Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 22
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 15. jan. 1964
’Z'Z
Fyrsta knattspyrna ársins:
r
Atján lið keppa í
fdtbolta innanhúss
Þar á meðal tvö frá Vest-
mannaeyjum
1*AÐ VERÐUR mikið fjör í
knattspyrnumóti innanhúss sem
Fram efnir til annað kvöld og á
föstudag í tilefni af 55 ára af-
mæli félagsins. 18 lið taka þátt
í mótinu frá 10 félögum. Þarna
verða öll lið 1. deildar félaganna,
að Akranesi undanskildu og mörg
lið 2. deildar senda einnig lið til
mótsins.
Það er skemmtileg nýiunda
að Vestmannaeyjafélögin Týr
og Þór senda bæði lið til
mótsins, en Vestmannaeying-
ar hafa ekki áður tekið þátt
í knattspyrnumótum innan-
húss, sem haldin hafa verið,
Á þessu innanhúss knattspyrnu
móti Fram verður um útsláttar
keppni að ræða, — þ.e. lið, sem
tapar leik, er úr keppni. Þetta
fyrirkomulag hefur tíðkast og
gefið góða raun. Eftirtaldir aðii
ar verða meðal þátttakenda:
Knattspyrnufél. Valur (2 lið).
Knattspyrnufél. Rvíkur (2 lið).
Knattspyrnufél. Þróttur (2 lið)
Knattspyrnufél. Vík. (2 lið).
Knattspyrnufél. Fram (2 lið).
íþróttab. Keflavíkur (2 lið).
íþróttab. Hafnarfjarðar (2 lið).
Breiðablik (2 lið).
Þór, Vestm. (1 lið).
Týr, Vestm. (1 lið).
Ekki hafa lið í fyrstu umferð
verið dregin saman ennþá, en
það verður gert í dag, og verð-
ur þá væntanlega hægt að skýra
frá því á morgun í blaðinu hvaða
lið leika saman.
Fyrsti leikur bæði kvöldin
hefst kl. 20.15.
Handknattleikur
Danir eiga í erfið-
leikum með //ð sitt
— en það æfir af kappi
ÞAÐ FER að verða auðvelt verk
fyrir dönsku landsliðsnefndina í
handknattleik að velja endan-
legt lið Dana, sem mætir í loka
keppni heimsmeistarakeppninn-
ar í handknattleik í Prag 6.—15.
Só þýzki velur
Evrópuliðið
í knuttspyrnu
marz nk. Margir hafa tilkynnt
að þeir geti ekki komið því við
að fara förina. Af stórum hópi,
sem valdir voru til undirbúnings
æfinga eru nú aðeins 22 eftir og
Danir velja 16 menn til Prag-
fararinnar. (íslendingar senda
12 í sömu keppni). Bíða danskir
handknattleiksunnendur nú
spenntir að vita hvort Mogens
Olsen getur farið, en gamalt
mein í handlegg hefur tekið sig
upp og e.t.v. verður þessi sterk
asti liðsmaður Dana eftir heima
meðan félagar hans keppa 1
Prag.
Fimm hringir
yfir Innsbruck
Síðastir afþökkuðu slíka för
þeir Klaus Kaae og Iwan Christ
iansen KFUM Árósum, Leif Feld
vad AGF, einn bezti markvörður
Dana og Jörgen „Skipper" Niel
sen Gullfoss.
22 manna liðið danska sem eft
ir stendur samæfir af kappi, var
m.a. í Vejle um síðustu helgi þar
sem reyndar voru breytilegar
liðsuppstillingar, séræfingar í
varnarleik, skoðaðar kvikmynd-
ir o. fl.
EFTIR HÁLFAN mánuð hefst
hátíðin í Innsbruck. Vetrarol
ympíuleikarnir standa frá 29.
jan. til 9. febr. Olympíuhring
irnir fimm og hinn helgi eld
ur blakta og loga yfir borg-
inni. Þessi fagra fjöllum girta
borg telur 100 þúsund íbúa.
En hún tekur við 10 þúsund
gestum meðan á leikunum
stendur og aðrir 40 þúsund
gestir búa á svæði sem er inn
an 50 mílna frá borginni. Þá
er búizt við heimsókn 100
þúsund gesta dag hvern frá
nálægum borgum, mest frá
Þýzkalandi, gesta sem hverfa
heim að kvöldi. Flestir kepp
endur verða frá Bandaríkjun
um 146, 140 verða frá Þýzka-
landi. Island á 5 keppendur
á leikunum.
Myndin er frá Innsbruck og
hinni frægu stökkbraut þar
sem lokakeppni leikanna fer
fram 9. febr. Það er eins og
stökkmaðurinn muni lenda
inni í miðri borg. Þarna er
stokkið 75—80 m. stökk og tug
þúsundir geta fylgzt með. —
Þarna er æft daglega og
skammt frá hefur eldstæði
Olympíueldsins verið reynt —
og reynzt vel.
HINN NÝI þjálfari vestur-þýzka
landsliðsins í knattspyrnu Hel-
mut Schön hefur af Evrópusam
bandinu í knattspyrnu venð fal
ið að velja „Evrópulið" það sem
leika á gegn Júgóslövum og
gegn Dönum í vor. Hann á einn-
ig að sjá um æfingar og undir-
búning liðsins.
Þetta Evrópulið leikur 8. apríl
í Belgrad móti júgóslavneska
landsliðinu. Tekjum leiksins verð
ur varið til að endurbyggja í-
þróttamannvirki þau er eyðilögð
ust í jarðskjálftunum í Skoplje
20. maí leikur úrvalslið Evrópu
gegn úrvalsliði Norðurlanda í
tilefni af 75 ára afmæli danska
knattspyrnusambandsins og verð
ur leikurinn í Kaupmannahöfn.
ÍR og Vikingur unnu
ÍR vann Ármann í I. deild hand-
knattleiksmótsins í gærkvöldi
með 19—18 eftir mjög tvísýnan
og jafnan leik. Staðan í hálfleik
var 8:8.
Þá vann Víkingur KR með
37:26, í hálfleik 20:14.
6 af 12 landsliðsmönnum í körfu-
knattleik hafa ekki leikið landsleik
en fjórír nýliðanna hafa re ynzlu ■ unglingalandsleikjum
LANDSLIÐSNEFND KKÍ, en
formaður hennar er Einar Ol-
afsson, hefur nýlega valið 12
menn, sem keppa skulu í Pol-
ar Cup, sem er meistaramót
Norðurlanda í körfuknattleik,
og verður haldin í annað sinn
dagana 20.—22. marz nk. í
Helsinki í Finnlandi.
Nokkru réði það um val
landsliðsmanna, að sumir, er
til greina komu, eiga ekki
heimangengt vegna náms eða
vinnu.
Birgir Ö. Birgis, Ármanni,
með sjö landsleiki að baki.
Ólafur Thorlacius, KFR,
með sjö landsleiki að baki.
Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR,
með sjö landsleiki að baki.
Guðmundur Þorsteinsson,
ÍR, með sex landsleiki að baki.
Hólmsteinn Sigurðsson, ÍR,
með sex landsleiki að baki.
Davíð Helgason, Ármanni,
með fjóra landsleiki að baki.
Gunnar Gunnarsson, KR,
með fjóra unglingalandsleiki
að baki.
Kristinn Stefánsson, KR,
með fjóra unglingalandsleiki
að baki.
Sigurður Ingólfsson, Ár-
manni, með fjóra unglinga-
landsleiki að baki.
Viðar Ólafsson, ÍR, með
fjóra unglingalandsleiki að
baki.
Einar Bollason, KR, með
engan landsleik að baki.
Guttormur Ólafsson, KR,
með engan landsleik að baki.
Á Afla sjálfir farareyris
Piltarnir þurfa sjálfir að afla
sér farareyris að miklu leyti, og
skal hver þeirra afla auglýsinga í
leikskrá íslandsmeistaramótsins,
sem hefst þ. 1. febr. nk. fyrir
eigi lægri upphæð en kr. 6.000.00.
Áhugi piltanna er mikill, þeir
stunda vel æfingar, og sumir
hafa þegar aflað sér tilskilins far-
areyris með auglýsingasöfnun.
Á Tvær séræfingar vikulega
Körfuknattleikssambandinu
tókst ekki að fá húsnæði fyrir
æfingar landsliðsins hér í bæn-
um, en íþróttafélögin hafa látið
eftir sína tíma, þannig að lands-
liðið hefur eina æfingu á viku
með þjálfara sínum, Helga Jó-
hannssyni. Auk þess fer lands-
liðið í þrekþjálfun til Benedikta
Jakobssonar einu sinni í viku. —
Vonir standa til að auk þess fáist
einn tími á viku í íþróttahúsinu
á KeflavíkurflugvellL