Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 15. Ján. 1964 MORGUNBLADIÐ 23 Fólklnu gafst tíml til aS bera út búslóðina á hæðinni og kjallar- anum, e.i allt eyðilagðist í risinu. Kona ráðsmannsins athugar það sem bjargaðist. (Ljósm.: Sv. Þ.) Hlilljón króna verðlaun fyrir sýklarannsóknir Frankfuirt, 14. jan. (NTB) PAUL EHRLICH stofnunin í Frankfurt hefur tilkynnt að heið ursverðlaun stofnunarinnar, sem nemur 100 þúsund vesturþýzkum mörkum (um kr. 1.083.000,-) verði í ár veitt danska sýklafræð ingnum Fritz Kauffmann pró- fessor. Samkvæmt reglugerð verðlaunasjóðsins hlýtur Kauff- mann sjálfur helming verðlaun- anna, en hinn helmingurinn renn ur til einhverrar þeirrar vísinda- stofnunar, sem verðlaunahafi til- nefnir. Fritz Kauffmann prófessor er 65 ára, og fæddur í Þýzkalandi. Hlýtur hann verðlaunin fyrir margra ára rannsóknir á svo- nefndum Salmonella-sýklum, en þeiir geta m. a. valdið taugaveiki og taugaveikibróður. Fyrir árið 1933 starfaði Kauffmann við Robert Kooh stofnunina í Berlin, en fluttist frá Þýzkalandi eftir að Hitler komst þar til valda. Verðlaunaafhendingin f e r frami í Pálskirkjunni í Franikfurt hinn 14. marz nk. Ráðstefna Araba í Kalró — Eldur Framhald af 24. síðu. ónýtt. Á hæðinni og í kjallara urðu nokkrar skemmdir af reyk og vatni. Þegar slökkviliðið kom að Álfs- nesi var fólk á staðnum búið að Helsingfors, 14. jan. (NTB) Á FUNDI mennta- og menningar- tnálaráðherra Norðurlandanna í Helsingfors í dag var ákveðið að háskólapróf frá heimspeki- eða hagfræðideildum í einu norrænu landanna skuli gilda á hinum Norðurlöndunum samkvæmt nán ar ákveðnum reglum. Leiðir af þessu að doktorsefni geta vænt- anlega varið ritgerðir sínar í einu Norðurlandanna á grundvelli prófa frá öðru landi. Þá vasr lögð fram á fundinum skýrsla varðandi Noiræna hús- ið í Reykjavik. Bru teikningar Alvar Aaltos arkitekts tilbúnar, en margvíslegir útreikningar eft ir á kostnaði við bygginguna. Ráðherrarnir samþykktu að etyðja tillögu menningarmála- nefndar Norðurlandaráðs um stofnun tónskáldaverðlauna á vegum ráðsins. Er ætlunin að verðlaunin nemi 50 þúsund dönskum krónum, og þeim út- hlutað á þriggja ára fresti. Þá var nokkuð rætt um samvinnu Norðurlandanna á sviði menn- ingarmála og kostnað í sambandi við þá samvinnu. En mál þetta f —------ 13 lukn fiski- mannaprófi á Eyrarbakka Eyrarbakka, 14 .janúar. í DAG lauk hér námskeiði til *ninna fiskimannaprófs. Alls luku 13 menn prófi, 7 frá Eyrarbakka, 4 frá Stokkseyri og 2 frá Sel- fossi. Forstöðumaður og aðalkennari é námskeiðinu var Guðmundur Arason, en námskeiðið var hald- ið á vegum Sjómanna- og stýri- mannaskólans. — Óskar. bera allt út úr íbúðarhæðinni og kjallaranum, en engu varð bjarg- að úr risinu. Slökkviliðið var yfir brunarústunum þar til á fimmta tímanum um daginn. Talið er, að kviknað hafi í út frá rafmagni. Að Álfsstöðum bjó ráðsmaður ásamt konu sinni og 4 börnum. verður tekið fyrir á næsta fundi Norðurlandaráðs, sem hefst í StokkhÓLmi um miðjan næsta mánuð. Umferðarslys í Mosfellsdal Þ A Ð slys varð í gær móts við Reykjahlíð í Mosfellssveit að 13 ára gamall drengur, Erlingur Hansson, Hjalla í Kjós, varð fyr- ir bíl á þjóðveginum og slasaðist, þó ekki alvarlega. Nánari atvik urðu þau, að skóla bíll hafði numið þarna staðar á þjóðveginum til að hleypa út börnum. Hafði Erlingur hlaupið fram fyrir bílinn, en í því bar að fólksbíl og tókst ökumanninum ekki að forða slysi. Lenti Erlingur fyrir bílnum, kastaðist upp á vélarhlíf hans, en féll síðan í götuna. Hann var flutt ur í Slysavarðstofuna í Reykja- vík, en meiðsli munu ekki hafa reynzt alvarleg, þar sem hann fékk að fara heim síðar í gær. New York, 14. jan (NTB) Sósíaliski verkamannaflokk- urinn í Bandaríkjunum, sem er flokkur Trotski-sinnaður, hefur ákveðið að bjóða fram við forsetakosningarnar í haust. Frambjóðandi flokks- ins er blökkumaðurinn Clift on Deberry. Calrutta, 14. jan (AP): Tekizt hefur að mestu að fyrir byggja frekari óeirðir í Cal- cutta og landamærahéruðum Indlands og Pakistan, en ó- eirðir þessar hófust sl. fimmtu dag. Samkvæmt opinberum heimildum hafa 160 manns lát ið lífið í óeirðunum en 264 særzt. Kaíró, 14. jan. (AP-NTB) Leiðtogar 13 Arabarikja komu saman til ráðstefnu í Karió í dag til að reyna að draga úr inn- byrðis ágreining ríkjanna og komast að sameiginlegri niður- stöðu um aðgerðir varðandi á- form Gyðinga um að veita vatni úr ánni Jordan til ræktunartil- rauna á Negev-eyðimörkinni. í sambandi við ráðstefnuna hafa einnig verið haldnir einka- fundir þeirra Husseins Jórdaniu konungs og Sallals forseta Jem- ens, og þeirra Hassans H. kon- ungs í Marokkó og Ben Bella forseta Alsír um deilumál ríkj- anna. Nasser forseti Egyptalands sat Hreppamenn sýna tvö leikrit Selfossi, 14. janúar. UNGMENNAFÉLÖGIN í Hrepp- unum hafa verið starfsöm nú u<m jólin og hafa þau æft tvö leikrit, Húrra krak'ka og Gift eða ógift. Það eru Gnúpverjar, sem hafa verið með Húrra krakka. Um síðustu helgi sýndu þeir leikritið bæði í Hveragerði og Félagslundi í Gaulverjabæjar hreppi. Hrunamenn hafa sýnt Gift eða ógift og sýndu þeir leikritið hér á Selfossi á föstudaginn var, á Laugarvatni á laugardag og á sunnudag bæði að Brúarlandi i Landssveit og Þjórsárveri í Vill- ingaholtshieppi. — Ó.J. Orsök verk- smiðjnbrunans í rannsókn Siglufirði, 14. janúar. SAMKVÆMT upplýsingum frá Einari Ingimundarsyni, bæj- arfógeta, hófst réttarrannsókn vegna brunans í Tunnuverk- smiðjunni kl. 13 í gærdag. Verð- ur rannsókninni haldið áfram í dag. Bæjarfógetinn hefur kvatt sér til aðstoðar Magnús Eggerts- son rannsóknarlögreglumann í Reykjavík, til athugunar á hugs- anlegum eldsupptökum. Fógetinn vildi ekki, þar sem rannsókn er á frumstigi, láta hafa neitt eftir sér varðandi málið. — Stefán. Róðrar að hef jast frá Eyrarbakka Eyrarbakka, 14. janúar. RÓÐRAR munu hefjast héðan innan skamms, enda eru bátarn- ir sem óðast að losna úr slippn- um. Kristján Guðmundsson fór í fyrsta róðurinn í dag. Hér kemur til með að skorta mannafla, bæði á bátana og til vinnslu aflans. í fyrra réru héð- an fjórir bátar og Eyrarbakka- bátur réri frá Þorlákshöfn. .— Óskar. fund Hassans og Ben Bella, en talið er að landamæradeila Alsír og Marokkó eigi eftir að tefja mjög störf ráðstefnunnar. Ráðstefnan í Kaíró er haldin fyrir luktum dyrum, og fréttist lítið þaðan annað en opinberar yfirlýsingar fundarstjórnarinnar. Aðal málið er að sjálfsögðu sam staða Araba varðandi aðgerðir Gyðinga á Negev-eyðimörkinni. En áður en það kemur til af- greiðslu er nauðsynlegt að leysa innbyrðisdeilumálin. 7 þilfarsbátar fengu 57 tonn Höfn, Hornafirði, 14. jan. Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ fóru Hornafjarðarbátar í fyrsta róður sinn á árinu. Voru það 7 þilfars- bátar og einn opinn bátur. Heild- arafli þilfairsbátanna var 57 tonn eða um 8 tonn að meðaltali. Trillan fékk 2 tonn. f dag er gott veður og 9 bátar á sjó. Fyrstu viku mánaðarins stóð yfir vinnudeila á bátaflotanum en ógæftir hafa verið allan fyrri- hluta mánaðarins svo ekkert hefði verið hægt að róa þeírra hluta vegna. Hér var mikið hvassviðri að vestan sl. laugar- dag og lagði í fyrsta sinn frá því gosið hófst mikla brennisteins- fýlu yfir þorpið. — Gunnar. Vísindasjóðui auglýsii styihi VÍSINDASJÓÐUR hefur aug- lýst styrki ársins 1964 lausa til umsóknar. Sjóðurinn skiptist i tvær deildir: Raunvísindadeild og Hugvísindadeild. Formaður stjórnar Raunvísindadeildar er dr. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur, en formaður stjórnar Hugvísindadeildar dr. Jóhannes Nordal bankastjóri. Formaður yf irstjórnar sjóðsins er dr. Snorri Hallgrímsson prófessor. Raunvísindadeild annast styrk veitingar á sviði náttúruvísinda, þar með taldar eðlisfræði og kjarnorkuvísindi, efnafræði, stærðfræði, læknisfræði, líffræði, jarðfræði, dýrafræði, grasafræði, búvisindi, fiskifræði, verkfræði og tæknifræði. Hugvísindadeild annast styrk veitingar á sviði sagnfræði, bók menntafræði, málvísinda, félags- fræði, lögfræði, hagfræði, heim- speki, guðfræði, sálfræði og upp eldisfræði. Hlutverk Vísindasjóðs er að efla íslenzkar vísindarannsóknir, og í þeim tilgangi styrkir hann: 1) einstaklinga og vísindastofn- anir vegna tiltekinna rann- sóknarverkefna 2) kandídata til vísindalegs sér náms og þjálfunar. Kandídat verður að vinna að tilteknum sérfræðilegum rannsóknum eða afla sér vísindaþjálfúnar til þess að koma til greina við styrkveitingu 3) rannsóknarstofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði í sambandi við starfsemi, er sjóðurinn styrkir. Umsóknarfrestur er til 10. marz næstkomandi. Umsóknareyðublöð ásamt upp- lýsingum fást hjá deildariturum, á skrifstofu Háskóla íslands og hjá sendiráðum íslands erlendis. Deildaritarar eru Guðmundur Arnlaugsson menntaskólakenn- ari fyrir Raunvísindadeild og Bjarni Vilhjálmsson skjalavörð- ur fyrir Hugvísindadeild. (Fréttatilkynning frá Vísindasjóði). LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar sýndi leikritið Jólaþyrna 8 sinnum í Bæjarbíói fyrir jólin. Leikritið hlaut góða dóma — Nokkrir þekktir leikarar úr Reykjavík fara með aðalhlut- verkin, Gestur Pálsson, Emil- ía Jónasdóttir, Aurora Hall- dórsdóttir og Jóhanna Norð- fjörð. Sýningar hefjast aftur á leiknum i kvöld, en á laug- ardag verður sýning i Kefla- vík. Myndin er af Emilíu og Jóhönnu í hlutverkum sinum. Samvinna háskólanna á IMorðurlöndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.