Morgunblaðið - 09.01.1964, Page 22
22
MORGUNBLAÐID
Fimmtudagur 9. jan. 1964
L
En hinir 9 hafa samtals
leikið í 91 landsleik
LANDSLIÐ íslands í hand-
knattleik, sem verja á heiður
íslands í lokaátökum keppn-
innar um heimsmeistaratitil
í handknattleik hefur verið
valið. Liðið fer til Tékkósló-
vakíu þar sem 16 lönd keppa
í úrslitakeppni um titilinn. —
Keppnin stendur frá 6.—15.
marz n.k.
ísland hafnaði í 6. sæti í síð-
ustu heimsmeistarakeppni
sem haldin var í Þýzkalandi.
Það er því mikið hlutverk
sem eftirfarandi landsliði ís-
lands er fengið er verja skal
þann frækilega árangur er þá
náðist.
Landsliðið er þannig skipað:
Hjalti Einarsson FH. Hann á
11 landsleiki að baki og hefur
um árabil verið bezti markvörð-
ur íslands.
Guðmundur Gústafsson Þrótti,
markvörður. Hann er nýliði í
MOLAR
Toni Sailer, „gúmmikarl
inn“ austurríski, sem vann 3
gullverðlaun í alpagreinum
vetrarleikanna í Cortina 1956,
vinnur nú fyrir austurríska út
varpið. Hann annaðist sína
fyrstu lýsingu i gær er hann
lýsti svigkeppni kvenna i
Grindewald.
Innsbruck. — Framkvæmda
stjórn vetrarleikanna sagði í
tilkynningu til blaða i gær, að
vetrarleikarnir færu fram sam
kvæmt útgefinni tímaskrá, þó
ekkert einasta snjókorn félli
fyrir setningu leikanna 29.
janúar. En þrátt fyrir þessa
bjartsýni framkvæmdastjórn-
arinnar, eru ýms blöð svart-
sýn.
Brautir allar eru nú senn
tilbúnar og verður fluttur i
þær snjór og er sagt að allir
íbúar nálægt keppnissvæðinu
séu reiðubúnir til að aðstoða
ef á þurfi að halda, svo leik
arnir megi vel fram fara.
BELGRAD, 8. jan. — Júgóslav
neski hnefaleikarinn i bantam
vigt Branislav Petritich, sem
var hvað líklegastur allra
Júgóslava til að hreppa verð-
laun á Tokíóleikunum, hefur
verið settur í keppnisbann af
félagi sínu „Rauðu stjörn
unni“, vegna þátttöku í götu-
óeirðum í Belgrad. Petritich
er júgóslavneskur meistari og
silfurverðlaunahafi frá heims
meistarakeppninni 1963. Hann
var nýlega dæmdur fyrir að
ráðast á konu á götu í Bel-
grad. Liðu 15 dagar milli þess
sem pilturinn hlaut dómana.
Júgóslavneska hnefaleikasam-
bandið hefur í hyggju að taka
af honum keppnisleyfi.
landsliði en hefur vakið athygli
fyrir góða markvörzlu og oft
verið í úrvalsliðum.
Einar Sigurðsson FH einn
reyndasti varnarleikmaður ís-
lands. Hann hefur leikið 14 lands
leiki.
Ragnar Jónsson FH, eldsnögg-
ur og snjall sóknarleikmaður
og skytta góð. Hann hefur leikið
15 landsleiki. Hann verður fyrir-
liði liðsins á leikvelli.
Hörður Kristinsson Á er nýliði
í landsliðinu. Hann hefur vakið
sérstaka athygli að undanförnu
ekki sízt fyrir vítaköst sín sem
nær undantekningarlaust heppn-
ast. Hann er stór og stæltur leik-
maður.
Gunnlaugur Hjálmarsson lR.
Hann hefur 15 landsleiki að baki
og margsinnis verið talinn bezti
handknattleiksmaður landsins. í
síðustu heimsmeistarakeppni var
hann 3 markhæsti maður keppn-
innar.
Birgir Björnsson FH á 12
landsleiki að baki. Hann er
óhemju dugmikill, sterkur og
fylginn sér. Hefur oft verið fyrir
liði landsliðsins.
Guðjón Jónsson Fram á 2
landsleiki að baki. Hann hefur
að undanförnu verið ein sterk-
asta stoð" Framliðsins sem hefur
forystu meðal ísl. handknatt-
leiksliða. Hann er skytta góð en
einnig afburða uppbyggjandi
leiks.
Ingólfur Óskarsson Fram á 2
landsleiki að baki. Hann er í
fremstu röð meðal skotmanna,
óvenjulega marksækinn og skot-
fastur.
Karl Jóhannsson KR á 13
landsleiki að baki. Hann er eld-
ánöggur og liðlegur leikmaður,
skotmaður góður.
Sigurður Einarsson Fram er
nýliði í landsliði. Hann er einn
af beztu „línuleikmönnum" í ísl.
handknattleik, snöggur og út-
sjónarsamur.
öm Hallsteinsson FH á 7 lands
leiki að baki. Hann dugmikill
leikmaður góður í vörn og sókn.
Þjálfari liðsins er Karl Bene-
diktsson en aðalfararstjóri í för-
inni til Tékkóslóvakíu verður
Ásbjörn Sigurjónsson form. HSÍ.
Bandorísb
stúlka kont öll-
um d óvart
UNG bandarísk stúlka Jean
Saubert, vann yfirburðasigur í
stórsvigskeppni kvenna i Grinde
wald í Austurríki í gær. í keppn
inni voru allar beztu svigkonur
Mið-Evrópulanda og þykir sigur
hinnar bandarísku stúlku mjög
athyglisverður. Ferð hennar um
brautina er sögð hafa verið stór
kostleg. Hún varð 2 sek. á und-
an þeirri næstu, Traud Hecker
frá Austurríki og 2 sek. þar á
eftir kom Goitschel Frakklandi
sem sigraði í svigkeppninni á
þriðjudag.
Norðurlandastúlkurnar höfðu
lítið að segja í þessari keppni.
Norðmenn hrepptu 35. og 65.
sæti, en meðal fjölda kvenna er
var dæmdur úr keppninni voru
3 norskar stúlkur og sænsk.
stúlka.
Aldrei fleiri OL-
keppendur en nú
JAPANIR hafa snúið sér til
Olympíunefnda allra landa og
spurzt fyrir um hugsanlega þátt
töku. Þegar hafa þeim borizt þátt
tökutilkynningar 2500 keppenda
frá 27 löndum. Eftir skoðana-
könnunina telja Japanir að þátt-
takendafjöldi verði ekki undir
5500, en það er nýtt met í fjölda
keppenda. I Róm voru keppend-
ur 5396 og höfðu aldrei verið
jafnmargir.
Bandaríkj amenn svöruðu fyrir-
spurn Japana á þá leið, að 475
bandarískir íþróttamenn og kon
ur yrðu keppendur eða leiðtog-
ar. Þetta er 100 fleiri en Banda-
ríkjamenn sendu til Rómar-leik-
anna. Þá er búizt við 150 frá Ind
landi, 110 frá Brazilíu, 66 frá
Kenya, 50 frá Hong Kong og vit
að er að Sovétríkin og A-Evrópu
ríkin senda fjölmenna hópa.
Norður-Rhodesía og Nepal taka
í fyrsta skipti nú þátt í Olympíu
leikum.
ísJcnzkir Olympíukeppendur
Þetta eru keppendur íslands á Olympíuleikunum — að einum undan skildum. — Frá vinstri
talið: Valdimar Örnólfsson þjálfari, Árni Sigurðsson, ísafirði, Jóhann Vilbergsson, Siglufirði,
Birgir Guðlaugsson, Siglufirði og Þórhallur Sveinsson, Siglufirði. Á myndina vantar Krist-
in Benediktsson sem farinn var utan á undan. Þeir dveljast nú við æfingar í Austurríki.
(Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.)
Ovænt
úrslit
HIN óvæntu úrslit gerast nú
mörg í 3. umferð ensku bikar-
keppninnar. í kappleikjum er
fram fóru í gærkvöld var Totten-
ham — sem af yfirgnæfandi
meirihluta manna hefur verið
spáð sigri í bikarkeppninni, sleg-
ið úr keppninni af Chelsea. 2—0
urðu úrslit leiksins og Chelsea
fær Huddersfield sem næsta mót-
herja og keppir á heimavelli sín-
um.
Gæfan var heldur ekki með 1,
deildar liðinu Aston Villa. Það
mætti Aldershot sem er í 9. sæti
í 4. deild. Aldershot vann 2—1.
Bolton sigraði 3—0 liðið Bath
sem er skipað „hálf“-atvinnu-
mönnum. Loks vann West Brom-
wich Blackpool og mætir Arse-
nal í 4. umferð.
Marka-
hátíð
AUSTUR-ÞÝZKA Olympíu-
liðið í knattspyrnu hélt mikla j
„markahátíð“ í gær. Liðið
keppti við úrvalslið í Ceylon |
og fór leikurinn fram í j
Colombo. Þjóðverjarnir unnu
með 14—0.
Mörkunum var jafnt skipt
á báða hálfleiki. Þetta var
fyrsti leikur Þjóðverja í
i keppnisför þeirra um Ceylon.
CASSIUS CLAY var af banda
ríska hnefaleikatímaritinu
„Ring Side“ kjörinn hnefaleik
ari ársins 1963.Jafnframt var
leikur hans við Doug Jones
„kjörinn“ bezti kappleikur árs
ins. Hér sjást þeir eigast við.
Cassius Clay t.h. réttir hinum
vel úti látið hægri handar
högg svo að svitadroparnir
þeytast af andliti Jones. —
Þrír nýliðar í landsliðinu sem
fer til heimsmeistarakeppninnar