Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. Jan. 1964 Halldór Sigurðsson: AÐ UTAIM Q FYRSTA ljósa merki þess, að Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, ætli ekki að fylgja stefnu fyrir- rennara síns í málum Mið- og Suður-Ameríku, er hin ákveðna og að því er virð- ist, óhagganlega afstaða Bandaríkjastjórnar til Pan amadeilunnar. Fyrir þremur vikum var þegar gefið til kynna með út- nefningu Thomasar C. Mann í embætti aðstoðarutanríkisráð- herra með Mið- og Suður- Amerílku sem 9érsvið, að hinn nýi forseti hyggðist sýna lðnd unum í þessum heimshluta meiri festu og óseigjanleika, æðsti ráðgjafi við undirbún- ing hinnar miklu aðstoðar- áætlunar við þennan heims- hluta, „Alliance of Progress", fyrst í stjórnartíð Eisenhow- ers, síðan Kennedys. Ljóst er, að Mann mun ekki sýna hin- um ört vaxandi hreyfingum þjóðernis- og vinstrisinna eins mikla vinsemd og fyrirrennar- ar hans í stjórn Kennedys, t. d. hinn frjálslyndi Adolf Berle. Ástæður til þess að John- son vill endurskoða stefnuna varðandi Mið- og Suður-Am- eríku má bæði finna í innan- og utanríkismálum Bandaríkj- anna. Vonirnir, sem tengdar voru hinni nýju stefnu Kenn- Frakkar hœtta ekki v/ð tilraunir Sydney, Ástralíu, 8. jan. (AP). PIERRE Messmer, varnarmála- ráðherra Frakka, kom til Sydney í Ástralíu í dag. Við komuna sagði hann fréttamönnum að Frakkar væru ákveðnir í að framkvæma fyrirhugaðar til- raunir með kjamorkusprengjur á Kyrrahafi, en væru þó fúsir að ræða tilraunirnar við stjórnir Ástralíu og Nýja Sjálands. Sagði Messmer að tilraunimar yrðu gerðar á eyju nokkurri í rúm- lega 1160 kílómetra fjarlægð frá Tahiti einhvemtíma á næsta ári. Messmer sagðist álíta að stjórn ir Ástralíu og Nýja Sjálands hafi mótmælt fyrirhuguðum til- raunum Frakka af ótta við að þær gætu orðið hættulegar íbúum ríkjanna. „En,“ sagði hann „frönsku tilraunirnar skapa öðrum þjóðum á þessum slóðum engu meiri hættu en til- raunir Breta og Bandaríkja- manna gerðu.1 Lyndon B. Johnson Ný stefna Bandaríkjanna í Mið- og S-Ameríku en gert hefur verið að undan- förnu. Augljóst er, að forset- inn telur útnefningu Manns í embættið mjög mikilvæga, en Mið- og Suður-Ameríka er sá heimshluti, sem Kennedy taldi viðsjárverðastan. Thomas C. Mann er þekktur sem hæfur skipuleggjari stefnu Bandaríkjanna í Mið- og Suður-Ameríku. Hann var edys í Mið- og Suður-Amer- íku hafa brugðizt. Aðstoðar- áætlunin náði ekki fram að ganga vegna andstöðu yfir- stéttanna gegn öllum endur- bótum og framförum og á und anförnum níu mánuðum hef- ur herinn gert byltingu í fjór- um löndum (Guatemala, Ecuador, Honduras og Dóm- iníkanska lýðveldinu). Hafa þær verið gerðar í þágu ein- stakra hagsmunahópa í lönd- unum, í beinni andstöðu við stefnu stjórnar Kennedys. Fremur lítill árangur Kenn- edys í Mið-og Suður-Ameríku og það hve litla langrækni hann þótti sýna í afstöðu sinni til stjórnar Fidels Castro á Kúbu, vakti mikla gagnrýni í Bandaríkjunum. Virðist eng- inn vafi á því, að maðurinn, sem líklegastur var, að repú- blikanar byðu fram gegn Kennedy við forsetakosning- arnar að hausti, Barry Gold- water, hygðist nota stefnu Kennedys í málum Mið- og Suður-Ameríku óspart gegn honum, auk kynþáttamálsins. Goldwater hefur meira að segja lýst því yfir, að hann myndi styðja innrás kúb- anskra útlaga í ríki Castros. Hvort sem Goldwater verð- ur frambjóðandi repúblikana eða ekki, mun hinn núverandi forseti Bandaríkjanna koma til móts við almenningsálitið í landinu með því að hverfa frá updanlátsstefnunni í mál- efnum Mið- og Suður-Amer- ■ íku og sýna hörku, sem hin- um látna utanríkisráðherra, Foster Dulles, hefði geðjazt að. — Fidel Castro mun ekki skorta umræðuefni meðan hann dvelst í Moskvu. Aldrei meiri veiði í Norðurd — á þeim 18 árum sem SVFR heíur leigt ána í NÝÚTKOMNUM Veiðimanni er frá því skýrt að alls hafi veiðzt 1188 laxar í Norðurá i Borgarfirði á sl. sumri og hafi aldrei veiðst jafn margir laxar þar á einu sumri í þau 18 ár, sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur haft ána á ieigu. Jafnframt er þess getið að veiði í Norðurá hafi aukizt mjög mikið síðustu fimm árin, og er það að miklu leyti þakkað því, að helgarfrið unin (varðandi net í Hvítá) var lengd úr 60 í 84 stundir, er veiði löggjöfinni var breytt 1957. — Meðalveiði í Norðurá undanfarin 5 ár hefur verið 984 laxar á ári. Fluguveiði var á sl. sumri meiri í Norðurá en nokkru sinni fyrr, og veiddust nú samtals 465 laxar á flugu, eða rúm 39% af heildarveiði. Mest veiddist á eft irtaldar flugutegundir: Blue Charm (91), Black Doctor (88). Sweep (39), Blue Doctor (30) Crosfiled (26) og Thunder and Laghtning (25). Meðalþyngd flugulaxanna var 6,81 pnud. í Veiðimanninum er frá því skýrt að allmargar sveitir veiði manna hafi haft ágætt hlutfali á flugu í Norðurá í sumar, en þó hafi ein borið af. Á tímabilinu 29. júlí til 1. ágúst hafi sveit manna fengið alls 89 laxa, þar af 72 á flugu, eða rúm 80%. Mun það vera hæsta hlutfall á flugu sem nokkur sveit hefur náð í ánni fyrr og síðar. Varðandi þyngdina veiddist mest af 5 punda löxum eða 238. 10 punda laxar voru 102 talsins, 12 punda laxar 41, 16 punda 1, og 18 punda laxar voru tveir, og jafnframt þeir stærstu úr ánni þetta sumarið. Af veiðistöðum voru þessir gjöfulastir: Almenningur (10), Eyrin (99), Grjótin (93), Myrk- hylur (89) og Brotið eða Breiðan (81). Breytingar á Glanna? í grein, sem ritstjóri Veiði- mannsins, Víglundur Möller, rit ar á eftir skýrslunni um Norð- urá, er frá því greint að þeir, sem lengi hafi veitt í Norðurá hafi veitt því athygli að laxinn hafi gengið miklu seinna upp Glanna á síðari árum en hann gerði áður fyrr. Spyr ritstjórinn síðan hvort ekki sé ástæða til þess að láta fara fram athugun á því, hvort uppgönguskilyrði í fossinum hafi breytzt til hins verra. Síðan segir: „Veiðimennirnir hafa auð vitað mikinn áhuga fyrir því, að athugað sé, hvort einhverjar breytingu þurfi að gera á Glanna, því að svæðið þar fyrir ofan var fyrir nokkrum árum gjöfulast þegar leið á veiðitím- Tveír Akranes- bálar á síld AKRANESI, 16. jan. — Tæpt 100 tonn bárust hingað í gær af 17 bátum. Aflahæst var Anna með 10,4 lestir, Sigurður fiskaði 9,1 og Fiskaskagi 7,4. Höfrungur II kom inn í gærkvöldi með 14 lest ir og annar útilegubátur Skím- ir í morgun með 14,5 lestir. Afl- inn er flakaður og hraðfrystur. Tveir bátar hér, Haraldur og Höfrungur II era í dag að skipta yfir á síldveiðar, en henda í land lóðabelgjum og færam og taka nælonnæturnar um borð. — Oddur Ráðkassinn í Tjörninni ÞEGAR ég var leiðsögumaður með erlendum ferðamönnum var ég í alvöru oftar en einu sinni spurður; Er þetta ráðhúsið — þegar við ókum framhjá heilsu- verndarstöðinni. Hví var ekki þeim ágæta húsameistara, sem skóp þennan eina gimstein nú- tíma byggingarlistar, falið að gera aðaldrögin að bæði hag- kvæmri og listrænni miðstöð höfuðborgarinnar? Sá kassi, sem hefur verið kynntur fyrir okkur sem reisn, er ferkantað ferlíki, af byggingu að vera — sviplaust andlaust, litlaust, bragðlaust (en kannske hagkvæmt?) — með fá- um orðum sagt hnefahögg fram- an í listhneigð, skáldskaparelsku og hugmyndarauð þjóðar, sem byggir land hrikalegrar náttúru fegurðar. — Allir, sem koma tii Kaupmannahafnar, ættu að virða fyrir sér SAS-bygginguna í hjarta hinnar fornu höfuðborgar okk- ar. Ef íslendingar geta horft á þennan kumbald í fimm mínút- ur, þá munu þeir einnig geta elskað tilvonandi ráðhúsið okk- ar, sem eitt dagblaðanna difðist að kalla reisn. Vita menn, að Hafnarhvoll, sem þó er ekki nema fimm hæða bygging og þess utan fremur smár, er reistur á eða í sam- bland af sand og sjó, og að meira magn sements þarfnaðist neðan jarðar en ofan, að sú bygging „stendur“ aðeins, vegna þess að hún flýtur, en getur samt ekki sokkið. — Nú á að gera betur: ráðkassinn okkar, reisnina, á að reisa í fúafeni Tjarnarinnar. Þetta er tæknilega vafalaust hægt, ef við, • skattborgararnir, bara pynja út með þeim auka milljónum, sem þessari reisn eru samfara. Minnstu máli skiftir að mínu áliti, hvort yfirborð Tjarnarinn- ar stækki eða minnki um nokk- ur hundruð fermetra vegna kassasmíðinnar. Og þeir háæru- verðugu bárujárnsbústaðir, sem á næstu áratugum eiga að hverfa úr návist kassans, auðvitað einnig með ærnum tilkostnaði fyrir okkur skattgreiðendur, mundu hvort eða er verða rifnir í náinni framtíð. Vitanlega væri ráðhús Reykja víkurborgar alls staðar betur staðsett í bæjarlandi en einmitt París, 16. jan. NTB: • Pearson í París Lester Pearson, forsæt'isráð- herra Kanada var í dag gestur Georges Pompidou, forsætis- ráðherra Frakka. Ræddust þeir við lengi dags, um ástand . ið í alþjóðamálum, efnahags- málum, hugsanlegar fjárfest- ingar Frakka og Kanada o. s. frv. — og snæddu saman há- degisverð. Síðdegis ræddi Peorson við de Gaulle, forseta. • Patríarki þakkar páfa Páfagarði, Róm, 16. jan. AP: — • Páll páfi VI veitti í dag áheyrn fulltrúa Athenagoras- ar patríarka í Konstantinopel, Athenagorasi erkibiskupi grísk-kaþólskra í Bretlandi. Afhenti hann páfa þakkarorð sendingu patríarkans vegna viðræðna þeirra í Landinu helga á dögunum. i Tjörninni. Mundi það jafnvel ekki sæma sig verst á Melavelli, eins og Elías Halldórss.on leggur til. En þar sem höfuðborgin okkar er að vaxa út í Mosfells- sveit og mun fyrir aldamótin sameinast a.m.k. Kópavogi, fyndist mér viturlegast, að velja ráðhúsi stað við Bústaðaveg, heizt á Golfskálahæðinni. Rétt er það og hjá Elíasi, að tímabært er að ræða nýja Alþingishöll — en hún mundi sennilega fá virðu legasta stæði við rætur Hamra- hlíðar, við efri mörk Körpúlfs- staðalands ellegar jafnvel ná- lægt Álafossi — með útsýni á Faxaflóa. Ég skil svo vel ást Helga Hjörvars á sögustöðunum i gamla miðbænum og vildi einnig endilega gera allt til að varðveita þá. En ráðhús í Tjörn- inni er einnig af þeim ástæðum óviturlega staðsett, að þar með mundu umferðavandamál mið- borgarinnar enn aukast að mua Af hverju eigum við að skapa næstu kynslóðunum ókljúfanleg umferðavandamál, ef hægt er að forðast það? Eftir bara 50 ár mun Reykjavík hafa a.m.k. fjórð ungs milljón íbúa, og 9/10 hlutar íbúa hennar munu eiga heima austan Snorrabrautar. Er borgar stjórnarmönnum okkar virkilega fyrirmunað að hugsa fram í tím- ann og þar með einnig að búa vel í haginn fyrir komandi kyn- slóðir? Og að lokum þetta: Margoft hefur með réttu verið bent á, að fjögurra hæða Landssímahús sé næsta hættulegt lendandi flug vélum. Hver á nú að trúa því, að nærri tvisvar sinnum hærri bygging hér við enda aðalflug- brautarinnar muni ekki ör- ugglega valda flugslysum, sem hingað til nær daglega hefur verið afstýrt með hársbreidd og af Guðs mildi einni? Vill þvi ekki Flugmálastjórnin eyða þess um efasemdum með því að lýsa því yfir, að skýjakljúfurinn i Tjörninni sé engin hætta fyrir flugumferðina — ellegar verði auðveldlega „umfloginn" af flug stjórum okkar? Haraldur Ómar Vilhelmsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.