Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.1963, Blaðsíða 24
sparið og notið Sparr VORUR ♦ it+ii + * *~Ar BRAGÐAST BEZT 270. tbl. — Laugardagur 28. desember 1963 Akraborg stórskemm- ist í árekstri AÐFARANÓTT afffangadags jóla vildi það óhapp til að strand- ferðaskipið Skjaldbreið sigldi á hlið Akraborgar með þeim af- leiðingum að síðamefnda skipið stórskemmdist. Kom rifa á það er náði frá borðstokk og niður fyrir sjólínu. Slys þetta atyikaðist svo að Skjaldbreið var að koma frá Vestmannaeyjum og var . að leggja að bryggju. TaJið er að vélin hafi ekki skipt aftur á bak er hún átti að gera það og þvi haifi áreksturinn orðið. Skipsmenn Akraborgar hófust þegar handa um að færa til farminn í skipinu og náðu að •halla því svo að sjór féll ekki Annor Tulsn- piltnnnn skor- inn upp n ný HALLDÓR Gestsson annar piltanna, sem varð fyrir skot- árás í borginni TuLsa í Banda- ríkjunum, var skorinn upp á annan dag jóla vegna vatns- myndunar út frá lungnasári, er hann hlaut í skotárásinni. Skurðaðgerð þessi var tal- in naúðsynleg þar sem sárið hafðist ekki við með eðlileg- um hætti. Ketill Oddsson, hinn pilt- anna sem í árásinni lenti, hef- ir náð allgóðri heilsu, og er væntanlegur heim til Islands í næsta mánuffi. inn um rifuna. Þrátt fyrir það skemmdist áburðarfarmur, sem í lest skipsins var. Slökkviliðið var fengið með stóra dælu til að dæla sjó úr skipinu. Framh. á bls. 2 Ný "jaldskrá S.V.R. í DAG kemur til framkvæmda ný gjaldskrá hjá Strætisvögn- um Reykjavíkur. Verður hún sem hér segir: Fullorðnir: Einstök fargjöld 4 kr. Blokk með 34 miðum 100 kr. Blokk með 7 miðum 25 kr. Börn: Einstök fargjöld 1,75 kr. Blokk með 20 miðum kr. 25. Hamlet í Þjóð- leikhúsinu ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi í fyrrakvöld leikritið Hamlet eft- ir William Shakespeare í þýð- ingu Matthíasar Jochumssonar. Húsfyllir var á sýningunni, og voru forsetahjónin meðal gesta. Leikstjóri er Benedikt Áma- son, en titilhlutverkið leikur Gunnar Eyjólfsson. Leiknum var vel tekið og leikarar, leikstjóri og brezki leiktjaldamálarinn Disley. Jones hylltir í leikslok. Nánar verður skýrt frá sýning- unni síðar. • .v .........................•.•.•.••••• ■ ••• M/B Hugrún við hafnargarðinn í Bolungarvik. Húsið Hvanneyrarhlíð, sem fylltist af snjó og færðist 5—7 m. í snjóflóðinu. Þar var eng- inn inni. Flóðið kom ofan fjallið, beint á húsið. Snjófldð féllu á 3 hús og milli fjárhúsa á Siglufirði IVIesta mildi að fólk skyldi ekki saka SIGLUFIRÐI, 27. des. — A8 morgni annars jóladags féll snjóflóð úr fjallinu Strákar rétt norðan Hvanneyrarár. Fyrir skriðunni varð fyrst húsið Hvanneyrarhlíð, sem stendur nokkru ofan við aðra byggð hér. Reif snjóflóðið þetta hús af grunni og færði það 5—7 m. og er-það gjör- ónýtt. Enginn var í húsinu. Næst skall flóðið á tveimur íbúðarhúsum, nr. 8 og nr. 10 við Fossveg. Brotnuðu úti- hurðir og snjórinn flæddi inn í eldhús og anddyri* en ekki lengra. í háðum húsunum voru fjölskyldur uppi á lofti og sakaði þær ekki, og er það mesta mildi. í öðru húsinu sváfu hörn innan við glugga sem snjórinn náði upp á. Seinni hluta dagsins kom ann- að snjóflóð niður á ströndina um Framh. á bls. 15 Bifreið valt úf af Súðavíkurvegi ÍSAFIRÐI, 27. des. — Það slys ur og slasaðist stúlka, sem var varð um kvöldmatarleytið á jóla- dagí að bifreið valt út af vegin- um milli ísafjarðar og Súðavík- Leitaö að lekum báti Staðarákvörðun skeikaði um 110 mílur Mb. Hugrún á leið til hafnar í fylgd með Goðafossi AÐ morgni annars jóladags kom leki að 100 tonna vélbáti, Hugrúnu frá Hafnarfirði, seni var á heimleið frá Þýzkalandi úr söluferð. Varð að stöðva vél Hugrúnar og láta reka. Slysavarnafélagið komst að því eftir nokkra athugun, að Goðafoss, sem staddur var skammt frá Vestmannaeyjum á leið til Austfjarða, mundi vera næsta skip við Hugrúnu, en staðarákvörðun hennar var: 150 mílur suðaustur af Eyjum. Var stefnu Goðafoss breytt og sigldi hann áleiðis til bátsins. SIF, flugvél Land- helgisgæzlunnar fór kl. 1 c.h. af stað til að leita Hugrúnar, og komst að því eftir langa leit, að staðarákvörðunin var mjóg röng. Þegar SIF haíði fundið bátinn eða um kl. 6, reyndist hann um 100 milur frá staðnum, sem gefinn hafði verið upp. Goðafoss kom á vettvang kl. 1 um nóttina og var þá vél Hugrúnar sett í gang og siglt á leiðis til Norð fjarðar, en þangað verður hún ekki komin fyrr en á há- degi í dag, þar sem hún geng- ur aðeins 5—6 mílur á klst. Goðafoss fylgir Hugrúnu til Hafnar. Frásögn skipstjórans í gærdag átti fréttamaður Morgunblaðsins símtal við skipstjórann á Hugrúnu, Sig- urð Sigurjónsson. Var bátur- ínn þá staddur um 100 mílur frá Drangsnesi. Sagðist Sig- urður hafa orðið lekans var um kl. 8 um morguninn. Komst þá sjór inn í skipið og blotnuðu nokkrar reimar, svo að stöðva varð vélina. Kvað Sigurður lekann vera fyrir neðan miðskip, en dælurnar alltaf haft við. Ekki hefði þó verið ráðlagt að halda áfram siglingu, heldur látið reka þangað til Goðafoss kom á vettvang. Voru þá líka reim- arnar orðnar þurrar. Bjóst Sigurður ekki við að verða kominn til Norðfjarðar, þar sem Hugrún verður sett í slipp, fyrr. en um hádegi í dag. Hugrún hafði selt 29 tonn Framhald á bls. 23 n' farþegi í honum. Þetta var Opelbifreið, sem var á leið til Súðavíkur og var bylur og mikil snjókoma. Þegar bíllinn var að koma út úr jarðgöngunum í gegnum Hamarinn svoneínda, var skyggni svo slæmt að bíl- sjjórinn sá ekki til vegarins, enda var mikill skafrenningur. Stanz- aði hann þá bílinn, en’ það var um seinan, því vinstra framhjól- ið var komið út af vegarbrún- inni og seig bíllinn út af vegin- um og valt niður í fjöru. Var það mikið fall. Bílstjórinn kastaðist út úr bíln- um í fallinu og er talið að það hafi orðið honum til lífs, en hann skrámaðist aðeins lítillega, Tvær stúlkur voru farþegar f bílnum og fór önnur þeirra úr mjaðmarliðnum og lífbeinsbrotn- aði, en hin stúlkan skrámaðist lítillega. Slasaða stúlkan var flutt í sjúkrahús ísafjarðar. Bíll- inn skemmdist mjög mikið, enda kom hann niður á þakið. — H. T. Akranesi 27. des. TOGARINN Víkingur seldi afla sinn í Bremerhaven 16. des. fyr- ir tæp 130 þús mörk. Víkingur veiddi fiskinn á heimamiðum og var með 195 tonn. Skipsmenn dvöldust heima um jólin. Vík- ingur fór út á veiðar kl. 3 annan jóladag. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.