Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 15. jan. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 5 MENN 06 = MALEFNI= Maður er nefndur Thomas A. Buck. Hann kom hingað 10. maí 1940 þegar Bretar her- námu ísland, var þá brezkur hermaður. Um haustið fór hann að læra íslenzku hjá Sigurði Skúlasyni magister, sem taldi hann afar efnilegan nemanda. Thomas A. Buck var um jól fannn að lesa ís- lenzkar bókmenntir með til- finningu og skilningi. Um 2 ára skeið var hann í Vestmannaeyjum við skyldu- störf sín og ávann sér þar fá- dæma vinsæidir. Eyjarskeggar trúðu Því tæp ast, að Thomas væri útlend- ingur, jafn góða íslenzku og hann talaði. Héldu þeir helzt að þarna væri kominn son- ur hennar Stínu, en hann hafði flutzt úr Eyjum til út- landa, og köliuðu hann Tóm- as hennar Stínu að Jafnaði. Síðan hélt Thomas til Eng- lands og varð fyrst kennari í Stratford upon-Avon, síðan í York, og síðast í Southamton, við kennaraskólann þar. Hann hefur jafnan tekið þeim ís- lendingum, sem að garði hef- ur borið, opnum örmum og greitt götu margra. Hann hefur haldið fjölda fyrirlestra um ísland og skrif að greinar um land og þjóð í blöð og tímarit, og Morgun- blaðið rakst á grein um eld- gosið í Surtsey fyrir skömm.u í blaði eftir Thomas og fara glefstur úr þeirri grein hér á eftir. Grein Thomasar birtist í blaði Southampon og ber nafn ið: „PEACE OF THE „BEARD ED ONES“ IS DISTURBED '. Hann talar fyrst um það, að „eyjarskeggjar* í Vestmanna eyjum muni vel eftir Heklu- gosinu 1947, og hefði það sézt vel þaðan, en betur sjáist þetta nýja neðansjávargos. Hann minnir á að 1000 ár séu nú liðin frá því að „einkafjall“ Vestmannaeyja, Helgafell gaus, en það sé 900 fet á hæð, og núna séu hlíðar þess grasivaxnar og skapi að- stöðu til indæila gönguferða, enda ekki nema 10 mínútna gangur frá bænum. Honum er tíðrætt um frið- inn og kyrrðina í Vestmann i- eyjum. Hann segir, að Vest- manhaeyjar með kyrrlátri fegurð og litadýrð, verðskuldi sannarlega orð skáldsins: „þær eru eins og safírar settar í silfurhring". „Eyjarnar eru 14 talsins, en aðeins Heimaey er byggð. Veður eru hörð í Vestmanna eyjum, og hvergi á byggðu bóli jafn hvasst, og það var einmitt á slíkum stormdegi ' Febrúar, sem ég leit eyjarnar fyrst í súld og sudda. Litli bærinn með 4000 íbú- Thomas Buck um var upplýstur með raf- ljósum, Þótt kiukkan væri að eins 2 e.h. Dagar norðursins á vetrum eru stuttir. Ég lét frá mér ferðatöskurn- ar á bryggjuna og spurði lög regluþjón, hvar ég gæti geymt þær tryggilega meðan ég færi og næði í farartæki. Hann gaf mér það eina svar, sem Vest- mannaeyingi hefði dottið í hug að gefa manni við svipaðar kringumstæður: Auðvitað geymirðu töskurnar hérna á bryggjunni. í Vestmannaeyj- um eru ekki þjófar til.— Ég hef oft glaðst yfir því, að ég tók orð hans trúanleg, því að á tveggja ára ferli mín um í Eyjum, heyrði ég aðeins getið tvívegis, að einhverju hafði verið stolið, og í bæði skiptin höfðu þjófarnir verið handteknir innan klukku- stundar. Heiðarleiki er aðeins einn af mörgum kostum Eyjaskeggja. Þeir eru að eðiisfari gestrisn- ir og góðhjartaðir, og þannig bjóða þeir gesti og útlendinga velkomna. Á vertíðinni flykkjast marg- ir íslendingar til Eyja til að fiska, og alla bjóða Vestmanna eyjingar velkomna, enda eru þorskveiðarnar mjög mikil- vægar fyrir þá, og má segja að þorskveiðar myndi undir- stöðu íslenzks efnahagslífs. Frystihús, niðursuðuverk- smiðjur og lýsisframleiðslur skapa næga atvmnu fyrir ung- ar, konur, og enn vinna þær eldri að því að þurrka fisk á sumrin' í sóiinni. Sumarið er kyrrlátur tími í Eyjum. Sjómennirnir eru að veiða síld fyrir Norðurlandi, og aðeins verzlunarfólkið, bændur og opmberir starfs- menn eru eftir. Og lunda- veiðimennirnir1 Þeir veiða lundann á fiugi í net, sem fest er á 4 metra langa stöng, og taugar veiðimannsins og tímaskyn þurfa að vera í góðu lagi. Til að minnast loka fugla- veiðanna í ágúst, er efnt til þriggja daga þjóðhátíðar, og flyst Þá nærri hver maður úr bænum ásamt mörgum að komandi í Herjólfsdal, en þar reisa menn nýjan bæ byggðan úr tjöldum, í skjóli hárra kletta. Þarna eru haldnar ræður og meiri ræður, og enn ræð- ur, og allar mjög merkilegar. Flugvöllur var byggður í Eyjum skömmu eftir síðasta stríð, og eru samgöngur því auðveldar til Eyja í góðu veðri. En Vestmannaeyjingar eru ennþá þekktir undir nafninu „Eyjaskeggjar" eða „þeir með skeggin á eyjunum". Það er ekki vegna þess, að þeir gangi almennt með skegg núna, heldur aðeins vegna þess, að þeir eru á vissan hátt frá- brugðnir öðrum íslendingum. Thomas Buck MiÖvikudagsskrýtlan Maður kom hlaupandi inn í lyfjabúð og bað apótekarann um eitthvað skjótvirkt meðal við hiksta. — Það dugar aðeins eitt meðal, svaraði apótekarinn, tók vatns- glas og skellti í andlit mannsins. Maðurinn varð báireiður. — Ágætt, maður á að verða reiður, þá hættir hikstinn. — Það var ekki ég sem var jmeð hiksta, það er konan mín, sem situr úti í bíl! GAMALT og con í þjóðsögum J. Árnasonar er •þrennt talið óteljandi á íslandi: Eyjar á Breiðafirði, Vatnsdals- hólar og vötn á Tvídægru. í staðinn fyrir eitthvað af þessu, hef ég stundum heyrt: dropar í Grímseyjarsundi eða lundinn í Vestmannaeyjum. Ólafur Davíðsson. TekiÖ á móti tilkynningum trá kl. 10-12 t.h. Kennedy jj>, j • ^-- HVAÐ ER KLUKKAM? Þegar klukkan er 12 á hádegi í Reykjavík er hún í: Kaupmannahöfn 2 e.h. London Wien Moskva New York París Tokyo 1 e.h. 3 e.h. 4 e.h. 8 f.h. 1 e.h. 10 e.h. hvort h<egt sé að flagga með Stefánum ? Hverfa tindar hverfur sól af himni hverfa dalir mínir bjartir og gull úr varpa meðan áttlaus og veglaus grætur sölnuð jörð mín hnígur til viðar ást mín og orð mitt vesaliugs heimur vorperla þin stjarna horfin minurn himni dáin minrn átt — meðaa kvöldið er nátt'angt og eitt spyrjum við: hvers er beðið enn? þess er beðið að birti aðeins Þess að birti svo ég finni aftur dalina mína hjörtu og gull í varp.i. Bj. Dan. íbúð íbúð óskast fyrir ung bjón utan af landi. Upplýsingar í síma 20396. Glerísetningar Einfalt og tvöfalt. Útvega allt efni. Símar 37074 og 41630. Stúlka óskar éftix vinnu í Hafnar- firði. Margt kernur til greina, er vön afgreiðslu. Upplýsingar í síma 41369, frá kl. 7—10 í kvöld. Stúlka helzt vön að sauma karl- mannaföt, óskast strax. G. Bjarnason & Fjeldsted klæðaverzl. og saumastofa, Veltusundi 1. 1—2 herb. íbúð óskast sem næst miðibænum, fyrir barnlaust kærustupar, sem fyrst, eða frá 1. febrúar. Uppl. í dag í skna 16920, kl. 2—6. Óska að taka á leigu litla íbúð sem fyrst. Reglu semi heitið. Tilb. merkt: „Reglusemi — 9847“. Símahillur eru nú fyrirliggjandi. Húsgagnagerðin, Hverfisgötu 125. Sími 23272 Hjón með 2 börn sem eru búin að vera hús- næðislaus í 6 mánuði, óska eftir 2—3 herbergja íbúð sem fyrst. Upplýsingar í símia 32310. íbúð Húsgagnasim. óskar eftir 2—3 heirb. íbúð. Til gireina kæmi standsetning á íbúð- inni. Upplýsingar í síma 37004. Herbergi gegn ca. 6 tíma húshjólp á viku, er herbergi til leigu í Nökkvavogi. — Tiltooð sendist Morgunbl. fyrir 20. þ.m. merkt: Herb. — 33 — 9848. „Verzlunarskóli í hókarfórmi46 — HAGES HÁNDBOG FOR HANDEL OG INDUSTRI — er samin af kennurum við Verzlunarskólann í Kaupmannahöfn. Útgefandi: G.E.C. GADS FORLAG Er nú í notkun 80.000 danskra og norskra fyrir- tækja og einstaklinga. 2 bindi, 1490 síður með viðskiptaleksikon. Verð kr: 1450. Nánari uppl. veittar þeim, er þess óska. Sivilpkonom PER SOUG Sofies gt. 12 — Oslo. Ibóð óskast Óska eftir 2-3 herb. íbúÖ sem tyrst. FyrirframgreiÖsla. Uppl. í síma 35756 trá kl. 9-5 Rnðhús ú Teigunum Til sölu er fullbúið raðhús á Teigunum. í kjallara eru 2 herbergi, lítið eldhús, snyrtiherbergi, þvotta- hús, geymslur o. fl. Á I. hæð er stór stofa, eldhús með borðkrók og snyrtiherbergi. Á II. hæð eru 4 svefnherbergi og bað. Stærð samtals rúmir 200 ferm. Tvennar svalir. Tvöfalt gler. Hitaveita. Teppi á öllum gólfum. Frágengin lóð. Bílskúrsréttur. Til greina kæmi að selja húsið í tvennu lagi. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofunni, en ekki í síma. Austurstræti 20 . S(mi 19545 T I L S Ö L U Ný 5 herb. íbúðurhæð um 120 ferm. með sér hitaveitu og sér þvottahúsi á hitaveitusvæði í Vesturborginni, selst tilbúin undir tréverk og málningu. IMýja fasteignasalan Laugavegi 12 — Sími 24300 kl. 7.30 — 8.30 sími 18546.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.