar jólastjörnur prýða líka kirkjuna og sjúkra- húsið. Venjulegar jólaskreyting- ar eru við helztu göturnar. Þetta er sérlega fallegt, því mjög dimmt er yfir. — Stefán. Á Akureyri AKUREYRI, 27. des. Hér voru afar friðsamleg jól og fögur, óhöpp engin svo vitað sé og kirkjusókn mikil. Á aðfangadags kvöld var logndrífa og mjög jóla legt um að litast. En á jóladag gerði norðan fjúk. f gær var hin3 vegar bezta veður, logn og bjart- viðri. Bærinn var að vanda skreytt- ur með ijósum og grenisvedgum og umferð mikil á Þorlák&messu kvöld. íkviknanir urðu engar og voru þetta einhver rólegustu jól, sem lögreglan man. Hún þurfti aðeins að hafa afskipti af einum ölvuðum manni að kvöldi annars jóladags. — Sv. P, Á Húsavík HÚSAVÍK, 27. des. — Ágætt veð ur var á aðfangadag, en hvítt yfir, en á jóladaginn skipti irni og gerði blindhríð, svo að setti mikla skafla í bænum og varð allt ófært um bæinn þangað til í gær að ýtt var af aðalgötunni vegna mjólikurflutninga úr sveit- inni. En mirma hefur snjóað framundan á götum. Og er nokk uð greiðfært nema í Aðaldals- hreini, þar sem voru töluverðir skaflar, en lausdr fyrir og kom mjólk úr flestum sveitum. Ennþá er þó ófært á Tjörnesið. Hér héldu menn venjuleg jól. — Skreytingar eru með meira móti hjá einstaklingum. — FréttaritarL Á Hólsfjöllum GRÍMSSTÖÐUM, 27. des. — Snjólétt hefur verið í vetur og tíðarfar gott. Um jólin snjóaði svolítið og færð versnaðL Póstur var fluttur yfir öræfin fyrir jólin, farnar þrjár póstferð ir austur yfir og gekk veþ nema hvað bíll bilaði í síðustu ferð- inni. Vegurinn um Grímsstaði 1 Möðrudal var fulllagður í vetur og tók 14 ár að leggja hann. Og Framh. á bls. 11 Hjartanlegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem minnt- ust mín á sextugsafmæli mínu hinn 7. des. sL með heim sóknum, gjöfum og kveðjum. Guðmundur Halldórsson, Brávallagötu 40. Ættingjum mínum og vinum, sem minntust mín á 70 ára afmæli minu 5. þ.m., með skeytum, heimsókn- um og gjöfum, flyt ég mínar innilegustu þakkir. . Guðrún Guðnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.