Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 15. jan. 1964 Samkeppni um nýbygg- ingar á Nvanneyri lokið Sigurjón Sveinsson og Þorvaldur Kristmundsson hlutu fyrstu verblaun Aðalfundur Sjálfstæð isfélags Ólafsvíkur HINN 1. júlí 1963 efndi Bygging- arnefnd Bændaskólans á Hvann- eyri til samkeppni um nýjar byggingar fyrir skólann og stað- setningu þeirra skv. útboðslýs- ingu nefndarinnar og sam- keppnisreglum Arkitektafélags Islands. Byggingarnar eru heima- vist, skóli, mötuneyti o. fl., íþrótta hús og ýmis útimannvirki. Sýning á öllum teikningunum, sem bárust í keppnina, er opin í dag milli kl. 14 og 22 á III. hæð í Bændahöllinni (Hótel Sögu). — Fyrri dagur sýningarinnar var í gær, og sóttu hana þá rösklega 300 manns. Tilgangur samkeppninnar var að fá hagkvæmar lausnir á fyrir- komulagi og staðsetningu skól- ans, þar sem tekið væri tillit til landslags og annarra staðhátta. Heimild til þátttöku höfðu allir íslenzkir arkitektar og námsmenn í byggingarlist. öllu svæðinu milli fyrrnefndrar flatar og heimahúsa. Engum keppenda hafi tekizt að sameina í senn góða staðsetningu með vegakerfi og hagkvæmu fyrir- komulagi ásamt listrænu útliti bygginga. Úrslit 1. verðlaun, kr. 100.000.00, hlutu arkitektarnir Sigurjón Sveinsson og Þorvaldur Kristmundsson. — Segir um hana í úrskurði dóm- nefndar, að hún sé ekki galla- laus, en þó í uppbyggingu allri sú tillaga, er bezt leysi þarfir bænda skólans með vel skipulögðu og skýrt mörkuðu fyrirkomulagi hið innra. Útlit sé gott, bygging húss- ins auðveld í framkvæmd, rúm- mál hóflegt en staðsetning vafa- söm, sem þó megi breyta. 2. verðlaun, kr. 50.000.00, fengu þrír íslenzkir námsmenn í húsa- gerðarlist í Stuttgart, Örnólfur Hall, Haukur Victorsson og Hró- bjartur Hróbjartsson. Tillagan er talin mjög athyglisverð, skólahús in falli vel í landslagið, einstaka húsasamstæður eðlilegar og vel leystar, útlit vel samræmt og góð- ur heildarsvipur. Lausnin sé þó ekki að öllu leyti hagkvæm, bygg ingar- og rekstrarkostnaður yrði mikill og fjarlægðir milli bygg- inga talsverðar. 3. verðlaun, kr. 25.000.00, hlutu tveir námsmenn í byggingarlist í Edinborg, Ingólfur Helgason og Vilhjálmur Hjálmarsson. Stað- setning er talin listræn, tenging milli bygginga athyglisverð, en vegakerfi og heimreið vafasöm, mötuneyti og heimavist full margbrotin, fjarlægðir milli sam- komusalar og mötuneytis óheppi- leg og skrifstofa skólastjóra illa staðsett. Þá voru gerð ein innkaup fyrir kr. 15.000.00; keypt tillaga arki- tektanna Þorvalds S .Þorvalds- sonar og Jörundar Pálssonar. Ólafsvík, 13. jan. LAUGARDAGINN 11. jan. hélt Sjálfstæðisfélag Ólafsvíkur og nágrennis aðalfund sinn. Var hann haldinn í Ólafsvík. Mættir voru á fundinum alþingismenn- irnir Sigurður Ágústsson og Axel Jónsson. Lesin var skýrsla stjórnarinn- ar, og skv. henni var starfsemi félagsins ágæt á sl. ári, svo sem undirbúningur vegna alþingis- kosninganna, skemmtisamkomur, fundir o. fl. Fjárhagur er ágætur skv. reikningum félagsins. Síðan fór fram kosning stjórn- ar og í aðrar trúnaðarstöður, sem félagið kýs. í stjórn félagsins voru kjörnir; formaður Bjarni Ólafsson og með honum Hinrik Konráðsson, Guðjón Bjarnason, Böðvar Bjarnason og Ágúst Lár- usson. Að loknum kosningum fóru frjálsar umræður fram, og héldu alþingismennirnir Sigurður Ágústsson og Axel Jónsson ræð- ur. Ræddu þeir um stjórnmála- ástandið í dag, svo sem efnahags- og kaupgjaldsmál, og skýrðu þessi mál all-ýtarlega. Þá skýrðu þeir og frá hugsanlegum leiðtfm í efnahagsmálum. Enn fremur ræddu þeir nýju vegalögin nokk- uð, og síðast en ekki sízt hags- munamál byggðarlagsins, svo sem hafnarmál og byggingu íþróttahúss og sundlaugar. Kváðu þeir all-verulegar upphæðir hafa verið ákveðnar af Alþingi og ríkisstjórn til þessara fram- kvæmda. Góður rómur var gerð- ur að ræðum þeirra. Voru menn mjög miklu fróðari um lands- málapólitíkina en áður. Nokkrar umræður urðu á fundinum eftir ræður þingmanna. Síðan þakkaði formaður fé- lagsins gestum fyrir komuna og félagsmönnum traust það, er þeir sýndu stjórn félagsins, með því að endurkjósa hana. Sleit hann síðan fundi. — H. K. Fundur verður í Sjálfstæðts- kvenfélagi Ámessýslu nk. sunnu dag 19. janúar. — Nánar auglýst fimmtudag. Dómnefnd Dómnefnd skipuðu Guðmund- ur Jónsson, skólastjóri, Bjarni Óskarsson, byggingarfulltrúi, Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, Aðalsteinn Richter, arkitekt A. L, og Kjartan Sig- urðsson, arkitekt A. í. Trúnaðar- maður dómnefndar var Ólafur Jensson. MikiII áhugi Áhugi var mikill á keppninni, sem lauk 9. des. sl., því að alls sóttu 34 keppni-gögn, og 18 til- lögur bárust til dómnefndar. Seg- lr svo í úrskurði dómnefndar, að hún telji beztu staðsetningu fyrir nýbyggingar skólahúsa vera á flötinni suðvestan við núverandi skólstað, sé á annað borð farið út frá heimasvæðinu, en hún telji jafnframt ýmsa góða möguleika á Minningargjöf um Dag Brynjúlfsson Á ÚTFARARDEGI Dags Brynjúlfssonar fyrrv. hrepp- stjóra og bónda í Gaulverjabæ hinn 18. des. barst Gaulverja- bæjarkirkju höfðinigleg minn- ingargjöf frá hreppsnefnd Gaul- verja'bæjarhrepps. Gjöfin er til Orgelsjóðs kirkjunnar, er stofn- aður var fyrir nokkrum árum, en Dagur var uim alla sína far- sælu tið í Gaulverjabæjairhreppi mikill skjöldur kirkjunnar og málefna hennar. Hann var og svo sem kunnugir vita formaður sóknarnefndar og rneðhjólpari í kirkjunni í um 30 ár. Gjöfin er að upphæð kr. 10.000,00. Fyrir þessa rausn og hugulsemi vill sóknarneifnd Gaul verjabæjarkirkju hér með færa hreppsnefnd og hreppsbúum öll- Um kærar þakkir. f. h. sóknamefndar Gaulv.b.kirkju. Gunnar Sigurðsson. • SKAGA-SOKKARNIR. ÞAÐ hefði þótt saga til næsta bæjar hér fyrir nobkrum ár- um, ef sagt hefði verið, að þeir á Akranesi mundu gerast stór- virkir í framleiðslu nælonsokka innan tíðar. Þá voru allir ferða- langar, sem komu frá útlönd- um, úttroðnir af nælonsokkum — og ég er hræddur um að mestj glansinn hefði farið af varningnum, ef menn hefði ór- að fyrir þvi, sem koma skyldi. En þeim er ekki nóg að hafa knattspymumenn og Sements- verksmiðju á Skaganum — og nú bæta þeir nælonsokkum ofan á allt. Ekki er sanngjarnt að segja, að þessi tiðindi hafi komið eins og reiðarslag yfir menn, þvi að tollalækkunina um árið voru þeir, sem ferð- uðust á milli landa, sviptir mestu ánægjunni af þessum flikum, sem okkur karlmönn- unum finnst þó ekki vera nein- ar flíkur. En þegar við minnumst alls pukursins með nælonsokkana hér á árunum, svartamarkaðs- brasksins með þennan varning — þá er það óneitanlega bros- legt, að við skulum nú vera á leiðinni með að verða nælon- sokka-útflytjendur. Það er af sem áður var. • FJÖRIÐ Á ÍSAFIRÐI. Og þeir eru alltaf jafnfjörug- ir brezku togarakarlarnir, þeg- ar þeir koma til ísafjarðar. í fyrra brutu þeir tennurnar úr veitingamanni á staðnum, nú rotuðu þeir annan á bryggj- unni. Þetta er nákvæmlega það sama og alltaf er að gerast í erlendum hafnarborgum, því vel má ímynda sér að á ýmsu gangi þar sem margar brezkar togaraáhafnir eru saman komn ar. En þetta er sjálfsagt til— breyting fyrir þá, sem eru rot- aðir. Hins vegar virðast Bret- arnir hafa sloppið órotaðir hingað til. En gamanlaust — þetta er mesta vandræðaástand þarna fyrir vestan. Þegar illa viðrar eiga ísfirðingar yfir höfði sér einn eða fleiri brezka togara, sem þá leita hafnar — og mér er sagt, að undantekningarlítið stofni Bretarnir til einhverra vandræða eftir að þeir eru búnir að fá sér neðan í því. Þannig hefur þetta verið í vet- ur. Að vísu eru stöku prúðmenni innan um og saman við. Bíl- stjóri á ísafirði sagði mér t. d. þá sögu, að síðla dags eitt sinn í vetur hefði hann ekið bíl sínum niður á bryggju þar sem brezkur togari lá. Hann ók hægt fram með togaranum og vissi ekki fyrr en togaramað- ur stökk af skipi sínu niður á bryggjuna beint fyrir framan bílinn. Var sá fremur léttklædd ur, nakinn að neðanverðu en í skyrtu að ofan. Hann hlamm- aði sér inn í bílinn áður en bíl- stjórinn fékk ráðrúm til að forða sér. — og hrópaði: „Take me to the Three Lyons on Cleethorps Road“, eða eitthvað líkt. Eftir langa mæðu tókst bílstjóranum að gera mannin- um það skiljanlegt, að hann væri ekki staddur á hafnar- bakkanum í Grimsby, heldur á ísafirði. Hætti maðurinn þá við að fara í „Three Lyons“ og fór úr úr bílnum án þess að rota neinn. Sýnir þetta, að þeir eru ekki allir jafnslæmir. En það er ekki við því að búast, að fáliðuð lögregla ráði við allt, því menn hafa ólíkar hugmyndir um lífið og tilver- una þarna fyrir vestan eins og sagan að framan sýnir bezt. Greinilegt er, að hér duga eng- in vettlingatök. „Ein úr Þingboltunum" skrif- ar okkur eftirfarandi bréf: • NESSTOFAN. „Ég held að það hafi verið fyrir forgöngu Morgunblaðsins að Árbæ var bjargað frá því að hrynja undan sjálfum sér eftir áratuga hirðuleysi og getuleysi víst líka. Ég hefi einnig lesið í Morgunblaðinu tilraun þess til að bjarga frá þjóðarskömm Viðeyjarstofu. Um árangur þess er ekki að vita, nema þó það að kirkjan þar hefur verið sett undir verndarvæng biskupsins og ætti henni því að vera borgið. Nú er komið að annari sögu- legri byggingu landsins, sem ég sé ekki betur en að sé að verða hirðuleysi, viðhaldsleysi og hverskonar sljóleiika að bráð. Þetta er ein elzta og merkasta bygging landins, Nesstofa á Seltjarnarnesi. Um hana mætti margt skrifa, en það er ekki rúm til þess í þessum dálkum. Nesstofan er eins og Viðeyjar- stofa í einkaeign og því mun óhægt um vik fyrir þjóðminja- vörð eða hreppsfélag Seltjarnar ness, að grípa með róttækum ráðstöfunum inn í málefni Nesstofu-. En vist er að henni þarf að bjarga nú þegar frá því að verða jafnvel breytt 1 bílaverkstæði einn góðan veður dag. Öll er byggingin hin sögu- legasta og mun sá mikli fræði- og lærdómsmaður Vilhjálmur Jónsson landlæknir vera öllum mönnum færari um að segja sögu, Nesstofu. Nú fer Alþingi að koma úr jólaleyfinu. Er þess að vænta að þingmenn verði hvíldir vel og fullir af góðum ráðum til lausnar vandanum, en einnig vona ég að þeir hjálpi til þess með nauðsynlegri lagasetningu, að koma merkum húsum þó í einkaeign séu, undir beint eftirlit og ábyrgð þjóðminja- varðar, til þess að vernda sögu þessara sára fáu húsa sem í rauninni getur verið um að ræða og ekki eru þegar komin í rikiseigin. Svo þegar búið er að koma þessu í gegn, þá getum við tal að um hvað gera eigi svo við Nesstofu. Um það munu víst verða margar góðar hugmyndir þegar farig verður að ræða mál ið í fullri alvöru en hví ekki gera þar embættisbústað land- læknis íslands — Eða hvað? Og þegar ég er að botna þetta tilskrif er mér sagt. að það sé þegar búið að vinna söguleg spjöll á því gamila húsi Nesstofu. — Það mun vera búið að brjóta niður einn vegg sem fyrir löngu er búið að mála í húsinu, sem vegna skreytinga yfir, hefði verið stórmerkilegt listaverk svona einn og útai fyrir sig. Alþingismenn ættu að ræða um Nesstofu við Vilmund landilækni, ef þeir vildu sann- færa sig um að Nesstofa er svo merkiilegt mannvirki, að bún verðskuldar fulila og ör- ugga vernd Alþingsins með setningu nauðsynlegra laga til þess að tryggja hana. „Ein úr Þingholtunum." ÞURRHLÖDUR ERL ENDIN GARBEZ1AR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.