Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. jan. 1964 M BJSAM ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA 1 n.f|. fe 4r [fj ■ 1 3 ii wM jihu .onB. KITSTJÓRAR: BIRGIR ÍSU GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON Hvað getum við gert..? AÐ VENJU hafa áramótin orðið til þess, aS þjóðir og einstaklingar hafa staldrað örlítið við til að gera sér grein fyrir afleiðingum lið- inna atburða, reyna að kanna stöðu sína og skyggnast til framtíðarinnar. f mörgum erlendum blöð- um hafa birzt greinar, þar sem ekki er aðeins reynt að gera sér grein fyrir friðar- horfunum, heldur ekki síð- ur reynt að svara spurning- unni: Hvað getum VIÐ gert til að bæta friðarhorfurnar í heiminum? Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, gerði þessa spurningu nokkuð að umtals- efni í áramótaræðu sinni í út- varpinu. Hann sagði ma.: „Sjálfir getum við fslending- ar ekki lagt mikið af mörk- um til að auka friðarhorfur, annað en leyfi okkar til þess, að á landi voru sé haldið uppi vörnum fyrir málstað frelsisins. Sú þjóð, sem neit- aði að tryggja svo sinn eigin hag og skoðanabræðra sinna, myndi sýna, að hún skildi ekki, hvað til friðar og sjálf- stæðis hennar heyrir.“ Víst er það, að skerfur okk- ar íslendinga til verndar friði í heiminum er ekki mikill, þegar borið er saman við skerf ýmissa annarra þjóða. Hins- vegar skortir marga skilning á því, að okkar framiag til Atlantshafsbandalagsins og dvöl hins erlenda vamarliðs hér á Iandi sé í raun og veru nokkur skerfur til verndar friði. Sá skilningsskortur á oftast rætur sínar að rekja til þess, að íslendingar eru svo tiltölulega nýlega komnir mitt inn í rás heimsviðburðanna, að mörgum hefur orðið erfitt að átta sig á þeirri staðreynd. Hér er að siálfsögðu ekki átt við andstöðu kommúnista, sem á sér aðrar og annarlegri ástæður, er ekki verða gerð ar að umtalsefni hér að þessu sinni. einstakra forystumanna þjóð arinnar að velta fyrir sér þeirri spurningu, hvað við getum gert til eflingar friði í heiminum, heldur er það nú orðið umhugsunarefni fyrir hvern einstakling í landinu. Þetta er orðið raunhæft við- fangsefni í íslenzkum stjórn- málum. Með stofnun Atlantshafs- bandalagsins mynduðu hinar frjálsu þjóðir við Atlantshaf- ið varnarkeðju gegn árásar- öflum kommúnismans. AI- kunn er sú staðreynd, að eng in keðja er sterkari en veik- asti hlekkur hennar. Bregðist eitthvert þátttökuríkið, þá er voðinn vís. Svarið við þeirri spurningu: Hvað getum við gert til verndar friði í heiminum? — er því það, að taka fullan þátt í starfi Atlantshafsbanda lagsins og veita bandalaginu þá aðstöðu, sem við sjálf telj- um nauðsynlega vegna örygg- is okkar og til tryggingar friði í heiminum. En þegar við metum, hvaða aðstöðu veita skuli, þurfum umfram allt að varast að draga of skjótar ályktanir af ástandi í alþjóðamálum, eins og það virðist á yfirborðinu vera á hverjum tíma. — BÍG STJÓRN Heimdallar, F.U.S. í Reykjavík hefur gengið frá starfsáætlun fyrir fyrri hluta árs ins 1964. Samkvæant þeirri áætl- un er ráðgerð mjög fjölþætt starfsemi og má þar t.d. nefna helgarráðstefnur um þrjá and- stöðuflokka Sjálfstæðisflokksins, kvöldráðstefnur, fyrirlestra um þjóðfélagsmál o.fl. í heild birtist áætlunin á bls. 11 í Morgunblaðinu í dag. Ungtr Sjálfstæðismenn heimsækja Reykjavík U M næstsíðustu mánaðamót komu til höfuðstaðarins í viku heimsókn 3 ungir Sjálfstæðis- menn utan af landi. Voru þetta þeir Skjöldur Stefáns- son úr Búðardal, Unnsteinn Þorsteinsson, Borgarnesi, og Hallgrímur Tryggvason frá Akureyri, en þeir hafa allir unnið ötullega í félögum sín- um. Dvölin í Reykjavík var skipulögð af SUS og kynntust þeir þremenningarnir m.a. daglegri starfsemi Heimdallar F.U.S., áttu viðræður við nokkra af leiðtogum Sjálf- stæðisflokksins um ýmsa þætti þjóðmálanna og flokks- starfsemina, heimsóttu stofn- anir o. fl. — Voru þeir ánægð- ir með dvölina og töldu hana hafa verið hina fróðlegustu. Sir Alec Douglas - Home, hinn nýi forsætisráðherra Breta, segin Æskan vill raunsæi, athafnir og víðsýni og hún vill ekki láta segja sér fyrir verkum SÍÐAN skozki lávarðurinn Home tók við forystu íhalds- flokksins brezka nú fyrir skömmu, hefur hann haft í mörg horn að líta. Ofan á þunga starfsbyrði forsætisráð Til skamms tíma gátu fs- herra hlóðst í upphafi erilsöm kosningasókn í víðlendu kjör- lendingar treyst þvi, að lega landsins og f jarlægð þess frá . , . _ , öðrum þjóðum gerði það að)dæml norðan Edmhorgar verkum, að við þyrftum ekki að velta alþjóðlegum vanda- málum of mikið fyrir okkur. Meðferð utanríkismála okk- ar var og svo lengi í höndum annarrar þjóðar, að megin- þorri íslendinga hugsaði lítt um þau mál. Nú er þetta breytt. fslend- ingar hafa á undanförnum árum þurft að gerast alþjóð- legri í hugsunarhætti og hafa þurft að brjóta til mergjar alþjóðleg vandamál, sem snerta okkur, ekki síður en aðrar þjóðir. Þróunin hefur og smám saman orðið sú, að við íslendingar höfum tekið að hugleiða þessi mál og reynt að gera okkur grein fyrir stöðu okkar meðal þjóð- anna. Meðal yngri kynslóðar- innar hefur starfsemi félags- samtaka eins og Varðbergs flýtt fyrir þróuninni í þessum efnum. Því er nú svo komið, að það er ekki aðeins verkefni en eitt brýnasta úrlausnarefni hins nýja flokksleiðtoga var að sjálfsögðu það, að tryggja sér aðgang að höfuðvígstöðv- um stjórnmálabaráttunnar — Neðri málstofunni brezku. Þegar nýir menn taka sér stöðu í fararbroddi áhrifamikilla stjórnmálaflokka, bíður fólk þess oftast með mikilh eftirvæntingu að heyra, hvað þeim ligguir þyngst á hjarta — hverjir séu meginþættirnir í þeirri stefnu, sem þeir hyggjast móta fyrir flokk sinn. Ale^ Douglas-Home, eins og hinn nýi forsætisráðherra nú nefnist, eftir að hafa afsalað sér lávarðstign, sætir ekki undan tckningu að þessu leyti. Frétta- menn frá blöðuim og fréttastof- um um allan heim fylgdu honum eftir um kjördæmi hans þvert og endilangt og sátu um hvert orð, sem hann lét sér úr munni fara á framboðsfundum og ut- an þeirra. Hin nýja stjórnar- stefna er í mótun — og allar vís- bendingar um hvað hún muni ^-.'jela í sér eru velþegið fréttaefni, enda framtíð lands Og þjóðar í húfi — og stundum meira, ekki sízt þegar stórveldi eiga í hlut. Fullgildir þegnar þjóðfélagsins Af því, sem fram hefur komið í ræðum hins nýja forsætisráð- herra, er meðal annars ljóst, að hann hefur gert sér sérstakt far um að skynja og skilja viðhorf unga fólksins og virðist hafa full- an hug á að fylkja því undir merki flokks síns. „The Sunday Times“ birti fyrir áramótin frá- sögn af ræðu, sem Douglas- Home hafði haldið í kjördæmi sínu. Þar lýsti hann því meðal annars yfir, að ef hann fengi nofckru ráðið, skyldi brezkt æskufólk í framtíðinni eiga kost beztu menntunar, sem völ væri á í heiminum. — Við skulum varpa fyrir borð þeim kynstruim, sem sögð eru algjörlega út í hött um æsku fólkið, sagði Sir Alec og um framtíðaráform sín sagði hann síðan m. a.: — Menntun, velmegun, tæki- færi, allt víkkar þetta sjóndeild- arhringinn — og eru þau verð- mæti, sem við viljum reyna að skapa uppvaxandi kynslóð. En lengra getum við heldur ekki gengið. Við getum ekki rétt í hendur hennar landabréf yfir framtíðina með öllum hennar krókum og kimum, né heldur megum við vænta þess að hún vilji feta slóðir markaðar af öðrum. Miklu fremur ber okkur að hvetja og styrkja unga fólkið til að ryðja sér sjálft braut inn í framtíðina. Okkur ber að hvetja — og ég hvet það — til þess að skipa sér sess sem fullgildir þegnar þjóðfélags okkar. Ekki vandamál — heldur jákvæða afstöðu Það vakti mikla athygli, að forsætisráðherrann skyldi gefa sér svo gott tóm í einni af aðal- ræðum kosningabaráttunnar til að ræða úm æskuna og viðhorf in til hennar. Er það túlkað sem öruggt tákn þess, að hann ætli ungum mönnum aukið rúm í flokknum og vilji í vaxandi mæli beita áhrifamætti flokksins til baráttu fyrir áhuga- og hags- munamálum yngri kynslóðarinn- ar. Hann sagði í ræðu sini, að fólk talaði stöðugt um æskuna, ræddi um vandamál hennar og teldi sig hafa ráð undir hverju rifi. — En sem faðir fjögurra barna, allra innan þrítugs, er ég að verulegu leyti ósammála þessari afstöðu. Þeim er lítt um það gefið að láta skipa sér á sér- stakan bekk, og þau vilja ekki láta líta á sig sem vandamál. Og umfram allt kæra þau sig ekki um að láta segja sér fyrir verk- Framhald á bls. 17. Sir Alec flytur ræðu í kjördæmi sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.