Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 15. lan. 1964
MORGUNBLAÐIÐ
17
☆
MEÐAN heimurinn bíður þess,
að sjá hvernig Johnson forseta
semur við Krúsjeff, þá er auðséð,
að Krúsjeff sjálfur er gruflandi
yfir því, hvernig honum muni
semja við Johnson forseta og von
ar einlæglega eftir því bezta í
þeim efnum.
Hin sýnilegu viðbrögð Sovét-
stjórnarinnar við dauða Kenne-
dys voru, sem kunnugt er, al-
gjört nýmæli í sögu Sovétríkj-
anna. Formaður kommúnista-
flokks Sovétríkjanna talaði um
dauða forsetans í þeim tón, sem
hann væri að harma missi sam-
starfsmanns síns. í Moskvu var
allt upphugsanlegt gert til, að
láta það koma sem skýrast fram,
að Sovétstjórnin mundi forðast
að gera nokkuð það, sem leitt
gæti til ólgu í hinni viðkvæmu
sambúð Rússlands og Bandaríkj-
anna.
Ekki er nein ástæða til að
draga í efa, að Krúsjeff er alvara,
þegar hann lýsir yfir þeirri ósk
svarar nokkurnveginn til meðal-hrynja til grunna og aftur yrði
horfið til hinnar ófrjóvu og hættu
legu stefnu kalda stríðsins.
Mikilvægi Krúsjeffs
fyrir Bandaríkin
Eflir Edward Crankshaw
sinni að ná samkomulagi við
Bandaríkjamenn, að vissu marki
a.m.k. Án þess að missa sjónar á
lokamarki kommúnismans, þá
hefur hann þrætt þessa línu í
næstum áratug. Að vísu hefur
stundum gætt afturkippa og af-
vegaleiðslu frá beinni stefnu, en
undantekningarlaust hefur hann
horfið aftur að þeirri höfuðstefnu
sinni — að hin tvö stórveldi verði
að temja sér friðsamlega sam-
Ibúðarhætti og forðast styrjöld.
Á atómöld er raunar erfitt að
gera sér í hugarlund, hvernig
nokkur sovézkur stjórnmálamað-
ur gæti haft aðra stefnu, en þótt
Krúsjeff geti verið brögðóttur, þá
virðist þessi stefna þó vera hon-
um eiginleg. Hann fylgdi henni
einnig á meðan hann taldi, að
Sovétríkin væru mun sterkari
efnahagslega en í ljós hefur kom-
ið að þau eru og á meðan hann
naut stuðnings hinna kínversku
bandamanna. Fyrst hann taldi
þetta góða stefnu 1957, þegar
heimsstjórnmálin virtust ganga
honum mjög að óskum, hversu
miklu meira knýjandi og óhjá-
kvæmileg mundi hún þá ekki
virðast nú, þegar hann á hvar-
vetna í vök að verjast.
Því hann á sannarlega í vök að
verjast. Heima fyrir á hann
greinilega við mikla efnahags-
lega örðugleika að stríða og er-
lendis er hann ekki megnugur
þess að hindra að Kína slíti
tengslin við Sovétríkin með þeim
afskaplegu truflunum, sem slíkt
hlýtur að hafa fyrir framtíð
heims kommúnismans.
Meginástæðan fyrir deilum
Kína og Sovétríkjanna var ein-
mitt sú stefna Krúsjeffs að
reyna að eyða kalda stríðinu og
hin mikla einbeittni hans við að
stuðla að þjóðlegum framförum
og öryggi heima fyrir — en hvor-
tveggja var á kostnað heimsbylt-
ingars j ónarmiða.
„Ég mun ekki láta rússnesku
þjóðina svelta — eins og Stalin
og Molotov gerðu“. Þessi yfirlýs-
ing sýndi algjörlega nýjan anda
hjá kommúnistaleiðtoga. Og hún
gefur til kynna annað meginverk-
efni Krúsjeffs. Hitt er samkomu-
lag við Vesturveldin.
Þannig virðist formaður komm
únistaflokks Sovétríkjanna, og
þar með eðlilegur leiðtogi hinnar
alþjóðlegu byltingarhreyfingar,
einbeita sér að því að ná vináttu
atvinnustjórnmálamanns frá Tex-
as og endurskipuleggja á nýjan
leik iðnað og landbúnað Sovét-
ríkjanna.
Samtímis þessu heldur Chou
En-lai til Afríku og Miðaustur-
landa í þeim tilgangi að vinna
hinar rísandi þjóðir ,.me inlands-
ins myrka“ til fylgis við Kín-
verja en til andstöðu við stjórn-
ina í Moskvu. Má í því sambandi
minnast þess, að Lenin, Stalin og
á tímiabili Krúsjeff hafa allir tal-
ið þessar þjóðir væntanlega
fylgismenn rússneska kommún-
ismans.
Það breytir eigi eðli þessa máls
að ólíklegt er, að Chou En-lai
nái miklum árangri í för sinni
Kommúnisminn nýtur ekki mik-
ils fylgis í Afríku, hvort sem
hann er rússneskur eða kínversk-
ur. —
Rússar drógu Kína inn í mál-
efni Evrópu með því að leita að-
stoðar þeirra í uppreisninni í
Ungverjalandi 1956, og afleiðing-
arnar hafa orðið örlagaríkar. Nú
verða Rússar að horfa upp á Kín-
verja blanda sér í málefni Afríku.
Virðast þeir hafa sætt sig við það
tjón, sem þetta kann að baka
þeim.
Krúsjeff hefur orðið að sætta
sig við margskonar töp á síðustu
mánuðum allt frá Kúbudeilunni.
Fráhvarf hans frá tunglkapp-
hlaupinu var meira en táknrænn
atburður: það var uppgjöf og við-
urkenning á staðreyndum. Þá er
það eigi síður alvarlegt upp á
framtíðina, að draumurinn um
„Comecon" hefur verið gefinn
upp á bátinn a.m.k. í sinni upp-
haflegu mynd, en með honum
var stefnt að markaðsbandalagi
Austur-Evrópu, sem átti að sam-
ræma efnahagsstefnu einstakra
ríkja. Stefnubreytingin í þessu
máli hefur ekki farið hátt, en
hún mun óhjákvæmilega leiða til
vaxandi sjálfstæðis þeirra lepp-
ríkja, sem finna sig nógu sterk til
að fara eigin leiðir.
En sárast var, að þann draum
skyldi daga uppi, að unnt yrði að
ná Bandaríkjunum, að minnsta
kosti í matvælaframleiðslu, í
nánustu framtíð. Raunverulega
segir Krúsjeff, að Sovétríkin
verði að hætta útþenslu á alþjóða
vettvangi, en stunda því betur
ræktunarstarf á heimavelli.
Hinn stórkostlegi uppskeru-
brestur á árinu, einrnitt þegar
ljóst var að hinar stórfelldu von-
ir Krúsjeffs um græðslu óræktar-
landa voru á stöðugu undanhaldi,
er afskaplegri en svo, að menn á
Vesturlöndum geri sér almennt
grein fyrir honum.
Árið 1954 kom Krúsjeff fram
með áætlun um að rækta upp 100
milljón ekrur af auðn og órækt-
arlandi í Suðvestur-Síberíu. Von-
aðist hann til að leysa á þann
hátt úr matvælayandræðum
Rússa í eitt skipti fyrir öll með
stórbúskap á hinum víðlendu
grassléttum, og bæta svo upp
hinn misheppnaða samyrkjubú-
skap í þeim hluta Rússlands, sem
tilheyrir Evrópu. í áætlun hans
var gert ráð fyrir, að 20 skeppur
(1 skeppa er ca. 25 kíló) af hveiti
fengjust af hverri ekru, en það
uppskeru í Norður-Ameríku. (Há
marks kornuppskera í Austur-
Anglíu getur numið 80 skeppum
á ekru).
Fyrsta árið reyndist uppsker-
an, komin undir þak, 14,5 skepp-
ur á ekru. Á næstu 7 árum var
uppskeran að meðaltali 9,2 skepp
ur og hafði farið jafnt og þétt
minnkandi, ef árið 1956 er frátal-
ið. Árið 1963 varð ástandið enn
ískyggilegra, en þá féll uppsker-
an niður í 5,2 skeppur. Samtímis
því varð uppskerubrestur í
Úkraínu.
í ljósi þessa verða skiljanleg
hin miklu kornvörukaup Rússa í
Vesturlöndum og biðraðir neyt-
enda um gjörvallt Rússland. Og í
ljósi þessa verður skiljanlegt hið
nýja töfralyf, sem Krúsjeff hefur
nú gripið til, stórkostleg aukning
efnaiðnaðarins, bæði til áburðar-
framleiðslu og einnig til marg-
víslegra annarra framleiðsluvara,
til þess að gera Sovétþjóðfélagið
nýtízkulegra á öld plast- og gervi-
varnings.
En ekki er hægt að afla vörunn
ar né nauðsynja til efnaiðnaðar-
ins frá Vesturlöndum, nema Sov-
étríkin leggi sig fram við að halda
opnum samningaleiðum við Vest-
urlönd.
Krúsjeff hefur látið það áform
uppi að fá hveiti og efnaiðnaðar-
vörur frá Vesturlöndum, svo
fremi að Vesturveldin sýni þá
sanngirni, seim geri honum kleift
að afla þeirra án nokkurrar nið-
urlægingar. Er það í fyrsta sinn
í sögu Sovétríkjanna, sem forustu
maður þeirra tekur velferð þjóð-
ar sinnar beint og ótvírætt fram
yfir öll önnur sjónarmið —
þeirra á meðal sjónarmið um álit
á alþjóðavettvangi og kröfur um
heimsbyltingu.
Þetta kunna að sýnast tíma-
bundnar aðgerðir, sem Krúsjeff
er knúinn til vegna kringum
stæðna, sem hann hefur ekki
vald á. En mikilvægast er, að
rætur hinnar breyttu stefnu
hans kunna að liggja dýpra. En
það, sem raunverulega skiptir
máli er, að forustumaður fyrsta
kommúnistaríkis í heiminum
hugsar nú, hver sem ástæðan
kann að vera, á þann hátt, sem
vestrænir stjórnmáiamenn geta
vel skilið — af þeirri einföldu
ástæðu, að þeir eru sjálfir vanir
að hugsa á svipaðan hátt.
Svona er þá það Rússland, sem
Johnson forseti stendur and-
spænis. Varla er hægt að vænta
þess, að Krúsjeff verði ávallt í
framtíðinni elskulegheitin sjálf.
Hann getur hvenær sem er skipu-
lagt takmarkaðar, ógnandi sýn-
ingaraðgerðir, til þess að sanna
Þjóðverjum eða Bandaríkjamönn
um, eða efasemdamönnum í hin-
um ýmsu kommúnistaflokkum
heims, eða gagnrýnendum sínum
heima fyrir, að hann sé ekki
hræddur við neinn og þótt Rúss-
land vanti kornvörur, þá búi það
yfir afli, sem verði að taka fullt
tillit til.
Það eina, sem gæti knúið Krús-
jeff til að breyta um stefnu —
eða falla, væri vaxandi and-
sovézk stefna af hálfu bandarísku
stjórnarinnar. Og ef stefna Krús-
jeffs bíður skipbrot eða hann
hverfur sjálfur af sjónarsviðinu,
mundi afleiðingin verða sú, að
vonir milljóna manna í Rúss-
landi og Austur-Evrópu mundu
— SUS-slðan
Framhald af bls. 8.
um. Það sem þau vilja er rau»*
2Í, athafnir og víðsýni.
Við verðum að varpa fyrir
borð þeirri skoðun, að unga fólk-
ið eigi að draga í sérstakan dilk,
aðskilinn frá okkur hinum. Af
þeirri ástæðu mun ég ekki tala
um unga fólkið sem einangraðan
hóp — heldur sem félaga, full-
gilda þegna þjóðfélags okkar,
sem varðar sízt minna — jafn-
vel meira — en okkur hin um
það sem við erum að reyna að
gera í Bretlandi um þessar mund
ir. Þeirra framlag er líka sízt
minna, því að þau hafa þrekið,
þróttinn og ákefðina.
Sir Alec nefndi fjögur atriði,
sem hann taldi mestu skipta fyrir
ungt fólk:
- í fyrsta lagi, vinna og
skemmtun. — Við það er ekkert
rangt. Enginn er ánægður,
nema hann fái útrás í starfi.
Maðurinn vill skapa. En vinnan
leiðix af sér tómstundirnar, og
ef þeim er varið á réttan hátt
veldur það gleði.
— í öðru lagi, virðing fyrir nýj-
um hugmyndum. — Allir eru
haldnir ævintýraiþrá. Ef gömlum
hugmyndum væru ekki boðin
byrgin, mundu nýjar aldrei
skjóta upp kollinum. Möguleikar
ungra manna og kvenna til að
ryðja sér nýjar brautir eru ótæm
andi.
— í þriðja lagi, viðurkenning á
framaviðleitni. — Það komast
ekki allir á tindinn, en allir vilja
lifa í þjóðfélagi, þar sem rúm er
fyrir þá — á tindinum. Sú er
reyndin nú, að hæfileikamenn
uppskera sín laun — og það
snemma.
— í fjórða lagi, ríkari skilningur
á gildi þegnskapar. — Maðurinn
er ófullkominn, ef hann hefur
ekki lært að sýna þegnskap. —
Ungt fólk leitar ósjálfrátt eftir
einhverju, sem er æðra persónu-
legri ánægju og ávinningi.
Mikilvægt hlutverk
menntastofnanna
Eftir að hafa fjallað um þau
verkefni, sem æsku nútímans
bíða, og það sjálfboðaliðastarf,
sem æskilegt er, að hún leggi af
mörkum, bætti hinn brezki for-
sætisráðherra því við, að það
gæti ekki og mætti ekki vera
ríkisvaldið eitt, sem ynni að því
að safna kröftum æskunnar til
átaka og hjálpa henni til að
finna útrás fyrir þau öfl, sem í
brjósti hennar berðust. Síðan
sagði hann:
— I Gallup-könnun, sem ný-
lega fór fram, var fólk beðið um
að raða tilteknum hóp manna í
þjóðfélags'stigann eftir stéttum
— og flestir mátu prófessora
mest. Hertogar höfnuðu í fimmta
sæti. Sjálfum verður mér órótt,
þegar mér verður hugsað til þess,
hvar ég hefði lent, verandi að-
eins fyrrverandi jarl. En auðvit-
að var niðurstaðan rétt.
Lykilinn að framtíðinni liggur
í skólum landsins, tækniskólun-
um og háskólunum. Á tímum,
þegar þjóð okkar verður að sjá
sér farborða við sívaxandi sam-
keppni, þarfnast æskan, verð-
skuldar — og mun hljóta, ef ég
fæ nokkru þar um ráðið,
beztu menntun í heiminum.
Tunnuverksmiðjan á Akureyri. Mynd þessi átti a ð fylgja greininni um Tunnuverksmiðjuna á Akur-
eyri, sem birtist í blaðinu sl. laugardag, en vegna mistaka var önnur mynd óskild birt með. Eftir
brunann á Siglufirði er þetta eina tunnuverksmið ja landsins.