Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.01.1964, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. jan. 1964 Santiago Bernabau forseti hins fræga félags Beal Mad rid sagði í blaðaviðtali í Al- bacete, að hann vildi heldur ef hann ætti son, senda hann til vígvallanna í stríði, en að láta hann vera í framlínu knattspyrnuliðs. Taldi hann varnarleik hafa þróast svo til hins verra að betra væri að berjast á vígvelli en berjast fyrir lífi sínu sem framherji í knattspyrnu. Þremur leikjum er ólokið Af öðrum leikjum er nú aðeins beðið eftir þremur til þess að úr því sé skorið hvaða 16 lönd mæta í lokakeppninni. Sviss og Luxem- borg eiga eftir að leika síðari leik sinn. Sviss er langtum sigur- stranglegra. Júgóslavar eiga eftir að mæta Austurríkismönnum og eru júgóslavar nær öruggir með að hreppa sigur. Frakkar og Spán verjar áttu að mætast um síðustu helgi og hafa fregnir ekki borizt af þeirri viðureign. Árlegur leikur úrvais úr atvinnuliðum USA í körfuknattleik Ungverjar burstuðu Pól- verja og mæta íslendingum Bandaríkjamenn komust í lokakeppnina á 1 marks vinningi SÍÐASTLIÐINN þriðjudag fór fram í Boston leikui milli úrvals liða atvinnumanna í körfuiknatt- leik úr austur og vestur hlutum Bandaríkjanna. Leikur þessi fer fram árlega, venjulega í janúar, og mætast þar allir beztu körfu- knattleiksrmenn Bandaríkjanna, og þar með er víst óhætt að segja, alls heimsins. Þarna eru því engir aukvisar á ferð. Að þessu sinni var leikurinn háður að Boston Garden sem tekur tæplega 14 þús. áhorfendur og var húsfyliir eins og ætíð, því áhugi fyrir körfuknattleik er geysimikill í Bandaríkjunum og stórleikjum sem þessum út- og sjónvarpað um landið þvert og endilangt. S.l. ár unnu austaramenn leik- inn með 115 gegn 108 og komu því nú tii leiks staðráðnir í að halda sigurgöngunni áfram, og vestanmenn ekki síður ákveðnir að hefna ófaranna í fyrra. Leik urinn var jafn til að byrja með en austanmenn höfðu þó heldur yfir. Staðan er 17—16 þeim í vil er um átta min, eru af leik, þá nær vesturliðið yfir 17—18 en sú dýrð stóð ekki lengi því aust ur hafði skorað 19—18 að þrem sekúndum liðnum. Þeir juku síð- an smám saman forskot sitt og staðan í hálfleik var 61—49 fyrir austur. í byrjun seinni hálfleiks jafna vestanmenn leikinn heldur og komast niður í sex stiga mun, en austur herðir á sér og um mið- bik hálfleiksins hafa þeir átján stig yfir. Flestir héldu að þar með væri draumur vestanmanna úr sögunni. Þeir eru þó ekki af baki dottnir, risinn Chamberlain (2.20) hirðir hvert frákastið á fætur öðru og Baylor, Jerry West, Don Ohl og Bob Petit má snilldar sóknarlotum sem saxa á forsikot austanmanna. Kempurn- ar Robertson, Russell Embry og Lucas streitast við að halda for- sikoti austuns, en þrátt fyrir af- burðaleik þeirra, einkum Robert- sons, minnkar bilið enn. Rum mínúta er eftir til leiksloka og aðeins skilja sex stig á milli, æs- Námskeíð fyrir ingur áhorfenda r.*r hámarki, menn öskra, æpa og stappa. Tekst vestanliðinu að komast yíir? Þrjátíu og fimm sekúndur eftir og austur meö knöttinn, en missir hann. Vestur með knött- inn, — en tímiran er of naumur og þegar bjallan g’ymur standa leikar 111—107. Austur hefur unnið annað árið í röð. Bezti maður leiksins var valinn Oscar Robertson frá Cincinraati Royals, og er það í annað skipti sem hann hlýtur þennan eftirsóknar- verða titil. í UNDANÚRSLITUM heims- meistarakeppninnar í hand- knattleik hafa nú margir leik- ir verið leiknir. Þrjár þjóðir hafa unnið sér rétt til keppni í úrslitaorustu 16 liða. — Þær þjóðir eru Ungverjar, Norð- menn og Bandaríkjamenn. Unnu nauman sigur Norðmenn urðu að sætta sig við stóran ósigur í síðari leiknum gegn Hollandi. Holland vann 18- 13 og það voru úrslit, sem voru verri fyrir Norðmenn en flestir höfðu búizt við. Norðmenn unnu fyrri leikinn með 17-9 — og mátti því vart tæpara standa. \ Þetta sýnir að norska landslið- ið er heldur ótraust. En samt sem áður fara Norðmenn nú 'í loka- keppnina í Tékkóslóvakíu með samanlagða markatölu 30-27. Enn meiri vandi Bandaríkin voru í enn meiri vanda er þau mættu Kanada í síðari leik landanna fyrir lokakeppnina. f fyrri leiknum unnu Bandaríkja- menn með 17-15. í þcim síð- ari unnu Kanadamenn með 17-16. Eitt mark skildi liðin að og það verða Bandaríkjamenn sem mæta í lokakeppninni á samanlagðri markatölu 33-32. Mótherjar Bandaríkjamanna i fyrstu umferð lokakeppninnar verða V-Þýzkaland, A-Þýzka- land og Júgóslavía. Hættuleg skytta Ungverjar, sem eru í riðli með Islendingum í lokakeppn inni ásamt Svíum og sigur- vegara í Afríkuriðlinum, kom ust í lokakeppnina með pomp og pragt. Þeir unnu Pólverja í síðari leik landanna með 23- 18. í fyrri leik landanna höfðu Ungverjar óvænt sigrað með 16-12 og var sá leikur í Pól- landi. Lokamarkatala er því 39-30 fyrir Ungverja. Bezti maður á vellinum í báðum þessum leikjum var Ungverjinn Kovacs (miðvörð ur), sem skoraði 9 mörk í síð- ari leiknum af 23 mörkum Ungverja. körfuknattleiks- dómara EINS og flestum er kunnugt hefur verið mikill dómaraskort- ur í körfuknattleik undanfarin ár, og hefur það staðið sjálfn íþróttinni mikið fyrir þrifum. Mikil breyting varð á þessu sl. ár, er K.K.Í. hélt dómaranám- skeið, og þar sem hópur körfu- knattleiksdómara er orðinn nokkuð stór og fer sívaxandi, fól K.K.Í. laganefnd sambandsins að sjá um stofnun dómarafélags. Stofnfundur félagsins, er nefndist Körfuknattleiksdómara félag íslands, skammstafað K.K.D.Í., var haldinn mánudag- inn 11/11 í KR-heimilinu við Kaplaskjólsveg. Þar voru lög fé- lagsins samþykkt, stjórn kosin o. fl. Eftirtaldir menn eru í stjórn: Einar G. Bollason, for- maður. Þorsteinn Ólafsson, vara form .Jón Otti Ólafsson, gjald- keri. Gunnar Gunnarsson, ritari Tómas Zoéga, spjaldiskrárritari. K.K.D.Í. er stéttarfélag körfu- knattleiksdómara og gætir hags- muna þeirra. Helztu áhugamál félagsins er að fá körfuknatt- leiksdómara með alþjóðarrétt- indi, halda fræðslufundi fyrir körfuknattleiksdómara o. fl. IIMGI R. JÓHAIMIMSSON SKRIFAR LIV1 SKÁKMÓTIÐ Magnús — Tal Byrjun: Ben-ony-árás Það kom aldrei til veru- legra átaka í þessari skák, þar sem Magnús tefldi greinilega undir styrkleiika, og varð því Tal auðveld bráð. Gligoric — Guðmundur Byrjun: Nimzoindversk vörn Þetta var tvímælalaust harð asta viðureign kvöldsins. Guð mundur beitti hinu svonefnda langa afbrigði af Nimzo, og eftir ca. 20 leiki var staðan nokkuð jöfn, en Gligoric átti þó svolitla von þar sem bisk- upapar hans var. í flækjum miðtaflsins og timaþrönginni sem þar fór á eftir tókst stór- meistaranum að auka nökkuð á stöðuyfirburði sína, vegna ónákvæmra leikja andstæð- ingsins í tímaeklu. Skákin fór í bið í þessari stöðu. Hv.: Khl, Dd2, Hd6, Hcl, Bbl, Bg3. peð: h3, g2, f3, e5, c3. — Sv.: Kg8, De7, Ha6, Ha8, Bc6, Ra4. peð: h6, g7, f7, c5, b5. Svartur lék biðleik. Líkur hvíts eru öllu betri. Friðrik — Trausti Pirc-Ufimcev vörn Þarna var sarna sagan og hjá Tal, Friðrik byggði upp stöðu sína af vandvirkni og röikvísi. Snemma í miðtaflinu varð Friðrik þes megnugur að hefja kóngssókn með h2-h4-h5 þar sem Trausti lét það undir hötfuð leggjast að undirbúa nauðsynlegt mótspil á mið- borðinu. Friðrik vann síðan á snarpri kóngssókn. Johannessen — Freysteinn Óregluleg byrjun Þessi sbák var afar jöfn leragst af, en Freysteinn fórn- aði peði til þess að koma hrók upp á fyrstu línu þar sem hann virtist geta valdið and- stæðingnum erfiðleiikum. — Svend tókst þó að snúa sig út úr klípunni og halda peðinu sem Freysteinra fórnaði. Skák in fór í bið í þessari stöðu. Hv.: Kd3, Be5, Bd5; peð': a3, b2, f4. — Sv.: Ke7, Rd6, Bcl. peð: a7, b4. Trúlega mun Norðmaðurinn sigra í þessari viðureign. Jón — Wade Karo-Kan Skákin var þurr og leiðin- leg allan tímann. Biðstaðan er nokkuð jöfn. Ingvar — Nona Pirc-Ufimcev vörn Nona tefldi byrjunina mjög vel og átti um stundarsakiir öllu betri möguleika, en Ingvar tókst að stýra hjá boð- unum og þegar fram í sótti urðu veikleiikarnir í svörtu stöðunni ofviða heimsmeistar- anum og Ingvar vann hrók, og þar með skákina. Ingi R. — Arinbjörn Sikileyjar vörn Arinbjörn tefldi gamalt afbrigði, sem álitið er gefa svarti erfiða stöðu. Bg hetf þó e. t. v. ekki valið beztu leið- ina, þvi á tfcnabili leit út fyrir að svartur gæti jafnað taflið. Arinbjörn fann ekki bezta leikinn og hvítur hédt örlitd- um stöðuyfirbuiðum í enda- taflinu sem upp kom. Með 17. Be6! tókst mér að stýra rás viðburðanna í nokkra leiki, sem gerði það að verk- um að mér tókst að vinna tvö peð, og þar með voru enda- lokin ákveðin. Ingi R. Jóh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.