Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.01.1964, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 15. jan. 1964 HIORGUNBLADID 11 — slærsta og * öflugasta stjórnmálafélag ungs fólks á Islandi Starfsáætlun fyrri hluta árs 1964 Helgarráðstefna Helgina 14.—15. marz verð- ur eínt til ráðstefnu um hina þrjá andstöðuflokka Sjálf- stæðisflokksins. Flutt verða erindi um: 1. Alþýðuflokkinn. 2. Framsóknarflokkinn. 3. Sameiningarflokk Alþýðu-Sósialista- flokkinn. f erindum þessum verður fjallað um áhrif þessara flokka í íslenzkum stjórnmál- um, breytingar á stefnum þeirra gegnum árin o. s. frv. Kvöldráðstefna Þriðjudaginn 31. marz verð ur efnt til kvöldráðstefnu, sem hefst kL 18,30. Umræðu- efni verður auglýst síðar. Þátttakendur sn. \ a saman kvöldverð og síðan fara fram almennar umræður. Almennur umræðu- fundur í Sjálfstæðis- húsinu Sunnudaginn 23. febrúar verður efnt til almenns um- ræðufundar í Sjálfstæðishús- inu. Umræðuefni þess fundar verður auglýst síðar. Klúbbfundir verða haldnir eftirtalda laug- ardaga: 1. febrúar, 22. febrú- ar, 14. marz, 4. apríl, 25. apríl, 16. maí, 6. júní. Þeir, sem kunna að hafa á- huga á að sækja klúbbfundi, en eru ekki boðaðir bréflega, eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Heimdallar og láta skrá sig til þátttöku. I Málfundir verða haldnir reglulega fram eftir vetri og verða auglýstir hverju sinni í blöðum. Fyrirlestrar um þjóðfélagsmál í byrjun febrúar stendur Heimdallur fyrir flutningi fyr irlestra um þjóðfélagsmál. — Verða fyrirlestrarnir á þriðju dögum svo sem hér segir: 1. Rikið og hlutverk þess, 4. febrúar. 2. Stjómmálaflokkar, 11. febrúar. 3. Almenningsálit og áróður, 18. febrúar. 4. Skipting manna i stjórn málaflokka, 25. febrúar. 5. Löggjafarvald, 3. marz. 6. Samskipti þjóða, 10. marz. Kvennaklúbbur Hinum fjölmörgu konum innan vébanda Heimdallar mun í vetur gefast tækifæri til að taka þátt í starfsemi sérstaks kvennaklúbbs, en til klúbbsins verður stofnað í febrúarmánuði og starfsemi hans þá auglýst. Föndur kvenna Eins og á sl. starfsári gengst félagið fyrir föndurnáms- skeiði kvenna. Vanur kennari mun leiðbeina þátttakendum. Námskeiðið hefst í byrjun febrúar. Hraðskákmót og fjöltefli Efnt vérður til hraðskák- móts sunnudaginn 9. febrúar og fjölteflis sunnudaginn 1. marz. Árshátíð Heimdallur efnir til árshá- tíðar föstudaginn 21. febrúar og verður vandað mjög til skemmtunarinnar. Bridge-kvöld Efnt verður til þriggja bridge-kvölda í keppnisformi mánudagskvöldin 3. febrúar, 10. febrúar og 17. febrúar. Kynnisferðir Sem fyrr mun Heimdallur efna til ferða innan borgar- innar og í nágrenni, þar sem félagsmönnum mun gefast tækifæri til þess að heimsækja merk fyrirtæki og stofnanir. Farnar verða 2—3 ferðir og munu þær verða auglýstar jafnóðum. Kvikmyndakvöld Sjálfstæð kvikmyndakvöld verða mánaðarlega í Valhöll. KVÖLDVAKA Þann 13. marz efnir Heimdallur til kvöldvöku með ný- stárlegu sniði í Sjálfstæðishúsinu. Mjög verður vandað til dagskrár kvöldvökunnar og má þar m.a. geta um ljóðaupp- lestur og píanóleik, þá mun ungur leikari fara með part úr einu verka Shakespears, auk þess sem skemmt verður með gamanvísum og eftirhermum, fjöldasöngi og keppni milli Heimdellinga úr tveimur af skólum borgarinnar. Sitthvað fleira verður til skemmtunar t.d. mun ungur listmálari flytja hugleiðingu um nútíma málaralist og lesin verður drauga- saga. Auk dagskrárinnar verður stiginn dans til kl. 1 e.m. UNGIR REYKVÍKINGAR LAUNÞEGAKLUBBUR Stofnaður verður klúbbur launþega innan vébanda Heim dallar um miðjan febrúar-mánuð. í fyrstu verða fundir klúbbsins vikulega en verða á hálfsmánaðar fresti síðla veturs og vors. Starfsemi klúbbsins verður hin fjölbreytt- asta. Erindi verða m.a. flutt um eftirtalin efni: „Þróun verka lýðshreyfingarinnar á íslandi", „Mismunur verkalýðshreyf- ingarinnar fyrir austan og vestan járntjald", og flutt verða erindi og leiðbeiningar um ræðumennsku og fundarsköp. Þá verður efnt til helgarráðstefnu launþega- klúbbsins, þar sem flutt verða erindi og rætt verður um eftirtalda málaflokka: 1. Ákvæðisvinna. Hlutdeildar- og arðskiptifyrirkomulag. 2. Vinnulöggjöfin. 3. Framleiðni — Hagræðing. 4. Kerfisbundið starfsmat. 5. Almenningshlutafélög. Á fundum klúbbsins verða sýndar ýmsar kvikmyndir þ. á. m. frá starfsemi samtaka launþega í öðrum löndum. Þá verða farnar kynnisferðir m.a. í Alþingishúsið, en þar verður hlýtt á erindi um störf og tilgang Alþingis, og Alþingishúsið verður skoðað undir leiðsögn. Einnig má geta um erindi, sem flutt verður á fundi klúbbsins um „Blöðin og stjórnmálin“, en að loknu því erindi verður Morgunblaðið heimsótt. Þá mun klúbburinn koma til með að standa fyrir mál- fundum og annarri starfsemi, sem auglýst verður jafnhraðan. Fylkið ykkur undir merki Heimdallar félags framsækinnar reykvíkskrar æsku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.