Morgunblaðið - 09.01.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.01.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. jan. 1964 Minna kapp og meiri forsiá, herrar mínir! Sigurður A. Itiagnússon svarar gagnrýni um „frægan ritdóm 66 MÉE kemur það spánskt fyrir sjónir, að ekki sé meira sagt, hvernig ýmsir mætir menn hafa brugðizt við ritdómi mínum um ævisögu Hannesar Hafsteins, sem birtist í Morgunblaðinu 22. des. s.l. Hann hefur vakið meiri úlfa- þyt en ritið sjálft, og þykir mér það í sannleika sagt furðu gegna. Það sem er kannski undarlegast er sú árátta sumra þeirra, sem hlaupið hafa fram á ritvöllinn, að lesa úr orðum mínum dóm um menn og málefni, sem ég þykist ekki hafa fellt, en láta sjálft verkið, sem ég var þó að fjalla um, að mestu liggja milli hluta. Þannig segir Henrik Sv. Björns- son í Morgunblaðinu 3. jan. að ég hafi tekið að mér „það hlutverk að vera dómur sögunnar um stjórnmálaviðburði á íslandi á öndverðri 20. öldinni“, en þar hefur hann hausavíxl á mér og bók Kristjáns Albertssonar. Hann ítrekar þessa sömu fásinnu í lok greinar sinnar með svofelldum orðum: „Ég held, að Sigurður A. Magnússon ætti ekki oftar að taka að sér dómarahlutverk um Íslandssögu síðari ára“. Þetta og ýmislegt fleira segir sendiherrann, hafandi lýst því yf ir, að bók Kristjáns Albertssonar hafi ekki enn borizt honum í hendur, og þykir mér það í sann- leika bíræfið af jafngrandvörum og sómakærum manni. Ég hlýt að líta svo á, að hann sé alls ekki dómbær á dóm minn, fyrr en hann hefur kynnt sér forsendur hans. Ég sé ekki að það þjóni neinum sæmilegum tilgangi að henda orð mín á lofti án þess að þekkja tilefni þeirra, rífa þau úr samhengi og gefa í skyn, að ég sé að fjalla um allt aðra hluti en þá, sem til umræðu eru. Meginatriðið gleymdist Mergurinn málsins er sá, að það virðist af einhverjum óút- skýranlegum orsökum hafa skot- izt fram hjá andmælendum mín- um, að ég var að skrifa um bók Kristjáns Albertssonar, en ekki að semja sjálfstæða ritgerð um sjálfstæðisbaráttuna í upphafi aldarinnar. Hafi ég í umræddum ritdómi dregið mínar eigin álykt- anir af bókinni, sem ég vitaskuld gerði, tel ég það alls enga goðgá, heldur þvert á móti skyldu mína við höfundinn og verk hans. Ég á sannast sagt bágt með að skilja menn, sem lesa góð ritverk án þess að þau orki með einhverj- um hætti á hugsun þeirra og til- finningar. Það sem orðið hefur mörgum ásteytingarsteinn í umræddum ritdómi er flokkun mín á nokkr- um forvígismönnum íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu, eins og þeir koma fram í bókinni, en ekki út frá neinum annarlegum persónu- legum sjónarmiðum. Flokkunin var gerð með þessum formála, sem ætti að vera hverjum sæmi- lega læsum íslendingi skiljanleg- ur: „Sagan af fyrra ráðherraferli Hannesar Hafsteins fram að kosn ingaósigrinum 1908, eins og Kristj án Albertsson segir hana, er alls ekki ósvipuð spennandi reyfara — ekki sízt að þvl leyti sem forsjónin eða kringumstæðurnar hafa lagt upp í hendurnar á höf- undinum „dramatis personæ“ sem hæfa hlutverkum reyfarans út í æsar.“ Þessi orð hefðu átt að taka af öll tvímæli um það, að ég gerði hina illræmdu flokkun í hálf- kæringi og studdist eingöngu við bók Kristjáns Albertssonar. Flokkunin var að sjálfsögðu gerð út frá því sjónarmiði einu, hvern- ig menn höguðu stjórnmálabar- áttu sinni, en ekki fyrir hvað þeir börðust. Það var jafneðli- legur hlutur eins og skipti dags og nætur, að menn greindi á um sambandslagafrumvarpið 1908. Engin stefna eða mannleg athöfn hlýtur óskipta hylli eða viður- kenningu allra. Um hitt verður varla deilt, að gera verði ein- hverjar lágmarkskröfur um heið arleik í málflutningi, og á þeim forsendum einum var dómurinn skrifaður. Frumvarpið sjálft skiptir í þessu samhengi ekki meg Og vilja menn þá kannski halda því fram, að Kristján Al- bertsson hafi „búið til“ þær per- sónur sem við sögu koma í bók hans? Það er þeim mun fjar- stæðara sem hann byggir flestar lýsingar sínar á þeirra eigin skjal festu orðum. Á hitt má þó kannski líta, svo andstæðurnar í bókinni verði mönnum skiljan- legri, að stjórnarandstaða hefur jafnan tilhneigingu til að vera stórorðari og óvandari að með- ölum en þeir sem með völdin fara. Þetta þekkjum við vel úr samtímanum. Málgögn stjórnar- innar eru að jafnaði hógværari og ábyrgari í málflutningi en blöð stjórnarandstöðunnar, og þessa hefur Hannes Hafstein vafalaust notið í ráðherratíð sinni. Að minnsta kosti er áber- verk slíkra manna, ef til væru, vera ólæsilegur óskapnaður. Það kann að vera rétt hjá Sveini Benediktssyni, að ég hafi fengið ofbirtu í augun af lýsingu Kristjáns Albertssonar á Hannesi Hafstein, en gæti það ekki ein- faldlega stafað af því, hve skugga legt var kringum þennan mikla afburðamann og raunsæja stjórn- málamann, sem lét sér fátt finn- ast um hið landlæga og ólækn- andi kíf íslenzkra stjórnmála, ell sneri sér óskiptur og hugum- stór að því aðkallandi verkefni að finna raunhæfa lausn á mikl- um og geigvænlegum vandamál- um þjóðarinnar, bæði pólitísk- um og verklegum? Hentistefna og spákaupmennska. Ég skal ekki þrátta við Svein Benediktsson eða aðra um atferli Skúla Thoroddsens í sambands- laganefndinni 1908. Þar tala stað reyndir og skráðar heimildir skýru máli, og fæ ég engan veg- inn séð að hann verði meiri mað- ur af því máli en hinir tveir and stæðingar Hannesar Hafsteins í nefndinni, þeir Stefán Stefáns- son og Jóhannes Jóhannesson — miklu fremur hið gagnstæða. — Um hylli hans meðal sinna sam- herja efast ég ekki, en það varð- íslenzku fulltrúarnir í sambandslaganefndinni 1998. Talið frá vinstri: Jón Sveinbjörnsson ritari nefndarinnar, Jón Magnússon, Lárus H. Bjarnason, Hannes Hafstein, Steingrímur Jónsson, Jó- bannes Jóhannesson og Stefáin Stefánsson. Á myndina vantar einn nefndarmanna, Skúla Thor- oddsen, sem skrifaði ekki undir „uppkastið“, eins og kunnugt er. inmáli, heldur hitt hvernig á mál- um var haldið af beggja hálfu. Það er hlægileg firra, sem hamp- að hefur verið og haldið á loft í meir en hálfa öld, að ætla þá menn minni íslendinga, óþjóð- hollari, skammsýnni eða bein- línis heimskari, sem mæltu með frumvarpinu, en hina sem börð- ust gegn því. Það er barnaleg fölsun á sögulegum staðreynd- Var ævisagan rangtúlkuð? í Morgunblaðinu 29. des. fer Svéinn Benediktsson mörgum orðum og stórum um það tiltæki mitt að nefna nokkrar sjálfstæð- iskempur „trúða og trumbuslag- ara“ kringum þá Valtý Guð- mundsson og Björn Jónsson, og spyr í því sambandi, hvers vegna mér hafi láðst að skipa föður hans, Benedikt Sveinssyni, í þann fríða flokk. Ég bið hann velvirð- ingar á þessu gáleysi, sem staf- aði einfaldlega af því, að ég valdi nokkur þau nöfn sem mest koma við sögu í frásögn Kristj- áns Albertssonar, en hann nafn- greinir Benedikt sjaldan og orðar hann ekki beint við þær baráttu- aðferðir, sem urðu mér 'tilefni flokkunarinnar. Það er eftirtektarvert, að eng- inn hefur vakið máls á því, að með hinni margræddu flokkun hafi ég Tangtúlkað verk Kristjáns Albertssonar, enda kynni mönn- um að reynast það nokkuð tor- velt. Um orðalag mitt má vitan- lega deila, það er smekksatriði eins og fleira, en að ég hafi dreg- ið sterkari drætti í myndina af umræddum mönnum en Kristján Albertsson, það ætla ég að eng- inn athugull og óhlutdrægur les- andi geti með góðri samvizku staðhæft. andi hve tónninn í skrifum stuðn- ingsmanna hans er menningar- legri og háttprúðari en tónn andstæðinganna. Hlutdrægni Bæði Sveinn Benediktsson og Henrik Sv. Björnsson saka Kristj án Albertsson um hlutdrægni í lýsingu hans á Hannesi Hafstein, og segja að sú skoðun hans fái ekki staðizt, að Hannes hafi allt- af haft á réttu að standa í stjórn- málum. Þetta er laukrétt athug- að hjá þeim báðum að öðru leyti en því, að þessari skoðun er hvergi haldið fram í ævisögunni. Það skyldu þó aldrei vera fleiri en ég sem draga djarfar álykt- anir af rituðu máli?! Hins vegar segir Kristján Albertsson, að sér sé ekki kunnugt um neitt, sem varpi minpsta skugga á stjórnmálaferil ^ Hannesar Haf- steins á þessum árum, og er það dálítið annar handleggur. Menn geta nefnilega hæglega haft á röngu að standa í stjórnmálum sem öðrum efnum, án þess það varpi minnsta skugga á þá, svo fremi þeir gæti heiðarleiks í mál- flutningi og baráttuaðferðum. Um hlutdrægni Kristjáns Al- bertssonar er annars það að segja, að vitanlega hefur hann hrifizt af Hannesi Hafstein. — Annars hefði hann tæplega farið að leggja á sig margra ára vinnu til að semja þessa ævi- sögu. En ég benti á það í rit- dóminum, að hann legði sig mjög fram um að túlka málstað and- stæðinganna. Að til séu sagn- fræðingar, sem séu algerlega hlutlausir gagnvart efni sínu og leggi ekki persónulegt mat á þær staðreyndir, sem þeir eru að fjalla um, það hef ég satt að segja aldrei heyrt, enda mundu ar ekki þetta mál, né heldur hitt að Skúli hafi í flestu tilliti ver- ið hinn mætasti maður. Það má kannski kalla það eitthvað ann- að en hentistefnu og spákaup- mennsku að láta persónuleg von- brigði ráða afstöðu sinni í jafn- veigamiklu máli og baráttunni um „uppkastið", eins og Hannes Þorsteinsson óneitanlega gerði, en mér voru þessi orð nærtæk- ust, enda kemur berlega fram í sjálfsævisögu hans, að hann vill sem fæst orð hafa um þetta mál. Mér var og er ljóst, að Einar Benediktsson var hvorki flokks- bróðir né vildarvinur þeirra Björns Jónssonar og Valtýs Guðmundssonar, en það breytir að minni hyggju engu um þá staðreynd, að hann gerðist um skeið liðsmaður í baráttu þeirra félaga gegn Hannesi Hafstein, og af þeim sökum taldi ég hann meðal „trumbuslagaranna“. Ein- ar átti síðar eftir að snúa við blaðinu, enda er það sanni næst, að hann hafi alla tíð verið meira skáld og hugsuður en pólitíkus. Frá blautu barnsbeini var mér innrætt aðdáun á Einari Bene- diktssyni bæði sem skáldi og þó sérstaklega sem manni, og ég hef ekki gengið af þeirri „barna- trú“, þó mér hafi síðar orðið ljóst að hann hafði sína bresti eins og aðrir Adams niðjar. Spurning um orðalag. Sveinn Benediktsson telur að mér hafi orðið á í messunni, þeg- ar ég hélt því fram, að íslend- ingar hefðu verið bundnir Dön- um með miklu „óhagstæðari samningi“ en þeim sem fólst í sambandslagafrumvarpinu 1908. Vera má að orðalagið sé ekki lögfræðilega hárnákvæmt, en hitt er hártogun að íslendingar hafi ekki samið um samband sitt við Dani fyrr en 1918. Þegar tveir aðilar gera með sér sam- komulag, er það að mínum skiln ingi „samningur", hvað sem öll- um lagakrókum líður. Árið 1903 var gerður sáttmáli milli íslands og Danmerkur um breytingu á „ríkisréttar- og þjóðréttarstöðu landsins" (Jón Krabbe), sem kalla má hvaða nafni sem menn vilja, en þar var þó um að ræða samkomulag tveggja þjóðþinga, þó ekki hefðu þau að vísu sömu aðstöðu eða vald. Ég fæ ekki betur séð en íslendingar hafi í verki viðurkennt Dani sem samn ingsaðila um málefni íslands, úr því þeir voru látlaust að reyna að semja við þá, hvað sem leið greinargerðum íslenzkra lögfræð inga um heimildarleysi danskra stjórnarvalda til íhlutuna,r um íslenzk málefni. (Þess má geta hér innan sviga, að Einar Arn- órsson, sem Sveinn Benedikts- son vitnar í, var meðmæltur „uppkastinu“, sbr. ritgerð hans í Lögréttu 16. júní 1908). Á hinn bóginn dregur það engan veginn úr gildi „uppkasts- ins“ 1908, að með því er í fyrsta sinn af Dana hálfu litið á íslend- inga sem fullvalda þjóð. Það er að sjálfsögðu rétt, að sambands- lögin 1918 hefðu að líkindum aldrei verið samin, ef gengið hefði verið að „uppkastinu” 1908, en ég benti á það í ritdóminum, að ósanngjarnt og fjarstætt væri að dæma „uppkastið“ í ljósi þess sem gerðist 1918. Telji Sveinn Benediktsson slíkan samanburð réttmætan, leyfi ég mér að halda því fram í ljósi þeirra atburða sem gerzt hafa í heiminum á síðustu áratugum, að ísland væri fyrir löngu orðið sjálfstætt lýð- veldi, hefði þjóðin æskt þess, þó „uppkastið" hefði verið sam- þykkt óbreytt árið 1908. Vegna hins mikla kosningasig- urs 1908 hafa frumvarpsandstæð- ingar mjög vitnað í fylgi þjóðar- meirihlutans máli sínu til sönn- unar, en í þessu sérstaka tilfelli er erfitt að taka mark á honum af orsökum sem ég vék að í títt- nefndum ritdómi. Flest rennir stoðum undir þá ályktun, að þar hafi hvorki ráðið úrslitum raun- sætt mat á aðstæðum og aðstöðu þjóðarinnar né róleg yfirvegun, heldur það feiknarlega moldviðri áróðurs og beinna lyga sem þyrl- að var yfir landslýðinn. Kapp án forsjár Mér hefur aldrei komið til hug- ar að gera lítið úr ættjarðarást og hugsjónaglóð þeirra ungu Landvarnarmanna, sem mikið komu við sögu I þessum afdrifa- ríku átökum. Ungir menn hyll- ast að ofurkappi og einstreng- ingshætti, ekki sízt í stjórnmál- um, en samfara slíku kappi er ekki ævinlega sú forsjá, sem eigi rætur í raunsæjum viðhorfum við ríkjandi ástandi, og eftirköst glundroðans, sem kosningaúrslit- in 1908 ollu, sögðu sannarlega til sín á næstu tíu árum. Sveini Benediktssyni verður tíðrætt um Þingvallafundinn 1907 og telur hann sýnilega hafa túlkað afstöðu meirihluta þjóð- arinnar, en það virðist mér í hæsta máta hæpin ályktun og algerlega órökstudd. „Leiðréttingu“ vísað til föðurhúsanna Að lokum fáein orð til Þor- steins Jónssonar, sem skrifar greinarstúf í Morgunblaðið 4. janúar og þykist vera að leið- rétta „missögn“ hjá mér, sem sé í því fólgin að ég tali um „götu- lýð“ er farið hafi heim til Hann- esar Hafsteins og sungið yfir hon- um „íslendingabrag". Telur hann fjarstætt að tala um „götulýð“, þar eð lítið hafi verið um ungl- inga 12—16 ára í hópnum, en hina vegar mikið um stúdenta og aðra menntamenn, starfsmenn í opin- berum stofnunum o.sfrv. Mér þætti fróðlegt að fá nánari skil- greiningu Þorsteins á hugtakinu „götulýður", en bæði af lýsingu hans sjálfs og Kristjáns Alberts- sonar (bls. 304) á háttalagi þessa Framh. á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.