Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 17
Laugardagur 18. jan. 1964
MOnCUNBLAÐIÐ
17
Jósef Björnsson frá Svarfhóli
— Minningarorð —
í DAG verður til moldar bor-
inn í Stafholti í Mýrarsýslu
Jósef Björnsson, bóndi á Svarf-
Ihóli í Stafholtstungucm, en hann
var á 86. ári, er hann lézt, hinn
V- þ. m_
Jósef var Borgfirðingar í báð-
ar ættir. Kominn var hann af
Halldóri Pálssyni bónda á Ás-
bjarnarstöðum, sem kallaður var
Ihinn fróði. Frá honum eru komn-
ir miklir-ættbogar í Borgarfirði.
Þykja margir niðjar hans vera
vel viti bornir og góðir bændur.
Móðir Jósefs var f>uríður Jóns-
dóttir Halldórssonar bónda á
Hallb j arnarstöðum.
Bjuggu þau lengst á Flóða-
tanga, sem var lítil en notadrjúg
jörð, en fluttu árið 1912 að Svarf
bóli, er Björn keypti þá jörð.
Ekki átti Björn langa lifdaga
fyrir höndum á Svarfhóli, því að
hann lézt nokkrum mánuðum
eftir að hann kom þangað. Tók
Jósef þá við búi á Svarfhóli og
bjó þar til dauðadags. Var hon-
um átthagatryggðin í blóð bor-
in, og sat hann jörð sína af festu
við búskapinn og fyrirhyggju-
semi við heimilið.
Ekki verður um það deilt, að
Jósef var allt frá unga aldri
einn þeirra manna, sem svip
settu á samtíð sína hér í Borgar-
firði, og var hann jafnan einn
forystumanna héraðsins. Hann
fékk snemma áhuga á má'lefnum
þess svo og stjórnmálum al-
mennt.
Hann varð ungur heimastjórn-
armaður og mjög einlægur stuðn
ingsmaður Hannesar Hafstein,
sem hann taldi boðbera nýrrar
og betri tíma í þessu landi.
Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn
var stofnaður, fylgdi Jósef hon-
um jafnan að máli, og var hann
í því sem öðru, tryggur hugsjón-
um sínum og flokks síns. Tók
hann drjúgan þátt í starfi flokks-
ins í héraðinu, og þótti ætíð
sjálfsagt að hafa Jósef með í ráð
um, er teknar voru ákvarðanir,
er eimhverju þótti skipta. Helztu
áhugamál hans á stjórnmála-
sviðinu voru eðlilega landbúnað-
armálin. Hann leit svo á að sá
atvinnu'vegur væri kjölfesta ís-
lenziks atvinnulífs, sem ætti að
sjá þjóðinni fyrir fæði og efni
í klæði. Taldi hann efnahagslegt
sjálfstæði okkar hvíla meira á
þessum atvinnuvegi, en ýmsum
værj enn ljóst. Meginstefnumál
í landbúnaði taldi hann eiga að
vera það, að gera uppskeruna
órvissari með nýjum verkunar-
aðferðum, þannig að bændur
yrðu minna háðir veðurfarinu.
Því var hann hlynntur rann-
sókarstörfum, sem unnin eru í
þágu landbúnaðarins. Beztu eign
landsmanna taldi hann allt það
ræktanlega land, sem þeir eiga.
Hann leit svo á að ræktað og
ræktanlegt land færi minnkandi
í viðskiptalönduim okkar, sökum
þéttbýlis og mannvirkjagerðar.
MatvælaframUeiðslan vex ekki
í hlutfalli við fólksfjölgun.
Væri því ljóst að þjóð, sem
einkum lifði á slíkri framleiðslu,
©g gæti raunar stóraukið hana,
að því er landbúnaðarvörur
varðar, hlyti að geta átt sér
trausta framtíð efnahagslega,
ef ekki væri öllu spillt með
heimagerðum vandræðum.
Sjálfstæðismál íslendinga voru
honum hugleikin. Hann hafði
fylgzt með og tekið þátt í sjálf-
stæðisbaráttu landsmanna allt
frá aldamótum, og sá hann
draum þjóðarinnar rætast 1944,
er lýðveldið var stofnað. Hitt
var honum þó vel ljóst, að sjálf-
stæðisbaráttunni var engan veg
inn lokið með lýðveldisstofn-
uninni. Taldi hann, að sjálfstæð-
isbaráttu þessarar smáu þjóðar
yrði að halda áfram, og væri
hún nú m. a. fólgin í því, að
vinna að því að sýna og sanna
umheiminum, að þessi þjóði eigi
sögulegan, stjórnmálalegan og
siðferðilegan rétt á því, að
halda áfram að vera sjálfstæð
þjóð. Yrði því að vinna að því
að afla viðurkenningar annara
þjóða á þessum rétti. Þetta taldi
hann bezt gert með því að þjóðin
fylkti sér um íslenzka utanrikis-
stefnu, studda öllum lýðræðis-
flokkunum.
Það var álit sumra samferða-
manna Jósefs, að hann værj all
íhaldssamur í eðli sínu, einkum
að því er varðaði fjármál og
atvinnumál. Töldu menn hann
líkjast föður sínum í þessu
efni, en um hann sagði Jósef í
ritgerð, sem hann skrifaði um
SvarfhóJsheimilið, að hann hefði
verið mjög íhaldssamur um alla
nýbreytni og ekki lagt í neitt,
fyrr en hann þóttist viss um,
að það yrði að gagni, en þá hefði
hann líka verið fús til fram-
kvæmdanna.
Ef til vill væri rétt að segja,
að þarna væri verið að lýsa var-
færnum manni. En hvað sem
líður viðhorfi Björns, er hitt
víst, að störf og stefnumál Jós-
efs bera yfirleitt ekki vitni um
íhaldssemi.
Sennilega er það hæpið, oft
og einatt, að slá þvi föstu um
einhvern mann, að hann sé al-
mennt íhaldssamur. Ekki vegna
þess að það sé út af fyrir sig
ávirðing að vera íhaldssamur.
Vissulega getur íhaldssemi átt
rétt á sér. Heldur vegna hins, að
fáir menn hafa svo einhliða
skapgerð, að þeir hafi sama við-
horf til allra mál, án hliðsjónar
af ríkjandi aðstæðum.
Þannig er líklega rétt að telja,
að Jósef hafði verið íhaldssam-
ur — ef menn vilja nota það
orð — um ýmis þjóðleg verð-
mæti. Aðrir mundu orða þetta
þannig, að hann hafi sýnt tryggð
við íslenzka þjóðhætti Og þjóð-
menningu.
Hins vegar var hann ótvírætt
framfarasinnaður maður í at-
vinnu- og fjármálum. Ber bú-
skapur hans að sjálfsögðu
gleggst þess vitni. En ýmis önn-
ur afskipti eða forysta um al-
menn málefni, tala þar einnig
sínu máli.
Segja má. að framfarir í sveit-
um hér á landi á fyrri helmingi
þessarar aldar hafi almennt
verið fólgnar í því, að bændur
lögðu í bygginga- og ræktunar
framkvæmdir. Jósef skar sig því
ekki sérstaklega úr hópi annarra
framtakssamra bænda í þessum
efnum. Hann er þó í tölu þeirra,
sem fyrstir leggja í vandaðar
íbúðahúsabyggingar. fbúðahús-
ið á Svarfhóli, sem er stórt og
myndarlegt hús og vandað á
sinni tið, byggði hann árið 1917.
Kom hann og upp góðum pen-
ingshúsum fyrir bústofn sinn
allan. Hann var í fremstu röð
þeirra bænda, sem hófu skurð-
gröft ti'l framræslu og síðan
gerð sáðsléttna, sem túnbætur
voru þá nefndar. Hann varð
Og einna fyrstur borgfirzkra
bænda til þess að slétta engjar,
svo að þær yrðu véltækar.
Áhugamaður var hann um hvers
kyns garðrækt og sýndi í þeim
efnum mikla natni. Snemma hóf
hann ag halda búreikninga, og
telja kunnugir, að fáir bændur
hafi haft jafn glöggt eftirlit með
tekjum og gjöldum bús síns og
Jósef.
í því skyni að auka jarðnæði
sitt keypti hann jörðina Bjargar-
stein, sem er áföst við Svarf-
hólinn. og lagði undir Svarhól-
inn — Áhugamáður var hann
um að færa sér í nyt alla ný-
breytni, sem til hags horfði við
búið, enda var hann talinn verk-
hygginn maður.
En framfarahneigð hans kom
fram meg ýmsum öðrum hætti. I
Hann vissi t. d., að í kjölfar '
bættra samgangna fylgdu aðrar j
framfarir oe bættur hagur dreif- j
býlisins. Hann hafði þvi jafnan j
mikinn hug á vegabótum í hér-
aðinu. En þessi áhugi hans kom
líka skemmtilega fram, er Jó-
hann í Sveinatungu Eyjólfsson
beitti sér fyrir því að reynt yrði
að bæta samgöngur við héraðið
með því að kaupa gufubát, sem
gat dregið fljótapramma upp
Hvítá og alla leið inn í Norðurá!
Lengst komst bátur þessi að
Norðurárbrúnni, er áin var í
vexti. Þessa nýjung studdi Jósef
með ráðum og dáð, en hlutverk
bátsins var að flytja varning frá
bændum og til þeirra. Annaðist
Jósef einhvers konar afgreiðslu
fyrir bátinn, sem venjulega fór
eigi lengra en að svo nefndum
Naustabrek'kum, sem eru milli
Stafholts og Svarfhóls. Var þar
raunar forn uppsátursstaður,
og sést þar enn fyrir hrófum.
Þessi samgöngU'bót var algert
einsdæmi hér á land, og varð af
þessu nokkurt gagn, enda ekki
um auðugan garð að gresja, að
því er samgöngutæki varðaði.
Þá má geta þess framtaks, sem
Jósef sýndi, er hann beitti sér
fyrir félagsstofnun til mjólkur-
vinnslu í Borgarfirði. Hann var
frumkvöðull og raunar formaður
stj órnarnefndar mj ólkurf élags-
ins Mjallar, sem var fyrsti vís-
irinn að mjólkurvinnslu í hér-
aðinu. Rjómabúin voru að visu
komin áður. En viðfangsefni
þeirra var annað. Félagið Mjöll
byggði vinnslustöðina á Beig-
alda í Borgarfirði. Var þar soð-
in niður mjólk. Reksturinn gekk
að vísu eigi vel, enda við mikla
erfiðleika að etja. Þá vantaði
bæði tækniþekkingu og fjár-
magn. Mjólikurstöðin á Beigalda
brann og var starfrækslan þá
flutt í Borgarnes. En samkeppni
við erlenda niðursoðna mjólk,
var erfið skilningur á
vandamálum iðnaðar takmark-
pður, og fjaraði þessi tilraun þá
út.
Meginþýðing þessa framtaks
var sú, að það ruddi brautina
fyrir og jók áhuga manna í hér-
aðinu á þýðingu mjólkurvinnsl-
unnar. Upp úr þessu framtaki
spratt Mjólkursamlaa- Borgfirð-
inga. sem hóf, undir forvstu Guð-
•mundar á Hvítárbakka, fjöl-
þættari starfsemi og hefur bætt
hag bænda, ekki sízt, er sauð-
fjársjúkdómar heriuðu, og marg-
ir bændur urðu að brevta búum
sínum úr sauðfiárbúskap í
mjólkurframleiðslúbú.
Jósef Biörnsson gegndi mörg-
um trúnaðarstörfum fyrir Staf-
holtstungnaihrepp. Hann varð
oddviti hreppsins 1922. er Guð-
mundur á Lundum lét af því
starfi. Gegndi hann því til árs-
ins 1946, er Þorvaldur Jónsson
í Hjarðarholti tók við af hon-
um. Þótti Jósef fjárgætinn og
glöggur hreppsnefndaroddviti,
og var honuim afar annt um að
oddvitastörf hans og önnur störf
færu honum vel úr hendi. Var
það og óskipt álit sveitunga
hans, að svo hefði verið.
Hann var frumkvöðull að
stofnun lestrarfélags í Stafholts-
tungum og greiddi með ýmsum
hætti fyrir menningarmálum í
héraðinu. M. a. var hann hvata-
maður þess, að Halldór skáld
Helgason frændi hans á Ásbjarn-
arstöðum gæfi út ljóðmæli sin.
Hann hafði áhuga á slíkum mál-
um, enda var heimili hans jafnan
framarlega um alla menningar-
hætti. Sjálfur ritaði Jósef bók,
sem gefin var út árið 1954 og
fyrr er frá greint. Hann var fróð
ur uim málefnaþróun í Borgar-
firði og minnugur á atvik. Var
gott að koma í smiðju til hans,
ef þörf var þekkingar á mönn-
um og málefnum. Kom þá jafn-
an vel fram, hversu ráðhollur
og velviljaður hann var. Hann
lét skoðanir sínar í ljós skýrt og
ákveðið, og var vissulega ekki
hætt við að þær yrðu misskildar.
Foreldrar Jósefs eignuðust 13
börn, og eru þau nú öll látinn
nema Helga, ekkja Jóns heitins
Björnssonar frá Bæ, sem býr í
Reykjavík. Kvæntur var Jósef
Jóhönnu Magnúsdóttur frá Svefn
eyjum, höfðingskonu, sem reynd
ist. bónda sínum jafnan stoð og
stytta. Var jafnræði mikið með
þeim hjónum, og voru þau sam-
valin um gestrisni og alúð. Þau
eignuðust ekki börn, en ólu upp
eina stúlku, Ragnheiði Einars-
dóttur, frænku Jósefs.
Með Jósef Björnssyni er horf-
inn siðastur þeirra Svarfhóls-
bræðra, er lifðu og störfuðu í
Borgarfjarðarhéraði. Voru það
auk Jósefs, þeir Guðmundur
sýslumaður, Kristján hreppstjóri
á Steinum og Jón kaupmaður í
Borgarnesi. Þeir voru allir gáf-
aðir og góðir menn og áttu hver
á sínu sviði drjúgan þátt í þeim
framförum, sem orðið hafa í
Borgarfjarðarhéraði á öld þeirra.
Við fráfall Jósefs frá Svarf-
hóli flyt ég ekkju hans, fóstur-
dóttur og skylduliði öllu ein-
lægar samúðarkveðjur jafnframt
því, sem þess er minnzt, að það
er gott þessu héraði að hafa átt
slíkan son sem Jósef var.
Ásgeir Pétursson.
f DAG er til moldar borinn
Jósef Björnsson á Svarfhóli, sem
lézt 7. þ.m. á 86. aldursári. Er
þar með fallinn í valinn einn
af hinum eldri bændahöfðingj-
um Borgarfjarðar. Einn af alda
mótamönniunum sem með bjart-
sýni og framfarahug settu svip
sinn á byggðir þessa blómlega-
héraðs með nýrri reisn í bygg-
ingum og ræktun. Því eneum sem
lagði leið sína um landið á ár-
unum eftir fyrra stríð duldist
það, að Borgarfjörður bar bá af
um nýbyggingar og allar bún-
aðarframkvæmdir.
Jósef var fæddur á Svarfhóli
12. okt. 1878. Var hann sonur
hiónanna Þuríðar Jónsdóttur
ljósmóður og Bjöms Ásmunds-
sonar hreppstióra sem þar
bjuggu allan sinn búskap, eða
nær 50 ár. Ólst Jósef þar upp-
í stórum systkinahóp því börn-
in voru alls 12 en 8 þeirra kom-
ust til fullorðinsára og öll orð-
lögð sem sæmdar- og myndar-
fólk. Var heimilið mannmargt
því auk barnanna var alltaf
margt vinnufólk, auk þess sem
þau hjónin höfðu alltaf marga
unglinga til uppeldis. Má þar
m.a. nefna Sig. Júl. Jóhannesson,
lækni og skáld,, sem síðar fór
til Vesturheims og varð þar
þekktur maður fyrir félagsstarf-
semi og ritstörf. Hefur Jósef lýst
æskuheimili sínu og foreldrum
með einkar viðfeldinni frásögn.
sem út kom 1953 og hann nefndi
Æskuheimili mitt. Sýnir hún
ljóslega ræktarsemi hans við
foreldra sína svo og að hann
hafði einkar farsæla frásagnar-
gáfu og gott minni. Lýsir hann
móður sinni á hugnæman og
skilningsríkan hátt, og sýnir að
á þeim tíma var húsmóðurstarf
á stóru sveitaheimili ekki fyrir
neina liðléttinga, ef vel átti úr
hendi að fara, ekki sízt þegar
húsbóndinn var fjarverandi alla
vetur, en Bjöm var formaður í
um 50 vertíðir og því fjarri heim
ili sínu.
Jósef sagði eitt sinn við und-
irritaðann, að í raun og veru
hefði hann aldrei verið hneigð-
ur fyrir búskap. Samt varð það
svo að það féll j hans hlut að
taka við jörðinni eftir foreldra
sína og gera garðinn frægan.
Hann hófst því snemma handa,
keypti hann Svarfhólinn ásamt
Bjargarsteini og gerði úr báð-
um jörðunum eitt óðal, höfuð-
býli. Varð hann fljótlega með
meiri framkvæmdamönnum hér-
aðsins. Byggði hann upp öll hús
á jörðinni bæði íbúðar- og pen-
ingshús af miklum myndarskap
og eftir kröfum hins nýja tíma.
Þá var hann og athafnasamur
um ræktun, sléttaði hin gömlu
tún og ræktaði ný auk þess sem
hann mun hafa verið með fyrstu
bændum til þess að slétta allar
engjar á jörð sinni. Hann var
áhugasamur um öll hagnýt fé-
lagsmál og var t.d. oddviti síns
hrepps um 30 ára skeið. Hann
var og einn að frumkvöðlum
þess að stofnaður var Hvítár-
bakkaskólinn, sem mörgum
veitti þráða fræðslu, sem þá var
ekki annars staðar að fá, og var
í skólanefnd hans lengst af á
meðan skólinn starfaði. Mikinn
og góðan þátt mun hann og hafa
átt í mörgum framfaramálum
héraðsins, sem ekki skulu þó upp
talinn hér.
Þótt fátt sé hér talið af störf-
um og framkvæmdum Jósefs,
sést þó að þar hefur verið á ferð
hlutgéngur aðili að hverju sem
hann gekk, hitt er þó meira um
vert að þeir sem kynntust hon-
um fundu þar sérstakan per-
sónuleika, sem ávinningur og
ánægja var að kynnast. Hann
var hugsandi maður og vel
heima í mörgum fræðum. Las
hann mikið alla tíð og mundi vel
það sem hann las. Dagfarslega
var hann hæglátur og umtals-
frómur svo að af bar, og bar
með sér aðalsmerki hins hug-
þjálfaða manns, hógværð og still
ingu. í öllum viðskiptum var
Jósef sérstaklega grandvar og
ábyggilegur og mátti sig aldrei
vita halla réttu máli og orð hans
voru sem vottaður samningur.
Sérstaka rækt lagði Jósef við
hin andlegu mál. Var hann stofn
andi Guðspekistúku í Borgar-
nesi og alla tíð virkur guðspek-
ingur, sem þráði fullkomnun
mannsandans á hinum grýttu
og þyrnum stráðu vegum mann-
lífsins. Var honum og ljóst að
sú braut sem þetta líf afmark-
ar, er aðeins lítill hluti þeirrar
leiðar, sem ganga þarf til end-
anlegrar fullkomnunar, sem
hverri mannlegri veru er þó
ætluð. Hann kveið því eigi enda-
lokum þessa lífs og lét þess ný-
lega getið í samtali við undir-
ritaðan að nú færi að styttast
vera sín hér. Taldi hann það
líkt því að skipta um föt að
hverfa héðan. Andlát hans varð
líka eftir.því, létt, og hægt leið
hann héðan með fullri meðvit-
und fram á síðustu stund.
Jósef giftist árið 1923 eftir lif-
andi eiginkonu sinni Jóhönnu
Magnúsdóttur frá Svefneyjum í
Breiðafirði. Eigi varð þeim
barna auðið en tóku sér fóstur-
dóttur, Ragnhildi Einarsdóttur,
frændkonu Jósefs í móðurætt.
Hefur hún nú tekið við búi á-
samt manni sínum Rafni Ásgeirs
syni.
Við leikarlok vil ég færa hin-
um horfna vini mínum þakkir
fyrir hina góðu kynningu. Jafn-
framt vottast eftirlifandi fjöl-
skyldu hans hin dýpsta samúð
mín og fjölskyldu minnar, með
þökk fyrir allt gott á umliðnúm
árum.
Guð blessi hinn látna heiðurs-
mann.
Ágúst Sæmundsson