Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 8
8 MORCU N BLADIÐ Laugardagur Í8. jan. 1964 HLJÓMPLÖT UR E I N N þeirra hljómsveitar stjóra, sem okkar ágæti og þjóðkunni tónlistarmaður, Páll Pampichler Pálsson, kynntist áður en hann flutti hingað til íslands, er sam- borgcu-i hans og starfsbróðir, Karl Böhm. Karl Böhm hefur um langt skeið skipað fremstu röð hljómsveitarstjóra, einkum sem túlkandi á verkum Moz- arts og Richard Strauss, en hinn síðarnefndi var mikill vinur og lærifaðir Böhms og er ekki ósennilegt, að snilld Böhms sem Mozart-túlkanda byggist að talsverðu leyti á því, er hann nam af Richard Strauss. En eins og kunnugt er, var Strauss mikilhæfur hljómsveitarstjóri auk þess að vera tónskáld, og að margra dómi einn mesti snillingur, sem um getur í túlkun verka Mozarts. Karl Böhm er fædd- ur í Graz í Austurríki 28. ágúst 1894. Hann er ekki ein- ungis hljómsveitarstjóri, held ur einnig doktor í lögum, en það varð hann árið 1919. Hann hélt upp á doktorsgráð- una með því að stjórna „Hol- lendingnum fljúgandi" eftir Wagner í óperunni í Graz! Böhm þykir hafa svo nærna tónheyrn, að af ber, en að því verður vikið síðar. Eins og fyrr var sagt, þekk- ir Páll Pampichler Pálsson Böhm og til verka hans sem hljómsveitarstjóra. Þess vegna væri í senn ánægju- legt og fróðlegt að heyra, hvað Páll hefur um hann að segja. Fyrst eftir stríðsárin lék Páll í sinfóníuihljómsveit- inni í Graz og Karl Böhm heimsótti oft fæðingarborg sína og stjómaði þar tónleik- um. Páll hefur frá ýmsu for- vitnilegu að segja frá þessum árum, en þá kynntist hann náið handbragði og vinnu- brögðum ýmissa þeirra meist- ara taktsprotans, sem hæst hafa borið. Svo nokkur dæmi séu nefnd, má geta manna eins og Eugen Jochum, Erich Kleiber, Hermann Scherchen, Clemens Krauss og Josef Krips, auk að sjálfsögðu Karls Böihm. Það, sem veldur, að Karl Böbm verður í þetta sinn fyrir valinu er að Deutsohe Grammophon gefur út í þessum mánuði tvær nýj ar hljóðritanir með honum, þ.e.a.s. Sinfóníu no. 7 í C-dúr eftir Franz Schubert og nokk ur tónverk eftir Richard Strauss. Ekki aðeins það, held ur einnig mjög fróðlega og skemmtilega hljómplötu, þar sem Karl Böhm æfir Philhar moníuhljómsveitina í Berlín í fyrsta þætti Schubert-sinfó- níunnar. Hvort sú hljóðritun muni verða fáanleg á almenn um markaði, er a.m.k. eins og sakir standa fremur vafasamt. Það er að vísu ekki nýtt fyrir brigði, að gefnar séu út hljóm plötur, þar sem hljómsveitar- stjórar eru að æfingu, en að öðrum slíkum ólöstuðum, er þessi æfingarplata svo vel gerð o gsvo heillandi, að sér- stakt má teljast. Er vonandi að Deutsche Grammophon sjái sig um hönd og gefi þessa plötu út á almennan markað. Enn ein ástæða fyrir því, að við biðjum Pál að segja okkur svolítið frá Karli Böhm er, að Böhm verður sjötugur á þessu ári. — En nú skulum við leggja nokkrar spurningar fyrir Pál. — Hvernig voru þín fyrstu kynni af Karli Böhm sem hlj óms veitarstj óra? — Ég var víst ekki nema átján ára ,þegar Karl Böhrn kom til Graz til þess, að stjórna óperunni „Salóme“ eft ir Richard Strauss. Það var árið 1947. Það ríkti mikil spenna meðal okkar í hljóm- sveitinni á og fyrir fyrstu æfingu. Eitt er víst, að mér var ekki rótt innanbrjósts og svo hygg ég að flestum öðrum hafi verið farið, því að eins og þú veizt, er Karl Böhm þekktur fyrir það, hve kröfu- harður og nákvæmur hann er. — Skeði nokkuð á þessari fyrstu æfingu þinni með Böhm, sem þér er minnis- stætt? — Ef ég á að segja þér eins og er, þá er mér öll æfingin minnisstæð og reyndar ó- gleymanleg. Eins og ég sagði áðan, var ég aðeins átján ára þegar þetta var, og við höfð- um ekki leikið lengi, þegar Böhm stöðvaði hljómsveitina, benti á mig og spurði konsert meistarann sem var Walter Schneiderhan (bróðir hins fræga Wolfgang Schneider- han). hver ég eiginlega væri. Hvort ég, svona ungur, gæti virkilega spilað þetta erfiða trompet-hlutverk. Walter Schneiderhan sagði honum eins og var um mig, og enn- fremur það, að þetta væri í fyrsta skipti sem ég spilaði í Strauss-óperu. Svo ekkí sög una meir. En mér fannst, að Böhm gæfi mér sérstaklega nánari gætur meðan á æfingu stóð. Kannske hefur ein- hverju valdið, að faðir minn, sem þekkti til Karls Böhm að fornu fari, hafði varað mig mjög við, hve nákvæmur þessi nafntogaði dirigent væri og erfitt að villa honum sýn. En svo komst ég nú að því, að ég var ekki einn um þessa tilfinningu, því að þetta fannst víst flestum, sem léku í hljómsveitinni. Það var voða legt að sjá þessi augu, horfa ásakandi á sig, jafnvel þótt maður gerði svo smávægilega skissu, að hún hefði farið fram hjá flestum. — Það hlýtur að vera alveg sérstök tilfinning, ég vil segja reynsla, að leika undir stjórn hljómsveitarstjóra á borð við Karl Böhm? — Ekki get ég neitað því, og maður lærði mjög mikið af þessu. Til dæmis hafði Böhm hvorki meira né minna en þrettán æfingar fyrir þessa uppfærslu á „Salome", sem þótti alveg óskaplega mikið. En smátt og smátt fór maður að skilja taktslátt hans, og verða öruggari með innkomur. Maður byrjaði að hlusta hvað hin hljóðfærin voru að leika og meira að segja þorði maður að horfa af og til á leiksviðið til þess að fylgjast með söngvurunum. — Þú hefur ekki orðið fyrir neinu stórslysi? — Ja, stórslysi. Ég veit ekki. Jú, að vísu. Það skeði svolítið á næst seinustu æf- ingu. Guði sé lof, að það var ekki á þeirri seinustu, því að erlendis er alltaf fullt hús boðsgesta á lokaæfingu. En þarna á naest síðustu æfingu, þegar ljósin voru slökkt og söngvararnir í búningum og allt eins í pottinn búið og um raunverulega hljómleika væri að ræða, gleymdi ég mér eitt augnablik. Það var Ljuba Welitsch, ein frægasta Salóme allra tíma, sem fór með aðalhlutverkið, svo þú skilur mig kannske. En ég gleymdi mér, að vísu ekki nema augnablik, en nóg til þess, að ég var aðeins of seinn að bera trompetinn að vörun- KARL BOHM, urn, þó getur það vart hafa munað nema broti úr sekúndu en það var nóg til þess, að ég blés allt að því hálfri nótu of lágt. En ekki þurfti meira til að Karl Böhm stoppaði alla hljómsveitina og áminnti mig. Til þess að þú áttir þig á, hversu næma tónheyrn þarf til þess að heyra svona lagað, get ég sagt þér það, að hin risastóra hljómsveit, sem Strauss notar í þessari óperu, töluvert yfir 100 manns, lék fortissimo í þessum kafla og margar hljóðfæragrúppur léku sömu nótu og ég átti að leika. Að heyra því um líkt í gegn um þetta volduga tóna haf, er ekki nema á fárra færi. — Hvernig dóma fékk „Sal óme“ svo eftir allar þessar æfingar? — Hún fékk bæði mjög góðar undirtektir gagnrýn- enda og áheyrenda. Þessi upp færsla með Karl Böhm er mér einna minnisstæðust af þeim, sem ég tók þátt i. Kannske af því að þetta var fyrsta skiptið, sem ég vann með Böhm. En ég lék einnig í „Aída“ eftir Verdi, 9. sinfó- níu Beethovens og í nokkrum Bruckner-sinfóníum undir hans stjórn svo eitthvað sé upptalið. — Hvernig líkaði þér svo við Karl Böhm að æfingum og bljómileikum undanskild- um? — Ég kynntist honum eftir nokkrar æfingar, og hann var ósköp elskulegur og vingjarn legur. En á stjórnpallinum er hann mjög strangur og kröfu- harður en jafnframt hrífandi og heillandi, og það, sem við mundum segja mikill hljóm- sveitarstjóri. — En að síðustu; viltu segja nokkuð sérstakt í sam- bandi við þessa nýju hljóðrit- un, á 7. sinfóníu Schuberts og æfingarplötuna á sama verki, sem ég gat um hér 1 upphafi? — Eins og þú eflaust skilur er ekki hægt að fella endan- legan úrskurð um þessa nýju hljóðritun með Böhm af þess- ari æfingarplötu einni að dæma, þar sem við heyrum aðeins fyrsta þáttinn í heild sinni. En ef dæma skal eftir honum, hef ég aðeins heyrt eina upptöku, sem tekur hon- um fram, en það er hin marg- lofaða og dáða hljóðritun með Wilhelm Furtwangler. Reynd- ar er vert að taka það fram, að upptakan með Furtwangl- er gegnir algerri sérstöðu, því að hljómsveitarstjórinn Wil- helm Furtwangler var í raun- inni sérstakt timabil í þeirri listgrein, sem við köllum hljómsveitarstjórn. En sé sú hljóðritun ekki talin með, er þessi eirnhver hin ánægjuleg- asta og bezta ,sem ég hefi heyrt. u Norskur hljóm- sveitarstjóri heim- sækir ísland BLAÐAMENN voru boðaðir á fund síðd. á miðvikud. með tónlist arstjóra Ríkisútvarpsins og for- stjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar að hitta norska hljómsveitarstjór ann öivind Bergh, sem hefur haft hér skamma viðdvöi á leið sinni til Bandaríkjanna. Öivind Bergh hefur starfað við norska rjkisutvarpiö í full 17 ár og hefur haldið fjóida tónleika í Noregi og utan hans, einkum á hinum Norðurlöndunum. Hon- um telst svo til, að hann hafi haldið samtals 3500 útvarpstón- leika þessi 17 ár. Öivind Bergh stjórnaði hér tón leikum, sem hljóðritaðir voru á þriðjudaginn eftir æfingu síðan á laugardag. A efnisskránni eru verk eft- ir norsK tun.ss.cuu, oæoi ins ug liorn, m. a. Urieg ttorieiKunnn aö Betn Gaut;, Jtialvorsen, Uerrr 'i'veitt (svrta oyggo á tlaroangurs lögum), Sæverua (Baráttusöng- ur), Gunnstrom, Kjell Krane (ballett-tonlist byggð á ævtn- týri H.C. Andersens uin Hjarð- meyna og Sótarann) og loks er svo fúga nokkur allnýstárleg, í íoxtrott-takti eftrr broður hljóm Öivind Bergh sveitarstjórans, Sverre Bergh. Öivind Bergh lét mjög vel af hljómsveitinni hérna, kvað mjög ánægjulegt að vinna með henni. Ennfremur sagðist hann hafa hlustað á upptökurnar og væru þær tæknilega mjög góðar, '(sem væri nýlunda J svo nýju og glæsiiegu húsnæði sem því er Ríkisútvarpið hefði til umráða!). Þetta er f fyrsta sinn sem Öivind Bergh kemur hingað til lands og sagði hann að sér hefði strax litizt mjög vel á sig. Han.n heifði ferðast nokkuð, enda verið heppinn með veður, og tekið mikið af myndum, einkum af hverunum, sem hann sagðist e*f til vill myndu sýna er heim kæmi. Annars kvað hann gaman til þess að vita, að Norðmenn vissu nú almennt miklu meira um ísland en áður, því mikið væri hlustað á fréttaþætti Thor- olfs Smith í norska ríkisútvarp- inu. Öivind Bergh kvaðst fara héð- an í kvöld til Bandarjkjanna, en eklíi væri þetta tónleikaferð, heldur miklu fremur farin til náms og kynningar. Einkum hefði hann áhuga á að kynna sér viðbrögð útvarpsmanna vestra gagnvart samkeppni við sjón- varpið. Nú væri þessa farið að gæta í Noregi og sagðist hann t.d. hafa unnið við hvorutveggja, sjónvarp og útvarp. Væri mikill n.unur á því að standa í fjóra- fimm tíma í steikjandi hita sjón- varpslampanna en að dvelja I svölutn og þægilegum upptöku- sölum útvarpsstöðvanna. Loks ítrekaði Bergh að það hefði verið einstaklega ánægju- legt að starfa með íslenzku Sin- fóníuhljómsveitinni og sagðist hafa mikinn hug á að koma hing að aftur. Tónlistarstjóri kvað það gagnkvæmt og megum við þvi væntanlega gera að því skóna að þetta verði ekki í síðasta sinn sem Öivind Bergh heimsæiki Is- land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.