Morgunblaðið - 09.01.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.1964, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐID Fimmtutfagur 9. jan. 1964 Happdrætti Háskólans færir út kvíarnar Fjórir Kefivíkingar í félagi um 50 miða unnu kr. 247 þús. HAPPDRÆTTI Háskóla Islands er hið mesta þj óðþrifafyrirtæki. Eins og kunnugt er hefur happ- drættið staðið undir kostnaði við ýmsar heiztu framkvæondir á veg um Háskóla íslands og án þess væri málum þessarar merkustu menntastofnunar í landinu öðru- vísi háttað en nú er. Forráðamenn Háskólans og Happdrættis Háskólans spjölluðu við fréttamenn í fyrraikvöld og skýrðú þeim frá því, sem á döf- inni væri, en skemmst er frá að segja, að niú hefur aukaflokki ver ið bætt við happdrættið, þannig að fjöldi vinninga verður 30 þús. í stað 15 þús. Heifur happdrættið gefið út sérstakan bæklinig fyrir árið 1064, þar sem eru nánari skýringar á þessari nýbreytni. Þeir, sem viðstaddir voru fund inn með blaðamönnum voru, auk forráðamanna happdrættisins og Háskólans, þeirra Ármanns Snæv arrs, háskólarektors, Péturs Sig- urðssonar, prófessors, fyrrum há skólaritara og forstjóra happ- drættisins, Páls H. Pálssonar, skrifstofustjóra happdrættisins, Jóhannesar Helgasonar, setts há skólaritara og Þóris Kr. Þórðar- sonar, prófessors, fjórir Keflvík- ingar, sem í fyrra gerðu með sér félag um 50 heilmiða í happdrætt inu og unnu á þessa miða sam- tals 247 þúsund krónur, sem þeir skiptu jafnt á milli sín. Fjór- menningamir eru allir mólarar, þeir em: Högni Gunnlaugsson, Jóhann R. Benediktsson, Kristján Sigmundsson og Olgeir M. Bárðar son. Vom þeir hinir ánægðustu með viðskiptin við happdrættið á liðnu ári og sögðust ekki hafa getað hugisað sér betri umboðs- mann en Þórð Halldórsson á Keflavíkurflugvelli, sem heofði valið fyrir þá númerin, þegar þeir keyptu miðana á sínum tíma. Þórður var einnig viðstadd ur á fundi þéssum og sagði frá því, að nokkrir erfiðleikar befðu verið á að útvega 50 númer í röð, en það hefði þó tekizt með þeim árangri sem raun ber vitni. Ýmsar skemmtilegar sögur vom sagðar á fundi þessum um happdrætti og happdrætisvinn- inga. Pétur Sigurðsson kunni frá ýmsu að segja, enda heifur hann lengst allra manna staríað við happdrættið og fylgzt með því sem þar hefur gerzt. Er mörgum vafalaust minnisstætt þegar hann fyrir nokkrum áram las upp vinn ingsnúmerin í útvarp jafnóðum og þau vom dregin. Þá sátu marg ir spenntir við viðtækin, enda kom sér vel að fá þó ekki væri nema dálitla upphæð, eins og pen ingaleysið var oft og tíðum, ekki sízt á kreppuárunum fyrir heims styrjöldina síðari. Pétur sagði dá litla sögu um mann einn, sem dreymt hafði happdrættisniúmer. Hann hafði auðvitað tröllatrú á draumnum og sat ekki á Sárs höfði fyrr, en hann hafði komizt að því hver númerið átti. Eftir langa mæðu tókst honum að herja númerið út úr eigandanum í skiptum fyrir sitt eigið númer. En ekki kom neinn vinningur á draumanúmerið. Aftur á móti er í frásögur færandi að maðurinn, sem lét það af hendi, vann skömmu síðar 10 þúsund krónur á skiptimiðann. Þetta gerðist skömmu fyrir stríð. Þannig má segja, að ýmislegt hafi skrýtilegt skeð í sögu Happ- drættis Háskólans, þó ekki verði það rakið hér. ÖFLUG STARFSEMI Um síðustu áramót lau/k Happ drætti Háskóla Islands 30. starfs- ári sínu. Á þessu tímabili hefur happdrættið greitt viðskiptavin- um sínum um 200 millj. kr. í vinninga. Fyrsta árið, 1934, vom greiddar 476,525,00 kr. í vinninga, en á s.l. ári greiddi happdrættið um 30 millj. kr. í vinninga. Tekj- ur háskólans af happdrættinu þetta tímabil hafa numið um 40 millj. kr. og hefur þeim verið varið til byggingaframkvæmda Háskólans, tækjakaupa, Náttúm- gripasafnsins, að Laugavegi 105, og fl. Fréttamönnum var enn fremur skýrt frá því, að 20% af tekjum happdrættisins hafi fallið í hlut ríkissjóðs sem leyfisgjald, og hafa þessar greiðslur numið um 10 millj. kr. á tímabilinu. Þess má geta að önnur happdrætti eru ekki skattskyld til ríkissjóðs. Á árinu sem leið vom óseldir miðar aðeins um 3,8% af öllum útgefnum miðum. Seldir vom 230 þúsund miðar talið í fjórðung um, og er þetta rnesta sala happ- drættisins frá upphafi. 70% af veltunni var greitt í vinninga. í upphafi vom gefin út 25 þús. númer, síðan hefur verið bætt við 5000 númerum á nokkurra ára fresti og hafa þau yfirleitt selzt jafnóðum, þar til númera- fjöldinn komst upp í 60 þúsund fyrir tveimur árum. í greinar- Hinir heppnn Keflvíkingar, standandi frá vinstri: Högni Gunnlaugsson; Kristján Sigmunds- son; Olgeir M. Bárðarson. Sitjandi frá vinstri: Þórður Halldórsson umboðsmaður Happdrættis Háskólans á Keflavíkurflugvelli og Jóhann R. Benediktsson. Fljótandi vörusýning HER á landi er mikið talað um markaðsöflun og markaðs- leit fyrir útflutningsafurður okkar. En sennilega er meira talað en framkvæmt í þessum efnum oe sjaldan heyrist um nýmæli hjá okkur á þessu sviði. Mér datt þetta í hug þeg- ar ég rakst á það í erlendu blaði, að Bandarikjamenn væm nú að undirbúa „fljótandi“ vörusýningu, sem send verður til 40 landa allt umhverfis jörðu — og margra hafna í hverju landi. Nú er verið að breyta 20,000 tonna skipj í þessum tilgangi — og þar verða ekki aðeins sýningarsalir, heldur og leik- hús, kvikmyndahús, salir til tízkusýninga o. s. frv. Ferð skipsins hefst í nóvember og verður þá fyrst farið til Evr- ópu, síðan austur á bóginn og til Kyrralhafsins. Bandaríkjamenn em ekki þeir einu, sem sent hafa fljót- andi vörusýningu út í heim. Fyrir nokkmm ámm var þess getið í fréttum, að Danir hefðu sent slíka vörusýningu til Af- ríbulanda með góðum árangri — og þangað er nú seldur margs konar danskur iðnvarn- ingur — meira að segja Carls- berg hefur fundið markað í Afriku. • Allt fyrir ánægjuna Borizt hefur bréf með þakk- læti til Önnu Snorradóttur fyrir sériega skemmtilegan barna- tima í útvarpinu um jólin. Sami bréfritari ræðir um við- tal, sem Jónas Jónasson átti við Flosa Ólafsson og hafði sá gaman af. í öðm bréfi er minnzt á þetta viðtal og sagt, að Flosi hafi kvartað yfir því, að hlustendur hefðu ekki „húmoriskan sans“. Ég hlustaði á skemmtiþátt Flosa á sunnudagskvöldið og er ekki hissa þótt hann kvarti. • Flosi kvartar „Árið 1964 verður slönguár", segir í tízkufréttum Mbl. á sunnudaginn. Þetta mun þýða gerð frá happdrættinu segir m. a. um þetta atriði: „Margir eldri viðskiptavinir, sem spilað höfðu með frá upp- hafi, höfðu á móti þessum viðbót- um og töldu að verið væri að þynna happdrættið út. Þeir höfðu töluvert til síns máls. Meðal ann ars þess vegna hefur verið farin ný leið í útgáfu nýrra happdrætt ismiða til að sinna aukinni eftir- spurn. Hefur nú verið farið eftir erlendri tilhögun og gefinn út Aukaflokbur með númerum 1—60 þúsund, sem em samstæð þeim númerum sem fyrir voru hjá happdrættinu. í framkvæmd verkar þessi viðbót þannig, að annað hvort verða tveir heilmið ar eða fjórir hálfmiðar til á hverju númari. Allir fjórðungis- miðar verða lagðir niður en 1 stað þeirra verða gefnir út hálf- miðar. Jafnframt útgáfu þessa Aukaflokks tvöfaldast heildar- fjánhæð vinninga, þannig að nú verða greiddar 60,400,000 krónur eða 70% af heildarvelt- unni eins og verið hefur. Fjöldi vinninga verður 30 þúsund í stað 15 þúsund. Með aukaflokknum skapast nýir möguleikar fyrir við skitpavinninn, því að með því að eiga báða heilmiðana á hverju númeri á hann kost á að vinna hæst tvær milljónir í einum drætti og minnst kr. 2000,00. Og að sjálfsögðu tvöfaldast allir aðr ir vinningar“. Þess má geta að sala miðanna í aukaflokki hófst 1. nóvemiber s.l. Viðskiptavinir happdrættis- ins höfðu forkaupsrétt á miðun- um í samræmi við sína fyrri miða eign til 1. desember s.l., en síðan og þangað til dregið verður í 1. flokki þessa árs, þ.e. 15. janúar, er heimilt að selja hverjum sem er miðana í aukaflokknum. Framhald á bls. 11. Athugasemd | MBL. hefur verið tjáð, að I unglingur sá í Hafnarfirði, i sem ljósmyndari blaðsins tók v mynd af sl. mánudagskvöld 7 og birt var í blaðinu á þriðju- I dag, hafi ekki verið undir» áhrifum áfengis, þótt hann k hafi verið með óspektir á göt- l unni. /i það, að slönguskinn verði vm- sæl meðal kvenfóiksins á þessu ári — og er þá ekki spurt að því hvort fólk hafj efni á að kaupa slönguskinn eða efcki, Að vísu er kvenfólkinu í srjálfs vald sett hvort það kaupir tízkuvarning eða ekki. En svo virðist sem jafnvel lægstu laun hrökkvi ungum stúlkum til að „tolla í tízkunni" hver svo sem hún annars er. Sjálfsagt er ekkert nema gott eitt um það að segja. Tízkuiðnaðurinn er marg- breytilegur og sjáum við þó ekki nema lítinn hluta af hon- um hér á landi. En allt er þetta til þess að auka ánægjuna, Lika „Snyrtitaska Luokyar", sem auglýst var hér í blaðinu ekki alls fyrir löngu. í þeirri snyrtitösku em sögð sjö mis- munandi fegrunarkrem, eitt fyrir hvern dag vikunnar. Og í sjöunda glasinu, sem skal notað á sunnudögum, em „lifandi frumur", segir í auglýsingunni. Óskaplega hljóta þær að vera hressandi, þessar lifandi fmm- ERU ENDINGARBEZTAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.