Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. jan. 1964 Vinum mínum og ættingjum er heiðruðu mig með heimsóknum, góðum gjöfum og hlýjum kveðjum á sex- tugsafmæli mínu þann 6. þ.m. færi ég mínar hjartan- legustu þakkir og óska þeim allra heilla. Guðmundur Júl. Jónsson Vörsabæ, Austur-Landeyjum. Eiginkona mín FINNFRÍÐUR JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR sem andaðist 10. þ.m. verður jarðsungin frá Fríkirkjunni föstudaginn 17. jan. kl. 10,30. — Athöfninni verður útvarpað. Benedikt Benjamínsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi ÞORMÓÐUR SVEINSSON andaðist á heimili sínu Kringlumýrarbletti 5, þann ll.janúar. Theódóra Stefánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Maðurinn minn EIRÍKUR EINARSSON fyrrverandi verkstjóri, Háteigsvegi 15, andaðist 14. þ.m. í Borgarspítalanum. — Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Ólafsdóttir. Hjartkær dóttir og stjupdóttir okkar, ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 16. þ.m. kl. 2 e.h. Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 12,45. Guðrún Jónsdóttir og Árni Magnússon, Tungu, Grindavík. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir ÞÓRUNN DAGBJÖRT SIGURÐARDÓTTIR verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, fimmtudaginn 16. jan. kl. 2 e.h. Þeim, sem vildu heiðra minningu hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Sigurður Kr. Sigurðsson, Hilmar Sigurðsson, Sigþór J. Sigurðsson, Þórður Sigurðsson, Sigrún D. Sigurðardóttir, Jónína Michaelsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu ÞÓRUNNAR REYKDAL Kristin og Hans Christjansscn, Elisabet og Einar Halldórsson, Ásdis og Hermann Sigurðsson, Iðunn og Þórarinn Reykdal, Jóna og Þórður Reykdal, og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ÞRUÐAR j. magnúsdóttur Einar Magnússon, Ólafia Valdimarsdóttir. Innilegt þakklæti til allra þeirra er auðsýndu samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför sonar míns, föður okkar og bróður ÞÓRÐAR EINARS SÍMONARSONAR Simon Sveinsson, Guðmundur Einarsson, Arnór Einarsson, Grétar Einarsson, Ólafur Símonarson. Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, KRISTINS Á. SIGURÐSSONAR Hringbraut 74, Keflavík. Sérstakar þakkir flyt ég forstöðumönnum og starfs- fólki Múlalundar og Teppi h.f. Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna og annarra vandamanna. Júliana Kristjánsdóttir. Gunndóra Benjamíns- dóttir — F. 15 .júlí 1881. D. 7. jan. 1964 í DAG fer fram frá Fossvogs- kapellu útför frú Gunndóru Benjamínsdóttur frá Bárugötu 7 hér í bæ. Hún var fædd 15. júlí 1881 að Árholti í Axarfirði, býli sem stóð upp með Jökulsá á Fjöllum. — Foreldrar hennar voru hjónin Benjamín Þorvaldsson og Signý Jóhannsdóttir, bæði af þingeysk- um ættum. Er Gunndóra var 11 ára að aldri missti hún föður sinn, sem lézt frá konu og 5 börnum innan fermingaraldurs. Leystist heim- ili ekkjunnar þá upp og börnun- um var komið til dvalar á heim- ilum innan byggðarlagsins. Fór Gunndóra að Skinnastað til hins nafnkunna lærdóms- og fræði- manns, séra Þorleifs Jónssonar og konu hans frú Sesselju Þórðar- dóttur. Dvaldi Gunndóra hjá þess um mætu hjónum til 16 ára ald- urs og minntist hún þeirra ávalt með sérstökiun kærleika og virð- ingu. Var alla ævi bjart yfir minn- ingum hennar frá þessum ljúfu æskudögum, í hinu laufgróna héraði, þar sem „náttúran grípur mann himin heið“ og iðan og skógurinn „faðmast í skrúðgrænu klæði.“ — Á þessum árum eign- aðist Gunndóra vinkonur, sem hún batt tryggð við alla ævi, má þar meðal annara nefna þær frú Kristveigu Björnsdóttur í Skógum og prestsdæturnar frá Skinnastað, frú Þóru Þorleifs- dóttur Grönfeldt og frk. Svövu Þorleifsdóttur, skólastýru. — Það kom snemma í ljós að Gunndóra var mjög vel greind, verklægin og vandvirk við hvert það starf er hún hafði með hönd- um. Þegar á ungum aldri, skömmu eftir fermingu, var hún fengin til saumaskapar og hann- yrða á ýms heimili í Axarfirði sakir lagvirkni og smekkvísi sem einkenndi störf hennar og hand- bragð, allt frá æskudögum. — Árið 1905 fór hún til Seyðisfjarð- ar í þeim tilgangi fyrst og fremst að læra fatasaum til hlítar. Vann hún þar á saumaverkstæði Eyj- ólfs Jónssonar og lauk þar því „skreðaranámi“, sem krafizt var á þeim árum. Árið 1909 giftist hún Tryggva Guðmundssyni frá Efra Seli í Hreppum, gáfuðum og listhæf- um hagleiksmanni, eins og hann átti ætt til. Hann hafði þá um nokkurt skeið rekið verzlun á Seyðisfirði en hafði árið 1905 misst eiginkonu sína, Jónínu Jónsdóttur frá Þórarinsstöðum við Seyðisfjörð, er lézt frá 5 börnum á bernskualdri. Tók hin unga húsfreyja því að sér mikið og vandasamt hlutverk, að gegna móðurskyldum við uppeldi þriggja stjúpdætra sinna ásamt stjóm á stóru og erilsömu kaup- mannsheimili, þar sem risna og fyrirgreiðsla við viðskiptamenn og vini var í té látin eins og bezt varð á kosið. •— Vorið 1920 fluttust þau hjónin með fjölskyldu sína hingað til Reykjavíkur, þar sem Tryggvi Guðmundsson tók að sér gjald- kerastarf við Áfengisverzlun rík- isins. Bjuggu þau hjónin fyrst á Óðinsgötu 17 og síðar á Báru- götu 7, þar sem þau eignuðust einkar fagurt og myndarlegt heimili. Hinir mörgu vinir, er lögðu þangað leið sína munu ljúka upp einum munni um það, að heimilisbragur allur hjá þeim hjónum hafi verið talandi vott- ur um háttvísi, alúð og reglu- semi og þá ljúfu glaðværð, er þeir munu lengi minnast. Þeim hjónum Tryggva og Gunndóru varð 3ja barna auðið. Eru það þau: Ólafur, úrsmíða- meistari hér í bæ, kvæntur Bimu Sigurbjörnsdóttur, Nína Minning Tryggva, listmálari, búsett í New York, gift dr. Alfred Copley og Viggó, lögfræðingur hér í bæ, kvæntur Hrafnhildi Thoroddsen. — Árið 1942 missti Gunndóra eiginmann sinn. Dvaldi hún eftir það til dánardægurs á heimili sínu að Bárugötu 7, í skjóli sonar síns og tengdadóttur, þar sem hún átti fagurt og bjart ævikvöld og naut ástríkis og umhyggju ást- vina sinna og nánasta skylduliðs fram að hinstu stund. Eins og tekið var fram var Gunndóra prýðilega greind kona og ágætlega verki farin í hví- vetna, eins og heimili hennar bar vitni um bæði fyr og síðar. Þá var hún sérstaklega ljóðelsk og geymdi í minni sér alla ævi kvæði og vísur er hún hafði num- ið í æsku. Áttu vinir hennar með henni margar ánægjustundir, er hún rifjaði upp kveðskap frá hinni glaðværu byggð bernsku- áranna norður í Þingeyjarsýslu. Hún var sjálf ágætlega hagmælsk og kastaði fram snjöllum stök- um og ljóðum við ýms tækifæri. Gunndóra var fríð kona og glæsi- leg og hélt sér einkar vel fram á efri ár. Hún var trygglynd og vinföst og áttu vinir hennar ávalt traustan hauk í horni þar sem hún var. Fyrir þremur ár- um varð hún fyrir áfalli, sem ekki fékkst bót við. Hinn síðasta tíma, eftir að heilsa hennar var þorrin, naut hún sérstakrar umhyggju og að- hlynningar hjá börnum sínum, tengdabörnum og skylduliði, sem reyndi á allan hátt að varpa birtu yfir síðustu spor hennar. Hún andaðist þann 7. þ. m. Ástvinirnir, stjúpdætur hennar, venzlafólk og hinir mörgu vinir hennar kveðja hana með kær- leika og þökk fyrir vináttu henn- ar og tryggð og ljúfar samveru- stundir. — Ég kveð þessa látnu vinkonu mína með kæru þakk- læti fyrir einlæga vináttu henn- ar og hlýhug í minn garð og f jöl- skyldu minnar, frá fyrstu kynn- um. — Friður Guðs og handleiðsla fylgi henni til ljóssins heima, þar sem lífið er sigur og eilíf náð. Þorsteinn Jóhannesson. Elín Jóhannesdóttir Minning Fædd 7. 6. 1863, — dáin 9. 1. 1964 í DAG verður til moldar bor- in ekkjan Blín Jóhannesdóttir, Mávahldð 38, sem andaðist á Landakotsspítla, 9. þessa mánað- ar 100 ára gömlu. Hún fæddist að Bæ í Súgandafirði 7. júní 1863, foreldrar hennar voru hjó'nin Helga Guðmundsdóttir og Jóhannes Guðbrandsson, sem þar voru í húmennsku. Nýfædd var hún tekin í fóstur af ljós- móðurinni Sigríði Hafliðadóttur og manni hennar Þorkeli Sigfús- syni, sem þá bjuggu að Skálavík við ísafjarðardjúp og þar ólst hún upp. Síðar var hún við vinnu á ýmsum bæjum í Ön- undairfirði og Dýrafifði. Systkin 'hennar voru þrjú, sem öll eru látin á undan henni. Á Sauirum í Dýrfafirði kynntist hún góðum og efnilegum manni, Jóni Björns syni ættuðum úr Vestur-Húna- vatnssýslu og giftu þau sig árið 1890, þá tiil heimilis á Saurum. Hjónaband þeirra var gott en frekar stutt, því hún missti mann sinn 1907, þá til heimilis í Dalshúsum í Önundarfirði. Þau eignuðusf þrjú börn og þau eru: Sigríður Jónsdóttir ekikja búsett i Reykjavík, Helgi Jónsson, stýri- maður og Björn Jónsson, efnis- piltur, sem drukiknaði ungur og var sárt saknað af móður og systkinum. Af þessu má sjá að hún hefur ekki farið varhluta af sorginni í sínu lifi fremur en aðrir. Eftir lát manns síns um 1908 fluttist hún til Guðrúnar Þórðar- dóttur á Suðureyri við Súganda- fjörð, sem seinna varð tengda- móðir sonar hennar, Helga. í Súgandafirði var hún í tólf ár við ýms störf mest sem ráðskona 'hjá sjómönnium. Árið 1920 flutt- ist hún til Reykjavíkur til sonar síns Helga, sem var farinn þang- að árið áður. Hjá honum hefur hún búið ávalt síðan. Fyrst með fyrri konu Helga, Þorbjörgu | Kristjánsdóttir frá Suðureyri við Súgandafjörð en á efri árum með seinni konu hans Kristinu Lárusdóttur frá Hvammi við Dýrafjörð. Hjá þeim hefur hún átt rólegt ævikvöld. Barnabörn hennar urðu sex en barnabarna- börn hennar urðu fjórtán. í þeirra hópi á hún litla nöfnu á öðru ári, sem er að byrja sitt æviskeið. Hún amma var mikil trúkona þegar ég, sem þetta rita og syst- kin mín vorum börn. Þá kenndi hún okkur „faðirvorið“ og marg- ar bænir og vers. Ávalt sá hún um að við færum með það áður en við færum að sofa á kvöldin. Árið 1920 gekk hún í söfnuð Aðventista í Reykjavík og starf- aði mikið með systrafélaginu Alfa, sem er kven- og líknar- félag innan safnaðarins. Fór hún á samkomur og prjónaði meðan henni entust kraftar til. Hún var í þeim söfnuði til dauða dags. Við amma vorum ekki á sama máli um framhaldslífið eftir dauðan, en ég veit að hún er komin á fund ástvina sinna, sem farnir voru á undan henni til fegurri og betri heima. Að lokum vildi ég votta henni Ömmu þakklæti mitt fyrir allt gott ,sem hún gerði fyrir mig og systkini min, þegar við vor- um börn og alla tíð. Blessua sé minning hennar. Elín Helgadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.