Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 24
Augtýsingar k bffa
Utanhussaogfýsingar
allskonar skilti ofL
AUGLYSINGAsSKILTAGERÐIN SF
Bergþomgötu 19 Stmi 23442
11. tbl. — Miðvikudagur 15. janúar 1964
Frá brunanum að Álfsnesi. Mikinn reyk leggur upp úr risi íbúðarhússins.
(Ljósm.: Sv. Þ.)
Eldur að Álfs-
nesi á Kjalarnesi
ELDUR kom upp að bænum Álfs-
nesi á Kjalarnesi á tíunda tíman-
um í gærmorgun. Slökkviliðið í
Reykjavík var kvatt á staðinn
kl. 9.21 um morguninn. Þegar
þangað kom var mikill eldur í
risi íbúðarhússins. Eigandi er
Sigurbjörn Eiríksson, veitinga-
maður.
Eldurinn var aðallega í suð-
vestur hluta þaksins og varð að
rjúfa það þar sem eldurinn var
mestur. Þakið var einangrað með
Bræðslan í Nes-
kaupstað tekur
við síld
Neskauptað, 14. janúar: —
Verksmiðjustjórn Síldarvinnsl-
unnar h.f. sat á fundum í dag og
samþykkti að opna verksmiðjuna
nk. fimmtudag fyrir síldarmót-
töku.
Ástæðan fyrir þessari ákvörðun
er sú, að síldin hefur verið aust
arlega að undanförnu og talið
styttra að flytja síldina hingað
heldur en til hafna við Faxa-
flóa.
Þetta er í fyrsta sinn, sem síld
arbræðslan hér hefur verið opu
uð fyrir móttöku yfir vetrartím
ann. Hún bræðir 3.500 mál á
sólarhring, en hefur tanka og
þrær fyrir um 20 þúsund mál.
■— Ásgeir.
Landlæknir
lagði fram
tillögur um
aðgerðir
MORGUNBLAÐINU er kunn
ugt um, að landlæknir, dr.
Sigurður Sigurðsson, skrifaði
ríkisstjórninni fyrir um það
bil ári og kom fram með ýms-
ar tillögur um aðgerðir vegna
hættunnar á að sígarettureyk
ingar kynnu að valda krabba-
meini.
Landlæknir skrifaði bréf
þetta eftir að rannsóknar-
nefndir í þesSum málum í Dan
mörku og Bretlandi höfðu skil
að áliti sínu. Blaðinu er ekki
kunnugt um, hverjar tillögur
landlæknis voru, en gera má
ráð fyrir að þær verði nú
teknar til athugunar á nýjan
leik i krafti álits bandarísku
rannsóknarnefndarinnar.
reiðingi og spónum og varð að
rífa af mikinn hluta þaksins, þar
sem erfitt var að slökkva í reið-
ingnum.
Húsið er úr steini, en gólf úr
timbri. Eldur komst ekki niður á
íbúðarhæðina, en skemmdir urðu
miklar á þakinu og er risið talið
Framhald á bls. 23
Sjópróf í Eyjum
vegna sjóslysanna
SJÓPRÓF hófust í gærmorgun
hjá bæjarfógetanum í Vest-
mannaeyjum vegna sjóslysanna
á Síðugrunni sl. mánudagsmorg-
un er Eyjabátarnir Hringver og
Ágústa sukku.
Fyrst var tekið fyrir Ágústu-
slysið og báru skipverjar vitni
um, að óstöðvíindi leki hafi kom-
ið að bátnum.
Sjóprófunum var ekki lokið
í gærdag og verður þeim áfram
haldið kl. 10 árdegis í dag.
Eðla kom upp úr app-
elsínukassa hjá KEA
Akureyri, 14. janúar.
SJALDGÆFAN jólage6t bar að
garði Akureyringa á Þorláks-
rnessu, enda var honum vel fagn-
að og gefið allt hið bezta, sem til
var í búrinu og gestgjafarnir
töldu að féllí gestinum í geð.
Hér var kominn lítil sandeðla
allar götur sunnan af Spáni,
laumufarþegi 1 appelsínukassa,
sem Bragi Guðjónsson, starfs-
maður í kjörbúð KEA, Brekku-
götu 1, opnaði fyrrgreint kvöld.
Þetta var annar kassinn í send-
ingunni, sem opnaður var.
Ráku menn nú upp stór augu,
hófu eðluna varfæmum fingrum
upp úr kassanum og lögðu hana
I hlýja hvilu. Þá um daginn hafði
ferðalangurinn hossast á vörubíl
í grimmdarfrosti sunnan úr
Reykjavik, en áður verið þar „í
verkfalli." Var eðlan þó furðu
hress.
Hún var haldin á laun þama
í búðinni af því að óttast var að
fregn um komu hennar myndi
sízt örva sölu aldinanna, en vel
var gert við hana bæði í mat og
drykk og hverri virkt annarri.
Keypt var handa henni fiska-
fóður (þurrkuð skordýr og skel-
dýr) og sitthvað fleira, en sifeilt
dró þó af eðlunni. Brátt datt af
henni halinn, sem var hálf lengd
hennar, og loiks gaf hún upp önd-
ina á laugardaginn, harmdauði
velgerðarmönnum sínum, sem
gáfu hana Náttúrugripasafninu á
Akureyri. — Sv.P.
Mismunurinn mestur n leið-
inni New York - Luxemburg
NÚ HEFUR verið gengið frá því,
hver hin ráðgerðu fargjöld Loft
leiða verða í sambandi við hin
ráðgerðu fargjöld IATA-flugfé-
laganna.
Til samanburðar má geta þess
að vetrarfargjöld IATA-félag-
anna á leiðinni New York—Kaup
mannahöfn verða 478,80 dollar-
ar báðar leiðir, en Loftleiða
359,50 dollarar. Nemur mismun-
urinn 89,30 dollurum eða 18,6%.
Á leiðinni New York—Gauta-
borg verða sumarfargjöld IATA
báðar leiðir 564,30 dollarar, en
Loftleiða 490,20 dollarar. Nem-
ur mismunurinn 74,10 dollurum
eða 13,1%.
Á leiðinni New York—Luxem
burg verða vetrarfargjöld IATA
báðar leiðir 456,40 dollarar, en
Loftleiða 319 dollarar. Nemur
Moskvu, 14. jan (AP):
Skýrt var frá því í Moskvu í
dag að hjónin og geimfararn
ir Valentina Tereshkova og
Andrian Nikolayev eigi von
á barni í júlí eða ágúst nk.
mismunurinn 137,40 dollurum
eða 31%.
Á leiðinni New York—Luxem
burg verða sumarfargjöld IATA
báðar leiðir 541,90, en Loftleiða
389,50 dollarar. Nemur mismun-
urinn 152,40 dollurum eða 28,1%.
Fjdrsvikamál á Keflavíkurflugvelli?
Dollarar sviknir
út úr varnarlftinu
UPP hefur komizt um
fjársvikamál á Keflavíkur
flugvelli í sambandi við
verksamninga og þjónustu
samninga við varnarliðið.
Þar er þó ekki um verk-
takafélögin að ræða held-
ur einstaklinga, bandaríska
og íslenzka. Fjárhæð sú,
sem svikin var út úr varn-
arliðinu í dollurum, nem-
ur talsverðri upphæð.
f dag verður rannsóknar-
dómari skipaður í málinu af
hálfu dómsmálaráðuneytis-
ins og utanrikisráðuneytisins.
Fjársvikin fóru fram á þann
hátt, að nöfn manna voru
fölsuð á ávísanir og var þeim
svo framvísað hjá ákveðn-
um mönnum, sem greiddu
út féð. Sem fyrr segir var
þetta gert í sambandi við
verksamninga við varnarlið-
ið.
Rannsókn þessa máls er
enn á frumstigi, en fullvíst
mun vera, að vamarliðið hef-
ur verið svikið um talsverða
fjárhæð sem tekin var út í
dollurum.
Tal fyrsti sigurveg-
arinn á skákmótinu
Friðrik og Gligoric unnu líka
SKÁKMÓT Reykjavíkur hófst í
gærkveldi með þátttöku fjögurra
erlendra skáksnillinga auk 10 Is-
Icndinga (Frá setningu mótsins
er sagt á bls. 3).
Fyrstu skákinni var lokið fyrir
kl. 10, þar sean Norðmaðurinn
Svein Joihann-essen gafst upp
fyrir Mikael Tal, fyrrverandi
heimsmeistara, eftir 15 leiiki.
Skák þeinra fer hér á eiftir:
Hvítt: Svein Johannessen.
Svart: Mikael Tal.
1. d4, Rf6; 2. c4, g6; 3. Rc3, Bg7;
4. e4, 0-0; 5. f4, d6; 6. Rf3, c5;
7. dxc5, Da5; 8. Bd3, Rfd7; 9. Bd2,
Rxc5; 10. Bc2, Db4; 11. Bb3, Db6;
12. De2, RxB; 13. Rd5, Da6;
14. Hdl, Dxa2; 15. Rc7, Ra6.
Hvitur getfst upp.
Aðrar skákir fóru þannig:
Friðrik Ólafsson vann Freystein
Þorbergsson fallega í 29 leikjum.
Gligoric vann Jón Kristinsson,
sem hafði lakari stöðu alveg frá
byrjun. Magnús Sólmundarson
og Robert G. Wade gerðu jafn-
tefli. Magnús átti betra tafl
Iengst af, en Wade tókst að ná
þráskák með því að fóma tveim
mönnum. Aðrar skákir fóru í
bið. Nona Gapriandashvili á trú-
lega heldur betra gegn Trausta
Björnssyni. Trúlega er jafntefli
í skák Ingvars og Arinbjamar,
þar er aðeins eftir riddari og 5
peð hjá hvorum. Skák Guðm.und-
ar Pálmasonar og Inga R. var
frestað þar sem Guðmundur er
ekki kominn til landsins.
Mótið heldur áfram i kvöld
kl. 7,30 í Lido. Þá tefla Nona
og Friðrik, Trausti og Jón,
Freysteinn og Ingvar, Arinbjörn
og Johannessen, Tal og Ingi R,
Guðmundur Pálmason og Magn-
ús og Wade og Gligoric.
Borað eftir heitu vatni
að Árbæ í Ölfusi
Selfossi, 14 .janúar.
í DAG kemiur hingað austur
fyrir Fjall jarðbor, sem á að
bora eftir heitu vatni á jörðinni
Árbær í Ölfusi. Það eru eig-
endur jarðarinnar sem hyggj-
ast ná þarna upp heitu vatni, en
í landí jarðarinnar eru víða
títsvör 36 millj. kr.
— aðstöðugjald 10 milljónir
Akureyri, 14. janúar: —
Frumvarp að fjárhagsáætlun
bæjarsjóðs Akureyrar var lagt
fyrir bæjarstjórnarfund í dag,
þar sem það var til fyrri um-
ræðu. Niðurstöðutölur eru kr.
58.757.100. Útsvör eru áætluð
rúmar 36 milljónir, auk 5—10%
álags fyrir vanhöldum, og að-
stöðugjöld 10 milljónir króna.
Helztu gjaldaliðir eru: Félags
mál 15 milljónir, gatnagerð og
skipuiag 9,3 milljónir, mennta-
mál 5,8 milljónir, framlag til
framkvæmdasjóðs 4 milljónir og
til nýbygginga 7 milljónir, en
mörg stórhýsi eru nú í smíðum
eða fyrirhuguð á vegum Akur
eyrarbæjar.
Á fundinum var samþykktur
nýr tekjustofn, holræsagjald,
0,6% af fasteignamatsverði húsa
og 1% af fasteignamatsverði
lóða. Þessi tekjustofn er áætlað
ur kr. 800 þúsund á þessu ári.
— Sv. P.
heitar laugar með 35 gráðu hita
á yfirborði.
Þar sem jörðin liggur mjög
nærri Selfossi er nó-g not fyrir
heitt vatn, því þótt hér sé hita-
veita, nær hún aðeins til húsa
austan Ölfusár, en Árbær liggur
vestan hennar.
Síðastliðið ár var gerð tilraun
í landi Selfosshrepps til að ná
heitu vatni með borun, en sú tiil-
raun bar ekki árangur. — O.J.
Fór tíl Færeyja
að sækja sjó-
menn
Neskaupstað, 14. jan.: —
Sex bátar eru farnir héðan á
vertíð fyrir sunnan, til Grinda
víkur og Vestmannaeyja. —
Stefán Ben. fór til Reykjavík
ur í viðgerð vegna áreksturs
Goðafoss, en héðan róa Gull
faxi og Ilafþór, en hann fór í
dag til Færeyja til að sækja
menn til að vinna á bátnum á
vertíðinni. — Ásgeir. _