Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAQID Miðvikudagur 15. jan. 1964 G A VIN H Q L T: 31 IZKUSYNING — Svei mér ef ég gat munað, hvað þú hélzt, þegar þú rakst hérna inn í gær, sagði hún. — Mér datt ekki nafnið í hug, fyrr en þú varst farinn. Hittirðu Archie í gærkvöldi? — Þvi miður ekki, sagði ég. — Eg var að vinna frameftir öllu. Hún sneri sér treglega frá okkur til að afgreiða hina gest- ina. — Hvað á hiún við? spurði Joel. — O, ég er eitthvað i þoku, sagði ég. — Það er líkast því, að ég eigi heima í annarri tilveru úti í Pimlico. Ég er farinn að hafa áhyggjur af því, og er að hugsa um að leigja einkasruuðr- ara til að elta mig, hvert s©m ég fer. Joel náði í meiri bjór, en svo þurfti hann eitthvað að flýta sér að komast í skrifsofuna, en vildi akki segja mér, hvers vegna. Hann var orðinn eithvað hugs- andi, á sinn þunglamalega hátt. — Ef þú rekst á eitthvað, get- urðu látið mig vita, sagði hann um leið og hann fór. Eg fór með glasið mitt að borð inu, sem var rétt hjá dyrunum og settist þar, til að bíða eftir Sally. Þegar ég hafði slökkt versta þorstann, fór mér að líða skár, en annars líkaði mér alls akki þessi krá. Þarna var fullt af mönnum og konum, sem kjöft uðu í sífellu og fylltu allt af vindlingareyk. Þarna var lágt undir loft, ljósin óviðkunnanleg Og útvarp glymjandi. Ég beið og beið og Ijóshærður kvenmaður með svipaða greiðslu og Selina sáluga, glápti á mig, eins og hún væri að sækjast eftir félagsskap mínum. Eða kannski hefur hún verið eitthvað skotin í mynstr- inu í bindinu mínu. Fyrir innan afgreiðsluborðið var Ada að leika hertogafrú, en engin hertogafrú hefði getað umgengist bjórdæl- urnar og ginmálin jafn fimlega og hún, Útvarpið var langt komið með Capriceio Espanol eftir Rimsky Korsakov, þegar Sally kam inn. Fyrst var hún eins og aftur- ganga, starandi á mig. En svo, þegar ég stóð upp, lá við að hún fleygði sér í fang mér. Hún sett- ist ekki niður, heldur datt ofan í stólinn. Eg náði í annan hand- legginn á henni og hún titraði öll og skalf. Ég gat ekki greint augnaráð hennar, hvort það bar vott um veikindi eða hræðslu, en ég vissi, að hún var náföl und ir málningunni, svo að ég fór sjálfur að verða hræddur. Eg hélt að hún væri alveg að hníga nið- ur. Mér datt í hug, að nú hefði Burcfhell talað eitthvað meira við hana, Og það hefði verið meiri áreynsla en hún gat þolað, svo að nú væri hún alveg komin að niðurlotum. — Sittu hérna, og ég skal ná þér í eitthvað að drebka, sagði ég hvasst. — Þér veitir ekkert af því. — Ég þaut að afgreiðsluiborð- inu og sagði, að óg vildi fá tvöfaldan konjak. — Nú, svo það var þá þessi dúkka, sem þú varst að elta, sagði Ada. — Þú ert meiri kall- inn, Bert! — Fljót með þetta konjak! sagði ég. Hún hló og hélt bara að ég væri að verða fyndinn. Þegar ég kom aftur að borðinu, skalf Sally, alveg eins og hún væri með mýraköldu. Ég fékk henni glasið og hún svolgraði innihald- inu í sig, án þes að vita, hvað það var, en höfuðið reiigðist aft- ur, þegar hún fann bragðið. Svo skalf hún aftur og greip dauða- haldi í borðið, báðum hönduui og hélt sér þannig uppi. Ég beið. Eg hélt, að þessi ó- gleði myndi líða hjá. Hún starði beint fram fyrir sig, en sá ekk- ert af því, sem fyrir augu henn- ar bar. En hún sá eitthvað annað Og það var ekki sem geðslegast. Loksins var eins og hún áttaði sig á því, hvar hún væri. Fólik var farið að horfa á hana, og glotta, og maður þurfti ekki að kunna neinn varalestur til þess að vita, hvað það var.að segja. Telpan var full, skruggufull. Við næsta sopa færi hún undir borð. Loksins sagði hún: — Við skul um koma héðan. — Heldurðu, að þú getir geng ið? spurði ég. — Við skulum heldur bíða þangað til ég næ í bíl. — Nei, svaraði hún. — Ég get gengið. Þetta er allt í lagi, ef óg bara má halda í þig .... Eg studdi hana. Sú ljóshærða sendi mér skilnaðarglott, sem var fullt fyrirlitningar. Nætur- svalinn var kominn í loftið úti fyrir. Sally virtist skárri en ekki mikið skárri. Ég náði í leigubíl í Bond Street og hjálpaði henm inn í hann. Ég tók upp minnis- bókina mína til að sjá heimilis- fangið, sem var einhversstaðar í Paddington, skammt frá Maida Vale, en hún var búin að segja ökumanninum það áður en ég fann það. f bílnum var hún eins og hræddur krakki og hélt sér í mig. Stundum losaði hún takið af handleggnum á mér. En svo herti hún á því aftur og ég gat fundið fyrir hverjum fingri gegn um ermina. — f guðs bænum, vertu róleg, manneskja! Hvað gerðu þeir við þig að þú þurfir að vera svona? Hún kipptist við og greip báð- um höndum í handlegginn á mér. Við vorum heppin með um- ferðaljósin mestalla leiðina, svo að ferðin tók ekki langan tíma. Hún átti heima í þakhæðinni á þrílyftu leiguhúsi. Þarna var ekkert til að skilja íbúð hennar frá húsinu að öðru leyti. Maður fór bara upp stiga, þangað til þá þraut og þá voru dyrnar beint í sjálfu stigagatinu. Ég bjóst við að þurfa að bera hana upp allan stigana, en svo slæmt var það nú ekki. Ég hélt bara utan um hana og þá gekk allt vel. Dyrnar, sem hún opnaði voru með fornlegri læsingu og lykillinn var í að innan. Þetta var þannig hún. Hún skellti sér niður á legu- bekk og sat þar upp við dogg í mörgum koddum. Hún fékk aftur þennan mýrarköldskjálfta og ég svipaðist um eftir ein- hverju til að breiða ofan á hana. Ég fann ekkert til þess. Hún var í Ijósbrúnu kápunni sinni, en hún var flakandi og óhneppt. Eg sveipaði henni betur um hana og sá þá, að kápan var rifin á ein- um stað. Þetta var stór rifa í tvær áttir, eina sex þumlunga upp í kápuna að neðan og fjóra á þvers. Það var ótrúlegt, að ég skyldi ekki vera búin að taka eftir þessu fyrr. Ég sagði: — Hvernig hefurðu farið með kápuna þína? Hún greip í hönd mína og þrýsti hana, og dró mig síðan niður á legubekkinn. Ég var að því kominn að segja henni að vera ekki að þessu, en í raun- inni var þetta alveg þýðingar- laust hjá henni. Það var bara eins og þegar krakki verður hræddur, og það var eins og þetta áfall hefði gert hana að barni aftur. Augu hennar báðu mig að standa við hlið sér og veita sér lið. Hún fékk mig til að ímynda mér, að ég væri eim maðurinn, sem hún gæti treyst, en gaf hinsvegar í skyn, að hún hefði tekið í hramminn á hvaða úlfi, sem vera vildi, ef hann hefði verið þarna á staðnum. En svo hvarf þessi æsingur smám saman og hún fékk nokkra stjórn á sjálfri sér. Það kann að vera, að hún hafi fund- ið einhvern styrk í sér nú, er hún var komin aftur í kunnugt umhverfi. Og svo getur það líka hafa verið eftirverkan af kon- jakinu. Líklega hvorttveggja. Hún fór að gráta. Mér fannst hún mundi hafa gott af því, svo að ég beið átekta. Beið þangað til hún fór að fólma eftir vasa- klú.t. — Heldurðu ekki, að þú ættir að segja mér alla söguna? sagði ég. — Jú, svaraði hún og höndin herti takið á minni hendi. — Jú, ég ætti að segja þér það. Það hefur verið reynt að myrða mig! XIX. Líklega hefði ég ekki átt að tortryggja hana, sem samt datt mér í hug, að þetta stafaði að- eins af sálarástandi hennar. Að vísu var þessi rifa á kápunni, en hún var hinsvegar ekki mikil sönnun. Það gat vel verið, að hún væri að ýkja eitthvert ómerkilegt atvik að áreynslan og spennan eftir daginn væri að láta ímyndunaraflið hlaupa með hana í gönur. En nú er hún hafði nefnt þetta, varð hún strax ró* legri. Og hún var viss í sinni sök. Hver sem sannleikurinn kynni að vera, var hún í engum vafa. Hún sagði, að einhver maður í bíl hefði reynt að aka á hana og myrða hana þannig. „Gussie var að ganga yfir götuna, fá úr búðinni, sagði hún, — og ég var anð ganga yfir götuna, fá skref frá Clibaud, og bíllinn var næstum runninn á mig áður en ég sá hann. Eg veit ekkert hvað an hann kom. Ég var meira en hálfnuð yfir götuna. Þá heyrði ég þyt í hjólbörðum, og þessvegna leit ég við. Hann kom skáhallt að mér. Ég hélt, að maðurinn væri drukkinn og vitlaus, enda ók hann öfugu megin. En svo hélt ég, að hann hefði misst vald á bílnum. Ég tók viðbragð og hljóp, en maðurinn hafði alls ekki misst vald á bílnum. Hann beygði að mér og ég stökk upp á gangstéttina. Ég veit ekki, hvernig ég slapp, en líklega hef- ur það verið að þakka ljósa- staurnum, en það vissi ég ekki þá, en tók fyrst eftir því seinna. Ég veit alveg, að hann hefði hald ið áfram upp á gangstéttina og ekið á mig, ef ekki hefði verið Ijósastaurinn, en þarna varð hann að beygja aftur, annars hefði hann rennt beint á hann. Þú rakst hann á hann með höggv arann og reif um leið kápuna mína. Líklega hefur hún krækzt í bílinn. En ég gerði mér ekki grein fyrir neinu þá, en horfði bara á eftir bílnum. Hann var á fleygiferð; hlýtur að hafa farið sextíu. Eg veit ekki hvernig hon um tókst að beygja inn í Bond Street, en ég heyrði hvína í heml unum. Svo var hann horfinn. Ég var dálítið ringluð, en ekki þó mjög. Ég held ég hafi farið að hlaupa, en þegar ég kom út í Bond Street, var ég á venju- legum gönguhraða. Ég fann ekki fyrir taugaáfallinu, fyrr en ég kom þarna inn í krána, og gerði mér ekki fulla grein fyrir því, sem gerzt hafði fyrr en ég hitti þig. Ég gat ekki hugsað um annað en að hylja rifuna í kápunni. Hún stöðvaði nú orðaflaum- inn. Ennþá var þessi hræðsla í augum hennar, en hún hélt ekki lengur í höndina á mér. Henni hafði létt við að segja söguna. Hún var nú miklu hressari. —.Horfði nokkur á þetta? spurði ég. Hún hristi höfuðið. — Það var ekki nokkur lifandi sála í Dall- ysstræti, og ég sá ekki nokkurn mann fyrr en ég kom á aðal- götuna. SHtltvarpiö Miðvikudagrur 15. janúar. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14:40 „Við, sem heima sitjum": Ragn hildur Jónsdóttir les söguna „Jane“ eftir Somerset Maug« ham (5). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Oísa og sagan af Svartskegg" eftir Kára Tryggvason; IV. (Þorsteinn Ö. Stephensen). 18.20 Veðurfregnir. 18:30 Lög leikin á sláttarhljóðfæri. 18.55 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20:00 Vamaðarorð: Gunnar Jónsson lögregluþjónn talar um bifreiöa* akstur að vetrarlagi. 20.00 Létt lög: ,The Spinners" syngja. 20:20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Gunnlaugs saga ormstungu; II. (Helgi Hjörvar). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Emil Thoroddsen. c) Oscar Clausen rithöfundur flytur erindi um harða biskup inn í Skálholti, Jón Árna- son; fyrsti hlutinn nefnist: Faðir biskupsins. d) Haraldur Hannesson hag- fræðingur flytur þátt af Sker- flóðsmóra, tekinn úr handrit- um Jóns Pálssonar banka- gjaldkera. 21.45 íslenzkt mél (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins (Guðný Aðal- steinsdóttir). 23.00 Ðridgeþáttur (Stefán Guðjohn- sen). 23-25 Dagskrárlok. JUMBO og SPORI f6-19, Teiknari: J. MORA Galdramaðurinn var alveg í öng- um sínum. Hann hlaut að geta útrýmt óvinum sínum á ótal vegu, en þó virt- ust litlar líkur á því að hann gæti komið þeim fyrir kattamef, nema hann brygði fyrir sig göldrum. „Galdrar," sagði hann við sjálfan sig og stundi við. „Jú, kannske maður reyni það.... ég ætla að gá héma upp á hilluna hvort hér sé nokkuð að fá sem losað geti mig við þá án þess að korria mér sjálfum í klípu. Galdramaðurinn náði einni stein- töflunni niður, skoðaði hana um stund og rak svo upp skellihlátur - ha, ha, ha! Nú veit ég hvað ég geri. Þessi gamli samningur vísar mér ein- mitt á þá sem ég hef þörf fyrir. KALLI KUREKI -X-- -X—■ ~>f~ Teiknari; FRED HARMAN Svona! hvert í.... ? Snautaðu burt A stunuinni! Þarna missti ég marks svo um mun- hafurtask! aði! Og þarna ier Jenný með ailt mitt Og með allt vatnið mitt! Gamli minn, nú er það svart!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.