Morgunblaðið - 09.01.1964, Page 10

Morgunblaðið - 09.01.1964, Page 10
10 MORCU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 9. jan. 1964 Nýja stjórnin í Suður Vietnam mið, því styrjaldarástandið, reynsluleysi þjóðarinnar og erfið leikar við að skipuleggja frjálsar kosningar, gerir það ókleyft að koma á lýðræðisskipulagi í ná- inni framtíð. Duong Van Minh hershöfðingi Duong Van Minh hershöfðingi er formaður byltingarráðsins, bæði í orði og á borði. Hann er harðskeyttur og ákveðinn hæfi- leikamaður. Enda þótt hann kynni eflaust betur við sig á orrustuvelli, en í stöðu eldri stjórnmálamanna í Saigon, þar sem hann virðist stundum ekki sérlega hamingju- samur, þá hefur hann aldrei svik- izt undan því að taka á sig miður þægilegar ábyrgðarstöður, hafi fósturjörð hans þurft á því að halda. Enginn, sem þekkir Minh hershöfðingja, efast um einlægni hans, þegar hann lýsir því yfir, að hann hafi engan áhuga á per- sónulegum hagsmunum í sam- bandi við stjórnarstörf sín. Að- stoðarmenn Minhs eru hershöfð- ingjarnir Le Van Kim og Tran Van Don. Sá fyrrnefndi er eink- um hugsuður og skipuleggjandi. sem kann að orða skýringar og betur tilgang byltingarinnar en yfirmaður hans, sem er heldur fámáll. Tran Van Don er hag- sýnn yfirhershöfðingi, gæddur góðu sjálfstrausti. Hann gegnir einnig embætti landvarnamála- ráðherra. Fyrirboði óeiningar? Viðbrögð Viet-Kong við bylt- ingarráðsins, þá stafar mest hætta á óeiningu og sundur- þykkju frá hershöfðingjanum Thon That Dinch, sem er með- limur keisarafjölskyldunnar fyrr- verandi, ber flest tignarmerki og er auk þess yngstur af hershöfð- ingjunum. Dinch, sem er óstöðug- lyndur og bráðlyndur „aristo- crat“, krafðist í fyrstu að fá emb- ætti innanríkisráðherra, en varð að láta sér nægja hið nýstofnaða öryggismálaráðuneyti. Hann var Ngo Din Diem trúr fram undir það síðasta, en gekk þá í lið með byltingarmönnum og gegndi mikilvægu hlutverki í byltingunni. Dinc er afskaplegur eiginhags- munamaður, en þótt enginn dragi í efa, að hann sé hraustur her- maður, þá hefur hann sýnt næsta litla pólitíska snilli fram til þessa. Hann var herstjóri Diems forseta í Saigon í ágúst, og gaf út fjölmargar handtökufyrirskip- anir í höfuðborginni. Stóð mönn- um hin mesta ógn af honum. — Tíminn einn mun skera úr því. hvort honum tekst að halda per- sónulegri hagsmunastreitu og meðfæddum skapofsa innan þeirra marka, að hann geti haft áframhaldandi samvinnu við fé- laga sina, en margir Viet Nam- búar eru kvíðafullir út af honum. Hertekin skjöl Viðbrögð Viet-Kong við bylt- ingunni hafa bæði verið illa skipulögð og yfirleitt áhrifalítil. Dagar þeirrar óvissu, sem óhjá- kvæmilega hlaut að fylgja í kjöl- far hinnar vopnuðu uppreisnar og stjórnarskipta hefðu átt að bjóða hinum kommúnísku uppreisnar- mönnum óviðjafnanlegt tæki- færi til að hagnast á. Skjöl, sem tekin voru herfangi fyrir nokkru, sýna líka, að leiðtogar Viet-Kong í Norður-Vietnam höfðu gefið þeim rækilega áminningu, vegna þeirra mistaka að hagnýta sér ekki betur byltinguna, sem varð í nóvember 1960, til að styrkja aðstöðu sína í Suður Vietnam. Ef bylting yrði gerð í framtíðinni, gáfu skjöl þessi þau fyrirmæli, að nákvæmar áætlanir skyldu vera fyrir hendi um að hertaka þegar allar borgir utan Saigon, á með- an athygli manna í Suður-Viet- nam beindist öll að höfuðborg- H IÐ athyglisverðasta við bylt- inguna í Suður-Vietnam, sem velti stjórn Diems forseta úr sessi, er sú staðreynd, að hún var ekki framkölluð af valdafíknum stjórn málamönnum, heldur af þjóðholl- um hernaðarleiðtogum Diems for seta. Það var ekki fyrr en ljóst var, að sigur gegn uppreisnar- mönnum Viet-Kong mundi naum- ast vinnast vegna hinnar víðtæku andstöðu gegn kúgunaraðgerðum stjórnarinnar, að hershöfðingjar Viet-Nam hófust handa. Byltingin sjálf var kænlega skipulögð og snilldarlega fram- kvæmd, þeim markmiðum,' sem stefnt var að, var náð á skömm- um tíma, og manntjón var sára- lítið. Byltingunni var fagnað af þorra þjóðarinnar. Pólitiskir fang ar voru snarlega látnír lausir og hinar þvingandi hömlur, sem stjórnin hafði sett, var rutt úr vegi. Gleðilegir endurfundir að- skilinna fjölskyldumeðlima gæddu umhverfið hvarvetna heimilislegum blæ. Byltingarráð hershöfðingjanna á hrós skilið fyrir skynsamlegar aðgerðir í kjöl far byltingarinnar, og einnig fyr- ir að spyrna gegn öllum hefndar- aðgerðum gegn hinum fyrri stuðningsmönnum Diems. Erfitt verkefni Þar sem byltingin og það Eftir P. J. Honey fyrir skynsamlegar aðgerðir í kjöl far hennar eru afstaðin, þá ein- beita hershöfðingjarnir sér nú af alefli að þeim margvíslegu vanda málum, sem enn er við að glíma. Eðli þeirra vandamála hefur ekki breytzt við stjórnarskiptin, en lausn þeirra sýnist ekki eins erfið og fyrr, vegna hins ein- dregna stuðnings, sem hin nýja stjórn nýtur hjá þjóðinni. Höfuð- verkefnið er, eins og hershöfð- ingjarnir hafa margtekið fram, að sigra uppreisnarmenn Viet- Cong, því ekki er von um neinn frið eða öryggi í Suður-Vietnam, nema hinir vopnuðu hermdar- verkamenn verði upprættir. En því marki verður ekki náð á einu dægri, og á meðan verður að koma á fót stjórn, sem annast hin venjulegu stjórnarstörf, vinnur að vaxandi velmegun fólksins, og nýtur jafnhliða trausts og stuðn- ings þess. Hin vopnaða uppreisn Viet- Kong kommúnista í Suður-Viet- nam, og sú takmörkun á borgara- legu frjálsræði, sem hún hefur gert nauðsynlega, mun án efa gera viðfangsefni hershöfðingj- anna stórum erfiðara. Öll pólitísk völd eru nú í hönd- um byltingarráðs hershöfðingj- anna og verða það trúlega i nokkra mánuði a. m. k., en borg- aralegri stjórn hefur verið komið á fót, til að annast hina daglegu stjórnarumsýslu. Forsætisráðherr ann nefnist Nguyen Ngoc Tho og er hann 55 ára að aldri. Hann var áður varaforseti og hefur 33 ára reynslu af stjórnarstörfum. Valdamestu ráðherrastöðurnar, svo sem í varnarmálum, öryggis- málum og fræðslumálum eru í höndum hershöfðingjanna, en flest hin ráðherraembættin skipa rosknir embættismenn. Það væri ekki fjarri lagi að nefna stjórn- ina eftirlitsstjórn sérfræðinga. Auk þess hafa hershöfðingjarnir stofnsett svonefnt sérfræðinga- ráð. Þetta ráð, sem er skipað full- trúum frá ýmsum þjóðfélags- stéttum, trúflokkum og pólitísk- um samtökum, á að gefa bylting- arráðinu ábendingar bæði í inn- an- og utanríkismálum, svo og um stjórnskipulagið í framtíð- inni. Það á að þjóna þeim tvö- falda tilgangi að gefa hershöfð- ingjunum upplýsingar um ríkj- andi skoðanir almennings og láta þjóðina samtímis vera sér þess meðvitandi að hún á hlutdeild í hinni nýju stjórn. Lýðræði er ennþá fjarlægt framtíðarmark- VÉLSKÓFLAN UB162 Fyrir tveggja teningsmetra afkast í hörðum jarðvegi. •— Sérstaklega útbúin fyrir vinnu í grjóti og föstum jarðvegi. — Fullkomin vökvastýring fyrir lyft- ingu og snúning. — Notkunarmöguleikar fyrir drag- skóflu á 'föstum armi, víradrag- skóflu, aususkóflu, lyftingargálga og gripskóflu. •— Skóflurnar geta unnið eftir vild með háðu eða óháðu framdrifi. — Afkast mótors er 220 hestöfl með 1600 snún./mín. OCUTSCHCR INNEN-UNO AUSSENHANOEL ■ IIIHIMKM*IXPORT ■ tRUN W l•MOHRENSTRASSL II Allar upplýsingar veitir: Verzlunarráð þýzka alþýðulýðveldisins á fslandi, Laugavegi 18, Rvík. Duong Van Minh inni. Væri þetta gert, stóð enn* fremur í skjölum þessum, þá mundu sigurvegarar byltingar- átakanna, að vísu vera hæstráð- endur í Saigon, en öll önnur landssvæði í höndum Viet Kong. Kom á óvart Vonir kommúnista brugðust. — Leiðtogar byltingarinnar, senr kunnugt var um áætlanir Viet Kong, sendu aðeins fámennar hersveitir til Saigon. Hinn hluti hersins var í varðstöðvum sinum úti um landið, og gaf kommún- istum þannig lítil tækifæri til að hrinda áætlun sinni í fram- kvæmd. Að vísu juku Viet Kong menn árásir sínar til muna, og hertóku nokkuð af vopnum, en siðferðisstyrkur hers Suður-Viet- nam jókst við það, hve vel bylt- ingin heppnaðist. Mótaðgerðir voru strax hafnar af nýjum eld- móði, og dró þá skjótlega úr sókn kommúnista, og bendir flest til þess, að þeir verði hraktir enn lengra til baka. Það bendir til þess, að komm- únistum hafi komið byltingin al- gjörlega á óvart, að áróður þeirra í Norður-Vietnam er ó- samhljóða áróðri Viet Kong. — Uppreisnarmenn Viet Kong héldu því fram, að það væri þeim að þakka, að stjórn Diems var velt úr valdasessi, en kommúnist- ar í Norður-Vietnam héldu því fast fram, að byltingin hefði ver- ið skipulögð af Bandaríkjamönn- um, sem væru einfaldlega að skipta um leikbrúður. Vafalaust hefur þetta í för með sér hvassar deilur milli Viet Kong og Norð- ur-Vietnam, með gagnkvæmum ásökunum. í öllu falli stendur það fast, að Viet Kong notaðist ekki gullið tækifæri, sem ólík- legt er, að bjóðist aftur. Sú hæfni sem hershöfðingjar Suður-Vietnam hafa sýnt fram til þessa við allar hinar erfiðu að- gerðir, hið skjóta afturhvarf til eðlilegs ástands og hin augljósu gleði, sem stjórnarskiptin hafa vakið um allt landið, vekur upp- örvandi framtíðarvonir. Ef ekki kemur til innbyrðis misklíðar innan byltingarráðsins, og takist því að halda þeim stuðningi, sem það nýtur nú hjá þjóðinni, þá er full ástæða til að vænta þess, að sigur vinnist í styrjöldinni gegn Viet Kong fyrr en fram að þessu hefur virzt mögulegt og friður komizt aftur á í Suður-Vietnam. — Minna kapp Framh. af bls. 8 lýðs á almannafæri kemur ber- lega fram, að hér var einmitt um að ræða götulýð í fyllstu merk- ingu orðsins. Lýður, sem veitist að öldnum heiðursmönnum á förnum vegi og syngur yfir þeim níðvísur, á svo sannarlega ekki virðulegra heiti skilið, að ekki sé talað um sönginn yfir ráðherr- anum, en þar ber frásögnum þeirra Kristjáns og Þorsteins ekki saman, og skal ég ekki um það dæma, hvor fer með réttara mál, þó mér þyki sennilegt að hér sé um tvo aðskilda atburði að ræða. Vona ég svo að nóg sé að gert í bili út af þessum dæmalausa „sleggjudómi“, „stóradómi", eða hvað það nú var sem menn fundu upp á kalla greinargerð mína um bók Kristjáns Albertssonar. Sigurður A. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.