Morgunblaðið - 15.01.1964, Síða 15

Morgunblaðið - 15.01.1964, Síða 15
Miðvikudagur 15. jan. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 15 Ellas Halldórsson: RAÐHÚSIÐ Ók inn undir háipaii Ijósiauss vöruhíis ÉG FLUTTIST til Hafnarfjarðar eftir aldamótin og hef átt þar Iheimili síðan. Það var kominn upphlaðinn vegur milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur. Eins og títt er enn í dag brugðu Hafn- firðingar sér þá til Reykjavíkur þó að fararsikjótarnir væru tvedr jafnfljótir. Leiðin lá fram hjá Skólavörðumni, og miunu margir hafa stanzað þar áður en þeir gengu ofan í bæinn. Kvenfólkið til þess að leysa af sér styttu- Ibandið, skipta um skó og bregða sjalinu, sem þær höfðu borið á Ihandlegg sér á göngunni, á herð- ar sér,- Karlmiennirnir stönzuðu þar einnig, til þess að virða fyrir sér útsýnið og búa sig undir að ganga í bæinn. Þá voru íbúðar- ihús að rísa að norðanverðu í Holtinu meðfram Grettisgötu og Njálsgötu. Þá virtist mér, að bæði Reykvíkingar og aðkomu- menn, sem áttu leið um Skóla- HÉR kemur skák frá stórmótinu é Havana, sem lauk fyrir u.þ.b. mánuðL Hvítt: M. Tal (U.S.S.R.) Svart: P. Trifunovic (Júgóslavía) Kóngsbragð. 1. e4 e5 2. f4 Tal vill reyna að fella andstæð- inig sinn á þessu gamla bragðL en það sýnir sig í þessari skák, ab þ^ð er ekki rétta pólitíkin að „forcera" gegn hinni öruggu taflmennsku Júgóslavans. 2. — d5 3. exd5 e4 4. d3 Rf6 5. dxe4 Aðrar leiðir eru hér 5. Rd2 og 5. De2, en vitað er að hvítur fær enga yfirburði með þeirn meðölum. 5. — Rxe4 6. Be3 Þessi leikur hefur þann kost að vera sjaldgæfur í „praxis“. 6. — Dh4f 7. g3 Rxg3 8. hxg3!? Eftir 8. Rf3, De7; 9. hxg3, Dxe3 j etr staðan jöfn. 8. — Dxhl 9. De2 Bb4f! Góður leikur, sem hindrar eðli- legan útgang Rbl til c3. 10. c3 Bd6 11. Bg2 Dh6 Ekki 11. — Dh2?; 12. Rf3!, Dxg3f?; 13. Bf2f. 12. Bd4f Eðlilegra var einfaldlega 12. Rd2 ásamt 0-0-0. 12. — Kd8 13. Rf3 Bg4 14. Df2 He8t 15. Kfl Rbd7 16. Rbd2 Dg6 17. Kgl f6 Nú má sagja að svartur hafi tryggt stöðu sína fullkomlega. 18. Hacl b6 19. b4 a5! 20. Rh4 Eða 20. Rc4, ascb4; 21. Bxb6, Rxb6; 22. Rxb6, c»b6; 23. Dob6t, Bc7 og svartur vinnur. 20. — Dd3 21. Rdf3 He2 22. Dfl axb4 23. Hcdl Hxg2t! 24. Kxg2 Hxa2t 25. Kgl Dxflt 26. Kxfl g5! gefið Það heppnast ekld ávallt fyrir Tal, þegar hann reyniir kóngs- bragð, enda em Spassky og Bronstein álitnir öllu fremri á (þessu sviði. IRJóh. vörðuholtið, litu svo á, að Skóla- varðan væri tákn þess að þar mundi verða reist háborg Reykja víkur með ráðhús í biroddi fylk- ingar. En bæjarstjórn Reykjavík- ur sat sem fastast á tugthúsloft- inu og undi sér hið bezta. Ég hef ekki sögu Skólavörðunnar við hendina, enda urðu örlög hennar þau, að saga hennar kem ur þvi málefni ekkert við, sem hér verðuir um rætt. Eins og nú er komið högum höfuðborgar íslands, Reykjavík, má það kallast einstakt lán, að ráðbús hennar er ekki enn þá risið af grunni. Það hefði efa- laust orðið óviðunandi kumbaldi á stað eins og borgarstjórnin samþykkti eftir 170 ára ævi Reykjavíkur sem kaupstaða, þ. e. í tjörninni. Borgarstjóm Reykjavíkur eða réttara sagt bæjarstjórnum er þá fyrirgefið að hafa látið undir höfuð leiggj- ast að byggja ráðhúsið. Hins veg- ar verður sá roluháttur ekki nóg samlega víttur, að hafa ekki í tíma séð ráðhúsinu fyrir heppi- legasta staðnum í bænum til afnota. Með staðsetningu Hall- grímskirkju á Skólavörðuholtinu var sá staður dæmdur úr leiik fyrir ráðhúsbyggingu, því að enda þótt þar sé nokkurt svæði ónotað, sem mætti auka með þvi að kaupa 2—3 húsalóðir í við- bót, þá á ekki saman sauðurinin og selurinn, girasbíturinn og rán dýrið, guðshúsið og ráðhúsið. Það sló þögn á marga borgar- búa og aðra landsmonn, sem hugsa um örlög og velferð þjóð- arinnar og höfuðborgarinnar, þegar þeir fréttu um þá sam- þykkt borgarstjórnarinnar að ganga í vatnið með ráðhúsbygg- inguna. Draumspakir menn, sem höfðu sannreynt að dreyma vatn boðaði erfiðleika, veilkindi og dauða, álitu ákvörðun borgar- stjórnarinnar slæman fyrirboða, með því líka, að ekki var annars getið en að svæðið kringum ráð- húsið ætti að vera vatn. En gæfa höfuðborgarinnar er som við sig. Það kemur upp úr kafinu að hún á ennþá tilbúið til notkunar ágætasta, og í aha staði hentugasta staðinn til ráðlhús- byggingar, sem fyrirfinnst í borg inni, en það er íþróttavöllurinn á Melunum. Austurvöllur, sem til þessa hef ur verið notaður fyrir samkomu- stað á hátíðisdögum er orðinn allt of lítill en Melavöllurinn er þrisvar sinnum stærri, og um- hverfið rýmra á alla vegu. Á hon um er hægt að byggja ráðhús, sem sæma mundi höfuðborginni um langa framtíð. Ég hef ekki kynnt mér hvor hefur umráð yf- ir Melavellinum, íþróttafélögin í Reykjavík eða borgarstjórnin. En þó svo sé, að íþróttafélög- in hafi takmarkaðan umráðarétt yfir Melavellinuro munu þau ekki setja borgarstjórninni stól- inn fyrir dymar, að reisa ráð- húsið á réttum stað. Með því líka að borgarstjórnin hefur búið í haginn fyrir Sþróttafélögin með hinum glæsilega leikvangi í Laugardalnum, að andstaða þeirra gegn því að íþróttavöllur- inn á Melunum sé tekinn til þeirrar notkunar. sem ég hefi bent á er óhugsandi. Síðan þingmönnum íslenzku þjóðarinnar var fjölgað úr 36 í 60, hafa þeir sem unnið hafa í þinghúsi landsins kvartað mjög yfir þrengslum og gert kröfur til þess að byggt væri stærra þinghús. Þar sem nú hefur komið í ljós hinn ákjósanlegasti staður fyrir ráðhús höfuðborgarinnar, hefur mér hugkvæmzt að bera fram þá tillögu, að stjórn höfuð- borgarinnar og ríkisstjórn Is- lands komi sér saman um að byggja sameiginlegt þinghús fyr- ir báðar þessar stofnanir. Sam- vinna hefur nú þegar tekizt milli nefndra aðila um mikilsverð mál, skóla, löggæzlu, rafveitur, sam- eiginlega skattheimtu o. fl. Og mun sú samvinna auikast í fram- tíðinni báðum til hagsældar. Ég sé ekkert í bili, sem mæli gegn þessari tillögu minni, en margt, sem mælir með henni svo aug- ljóst að það verður ekki gert hér að umtalsefni. Ég vil þó benda á eitt atriði, að ég hef ekki heyrt getið um heppilegan stað fyrir nýtt Alþingishús. Ég býst við að sumum höfuð- staðarbúum þyki það slettireku- skapur af mér, «em á ekki heima í Reykjavík, að koma fram með þær tillögur, sem ég hetf sett hér fram. En ég hafði í huga gamla máltækið: Hafa skal ráð þó úr refsbelg komi. En ef svo væri, að einhver höfuðborgarbúi væri búinn að koma opinberlega fram með samskonar tillögur, bið ég afsökunar á framihleypni minni. S.L. FIMMTUDAG lenti fólksbíll inn undir palli á stórum vöruflutningabíl á Hafnarfjarðarveginum. Slasað- ist bílstjórinn á höfðL þó ekki mikið, og bíll hans skemmdist mikið. Þetta gerðist um kl. 6 e.h. Vörubíll. á leið inn til Reykja- víkur ætlaði að beygja upp á Vífilsstaðaafleggjarann og hafði stanzað á móti gatnamótunum til að hleypa umferðinni á móti framhjá. Var hann alveg ljós- laus að aftan og ekki með stefnu ljós. Auk þess var gatan óupp- lýst þarna vegna rafmagnsbil- unar, gatan blaut og mjög slæmt skyggni. Fordbifreið af árgerð 1959 kom eftir veginum og lenti inn undir palli vörubifreiðarinnar, alveg innað hjólum. Farþegar í bílnum meiddust ekkert, en bíl- stjórinn fékk höfuðhögg. Var hann fluttur á Slysavarðstofuna, en fór síðan heim, og þykir hafa sloppið vel. d sjálfvitka síldar- og fiskileitartœkinu PERIPHON - F4 ásamt Radartœki og Dýptarmœlum verður vegna mikillar aðsóknar framlengd til 19. janúar Sýningin er í Slysavarnahúsinu á Grandagarði kl. 13.oo — 2 í.oo ATLAS - WERKE A.G. WERK ELEKTRONIK BREMEN Allar upplýsingar og þjónustu veitir RADIOTÆKNI SKIPHOLTI I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.