Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. jan. 1964 GAVIN HOLT: 34 ÍZKUSÝNING — Hvað vildi hann ná í úr skrifborðinu hennar í nótt sem leið! Ef hún ekki varð raunveru- lega hissa, lék hún að minnsta kosti vel. Hún hleypti þannig brúnum, að mér fannst það mjög sannfærandi. — Skrifborð- inu hennar Linu? Ég veit ekki, hvað þú ert að fara. Ég var farinn að efast sjálfur, en ég var kominn oflangt til þess að geta snúið við. Ég sagði því: — Það vildi svo til, að ég var á staðnum í nótt sem leið. Lina iánaði mér lykil. — Hvað kemur það mér við? — Ætlarðu að halda því fram, að þú hafir ekki farið í skrif- borðið hennar? Hún roðnaði út undir eyru. Ég hélt, að það væri af sektar- kennd, þangað til ég horfði í augu hennar, en þá vissi ég, að þetta var glóandi reiði. Efa- semdir mínar frusu og urðu að meðvitund_ þess, að mér hafði skjátlazt. Ég fékk svarið í augna tilliti hennar og það var sann- færandi, og einhvernveginn þótti mér vænt um það. Mig hafði alltaf langað til að sannfærast um, að einhverjar aðrar rauð- lakkaðar neglur en hennar hefði verið að þreifa á þessum skjöl- um á borðinu hennar Selinu. Ég sagði: — Ættum við ekki að hita okkur tesopa. Þú hefur ekkert fengið að borða allan daginn. En hún var vond. Bálvond. Þú. . .!! sagði hún, en komst aldrei lengra, en það var nægi- lega langt. — Allt í lagi, sagði ég. — Þú getur fengið afsökunarbón mína, og eins margar og þú vilt. Ég er að vinna verk, svo að þú skalt vera róleg. Þú ert flækt í vand- ræðamál og ég er að reyna að losa þig úr því. Stundum getur verið nauðsynlegt að segja hitt og þetta, aðeins til að sjá áhrif- in. Mér fannst þetta sniðugt hjá mér. Svona höguðu diplómatar sér. Ef kallarnir í Whitehall fréttu þetta, létu þeir mig velja úr sendiherraembættum. Þá mundi ég kjósa að fara til Was- hington, en það er bara svo mikill sumarhiti í Washington, að gáfurnar mínar gætu haft verra af því. Þær gætu bráðnað. Hún sagði: — Ég ætti að reka þig út. Sparka þér út. Mér finnst þú vera sá ergilegasti þjösni, sem ég hef nokkurntíma fyrir hitt. — Þú eyðir of miklum kröft- um í þetta, sagði ég. — Ef þú nennir ekki að hita te, skulum við fara eitthvað út og fá okkur að borða. — Nei, æpti hún. Ég skal held ur hita te. Ég vildi ekki láta sjá mig dauða með þér. — Það er nú einmitt það, sem ég er að reyna að hindra, sagði ég. Hún stikaði út úr stofunni og ég heyrði glamur utan úr eld- húsinu, þar á meðal smell, þegar hún kveikti á gasinu. Hún þusaði eitthvað við sjálfa sig og svipurinn var enn hörkuleg- ur, þegar hún kom inn aftur, og varirnar samanbitnar, _ eins og ekkert gæti losað þær. Ég spurði hana, hvað væri að, en hún vildi sýnilega ekkert gefa út á það. Hún greip handtöskuna sína og tók upp ur henni buddu, rótaði í henni. Ég heyrði glamra í pen- ingum. Svo skellti hún töskunni aftur og fleygði henni á legu- bekkinn. Ég horfði á hana í þessum vandræðum sínum. Loksins beit hún í sig reiðina og ýtti að mér tveimur hálfshillingum. — Láttu mig hafa heilan shilling fyrir gasi, sagði hún. Ég gerði það, en vildi ekki taka við peningunum frá henni. Hún fleygði þeim samt í mig og þeir duttu á gólfið. Ég lét það afskiptalaust, en fór að hugsa, að líklega gæti hún orðið skoll- an góð í kvikmyndum. Meðan hún var að bjástra frammi í eldhúsinu, fór ég að líta kring' um mig. Húsgögnin voru húsgögn og ekki annað. Þetta voru húsgögn, sem hún kunni vel við og þá kunni ég líka vel við þau. Hún hafði þarna eftirmyndir af Marquet og Matisse á veggjunum og ég sá, að hún keypti góðar bækur. Ég greip eina þeirra til að skoða hana, en opnaði hana ekki, af því að rétt í sama vetfangi sló nýrri hugmynd niður í mig, og ég fór að hugsa um hana. Þessi hugmynd stóð í sambandi við Josette Lacoste, en var mjög þokukennd ennþá. Mjög svo uppi í skýjunum. En ég hélt áfram að hugsa. Eitt af því, sem ég hugsaði um, var þessi aðvör- un Bennys til Sally. Ég reyndi að rifja upp orðin, sem hann hafði sagt: — Varaðu þig á henni Josette Lacoste. Ef hana fer að gruna eitthvað, hleypur hún með það beint í Clibaud! Hún er slæm, og kænni en flestar aðrar. Benny var lítið um hana, og það var ekki annað líklegra en henni væri lítið um Benny. En hún hafði hlaupið beina leið upp með söguna um rifrildi þeirra Schluss bergs og Selinu! Jæja, hvað um það? Sally var að setja bollana á bakka. Líklega var hún að ganga að matarskápnum og aftur til baka. Að minnsta kosti var hún á gangi og ég var far- inn að hlusta á hælasmellina á gólfdúknum. Sannfæring mín hlaut stað- festingu. Ef ég hefði fyrr fram- ið þessa prófun á göngulaginu, hefði ég sparað mér nýafstaðin vandræði, því að þá hefði ég vitað, að hún var ekki stúlkan, sem kom inn í skrifstofuna um nóttina. Eins og allar aðrar stúlkur, höfðu sýningarstúlkur, hver sitt göngulag, og þar hafði æfing þeirra í starfinu engin áhrif. Höfum flutt raftækjaverzlun okkar að laugavegi 172 Jfekla 3|Utvarpiö Laugardaglnn 18. Janúar. 7:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp lð:00 Óskalög sjúklinga (Kristín Ann« Þórarinsdóttir). 14:30 í vikulokin (Jónas Jónasson), Tónleikar — 15:00 Fréttir ^ Samtalsþættir — íþróttaspjall Kynning á vikunni framundan, 16:00 Veðurfregnir Laugardagslög* in. 16:30 Dans-kennsla (Hreiðar Ástvalds* son). 17:00 Fréttir t»etta vil ég heyra: Hjörtur HalU dórsson menntaskólakennari vel ur sér hljómplötur. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Dísa og sagan af Svartskegg'4 eftir Kár* Tryggvason; V. (Þorsteinn Ö, Stephensen). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 18:56 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Leikrit Þjóðleikhússins: „Dimmu borgir“ eftir Sigurð Róbertsson, Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson. Persónur og leikendur: Ögmundur Úlfdal .... Ævar R. Kvaran Lára kona hans .... Kristbjörg Kjeld Hallur .......... Rúrik Haraldsson Hjördís ......... Sigríður Hagalín Della skrifstofustúlka .... Bryndís Pét, Guttormur........Valur Gíslason Elín móðir Ögmundar. . Bríet Héðinsd, Aðrir leikendur: Gísli Alfreðsson, Brynja Benediktsdóttir, Bessi Bjarna-* son, Stefán Thors, Sverrir Guðmunds* son og Leifur ívarsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok, BLAÐBURÐAFÓLK ÓSKAST f þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú þegrar ungiinga, röska krakka eða eidra fólk, til þess að bera blaðið til kaupenda þess. Milli Bankastrætis og Vatnsstígs Karlagata Gjörið svo vel að tala við afgrciðslu blaðsins eða skrifstofu. V Á, SIMI 2 24 8 0 JÚMBÓ og SPORI iK- Teiknari: J. MORA „Loksins", stundi galdramaðurinn, „nú víkkar gangurinn dálítið, svo ég þarf ekki lengur að skreiðast á fjór- vm fótum.......en hvað er nú þetta? Ég sé ljós framundan. Væri ég ekki sjálfur sæmilega göldróttur, myndi mér hreint ekki lítast á blikuna... “ „Hvað er þér á höndum og hvaðan kemur þú eiginlega?" spurði agnar- srnár hermaður. „Ég hef skreiðzt gegnum gömul jarðgöng til þess að heimsækja ykkur“, svaraði galdra- maðurinn, „og nú vildi ég biðjast leyf ?s áð mega tala við drottningu ykk- ar.“ „Talaðu, Inki, ég hlýði á mál þitt", sagði mjóróma rödd og lág. „Mér veist tunga um tönn, sagði galdra- maðurinn, „mér verður svo mikið um að standa nú augliti til auglitist við c'rottningu Amazon-mauranna, leið- toga hinnar göfugu hemaðarþjóðar.“ KALLI KUREKI ->f' Teiknari; FRED HARMAN COULOVE SWOEE I SAW A FIE£ OVEETHlSWAV-'&UESSMV MlMD'S PLAVIM’ TRICKS * I CAM'T Ö0 ANOTHER ST£P ! j Hér hefur ekki verið vatn svo vik- um skiptir! Nú á ég aðeins eina von .. ... að ég finni vatn áður en dagar, eða týnast ella. Klukkustundum saman staulast Gamli áfram í náttmyrkrinu. Ég er handviss um að ég sé eld emhvers staðar hérna ... en ég er kannske farinn að sjá ofsjónum.... ég kemst bara ekki fetinu framar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.