Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 18 jan. 1964 MORGUNBLAÐID 3 f G Æ R hafði Eimskipafélag íslands boð inni í Gullfossi fyrir vini og velunnara félags- ins. — Sótti boð þetta fjöldi manns og stóð það. frá kl. 17.30—18.30. Einar B. Guðmundsson, for- maður félagsins, ávarpaði gesti og Bjarni Jónsson, vígslu biskup, flutti stutta, hugþekka hugvekju. Undir lok móttök- unnar ávarpaði Sigurlaugur Þorkelsson gesti og þakkaði komuna. Myndir þær er hér fylgja eru teknar í boðinu um borð í Gullfossi í gær. A afmælinu bárust félag- inu margar góðar gjafir og mikill fjöldi heillaskeyta, Siglingar og fullveldi Timinn birtir í gær forystu- grein um hálfrar aldar afmæli Eimskipafélags íslands og kemst þar m.a. aS orði á þessa leiS: „Stofnun Eimskipafélags Is- lands fyrir hálfri öld á vordög- um Lslenzks sjálfstæSis, var þvi eitthvert mikilvægasta sporiS sem stigiS var til þess aS renna stoðum undir fullveldi landsins. ÞaS er ekki siSur ánægjulegt aS minnast þess, meS hve táknræn- um hætti þaS gerSist. Stór hluti þjóðarinnar lagði þar fram skerf sinn. Oft var sá skerfur fáar krónur, en starf hans tiSum í öfugu hlutfalli meS hliSsjón af getu og harSri lífsbaráttu þeirra tíma. FélagiS var á bernskuárum kallaS „Óskabarn íslands“. Það var réttnefni, þegar litið var á með hvaða hætti og á hvaða úr- slitastund það var stofnaS. Þetta óskabarn dafnaði vel fyrir for- sjá mikilhæfra manna og átti gildan þátt í framfarasókn þjóð- arinnar á næstu áratugum. Foss- unum var hvarvetna vel fagnað með hreykni í íslenzkum höfn- um og ferðir þeirra um heims- höfin greiddust oftast vel. Stríð og stormar hjuggu að vísu stund um skörð í skipastólinn, en þau voru oftast fyllt með meiri stór- ! hug en áður. Eimskipafélagið og þjóðin stækkuðu og efldust sam- an“. Tíminn minnist siðan á þátt Vestur-Islendinga i stofnun og starfsemi Eimskipafélagsins og telur hann „meðal ánægjuleg- ^ ustu bræðrabanda, sem tengt j liafa þjóðararmana saman yfir I hafið“. Fánar blakta við hún við Pósthússtræti á 50 ára afmæli Eimskipafélagsins. Skattsvikin og þjóðfélagið Alþýðublaðið birtir í- dag for- ystugrein um skattsvikin. Er þar m.a. komizt að orði á þessa leið: „Það er á almanna viiorði,'" að skattsvik eru stunduð hér á landi í stórum stíl og tilraunir rikis- valdsins til að stöðva þau hafa hingað til borið lítinn árangur. Deila má um upphæðir, en vafa- laust missa ríki og sveitafélög mörg hundruð milljónir króna af tekjum sínum vegna svikinna framtala. Verður að leggja þá byrði á þjóðina með hærri skött- um og útsvörum. Þannig verða hinir heiðarlegu að greiða það, sem skattsvikararnir stela. Núverandi ríkisstjórn hefur lof að að herða stórlega á eftirliti með framtölum. Verður að treysta því, að það verði gert, ekki með timabundnu skyndi- áhlaupi heldur með varanlegum ráðstöfunum, sem tryggja stór- aukið eftirlit með framtölum og mun þyngri refsingar fyrir vís- vitandi skattsvik, en hingað til hafa tíðkast“. Alþýðublaðið lýkur hugleið- ingum sínum um þetta efni með þessum orðum: „Allur þorri íslendinga hefur vafalaust þá barnatrú, að þjóð okkar sé grandvör og heiðarleg, enda þótt óþægilega margt bendi til að svo sé ekki. Fjárhagslegt misferli, fjárdráttur og þjófnað- ur, skattsvik og margvísleg önn- ur spilling blómgast hér á Landi á óhugnanlegan hátt. Hið unga lýð veldi okkar er því miður fjár- hagslega rotið og sú meinsemd mun fara vaxandi, ef ekki er tekið í taumana strax. Sú skylda hvílir á ríkisvaldinu öðru fremur. Það getur hafið gagnsókn og gert skattsvikurum lífið erfitt, sent þá í fangelsi eða dæmt þá í háar sektir, unz þessi glæpur, sem almenningsálit ekki telur neinn glæp, verður upp- rættur í landinu". fylgir silfurpeningur, sem verður eign þess er bikarinn hlýtur hverju sinnL í>á hefur verið ákveðin stofnun minjasafns, er geyma muni og myndir, skjöl og ann að, er snertir sögu Eimskipa- félagsins og siglingar yfirleitt. Ennfremur hefir félagið ákveð ið útgáfu sögulegs rits, er sé framhalds rits þess, er gef ið var út á 25 ára afmæli félagsins. Merki Eimskipafélagsins hefur verið mótað í gull. Gullmerkið hljóta þeir, sem starfað hafa í þjónustu féiags ins í 25 ár eða lengur. Ávarpi sínu lauk Einar B. Guðmimdsson með þessum orðum: „Við íslendingar ’ höfum um aldaraðir deilt um margt og stundum svo hart, að úr hófi hefur verið. Fyrir rúm- um aldarfjórðungi sagði eitt af góðskáldum okkar, Jón Magnússon, þessi orð í kvæð- inu „Frelsi“: „Litia þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast". Við byggjum segifagurt land, og allir viljum við heill og heiður hinnar ísienzku þjóðar. Barátta þjóðarinnar fyrir bættum lífskjörum hef- ur verið ströng og erfið, og svo mun verða um langa framtíð. Við erum svo fáir, að við verðum að gera okkur ljóst, að samheldni og samhugur er okkur lífsnauðsyn.' Og íslend ingar hafa sýnt, að þeir geta staðið saman sem einn mað- ur. Þannig var það, er Lýð- veldið var endurreist 17. júní 1944 og þannig var það, er Eimskipafélag íslands var stofnað 17. janúar 1914. Einar Benediktsson segir í stórbrotnu kvæði: „Þegar býður þjóðarsómi, þá á Bretlandi eina sál“ Það er ósk mín til íslenzku þjóðarinnar, að við getum ávailt sagt með sanni: Þegar hýður þjóðarsómi, þá á ísland eina sál. og verður nánar skýrt frá því síðar. Ríkisútvarpið sýndi félag- inu þá miklu vinsemd að helga því hluta af dagskrá sinni í gærkvöldi. Blöðin fluttu rækileigar greinar um félagið, með mörgum mynd- um, þar sem þau minntust með hlýhug stofnunar félags- ins og starfsemi á liðnum 50 árum. Fánar blöktu við hún um allan bæinn. Einar B. Guðmundsson, Óttarr Möller og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Dagskráin í Ríkisútvarpinu hófst með því að forseti ís- lands flutti ávarp. Síðan var ávarp siglingamálaráðherra, Emils Jónssonar. Þá flutti for stjóri félagsins, Óttarr Möll- er ávarp og dómkirkjukór- inn söng kvæði er Tómas Guð mundsson, skáld, hafði ort í tilefni afmælisins, og hafði dr. Páll Isólfsson samið lag við kvæðið og stjórnaði hann einnig kórsöngnum. Að því búnu flutti Grettir Eggertson frá Winnipeg ávarp frá est- ur-lslendingum. Að lokum fluttl formaður stjómar félagsins, Einar Bald vin Guðmundsson hæstarrétt- arlögmaður, þakkarorð til allra þeirra er gert höfðu þennan dag hátíðlegan og eft irminnilegan, m.a. póststjóm- inni „flaggskipi“ félagsins, m.s. „GULLFOSS". Jcifnframt skýrði formaður félagsstjórnarinnar, að stjórn Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, ávarpar gesti um borð í Gullfossi. in hefði samþykkt að minnast afmælisins á þennan hátt: Ákveðið hefur verið að fé- lagið færi Slysavarnafélagi íslands að gjöf eitthundrað og fimmtíu þúsund krónur. Ennfremur að Eimskipafé- lagið gefi silfurbikar til verð- launa fyrir bezta námsafrek í farmannadeild Stýrimanna- “skólans í Reykjavík. Verður þetta farandbikar, en honum Afmælisfagnaður Eimskips

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.