Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 15. jan. 1964 MORGUNBLADID 13 viö skýrslu bandarísku rannsóknarnefndarinnar? Ása Stefánsdóttir. að mikið sé satt í þessari skýrslu nefndarinnar. Því er ekki að neita að maður mæð- ist frem.ur ef maðuir reykir og svo hef ég orðið þess á- þreifanlega var að reykingar draga úr matarlyst. Ég hef sjálfur reynzlu fyrir því þar sem ég hef oft hætt að reykja tíma og tíma. En g hef alltaf byrjað aftur. Reykingar valda einnig hósta á morgnana. — Ég er nú búinn að reykja í 16 ár og reyki um 20 stk. á dag, na&r eingöngu sígarett- ur, lítið.pípu. Vaknaði hressari þegar hún reykti ekki Leiðin liggur fram hjá húsi Eimskipafélags íslands — og því ekki bregða sér þangað inn? Fyrst hittum við að máli skrifstofustúlkurnar Hólm- fríði Kristmannsdóttur og Hrefnu Berg. Hólmfríður kveðst ekki sérlega mikil reykingamanneskja, fara með þetta 10—15 sígarettur á dag. Hrefna reykir hins vegar ekk er og hefur aldrei gert. Þáer höfðu hvorugar lesið frásögn- ina af rannsókninni, en litu yfir hana í skyndi. Það var á Hrefnu að sjá að henni þætti betra að vindlarnir teldust haatluminni en sígaretturnar. — Mór finnst ágætt að finna vindialykt öðru hverju, það er eitthvað svo heimilislegt, eagði hún. Hólmfríður kvaðst hafa byrjað að reykja 17 ára og þá eiginlega af rælni — hún byrjaði að taka reyk með kunningjunum en svo jókst þetta smám sarnan. — Hefurðu hugsað um að hætta? — Já, oft hugsað um það Tómas Sigurðsson. og stundum reynt, én ekki tekizt. Það held ég hafi þó fyrst og fremst verið vegna þess, að ekki var nægilegur vilji fyrir hendi. Hafi maður tekið alvarlega ákvörðun um að hætta reykingum, held ég það sé vel hægt. — Af hverju vildurðu hætta? — Ekki vegna hræðslu við sjúkdóma, — þeir virðast einnig herja á þá, sem ekki reykja. En þetta er hræðilega dýrt. — Hefur þú fundið nokk- urn mun á heilsunni, þegar þú hefur hætt? —Ja, ég get ekki neitað því, að mér fannst ég t.d. vakna léttar á morgnana og vera heldur hressari, þegar ég ekki reykti. En ef þið vilj- ið hitta konu, sem reglulega hefur reykt, þá finnið þið hana hérna uppi í mötuneyt- inu Börnin vógu 16-20 merkur Og þar hittum við fyrir frú Ásu Stefánsdóttur í Tóm- asarhaga, níu barna móður, sem flestum er glaðlegri og hressilegri í viðmóti. — Jú, það er víst áreiðan- legt, að , ég hef reykt, alveg eins og skorsteinn, sagði hún hlæjandi. En ég er bara hætt alveg hætt. Ég hætti 27. júlí í sumar, á laugardegi kl. 1 og þann dag ætla ég að halda .hátíðlegan. Ég hafði reykt ár- um saman, og allt upp í þrjá pakka á dag. — En af hverju hættirðu — Mér var farið að blöskra hvað þetta var óhóflega dýrt, — hugsaðu þér að fara með hátt í hundrað krónur á dag í reykingar. Mig langaði til að sigla og sá fram á, að það væri óhugsandi, nema ég hætti að reykja og þá hætti ég. Og fyrst ég gat hætt, þessi óhemja, hljóta all- ir að geta hætt. — Hvernig lízt þér á nið- urstöður Randaríkjamann- anna? —Það hefur nú verið svo mikið um þetta rætt síðustu árin, að manni er hætt að bregða. Sjálf hef ég alltaf verið svo hraust. Mér væri líklega óhætt að ánafna próf- essor Dungal skrokkinn til krufningar, ef ég færi á und- an honum — og er næstum viss um, að hann fyndi engan krabba. En varðandi þetta, sem þeir segja um börnin, að reykingar geti dregið -úr þyngd þeirra, þá skal ég segja þér, að síðasta bamið mitt af níu var tuttugu merkur og ég reykti eins og skor- steinn, meðan ég gekk með það. Fyrsta barnið var létt- ast, sextán merkur, og þá reykti ég líka mikið. Á hinn bóginn snerti ég aldrei síga- rettur, meðan börnin voru á brjósti. reykja, meðan ég var að ná mér, en það hefir ekki haft nein áhrif þótt ég reykti. Ég er t.d. nú með alveg hrein lungu og hef verið í nokkur ár. — Ég las fréttina lauslega yfir í blaðinu í morgun, en ég hef ekki gefið málinu neinn sérstakan gaum. — Eg get látið þess getið að mér finnst talsverður munur hvort ég reyki enskt tóbak eða amerískt, það enska finnst mér hafa miklurn mun verri áhrif á mig. Enn engin áhrif á sölu Kristvin Kristinsson. Hef ekki gefið þessu gaum Þegar við höfðum kvatt Ásu hittum við Kristvin Krist- insson lyftustjóra í einum af vöruskálum Eimskips. Hann komst svo að orði: — Ég reyki um pakka á dag og hef reykt sígarettur í 20 ár. Ég hef oft hætt að reykja um skemmri tíma, svona 3 mánuði í senn, en alltaf byrj- að aftur. Um langt skeið var ég lungnaveikur og þá var mér stundum bannað að Og loks hittum við að máli Tómas Sigurðsson verzlunar- mann í Tóbaksverzluninni London. — Þetta getur vel verið rétt, sem nefndin segir í frétt inni. Ég dreg það ekki í nokk um efa. Ég er hins vegar hræddur um, að fólk taki þetta ekki alvarlega frekar en fyrri fréttir. Þær hafa or- sakað minni reykingar tíma og tíma, kannske viku í senn, en að þetta hafi stórvægileg á- hrif á fólk held ég ekki. — Ég hef sjálfur reykt um pakka á dag í s.l. 10 ár. Ég get ekki merkt að reykingar hafi haft áhrif á mig til hins verra. Að vísu stunda ég ekki íþróttir, eða mikla lík- amlega áreynzlu. — Þessi frétt hefir enn sem komið er ekki haft nein á- hrif á söluna hér í verzlun- inni hjá okkur, annars er það ekkert að marka ennþá. Hólmfríður Kristmannsdóttir og Hrefna Berg lesa fréttina Mýrdalsjökull hækkar Vík, 3. janúar. ÝMSIR telja sig hafa tekið eftir því, að Mýrdalsjökull hafi á undanförnum árum hækkað nokkuð austan til, eða á þeim slóðum, sem Katla gaus síðast. En hvað sem þessu líður, þá hafa athyglisverðar breytingar átt sér stað á Mýrdalsjökli upp á síðkastið og er þær breytingar helzt að sjá vestan til á jökl- inum. Sólheimajökull, sem er skrið- jökull úr Mýrdalsjökli, hefur á undanförnum árum þynnzt og stytzt verulega. En nú brá svo við á s.l. sumri, að Sólheima- jökull tók að skríða fram, þrátt fyrir það, að síðasti vetur væn mjög snjóléttur og sumarið væri úrkomulítið. Virðast því ein- hverjar aðrar ástæður en mikil úrkoma valda þessum breyting- um. Frá því í sumar og haust hefur Sólheimajökull skriðið fram um 60—70 metra. Þá þykir það líka athyglisvert, að efst uppi, þar sem skriðjökullinn byrjar, hefur hann „hækkað afar mikið“, svo að notuð séu orð merks bónda hér í Mýrdal. Þessi hækkun hefur mestmegnis orðið síðan í haust. Brennisteins fýla hefur verið svo sterk af Jökulsá á Sólheimasandi í haust og vetur, að margir hafa haft orð á því. — Fréttaritari. 10 Akranesbátar fengu 70 tonn Akranes, 14. janúar. AFLI línubátanna í gær var 70 tonn á 10 báta. Anna var afla hæst með 9.5 tonn, Skipaskagi hafði 9 tonn, Fiskaskagi 9 tonn, Fram 6.2 tonn og Ver 6 tonn. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.