Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 12
'■ k i í MORCUNBLAÐIÐ 12 jltayMtiMftMfr. Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, . Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. CTtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.látræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskrift.irgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. „SAMÚÐAR- OG BARÁ TTUKVEÐJUR “ t’ins og kunnugt er stendur verkfall trésmiða, vegna þess að forustumenn Tré- smiðafélags Reykjavíkur eru ekki viðmælandi um að koma heilbrigðri skipan á uppmæl- ingartaxta, heldur heimta þeir 15% hækkun á allar gjaldskrár, þótt þær í sum- um tilfellum séu fráleitar eins og húsbyggjendur hafa kynnzt. Er engu líkara en þessir menn beinlínis vilji halda verkfallinu áfram, þótt það sé í fullri andstöðu við hagsmuni félagsmanna. Það er hægt að segja for- ustu Trésmiðafélagsins það umbúðalaust, að atferli henn- ar nýtur ekki samúðar. Þess vegna er líka hjákátleg sam- þykkt Málarafélagsins, þar sem Trésmiðafélaginu eru sendar „samúðar- og baráttu- kveðjur“. Verkalýðsbarátta á ekki að vera neitt grínmál, og víst er það eðlilegt, að verkalýðsfé- lög hafi samúð með rétt- mætri baráttu annarra félaga, einkum þegar þeir, sem verst eru settir, eiga í hlut. En hér hagar til á þann veg, að for- usta Trésmiðafélagsins krefst þess að fá í öllum tilfellum sömu hundraðshlutahækkun og lægst launaðir verkamenn, þótt sumir uppmælingataxtar séu á þann veg, að trésmiðir fá margföld verkamannalaun við ákveðna vinnu, sem venju lega er vandaminnsta vinnan. Forusta Trésmiðafélagsins sýnir þannig litla samúð með þeim, sem verst eru settir, og því er ástæðulaust að aðrir sendi henni samúðarkveðjur, enda er hér um að ræða sjálf- skaparvíti. En þegar rætt er um upp- mælingartaxtana er rétt að benda á það, að þeir leiða í ýmsum tilfellum til mjög mikils misræmis í launum trésmiða sjálfra og þeir fá hæstu launin, sem vanda- minnsta verkið vinna, Þetta er öfugþróun, sem þarf að breyta til’þess að iðnin þró- ist eðlilega og framfarir verði. BARÁTTAN INNAN KOMMÚNISTA- FLOKKSINS 17ins og kunnugt er hefur um ^ langt skeið verið háð hatrömm innbyrðis barátta í kommúnistaflokknum, sem tekið hefur á sig ýmsar mynd ir og fæstar fagrar. ■ Nú hefur armur Einars Ol- geirssonar fengið kærkomið tækifæri til þess að opinbera þennan ágreining, og hefur Þorvaldur Þórarinsson riðið á vaðið og brigzlað flokks- bróður sínum, Guðmundi Vig fússyni, um mútuþægni vegna stuðnings hans við ráðhúss- bygginguna, og Einar Olgeirs- son færir þetta mál inn í Al- þingi, þar sem hann ber full- trúa kommúnista í borgar- ráði verstu sökum, eins og aðra borgarráðsmenn. Það má með sanni segja, að kommúnistar hér á landi hafa lært af flokksbræðrum sínum erlendis. Þannig skammaði Krúsjeff albanska kommún- istaflokkinn lengi vel, þegar hann var að ráðast á hinn kín- verska — og Einar Olgeirs- son og hans lið notar ráðhús- ið sem skálkaskjól árása á Guðmund Vigfússon. NÆLONSOKKA- VERKSMIDJA lltaf er ánægjulegt, þegar ný fyrirtæki rísa á stofn og rekstur þeirra gengur vel eins og virðist vera með næl- onsokkaverksmiðjuna á Akra nesi, þótt menn hefðu til skamms tíma ekki haldið að slíkur iðnaður mundi rísa upp hér á landi. En þetta sýnir hve margháttuð tækifæri eru til að efla atvinnuvegi lands- ins. Þá er það einnig ánægjulegt að slík fyrirtæki skuli ekki einungis rísa upp í Reykjavík, enda er atvinnilástand svo óöruggt víða úti um land, þótt mikil atvinna hafi verið að undanförnu, að brýna nauðsyn ber til að koma iðn- fyrirtækjum á stofn sem víð- ast. Bezta úrræðið til þess að tryggja „jafnvægi í byggð landsins“ er án efa það að stuðla að iðnrekstri víða um land, og mjög æskilegt væri, ef unnt reyndist að koma stóriðju á, til dæmis á Akur- eyri, og mun það vera at- hugað. Laugardágur 18. jan. 1964 Chou En-lí veg um Bamako, Mali, 16. jan. — AP-NTB — • CHOU En-lai, forsætisráð- herra kínverska alþýðulýð- veldisins, kom í dag í opinbera heimsókn til Mali, ásamt utan- ríkisráðherranum, Chen Yi, og 60 manna fylgdarliði. • Áður en Chou En-lai fór frá Ghana, þar sem hann hefur dvalizt sl. fimm daga, birtu þeir Nkrumah, forseti landsins, sam- eiginlega yfirlýsingu, þar sem lögð er áherzla á nauðsyn þess að kalla saman ráðstefnu þeirra rikja Asíu og Afríku, er berjast gegn heimsveldasinnum og fylgis mönnum þeirrá. Einnig segir í yfirlýsingunni, að þeir hafi verið sammála um, að heppilegt væri að boða til ráðstefnu æðstu manna allra ríkja heims, ef með því væri hugsanlegt að flýta fyr- ir samningum um bann við notk- un kjarnorkuvopna og eyðilegg- ií vill gera Sahara ingu allra slíkra vopna. Á flugvellinum í Mali tók mik- ill fjöldi opinberra embættis- manna á móti kínverska forsætis- ráðheríanum og Mobito Keita, for seti ríkisins, fagnaði honum með ræðu. Að sögn fréttaritara AP, sem fylgzt hafa með ferðalagi Chou En-lais í Afríku, hefur hon- um hvergi verið eins vel fagnað af almenningi og í Mali í dag. Telja þeir að um 40.000 manns hafi verið þar á götum úti. Talið er, að eitt helzta um- ræðuefni Keita og En-lais verði efnahagsmál og efnahagsaðstoð Kínverja við Mail, sem nú nem- ur um 20 milljónum dollara ár- lega. Er haft eftir áreiðanlegum heimildum, að Chou En-lai sé þess fýsandi, að leggja fram fé til fullkominnar vegagerðar milli Mali og Alsír, gegnum Sahara — en slík samgönguæð myndi auð- velda Mali leiðina til hafs. Chou En-lai Rétt áður en Chou En-lai kom til.Mali, lét sovézka fréttastofan „Novosti“ dreifa bæklingi til fréttamanna og erlendra sendi- manna, en þar var sagt frá komu forsætisráðherrans og hann kall- aður „vinur og bróðir þjóðanna“. ♦ f Jain Macloid skrifar: Macmillan vildi hvort hann myndi of önnum kaf- inn við að skrifa sögu forsætis- ráðherraskiptanna, til þess að geta sinnt þeim embættum, er hann hefði á hendi. Nýjar tillögur Bandaríkjanna í Gcnf Washington, 16. janúar AP • LYNDON B. Johnson forseti Bandaríkjanna skýrði frá því í dag, að þá afvopnunarráð- stefnan í Genf hefst að nýju í næstu viku, muni bandaríska sendinefndin leggja fram nýjar tillögur, er miði að frekara eft- irliti með stríðsvopnum stórþjóð anna. Sagði Johnson, að Banda- ríkjastjórn muni einskis láta ó- freistað til þess að ná samkomu- lagi um bann við kjarnorkuvopn um. aldrei Butler embætti London, 16. jan. — NTB • Þess er nú vænzt, að aft- ur hefjist deilur í London um forsætisráðherraskiptin í haust. • Ian Macloid, fyrrum for- seti neðri málstofu brezka þings ins hefur birt grein í tímarit- inu „Spectator", þar sem hann heldur því fram, að Harold Mac millan hafi, frá því hann fyrst tók við embætti forsætisráðherra, verið staðráðinn í því að sjá svo um að Richard Butler yrði ekki eftirmaður sinn, enda þótt hann hafi verið öðrum betur til þess fallinn. Segir Macmillan hafa haft þá skoðun, að Butler hefði ekki til að bera þann vilja- styrk, er til þyrfti í embætti for sætisráðherra. Fréttamenn í London telja, að grein Macloids muni fá kaldari móttökur hjá forystumönnum I- haldsflokksins. Þeir hafi vonað, að styrinn væri um garð genginn og unnt yrði að sameina krafta þeirra til uppbyggingar flokks- ins fyrir kosningabaráttuna, sem forsætisráðherra loids. Sagði Wilson, leiðtogi verka mannaflokksins á þingfundi í dag, að hann hefði veitt því eftir- tekt að Butler hefði ekki mætt á stjórnarfundi nýlega og spurði, Moskva, 16. janúar NTB • Málgagn sovézka land- varnaráðuneytisins, „Rauða stjarnan" segir í dag, að skap- azt hafi skelfing og andúð með- al norsku þjóðarinnar við þá fregn, að kanadísk herdeild verði flutt frá Vestur-Þýzkalandi til Noregs. Flytur blaðið úr- drátt úr „Dagbladet“, um málið og segir það hafa svarað hem- aðarsinnum Norður Ameríku af Forsetinn hafði nýlega rætt við formann bandarísku nefnd- arinnar, William Foster, er hann skýrði frá þessu. Foster ræddi einnig við fréttamienn og sagð- ist þeirrar skoðunar, að það frið- vænlega andrúimsloft, sem nú væri ríkjandi í samskiptum Austurs og Vestur ætti að geta verið grundvöllur frekara sam- starfs og enn betri áangurs i Genf. um í Noregi sé í sjálfu sér ekki lífshættuleg norsku þjóðinni, en henni stafi á hinn bóginn mikil hætta af þeim hljóðlega og stöð- uga ágangi, sem hemaðaryfir- völd vesturveldanna sýni henni. Segir „Rauða stjarnan“ ennfrem ur eftir norska blaðinu að til- kynning um herdeildanflutning- inn sé þeim mun alvarlegri og ótilhlýðilegri, sem Krúsjeff for- Skelfing og andúð segir „Rauða stjarnan,, framundan er. hörku og einurð. sætisráðherra Sovétríkjanna sé Þá hafði stjórnarandstaðan ver ið fljót að notfærá sér grein Mac- Rauða stjarnan hefur efitir dag blaðinu, að breyting í herstöðv- vnætanlegur í opinbera heim- sókn til Noregs á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.