Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLADID Laugardagur 18. jan. 1964 Þormóður Sveinsson í DAG verður gerð írá Fossvogs- kapellu í Reykjavík útför Þor- móðs Svejnssonar, Kringlumýr- arbletti 5 við Sogaveg, en hann varð bráðkvaddur að heimili sínu hinn 11. þ. m. Hann var fæddur í Hafnarfirði 1. september 1889. Voru foreldr- ar hans Sveinn Steindórsson skipstjóri frá Hliðsnesi á Álfta- nesi og kona hans Þórunn Guð- mundsdóttir. Átta ára að aldri fluttist hann með foreldrum sín- um að Hvassahrauni á Vatns- leysuströnd og var þar hið mesta rausnar- og myndarheimili. Þau voru aðeins tvö systkinin á Hvassahrauni, hann og Berta systir hans, sem enn er á lífi og gift Einari Ólafssyni í Lækjar- hvammi í Reykjavík. Um tvítugsaldur fór Þormóður úr föðurgarði til þess að freista gæfunnar eins og títt er ungum mönnum þeim, sem dugnaður og manndómur er í. Gerðist hann brátt formaður bæði á opnum skipum og mótorbátum og þótti snemma heppinn og fengsæll aflamaður, svo að hjá honum fengu jafnan færri skipsrúm en vildu. Stuðlaði og að því að nokkru góðmennska hans, glað- værð og lipurð. Þormóður kvæntist 28. desem- ber 1918 eftirlifandi konu sinni Theodóru Stefánsdóttur frá Króksvöllum í Garði, hinni ágæt- ustu konu. Varð þeim sex barna auðið og eru fimm þeirra á lífi, öll gift og búsett í Reykjavík. Einn son misstu þau ungan. Son eignaðist Þormóður áður en hann kvæntist og er hann búsettur á ísafirði. Munu barnabörn Þor- móðs nú vera 28 talsins. Þau hjónin Theódóra og Þor- móður bjuggu fyrstu árin í Garð- inum, en fluttu til Reykjavíkur árið 1920 og hafa verið búsett þar síðan. í Reykjavík stundaði hann um fjölda ára smábátaútgerð og fisksölu og er hann vafalaust mörgum Reykvíkingum að góðu kunnur frá þeim árum. Dugmik- ill var hann og fylginn sér, að hverju starfi. Hin síðari árin stundaði hann ýmsa vinnu, eftir því sem til féllst, bæði á sjó og landi. En hafið mun þó löngum hafa heillað huga hans og bát- kænu átti hann oftast og fór á honum til hrognkelsaveiða fram á síðustu ár á meðan heilsan leyfði. Þormóði voru margir hlutir vel gefnir. Hann var greindur vel, Stjórn Fél. starfsfólks í veitingahúsum AÐALFUNDUR var haldinn í Fé- lagi starfsfólks í veitingahúsuim var haldinn fyrir nokkru. Á fund inum var kjörin stjórn og er hún þannig skipuð: Form. var endurkjörinn Hall- dóra Valdemarsdóttir og með- stjórnendur: Nanna Einarsdóttir, Nanna Hallgrímsdóttir, Jóhanna Árnadóttir og Pétur Björnsson. Til vara: Stella Sigurðardóttir, Rósa Benediktsdóttir og Skafti Skaftason. Trúnaðarráð: Halldór Jónsson, Margrét Kjartansdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Unnur Jónsdóttir. góðlyndur og glaðlyndur, þýður í lund og hjartahlýr. Hjóna- band hans var ástúðlegt og gott enda var hann framúrskarandi heimilisfaðir og börn hans unnu honum mjög. Ég þekkti Þormóð heitinn ein- gÖngu hin síðustu ár, efttr að heilsa hans var mjög þrotin. En ég er auðugri fyrir þá kynning, þótt hún væri stutt. Og ég geymi um hann minningar, sem mér þykir vænt um. Eiginkonu hans og börnum votta ég samúð og hluttekning við fráfall hans. En um leið koma mér einnig í hug orð skáldsins: „Það er allra sorga sorg að sakna góðs og muna það.“ Sveinn Víkingur. fs/. grasið heldur fóður- gildi lengur á sumrin en annað gras í MBL. var á þriðjudag skýrt frá athugunum þýzks prófessors á íslenzku heyi og taldi hann ís- lenzka töðu hetri en hey á meg- inlandi Evrópu. í Atvinnudeild Háskólans hafa farið fram rann sóknir á íslenzku grasi fjölda- mörg undanfarin ár. Mbl. spurði dr. Sturlu Friðriksson um þess- ar rannsóknir. Sturla sagði, að eins og fram hefði komið í skýrslum frá Bún Sigurður Guðlaugsson kjörinn aðardeild og ummælum hvar sem starfsmenn hafa rætt þessi mál, þá hafi rannsóknir deildar- innar sýnt að íslenzka grasið er mjög gott og eihkum að það heldur fóðurgildi sínu svo lengi fram eftir sumri. Vegna legu landsins og þess að við búum Washington, 15. jan. (AP) Antonio Segni, forseti Italíu kom í gær í opinbera heim- sókn til Bandaríkjanna. Ræð- ir hann við Johnson forseta í Washington, en fer á morgun til New York, og situr þar kvöldboð ítalskættaðra manna. við kaldtemprað meginloftslag, er grasvöxtur góður fraun eftir sumri hér miðað við það sem er víða annars staðar, þar sem söln un gengur fljótar fyrir sig. Hvað notagildi þessara stað- reynda snertir, kvaðst Sturla telja að frekar borgi sig að breyta fóðrinu í kjöt en að flytja grasið út sem hráefni, ekki sízt þar sem við höfum fram að þessu ekki verið aflögufærir með fóður og jafnvel hafi kom- ið fyrir að við höfum flutt inn fóður. Það sé sama máli að gegna með hey eins og aðrar vörur, það borgar sig betur að flytja út fullunna vöru en hráefni. Fjölmenni við útför Sveins Þorlákssonar Vík, 2. jan. ÞANN 22. des s.l. andaðist í Vík í Mýrdal, Sveinn Þorláks- son fyrrum símstöðvarstj óri, 91 árs að aldri. Sveinn fæddist að Þykkvabæ í Landbroti 9. ágúst árið 1872, en fluttist til Víkur aldamóta- árið og var þá einn af fyrstu land nemunum í Víkurkauptúni. Vann hann lengi vel við skó- smíðar og var einn fyrsti Skaft- fellingurinn, sem lauk prófi í þeirri grein. Árið 1914 gerðist Sveinn símstöðvarstjóri í Vík og gegndi því starfi um mörg ár. Var þjónusta hans öll við fólkið • Mikill fram- • • farahugur Sagt er frá því í fréttum, að flugfélag hafi verið stofnað í Vestmannaeyjum, og áætlað sé að kaupa flugvél til þess að bæta úr samgöngum milli lands og Eyja. Neskaupstaður hefur gengið í ábyrgð fyrir Flugsýn vegna kaupa á nýrri flugvél og er ætlun félagsins að þjóna Neskaupstað og öðrum Aust- fjarðaþorpum sérstaklega. ísa fjarðarbær hefur einnig geng- ið í ábyrgð fyrir ungan mann, sem ætlar að kaupa litla flug vél og staðsetja á ísafirði til samgöngubóta. Starfsemi Tryggva Helgasonar á Akur- eyri er nú orðin umsvifamikil — og Björn Pálsson heldur uppi samgöngum milli Reykja- víkur og fjölmargra staða á landinu. • Óánægja veldur Það er Því ljóst, að sam- keppnin við Flugfélag íslands fer stöðugt vaxandi. Samkeppni hefur auðvitað sína kosti, hún ætti að bæta þjónustuna við fólkið. Hins vegar gefur þessi þróun óhjákvæmilega til kynna að fólkið úti á landsbyggðinni sé ekki ánægt með Flugfélagið og þjónustu þess. Að Flugfélag ið hafi brugðizt, eða að fólkið geri of miklar kröfur til félags ins. Ef Flugfélagið fullnægði þörfum fólksins, ef það væri ekki óánægt, þá væri ekki grundvöllur fyrir öll þessi flug vélakaup. Ekki væri horfið að því í bæjunum úti á landi að styðja kaup á smávélum ef fólkið gerði sig ánægt með nú- verandi samgöngur. • Líka ókostur Þótt samkeppnin sé að vissu leyti ágæt, þá geta líka fylgt henni ókostir í vissum tilfell- um. Ef við dreifum kröftunum of mikið er hætt við að upp- byggingin taki lengri tíma. Ef innanlandsflugið færist meira og meira í hendur margra smá- félaga yrði æ lengra að biða Þess að við fengjum dýrar en góðar flugvélar í innanlands- flugið — Ég á við að Flugfélag- ið gæti keypt hæfilega stórar, nýjar og fullkomnar vélar. Að vísu má segja, að Flugfélagið hafi fengið það gott forskot, að það hefði ekki þurft að missa þetta út úr höndunum á sér að meira eða minna leyti. Ef þannig er litið á málið má lika segja, að þetta sé Flugfé- laginu sjálfu að kenna að nokkru. • Engar framfarir En Það er líka annað atriði, sem ekki má gleymast. Það er hætt við að þessi þróun geti að einhverju leyti orðið á kostn að öryggisins. Nú er ég ekki að ásaka neinn flugmann eða bera neinum það á brýn, að hann geti ekki stjórnað flugvél sinni örugglega. Litlar vélar eru nauðsynlegar til sjúkra- flugs og til fólksflutninga út um sveitir. En ég held að allir hljóta að vera sammála um að það sé skref aftur á bak að hefja flutninga 1 stórum stíl í smávélum á milli byggðarlaga, sem eru stór á okkar mæli- kvarða. Við þurfum 25—40 farþega vélar, hraðfleygar og af full- komnustu og nýjustu gerð til þess að annast samgöngur milli Reykjavíkur og fjölmennustu byggðarlaganna. Þá væri hægt að tala um framfarir. En þegar keyptar eru 4—10 farþega vélar til að annast samgöngur við þessi sömu byggðarlög, þá er varla hægt að telja það fram- farir þótt umræddar vélar séu búnar fullkomnum öryggistækj um og uppfyili hvað það snert- ir öll skilyrði. mjög rómuð og naut hann mik- illa vinsælda og trausts, bæði I starfi og utan. Sveinn var fram- úrskarandi samvizkusiamur, lip- ur og traustur starfsmaður. Hann var kvæntur Eyrúnu Guðmunds dóttur, sem lifir mann sinn. Eignuðust þau hjón 15 börn, en 11 þeirra eru nú á lífi. Það hef- ur verið sagt með sanni, að heiim ili Sveins og Eyrúnar á símstöð- inni í Vík, var ávalt vina- og griðastaður allra þeirra héraðs- búa, er þangað þurftu að leita í margvíslegum erindum. Útför Sveins Þorlákssonar var gerð frá Víkurkirkju þann 30. des. s.l. og var ein sú fjölmenn- asta, sem hér hefur sézt. Jarð- sett var í Reyniskirkjugarði. Séra Jónas Gíslason hélt hús- kveðjuna og jarðsöng, en séra Páll Pálsson í Vík hélt líkræð- una í Víkurkirkju. Fréttaritari. • Ætla þeir að slaka á klónni? Það er ósköp eðlilegt að framfaraviljinn brjótist út á þennan hátt. Ekki geta ísfirð- ingar, Vestmannaeyingar né fólkið í Neskaupstað keypt stóra fullkomna flugvél. Þeir hefðu heldur ekki næg verk- efni fyrir slíkt farartæki. En Flugféiagið hefði þörf fyrir slíkt farartæki og ætti að geta Þjónað öllum umræddum byggð arlögum með því. í innanlands- flugi hefur verið stöðnun um langt skeið og halli hefur ver- ið á rekstrinum. Annað hvort er ekki grundvöllur fyrir raun- verulegar framfarir í þessum málum hér í okkar fámenna landi eða þá að Flugfélagið hef ur misst af strætisvagninum fyrir eigin klaufaskap þrátt fyrir forskotið. Þetta er ekk- ert einkamál féíagsins, því starf semi þess er orðinn það ríkur þáttur í þjóðlífinu. Ef félagið ætlar að slaka á klónni þá er miklu skynsamiegra fyrir Nes- kaupstað, ísafjórð, Vestmanna- eyjar og aðra, sem óska, að taka saman höndum í þessum málum og stofna eitt félag eða styðja eitthvert þeirra smáfé- laga, sem þegar eru komin á laggirnar, til þess að leysa þau verkefni, sem um er rætí. Að húka hver 1 sínu horni með eigin vandamál, það er hæpið að hægt sé að búast við miklum framförum með slíku háttalagi. Það er hæpið, að hér sé verið að byggja upp á hagkvæman hátt — og varanlegan. ÞURRHLÖDUR ERU ENDINGARBEZTAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.